Kvennablaðið - 30.04.1903, Blaðsíða 4

Kvennablaðið - 30.04.1903, Blaðsíða 4
28 KVENNABLAÐIÐ. Á kveldin fanst henni synd að sofa burtu svo mikinn tfma, og á morgnana gladdist hún yfir hverjum nýjum degi, sem hún fékk að lifa. — Minst gaf hún um dansleika og hátíðahöld. Þá sat hún hljóð og vissi varla hvað hún átti að segja. „Aftanró" var hennar paradís, og þar fanst henni hún eiga fremur heima, en nokkur staðar annarstaðar. Hún hafði smámsaman eins og fengið eignarrétt að henni. Hún uppgötvaði allra- handa krókagötur, klifraðist upp á kletta og snas- ir í kring, réri út á vötnin og tjarnirnar, og var heimagangur í matjurtagarðinum og blómsturgróðr- arhúsinu ekki síður en hjá vinum sfnum í tómt- húsmannahreysunum. Ef henni var mögulegt þá vanrækti hún aldr- ei að sjá sólsetrið af svölunum, og eins gerði hún nú. Þegar hún var búin að klæða sig á afmælis- daginn sinn, þá gekk hún út þangað. Héðan sá hún litbreytingarnar á skýjunum, hvernig þeir breyttust f fjólulituð, purpurarauð gullský, sem sólin faldi sig bak við, eins og þegar smáger brúðarslæða hylur blóðrauðan feimnisroða ungrar meyjar. Anna laut fram yíir altangrindurnar og snjó- hvíti silkikjóllinn hennar breiddist í kring um hana eins og hvítt ský. Þannig lá hún sokkin ofan í hugsanir sínar. Þar fann kandídatinn hana, eins og hann hafði vonað. Hún sneri sér snögglega við. Augu hennar voru full af tárum. „Eg hefi verið hjá föður yðar og kvatt hann". „Kvatt hann?" „Hefir hann ekki sagt yður það? Eg vonað- ist þó eftir því. Eg fer með hraðlestinni". „Farið? og hvert?" „Fyrst til borgarinnar, og síðan heim til mín". Hún starði á hann og fanst um leið að hjart- að hætti að slá. Þau höfðu verið saman alt sumarið — eins og fólk er saman í sveitinni - alveg frjálst og án tillits til allrar tízku. Gengið saman, keyrt úti saman og róið og siglt saman. Þau höfðu talað um alt milli himins og jarðar, og aldrei hugsað um hvenær eða hvernig þessi samvera endaði. „Þér sem höfðuð hlakkað svo til þessarar há- tfðar", sagði hún. „Eg vissi ekki að það var tvóföld hátíð". Sólskinið skein glitrandi á gluggarúðurnar. Hún skygði fyrir augun með hendinni. „Er það þess vegna?" spurði hún lágt og eins og hvfskrandi. Hann haf ði einsett sér að gera ekki leyndar- mál sitt opinskátt — bæta ekki á framtfðarbyrði hennar. — En þegar hún stóð frammi fyrir honum í allri sinni elskulegu æskufegurð, þá mundi hann ekki eftir öðru enn því, að hann ætti að missa hana. — Ætti aldrei oftar að fá að sjá henn- ar ljúfa andlit. „Já", varð honum að orði. „Eg er ekki nógu sterkur, nógu góður og nógu hugrakkur, til þess að vera með í veizlunni í kveld og svo . . . ." Hann setti hendurnar fyrir augun, eins og til þess að skyggja fyrir voðasjón. Hún sneri sér frá honum. En hugsanirnar og tilfinningarnar, sem áður höfðu sofiðhjáhenni vöknuðu nú alt f einu með svo miklum styrk, að þær ollu henni lfkamlegra þjáninga. „Þér hefðuð átt að tala fyrri — eða þegja nú", sagði hún harðlega. „Hvað er eg svo sem, að eg hefði átt aðgeta talað? Gat eg etið við borð föðurs yðar, og þó stolið hans dýrasta fjársjóði ? Eg hefði átt fyrir löngu að fara í brott — sama dag og eg kom hingað — því undir eins þá....." „Þér hafið verið huglaus", tók hún fram f. Því hafið þér verið það? Nú er það of seint. Eg hefi ekki rétt til að hlusta á yður". „En þá getur þó verið tími til þess", sagði hann biðjandi. „Eg hefi gefið mitt loforð. Verið þér sælirl" Andlit hennar lýsti eins og af himneskri fegurð. „Þakka yður fyrirl" sagði hún og leit um leið í hin syrgjandi ástrfku augu hans. Þegar hann var farinn, þá hné hún niður á grindurnar og hélt saman lsköldum skjálfandi höndunum — svo sæl og þó svo ófarsæl eins og aldrei áður. Að fáum augnablikum liðnum mundu gestirnir koma. Hún hljóp ofan stigann og beint inn f herbergi föðurs sfns, sem nú var í sfðasta sinni að líta í spegilinn, og reiðubúinn að ganga upp f gestasalinn. „Pabbi I" Hann varð hræddur við að sjá hvað hún var æst á svipinn. „Lofaðu mér að vera altaf kyr hjá þér", sagði hún biðjandi og valði sig upp að honum. „Heimskinginn þinn litli, var það ekkert annað?" „— Verður því ekki breytt?" „Breytt? Hverju? Það sem er fullgert". „Pabbi I" Það lét í eyrum eins og neyðaróp, og gekk honum alveg til hjarta. „Þú veizt bezt, hvorteg hefi verið bér góður

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.