Kvennablaðið - 30.04.1903, Blaðsíða 5

Kvennablaðið - 30.04.1903, Blaðsíða 5
KVENNABLAÐIÐ. *9 faðir eða hvort eg hefi neitað þér um nokkuð, — og jafnvel nú. — Hefðir þú bara sagt til (tíma". „A meðan eg ber ekki hringinn hans . . . ." „Það er ómögulegt — þótt eg feginn vildi. Þú veizt ekki hvað þú biður um, eða hverjar af- leiðingarnar yrðu". Hún varð hrædd við ótta- og angistarsvipinn, sem á hann kom. „Eg er ekki af aðli einsog festarmaður þinn", hélt hann áfram rólegri, „en eg get þó Kka verið stoltur fyrir mig, og haft mínar lífsreglur. Hvert heit hefir sitt gildi, og eg met ekki minn dreng- skap minna, en hann metur sinn aðalsmanns heiður". „Og það er rétt af þér faðir minn", sagði hún stolt. „Og fyrir mig skaltu aldrei þurfa að líti- lækka þig". „Þegar það gildir hamingju þína, þá get eg ]íka keypt hana því verði". „Af því að eg veit það, þá heimta eg ekkert". „En ef þú álítur þig neydda?" „Ásakaðu þig ekkert. Eg er dóttir þ í n " . Hún sneri sér fram að dyrunum, hrædd um að hann mundi sjá, hvernig andlitsdrættir henn- ar titruðu. „Bíddu viðl" beiddi hann og rétti að henni rautt safi.insskinnshulstur. „Telpan mín skal fá þetta í dag til minningar um ást föðurs sín". „Gimsteinarl" Steinarnir glitruðu á móti henni með harðleg- um, köldum, kvlðvænlegum ljóma. En hún gat ekki fengið af sér, að særa hann með því, að neita að taka við þeim. „Það er ofmikið. Hvernig ætti eg að geta þakkað það?" „Með því að sýnast glöð í bragði". „Með því að vera það", sagði hún og hélt niðri 1 sér grátinum, og brosti framan í hann. Hundarnir fóru að gelta niður við hliðið. Það var merki þess, að gestirnir fóru að koma. Nú var telifóninum hringt. „Farðu upp pabbi, og lofaðu mér að taka á móti erindinu". „Nei", svaraði hann og ýtti henni út. „Flýttu þér heldur ( minn stað upp og gættu að, hvort mamma er tilbúin. — Nú, nú, ertu ekki enn þá farin", sagði hann óþolinmóðlega. Hún fór, en leit þó áður á hann með kvíða- blöndnum ótta. „Halló 1" Hendur hans skulfu og það suðaði fyrir eyr- um hans, eins og fossniður, sem orðin í hljóðber- anum druknuðu í. (Frh ). S j ó n 1 e i k a m e n t. IATT er það, að í allmörgu erum vér íslendingar eftirbátar annara þjóða. Það er líka eðlilegt, því mun meiri órðugleikar eru á, að fylgjast með andlegum og verklegum framförum, þegar þrjú hundruð mílna haf liggur á milli umheimsins og vor, heldur en þegar menn eru svo heppnir, að vera fæddir og uppaldir í sjálfum menta- og framfaralöndunum, og geta haft daglega fyrir augunum stórstfga framfarir í öllum greinum. Af engu, sem að andlegum þroska og ment- un lýtur, erum vér þó svo snauðir sem flestu því, sem fögrum listum tilheyrir, að undanteknum skáldskapnum. Málaralist, myndasmíði, sjónleika- list, sönglist og hljóðfærasláttur, alt þetta er í bernsku hjá oss. En fyrsti vfsirinn að því er þó kominn í ljósmál nú þegar, og vona og óska menn, að hann nái að blómgast og bera ávexti. Leikfélagið hér í borginni hefur unnið þarft en vanþakklátt verk, með því að gangast fyrirað sjónleikum væri haldið hér uppi á vetrum, og á það þökk og heiður skilið hjá bæjarbúuin fyrir það. Því miður hefir leikfélaginu ekki orðið hald- samt á sínum færustu og fjölhæfustu leikurum. Kemur það einkum af þröngum fjárhag, af þvf félagið getur ekki borgað svo há laun, að þeir, sem á öðru eiga völ, geti slept neinni atvinnu fyrir það. Félaginu er því lífsnauðsynlegt, ef það á að geta áttnokkura framtíð, að útvega sér nýja krafta. En því miður er hér ekki á miklu völ ( þá átt, sem stafar meðfram af því, að hér erengakenslu að fá ( þeirri grein. Víða geta ef til vill góðir hæfileikar til þessa verið til, en fyrst þart að upp- götva þá, og slðan glæða þá og fullkomna. Leik- aralistin er ekki „humbug", sem hver og einn er fær um að stunda. Hún verður að vera mannin- um meðfædd, ef hún á að vera 1 i s t. En svo verða þessir hæfileikar að glæðast, leikarinn verður að fá góða mentun í mörgu, sérstak- lega verður hanu að tala móðurmál sitt hreintog rétt, og hafa sem allra eðlilegastar allar hreyfing- ar. Hann þarf að hafa góðan málróm og falleg- an framburð, hvort sem hann talar eða les. Til alls þessa þarf hann tilsagnar við, helzt hjá góð- um leikurum. Og þá kenslu er ekki hér að fá. Það er ekki meira en eitt ár síðan, að eins- konar „dramatiskt Konservatorium" (leikarakenslu- stofnun) var stofnuð ( Kaupm.höfn. I dönskum

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.