Kvennablaðið - 17.09.1902, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 17.09.1902, Blaðsíða 3
KVENNABLAÐIÐ. 67 Fyrst kom til mála að rífa hana niður, en svo var henni breytt, og 3 húsfeður með fjölskyldur sínar, frá sögunarmylnunni og pappírsverkinu bjuggu nú í henni. Brúinyíir fossinum, sem áður var læst, fyrir öðrum en baróninum, var nú öllum heimil til að taka af sér krók, og skóggarðurinn var sunnudaga- samkomustaður verkamannanna. Þegar talað var um harðæri, þá var jafnan sagt: »Það var á tímum gamla barónsins«. Hann var nú dauður fyrir mörgum árum. Hann hafði dáið fljótlega við útlendan baðstað, og var hvískrað um að það hefði verið sjálfs- morð — út af tapi f spilum. — Blöðin sögðu það hafa verið hjartaslag. En skuldirnar gægð- ust smámsaman upp, og Anton átti erfitt með að gjalda þær og breiða yfir svívirðingu þá, sem nafni hans og konu, var af þessu búin. Hann bjó að þessu í mörg ár. — En nu var hann orðinn bankastjóri, og álit hans og traust manna fór vaxandi á honum. Karen vissi þetta af blöðunum, og gladdist ekki af því. »Það er of mikið. Mönnum d ekki að ganga altaf svona vel, hugsaði hún hálfhrædd með sjálfri sér. »Þá verður jörðin þeim allt, en him- ininn ekkert«. Sjálf var hún orðin gömul og hvít fyrirhær- um. Andlitið var hrukkótt, en lfkaminn og fram- gangan hraustleg og fjörleg, og viðmótið glað- legra en nokkru sinni áður. »Eg er farinn að þreytast á búðinni, kvart- aði hún oft, en gat þó ekki fengið af sér að yfir- gefa hana eða selja öðrum í hendur. »Að sitja með krosslagðar hendur, væri það sama og vera komin í gröfina«, sagði hún og gladdist sjálf af starfsemi sinni. Börnin á Engjabænum voru nú orðin 5', og áttu sér sleðabrekku rétt hjá Skógþorpi, og smám- saman drógust bæjarbörnin líka þangað upp. En nú var Karenu það ekki lengur móti skapi. Henni var aldrei jafnvel skemt og þegar börnin rendu sér á flugferð ofan brekkuna. Hún saknaði bam- anna þegar sólin bræddi ísinn á vorin, svo börn- in urðu að hætta sleðaferðunum. Póstbréfin komu nú altaf með eimlestinni, og voru skilin eftir á járnbrautarstöðinni. í hvert sinn sem eimlestin sást koma, þá fór Karen að vonast eftir bréfi. Sonur hennar hafði skrifað nokkrum sinnum að sér leiddist eptir henni, og vildi að hún gæti séð hvernig honum liði. En hún væri orðin of gömul til að ferðast. Hann skyldi 1 þess stað koma til hennar — bara ef tíminn yrði nógur? »Ef til vill kem eg þegar þú átt sízt von á mér«, skrifaði hann, og síðan bjóst hún altafvið honum. * * Það var langt bréf, sem hún fékk frá hon- um núna, það, lengsta, sem hún hafði nokkru sinni fengið. Hún bar það upp að birtunni, því sjónin var ekki jafngóð og áður. Það hljóð- aði svo: Aftanró. maí 18 .. Kæra, gamla móðir mín! Af því svo óvenjulega ber til, að eg hefi augna- bliks tómstund, þá langar mig til að tala við þig. Annars líður tfminn með viðskiftum, fundum, mið- dagsveizlum og kveldboðum. Eg er farinn að eld- ast líka, eins og aðrir, ekki f útliti, en innri maður- inn. Við njótum tfmans hérna, skal eg segja þér — ef til vill þess meira, sem maður hefur meira að gera og — ábyrgjast. Manstu að bráðum er eg 50 ára gamall ? Stund- um finnst mér óskiljanlegt að við skulum ekki hafa fundist f svona mörg herrans ár. En það ber oft við, að menn eru að vissu Ieyti nær þeim, scm vér lifum með í minningunni, en þeim, sem vér höfuni daglega fyrir augum. Irma sekkur séraltaf meiraogmeira ofan f heimilis- áhyggjurnar. Jæja, hún hefir nú f mörg horn að líta, en tekur sér allt óþarfiega nærri, og skiptir sér af óþarflega mörgum smámunum. Við höfum efni á að gjalda vinnufólki, svo það ætti að nægja, að hún tæki á móti gestunum. En við erum fram- úrskarandi ólfk. Litla Anna mín hænist mest að mér, eins og áður. Eg er ef til vill hlutdrægur, en sú telpa er hreinasta perla; ffngerð, ástrík, trúnaðarrík og áreið- anleg. Svo viðkvæm og góð sem hún er, þá hefir hún þó sfnar ákvörðuðu skoðanir á réttu og röngu, sem enginn fær bifað. Guð haldi sinni verndarhendi yfir henni! Hún hefir fengið biðil. Það er að segja, hann hefir enn þá bara snúið sér til mín. Það er dugleg- ur maður, og ágætur ráðahagur. Auðurinn hefir mikið að segja í heiminum, og mig langaði ekki til að þurfa að sjá hana f fátækt. Hver veit hvað mikið verður eftir mig þegar eg deyl Hjarta hennar er óbundið, og mér skjátlast mjög ef hún ekki einnig f þessu efni lítur eins á og eg, og fer eftir mínum vilja. En auðvitað kemur hér engin nauðung til greina. Drengir eru miklu erfið- ari viðfangs á æskuárunum, og Magnús veldur mér

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.