Kvennablaðið - 30.04.1903, Blaðsíða 6

Kvennablaðið - 30.04.1903, Blaðsíða 6
30 KVENNABLAÐIB. blöðum, sem lýsa þessari stofnun, er sagt, að það hafi komið í mjög góðar þarfir, því margir, sem hafi viljað komast að leikhúsunum, hafi ekki getað keypt sér kenslu hjá beztu leikurunum, og lent svo í höndurn þeirra, sem lítið hafi getað kent. Nú hafa þrjár dömur tekið sig saman um að kenna leikbyrjendum, og standa þær fyrir þessari kennslu, sem danska blaðið hrósar rnjög. Þessar dömur neita: frú Hedvig Qviding-Faaberg, frú Anna Ingwersen- Greibe og frú Agnes Nyrop f. Miback. Frú Qviding er fræg söngkennslukona, og hefir verið við operur í stórborgum í Þýzkalandi, og sungið við konserta þar, t. d. í Berlín. En sér- staklega hefir hún fengist við að kenna söng, og kent helzt leikhúsafólki. Sumt af því hefur jafnvel orðið frægt fyrir söng. Frú Ingwersen-Greibe hefir verið io ár við konunglega leikhúsið í Kaupm.höfn og naut þá tilsagnar frú Heiberg, hinnar frægu leikkonu, sem allir þekkja. Frú Agnes Nyrop er danskona við konunglega leikhúsið. Hún kennir framgöngu og hreyfingar (plastik) við þetta nýja „konservatorium". Frú Quiding-Faaberg kennir nemendunum að syngja söngva, sem lyrir geta komið í leikjum, og bera þá fram með réttum hreyfingum, svip og áherzlu. Og frú Ingwersen-Greibe, sem nú er ekki við neitt leikhús riðin, kennir hina eiginlegu leikaralist: að tala, og koma fram á leiksviðinu. Allar þessar dömur kenna heima hjá sér, nema þegar leika skal saman með öðrum, þá hafa þær auðvitað leiksvið til að kenna á. Það værisannlega tími kominntil, að einhverjir hér á landi, sem hefðu sérstaka leikarahæfileika og gæut lagt fram góð meðmæli, sæktu um styrk til þingsins til þess að fá sér einhvern snefil af þekk- ingu um, hvernig þeir ættu að haga sér á leiksviðinu. Ef vér eigum að geta eignast leikendur, sem vert sé að horfa á, þá verðum vér að leggja eitthvað af mörkum, svo þeir geti að minsta kosti kynt sér leiki og leikment annara þjóða, og fengið sér nauðsynlega undirbúningsmentun til að geta stund- að þessa list, sem hefir svo mikið mentalegt og siðferðislegt gildi, þegar hún er meira en nafnið eitt. — En til þess að geta staðið vel í þeirri stöðu, þarf mikla elju og áreynslu, mikla mentun og góða tilsögn, dugnað og þolgæði. Þá geta menn á endanum komist langt, þar sem hæfileikar og vilji eru fyrir. Stuttar trúlofanir. INUM merka rithöfundi Max O' Rell llka ekki langar trúlofanir. Hann telur þær óráð. Venjulega afsökunin sé, að unga fólkið þurfi að þekkjast, áður en það stígi svo þýðingarmikið spor. Aum- ingja fólkið ! Hvað ætli það sjái mikið á trú- lofunartímanum af hinum sanna innra manni hvors annars ? Og hvað kemur hjónabandið trú- lofun við ? Alls ekkert. Það má óhætt segja, að fólk geti eins vel lært að ríða á tréhesti, eða lært sund á gólfdúknum í daglegu stofunni. »Eg hefi þekt fólk, sem hefir verið trúlofað í io ár, og altaf er að burðast við að þekkja hvað ann- að. Trúlofað fólk er ekki saman allan daginn, en það eru einmitt smámunirnir 1 samverunni, sem oft drepa alla gleði og hamingju 1 hjóna- bandinu. Þegar á alt er litið, þá er trúlofunarástand- ið oftastnær ekki annað en viðkvæmar skemti- göngur, samtal og ástabréf. Þá reyna hvoru- tveggja að sýna á sér beztu hliðarnar. En því er nú ver, að hjónabandið er hluta- velta, og menn verða að vonast eftir að fá góðu drættina. Ef báðum þykir vænt hvoru um ann- að, og eru trygglynd og heiðarleg, þá getur alt farið vel. En fyrir hinum er ekki gott útlit. Lát- um svo ógæfuna skella á — að eg ekki nefni smjörverð — (og ef til vill líka fjársölu og fisk- verð). — Þá er alt komið um koll. Ef eg mætti ráða, þá vildi eg aldrei leyfa neinni stúlku að trúlofa sig, fyr en eg vissi, að sá maður, sem hún elskaði eða héldi að hún elskaði, hefði ástæður til að gifta sig. Hún yrði að bíða þangað til eg hefði kynt mér fortfð mannsins og framkomu við móður og systur, yfir- menn og undirgefna. Eg mundi grenslast eftir siðferði hans á unglingsárunum, og reyna að komast að, hvort hann gæti gert konu farsælu. Ef eg fengi þá vissu, eða að minsta kosti sterk- ar líkur til þess — þá mundi eg segja: »Eftir því sem eg sé bezt, þa er alt í ágætisreglu. Hypj- ið þið ykkur nú upp að altarinu með fyrstu ferð«. - »- Eldhússbálkur. Eldavélin. Það sem vér heimtum af góðri eldavél er: i. Að hún sé af einfaldri gerð, og gott að hreinsa hana. a. Að hún dragi vel súg, en sé þó eldi* viðardrjúg. Ef vélin er útbúin með ónauðsynlegu útflúri, spjöld eða soghvolf, þá er verra að halda henni hreinni og hafa su^inn_Jiæfilegan.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.