Kvennablaðið - 30.04.1903, Qupperneq 2

Kvennablaðið - 30.04.1903, Qupperneq 2
2Ó KVENNABLAÐIÐ. af uppþurkað land, nærri því norður undir hús þau, sein eru fyrir sunnan kirkjuna (Jóns Sveinssonar og Jak. heit. Sveinssonar). Ur austnorðurhorni tjarnarinnar rennur „lækurinn". Hann skiftir bænum eiginlega í tvent: austurhluta og vesturhluta. Vestur- hlutinn ásamt miðbænum hefur lengi verið talinn aðalbærinn, en austurhlutinn að eins úthverfi: Þingholtin og Skuggahverfið. En nú er svo komið, að austurbærinn er orðinn fjölbyggðari og fjölmennari en miðbærinn og vesturbærinn að samtöldu. Nú sem stendur, má telja miðhluta bæjar- ins, svæðið frá Lækjargötunni fyrir vestan lækinn (að henni meðtaldri) og upp fyrir Ing- ólfsstræti, ef tekið er tillit til bygginganna og fólksfjöldans. Hvergi í bænum aukast byggingarnar jafngríðarlega og í Þingholt- unum, inn með Laugaveginum og í Skugga- hverfinu. í vestri hlutanum er tiltölulega mjög lítið bygt. Og þegar nú verður farið að taka Arnarhólstúnið að meira eða minna leyti undir byggingar, þá er full vissa fengin fyrir því, að aðalbærinn verður áður en mörg ár líða fyrir ofan læk. Af þvf Reykjavík er bygð strandlengis með sjónum, að heita má, vestan frá Granda austan við Seltjarnarnesið og inn að Rauðará, þá verður ummál borgarinnar geysimikið. Þegar þess er gætt, að byggingarnar teygj- ast líka suður með allri tjörn, báðumegin og upp um öll Þingholt og Skólavörðuholt, þá er auðséð, að hér getur ekki verið um brú- iagðar götur og stræti að ræða, því vega- lengdin veldur því, að slíkt yrði sá kostnað- ur fyrir svo fáment bæjarfélag, sem það gæti ekki risið undir. Elsta gatan í Austurbænum, sem nú er við lýði, er Skólavörðustígurinn. Hann var um langan tíma aðalvegur bæjarins, þjóðveg- urinn, sem allir fóru um, sem komu hingað. Merkilegt má heita, að aðal þjóðvegurinn, sem upphaflega lá hingað, þegar kaupstaðurinn var úti í Örfirisey, og fyrst eftir að hann færðist hingað í land, er enn við lýði að nokkru leyti. „Ferðamannavegurinn", sem hann var þá kallaður, liggur enn þá út frá Skólavörðu- veginum upp hjá baenum Hlfð, fyrir ofan Skólavörðuna, fyrst um sinn niður með tún- unum þar, en beygir svo f norðvestur yfir Skólavörðuholtið og kemur nú saman við austurendann á Grettisgötu. En áður lá hann beint í norðvestur ofan hjá Vegamótum og niður Arnarhólstúnið, sunnanvert við Arnar- hól, og yfir lækinn f ósnum, rétt þar sem nú eru Zimsenshúsin. Framhald af þessum vegi lá svo áfram þar sem nú er Vesturgata og beint fram á Seltjarnarnes. Þegar tala skal um götur og stræti Reykjavíkur, þá verður manr.i fyrst fyrir að finna til þess, að hér sé viðkæmasta kýli bæjarstjórnarinnar. Og það er hverju orði sannara, að veganefndin, sem kölluð er, hef- ur þar mikla syndabyrði á samvizkunni. Allstaðar annarstaðar er það talið nú á tímum sjálfsagt, að mæla út götur og stræti á undan húsastæðunum. En hér eru húsin jafnan bygð fyrst og lóðirnar iðulega seld- ar prívatfólki, svo bæjarstjórnin verður síðar að kaupa lóðirnar langtum hærra verði, en hún hefði þurft í fyrstu, ef hún hefði ekki afsalað sér forkaupsrétti sínum. Húsin standa því allavega sem verkast vill, hornskökk þvers- um, ýmist of langt frá götunni eða ofstutt. Til að sannfærast um þetta, má skoða Lauga- veginn, Austurstræti, Hafnarstræti, og ótal fleiri. í flestum götunum mun mega finna fleiri eða færri dæmi upp á þetta. Nú sem stendur, er Laugavegurinn aðal- gata Reykjavíkur, að því leyti að hún er Iengsta gatan í bænum, þótt henni sé skift í þrent að nafninu til: Vestan frá Hótel ísland og upp að læk heitir hún Austurstræti, og þykir Miðbæingum hún vera borgarinnar fínasta gata. Frá læknum og upp aðSkóla- vörðustíg heitir hún Bankastræti, og upp frá því Laugavegur inn fyrir Laugar, eða máske alveg inn að ám. Ut frá henni og samhliða henni ganga svo götur í allar áttir um Austurbæinn, og má hún að réttu lagi heita lífæð borgarinnar, því flestir, sem landveg koma, fara hana. Helztu göturnar í Austur- bænum, auk Laugavegsins, eru þessar: Skóla- stræti, Laufásvegur, Þingholtsstræti, Ingólfs- stræti, Bergstaðastræti í Þingholtunum, Skóla- vörðustígur dg Grettisgata á Skólavörðuholti,

x

Kvennablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.