Kvennablaðið - 17.09.1902, Blaðsíða 5

Kvennablaðið - 17.09.1902, Blaðsíða 5
KVENNABLAÐIÐ. 69 af teikningunum, blöðunum og veizlunum, sem hún hafði heyrt getið þaðan. En margt var það, sem þurfti að gera og ráðstafa, áður en farið væri af stað. Einhvern þurfti að fá til að sjá um verzlunina og vera í búðinni, og dálítið þurfti hún að fá sér af fötum. »Þau skulu ekki þurfa að skammast sín fyrir mig«, hugsaði hún. Aldrei hafði henni áður fundist tíminn svona langur, og alt jafn óskemtilegt. Jafnvel lands- lagið varð öðruvísi. Fjöllin skygðu á. Handan við þau var alt það, sem hún elskaði, þangað vildi hún komast, og þangað bárust allar hugs- anir hennar og þrár, á undan henni sjálfri. Eimlestin, sem brunaði áfram, heillaði huga hennar með sér, og hún ímyndaði sér að hún sæti inni í vagninum á leiðinni þangað. Svo rann burtfarardagurinn loksins upp. I dögun var hún á fótum, og búin að gera alt svo fínt og strokið í stofunni í Skógþorpi, að hvergi sást fys eða rykkorn inni. Nú var alt tilbúið, og hún beið eftir Holm, til að fylgja henni og bera ferðatöskuna ofan á járnbraut- arstöðina, og kaupa farseðil. Enn voru tveir klukkutímar eftir þangað til lestin fór, hún beið því tilbúin, í kápu og með hatt á höfði, en langt fanst henni þangað til Holm kom. Ingiríður kom líka með. »Þú ert þá ferðbúin, sagði Holm, og rétti henni höndina«. »Jú, það hefi eg verið Iengi«, svaraði hún. »Það er alt of snemt«, sagði Ingiríður. »Það er betra að bíða niður frá, svo maður verði ekki of seinn«, sagði Karen. Þau fóru nú af stað. Karen tók lykilinn úr húsdyrunum, fékk Holm hann og sagði með tár- in í augunum: »Þið lítið hingað inn við og við? Vökvið þið þá blómin og hirðið um garðinn. sLevköj- urnar« eru orðnar svo fallegar«. A burtfararstundinni var það eins og þráin og löngunin eftir ástmennum hennar hefði dáið út, alt hinu megin fjallanna hefði fölnað og óð- alsbletturinn — heimilið hennar — væri orðið miðdepill heimsins. »Karen kemur víst bráðum aftur, hugsa eg«, sagði Holm. »Já, það er ekki gott að vita«. Hún gætti enn þá einu sinni að, hvort pen- ingaveskið væri á sfnum stað, leit svo yfir far- angurinn hvort ekkert vantaði. »Það erundirþví komið, hvort þau þurfa mín með. Það er stund- um nógu gott að eiga gamla ömmu«, sagði hún hlæjandi. Hún hafði ekki haft tíma til að byggja loft- kastala á sínum æfilanga vinnudegi — nú gerði hún það. — Það kom alt í einu annar blær á augnaráð hennar — eitthvað svo fjarsýnt. »Eg held að hann þurfi mín við. Eg finn það á mér að hann gerir það«, sagði hún og gekk ofan brekkuna. án þess að líta aftur. FEGURÐIN. egurðin þýðir mikið í heimi þessum. Fegurðartilfinningin er manninum með sköpuð, og hjá siðmentuðum manni tekur hún æ meiri og meiri framförum. Menn mega klifa svo lengi á því, sem menn vilja, að hin ytri fegurð mannsins sé með öllu einskisverð; það munu fáir viðurkenna þá setningu. Öll fegurð hefir sitt gildi og svo lengi sem maðurinn lifir og dregur anda, mun hann leita eftir fegurð í einhverri mynd. Anda gædd, eðallynd og góð kona getur með engu móti verið ljót ásýndum. Fegurðin er eins og ástin — hún getur trauðlega leynt sér. Sér- hver hugsun sálarinnar setur sitt mark á and- lit mannsins; sérhver góð hugrenning gerir svipinn mildari; illar hugsanir gera hann harð- an; hvert bros, hver viðkvæmnisvottur, hver önugleiki, setur spor í andlitsdrætti mannsins, sem eru spegill sálarinnar. En þegar sál og hugsanir eru samræmilegar og fagrar — getur andlitið þá verið ljótt ? Flestir heimsspeking- ar neita því. Andlega fegurðin skín í gegnum andlitsdrætti, sem í fyrsta áliti sýnast grófir, varpar yfir þá geislaljóma sfnum og birtir þá upp, eins og þegar sólin brýzt í gegnum þoku- bólstra og sýnir oss að skógurinn er grænn og hafið blátt, þó allt sýnist stundum áður svart og ljótt. Enda óreglulegustu andlits- drættir geta fengið á sig þann yndisþokka og fínleika, sem lengur lifir en ytri fegurðin og sífelt fer vaxandi að sama skapi, scm sál og hjarta hreinsastog göfgast í þjónustu hinsgóða.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.