Kvennablaðið - 17.09.1902, Blaðsíða 7

Kvennablaðið - 17.09.1902, Blaðsíða 7
KVENNABLAÐIÐ, 11 púlveri hafa verið leystar upp í. Deigið er hrært vel, og bakað svo í smurðu móti i kl.t. við góð- J an hita. Kaldur rísgrjónabýtingur. 25 kv. rísgrjón skolast úr sjóðheitu vatni, og á eftir úr köldu vatni, og sjóðast svo í 1 pt. afmjólk þangað til grjónin eru orðin soðin, og þetta er orðið þykkur grautur. Þá er honum helt í skál, og hrært saman við litlu af salti, 10 kv. af steyttum melís, V* stöng af steytt- um vanille og 2 kv. af húsblasi leystu upp í litlu af sjóðandi vatni. Þegar þetta er nærri því kalt, þá er 1 pela af rjóma, sem hræður er í stlfa froðu hrært saman við, og þessu helt 1 leirmót, sem áður hefir verið vætt innan með köldu vatni og steyttum melís stráð innan um. Þetta er etið með berjamauki, eða sósu úr „víncreme". Þetta er góður eftirmatur, og verður að búast til svo snemma, að það geti verið vel kalt þegar það er etið. Yíncremsósa. 4 eggjarauður eru hrærðar, þangað til þær eru orðnar að þykkri froðu, með hæfilega miklum hvítum sykri, og saft úr einni cítrónu, ’/» pela af-hvítu víni og V3 pelaaf vatni. Síðan er þetta sett í skaftpott yfir eldi og þeytt með hríslu til að láta það freyða. Þegar sósan kemst í suðu þá er hún þegar tekin ofan og bor- in á borð. Fisk-gratin. 15 kv. hveiti, 15 kv. smjör og lítill rauðlaukur bakast saman í potti, og þynnist út með 2 pelum af sjóðandi mjólk. Svo er 37 kv. af smásöxuðum soðnum fiski sett saman við, og látinn sjóða lítið eitt. Það er svo tekið af eldin- um og látið kólna nokkuð, en áður en það er orðið alveg kalt, er 5 eggjarauðum, salti og ofur- litlum sykri hrært saman við. Þegar deigið er orðið alveg kalt, þá er laukurinn tekinn úr því, og 30 kv. af soðnum fiski bituðum í sundur, en ekki söxuðum, bætt saman við. Síðast er þeyttum eggjahvítunum hrært saman við. Þetta „gratin" er bakað í formi á venjulegan hátt og etið með kap- ersósu, eða champignonssósu. Búnaðarfélag Islands, Hússtjórnarskólinn tekur á nióti námsstúlkum til þriggja mánada í senn, með sömu kjörum og áður. Frá 1. október til ársloka er áskipað, en laust frá I. janúar og 1. apríl n. á. Bókleg kensla verður veitt fáeinar stund- ir í viku, frá I. okt., í heilsufræði, matarefna- fræði og garðytkju og auk þess er ætlast til að námsstúlkurnar hagnýti sér mjaltakensluna, sem hér fer fram í vetur, verklega sent bóklega. Þær, sem skólann vilja sækja, snúi sér til forstöðukonunnar. Reykjavík 12. sept. 1902. Þórh. Bjarnarson. Ódýrustu vefnaðarvörur fást hjá undirskrifuðum, svo sem tilbúin karlmannsföt, yfirfrakkar, jakkar, k j ó I ata u , s v u n t u ta u , prjón-nærföt fyrir börn og fullorðna, sirs, léreft allskonar, fatatau alls- konar, enskt vaðmál, klæði. Verðlisti yfir vefnaðarvörur sendist ókeypis hverjum þeim sem óskar. Reykjavík, Vesturgötu 4. Björn Kristjánsson. Útgefandi: Briet B j a r n h ó ð i n sd ó tt i r. Prentsmiðja Þjóðólfs.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.