Kvennablaðið - 30.04.1903, Blaðsíða 7
KVENNABLAÐIB.
3i
Þegar eldað er í eldavélinni, þá kemur hit-
inn til leiðar efnafræðislegri sameiningu í kolun-
um eða eldsneytinu og sýruefnunum í loftinu, og
afþvímyndast kolsýra og »vatnsgler«. Þess vegna
verður að sjá um, að nægilegt loft komist inn
um lofthólfin, en gæta þó um leið að því, að stilla
svo súginn með spjöldunum að eldsneytið eyðist
ekki að óþörfu. Fullur súgur er nauðsynlegur,
þangað til farið er að sjóða á öllum holum. Þá
má draga spjaldið fyrir að nokkru leyti, og láta
hólfið aftur að minnsta kosti að hálfu ieyti.
Hvað vel sem um vélina er hirt, þá mynd-
ast þó jafnan sót, nokkuð af óbrendum kolum
verður eftir, ásamt öskunni og gjalli, sem eru
»óorganisku«-efnin úr eldsneytinu. En askan,
gjallið og sótið koma í veg fyrir ioftstraumana
í vélinni, og sótið dregur úr hitanum, þegar það
sest á járnið í vélinni, eða á botna á pottum og
kötlum. Askan og gjallið í eldholinu verður dag-
lega að taka«t vandlega í burtu, hálfbrendu kol-
in eru tínd frá og vatni helt á þau, áður en
þeim er brent aftur. Sótið í vélinni verður að
hreinsast minst 2—3 í viku, ef vélin á að draga
vel súg, og njóta hitans fullkomlega.
Öll óhreinindi, feiti o. s. frv., sem kemur of-
an á vélina, verður daglega að hreinsast burtu
með heitu, sterku sódavatni, þegar búið er að
elda á daginn, og burstast svo vélin yfir með
ofnsvertu, hrærðri í ediki, til þess hún verði gljá-
andi og fögur. Sumir þvo hana aðeins og bera
svo feiti á hana, en í það setzt ryk og óhreinka,
svo varla verður við vélina komið, nema verða
kolsvartur um hendur.
Venjulegast er það hirðuleysi og illri með-
ferð að kenna, ef vélarnar draga illa súg, eða
eru ódrjúgar með eldsneyti.
Her er Penge at tjene!!!
Enhver, som kan onske at faa sin Livs-
stilling forbedret, at blive gjort bekendt med
nye Ideer, komme i Forbindelse med Firmaer,
der giver hoi Provision og gode Betingelser
til Agenterne — og i det hele taget altid
blive holdt bekendt med, hvad der kan tjen-
es store Penge paa, bor sende sin Adresse
og 10 0re i Frimærker til:
„Skandinavisk Korrespondanceklnb“
Kobenhavn K.
3 krónur fyrirhvert
brúkað eða óbrúkað 20
aura frímerki, með mis-
prentuninni:
„ þ j ó n u s t a ".
Ymiskonar brúkuð, ó-
skemd ísl. frímerki kaupi eg fyrir 5—25 kr.
hundraðið, og sömuleiðis borga eg burðar-
gjald fyrir ábyrgðarbréf, ef þau eru frímerkt
með 16, 25 og 50 aura frímerkjum.
Otto Bickel, Zehlendorf
bei Berlín.
F1NE8TE 8KANDINAVISK
EXPORT KAFFE-8URR0GAT.
F HJORTH & Co.
Kjöbenhavn.
KONUNGL. HIRÐ-VERKSMIÐJA.
BRÆÐURNIR CLOETTA
mæla með sínum viðurkendu Sjókölaðe tegundum 8em eingöngu eru
búnar til úr
fínasta Kakaó, sykri og Vanille.
Ennfremur KakaÓpÚ.lver af beztu tegund. Ágætir vitnisburðir frá
efnafræðisrannsóknarstofum.