Kvennablaðið - 30.04.1903, Blaðsíða 1
Kvennablaðið kost-
ar x kr. 50 au. inn*
anlands, erlendis s
kr. (60 cents vestan-
hafs). 1 vcrðsina
borgist fyrirfram.en
a/3 fyrir 15. júlí.
'tnnutaHftiiiii
♦
Uppsögn skrifleg
bundin við Ara*
mót, ógild nema
komin só til út -
gef. fyrir 1. okt.
og kaupandi hafi
borgað að fullu.
9. ár.
Reykjavík, 30. april 1903.
M 4.
Reykjavík í krók og kring.
11.
Stadhœttir borgarinnar.
EGAR litið er héðan ofan af tún-
unum yfir borgina og nágrennið,
þá sá sjáum vér glöggast staðhætt-
ina. Borgin liggur í daldragi milli Oskjuhlíð-
arinnar og Skólavörðuhæðarinnnar að aust-
anverðu, og „túnanna" að vestanverðu. Sunn-
an við hana liggur tjörnin, eins og sjá má
á myndinni í 3. tölubl. þ. á., en norðan við
hana höfnin. Suður af tjörninni eru mýrar,
alla leið suður undir Kópavog. Þar er mó-
tekja nokkur, og auk þess nokkuð af kúa-
högum bæjarmanna. Að vestanverðu við
tjörnina og mýrarnar eru Skildinganessmel-
arnir suðvestur að Skerjafirði, beint á móti
Bessastöðum á Alptanesi.
Myndin í 3. blaði er, eins og áður er sagt,
tekin útsunnanmegin við tjörnina. Húsið á
tanganum, sem skerst að vestanverðu út í
hana, er skothúsið, þar sem skotfélagið held-
ur æfingar sínar. Einstaka, stóra húsið hinu
megin, er barnaskólinn, ogá bak við hann sést
í kvistinn á latínuskólanum, en rétt skamt frá
barnaskólanum, suður á túninu, er nú búið að
byggja fríkirkjuna, með háttgnæfandi turni í got-
neskumstíl. Stóra húsið niður við tjörnina.sem
ber í kirkjuturninn, er Iðnaðarmannahúsið, í
venjulegu máli kallað Iðnó, og Goodtemplar-
húsið þar spölkorn vestar; en stóra, breiða
steinhúsið rétt vestur af kirkjunni, að eins
gata á milli, er alþingishúsið. Eins og menn
sjá, er barnaskólinn að vestanverðu neðan til
við tjörnina, skamt frá lækjarbakkanum.
Hin eru öll í miðbænum, að norðanverðu við
tjörnina.
Héðan ofan af túnunum er oft harla
frítt að litast út yfir hauður og haf, og ofan
yfir bæinn. Fyrir öllu suðvestrinu og suðr-
inu blasir Reykjanessfjallgarður óslitinn við,
í boga frá norðvestri til suðausturs, og mynd-
ar yztu takmörk sjóndeildarhringsins að sjá
frá Reykjavik, alla leið norðvestan frá Reykja-
nesi og suðaustur að Esju. í norðvestri beint
á móti, gnæfir Snæfellsjökull snjóhvftur, eins
og upp úr hafinu; og alla leið frá honum
liggur sá fjallgarður, sem við hann er kend-
ur, þangað til Akrafjall og Esjan hylur hann
sjónum vorum. Hér er þvf sjóndeildarhring-
urinn allt í kring takmarkaður af óslitnutn
tjallgörðum, nema f vestri, þar sem mynnið
á Faxaflóa brýtur skarð í hann.
Á kyrru sumarkvöldi, þegar flóinn og
höfnin er alveg spegilslétt og hvít, túnin ið-
græn, og húsin og túnin spegla sig í tjörn-
inn, þá er ekki auðvell að finna stað, sem
hefur tígulegra útsýni að bjóða en Reykja-
vík. Hér vantar fátt, sem fegurð má auka
tilsýndar, nema skógana, og fallega hlaðinn
skemtistíg í kringum alla tjörnina, með
gróðursettum trjám og blómrunnum að ofan-
verðu, og bekkjnm hér og hvar til að hvíla
sig á. Sá vegur mundi fjölfarinn, og skjótt
verða aðalskemtivegur bæjarbúa.
m.
Skifting borgarinnar og strœtaskipun.
Eins og áður er sagt, þá liggur tjörnin
sunnan við bæinn. Lengi frameftir voru eng-
ar byggingar að austanverðu við hana. En
byggingarnar þutu óðum upp og færðust nær
henni. Var þá farið að þurka upp parta af
tjörninni og byggja þar. Þannig er með Iðnað-
armannahúsið, Goodtemplarahúsið og Báruhús-
ið við norðurenda hennar. Þau eru öll bygð
á lóð, sem fylt hefur verið upp úr tjörninni.
Sömuleiðis er mikið af lóðinni þar norður