Kvennablaðið - 23.01.1907, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 23.01.1907, Blaðsíða 2
2 K VENNABLAÐIÐ. vaMsensélíigsins, sem stofnað var við afhjúp- un minnisvarða Thorvaldsens hér í hænum 1874, og hefur veitt, því forstöðu frá hyrjun. Aðalverk þess fyrstu árin, var að halda sauma skóla um þriggja mánaða tíma á vorin, fyr ir fátæk stúlkubörn. Auk þess kom það upp þvottahúsi við Laugarnar; gaf um 100 manns miðdegisverð í tvo mánuði um harðasta tím- ann í tvo vetur o. fl. En þrátt fyrir það, að þessar matgjaflr kostuðu mörg hundruð krón- ur, tókst þó frú Jónassen að halda fjárhag fjelagsins í svo góðu lagi, að það hefur st.öð- ugt getað tekið sér fleiri verkefni fyrir hend- ur. Þannig tók það nú fyrir 6 árum upp út- sölu á íslenzkri handavinnu, sem „Hið ís lenzka kvenfélag hafði byrjað á, en ekki get- að haldið áfram. Útsalan hefur, eins og les- endum Kvbl. mun kunnugt, genglð ágætlega, enda hefir frú Jónassen varið til þess mikl- um tíma og fyrirhöfn, og ekkeit til sparað, að útsalan mætti verða landinu bæði til gagns og sóma. Nú í fyrra vetur tókst fél. það stórvirki á hendur, að byrja á að safna fé í sjóð til upp eldisstofnunar handa börnum. Og þótt frú Jónas- sen muni þar ekki hafa verið hvatamaður- inn, þá er enginn efi á, að hún beitir bæði kröftum sínum, þekkingu og vitsmunum til þess að koma þessu nytsemdarfyrirtæki í fram- kvæmd, því hún er ekki ein af þeim, sem hlaupa til að byrja á mörgu, en hætta í miðju kafi. — Frú Jónassen er enn þá á bezta aldri og líklegt. að fjelagið megi enn þá lengi njóta góðs af reynslu hennar og hyggindum. Vér viljum óska, að hún endist til að koma þessu siðasta nytsemdarfyrirtæki félagsins í fram- kvæmd, því heppilegri konu til að stjórna slikri stofnun en hana, höfum vér varla á hverju strái. Kosningarréttarfélag. Eins og menn vita, stendur til að stjórn- arskránni verði breytt á næstu árum. Það tækifæri ættu ísl. konur að nota sér til að láta í ljósi álit sitt og óskir um fullkomið jafnrétti við karlmenn í öllum efnum. — Kvennablaðið hefir síðastl. ár brýnt þetta iðulega fyrir konum, og sér í lagi mint »Hið íslenzka kvenfélg« á, að það væri eftir lögum sínum sjálfsagt til að ganga í fararbroddi með slíkar kröfur. En »Kven- félagið« hefir á síðari árum vikið frá sínu upphaflega markmiði, og tekið sér ýms önnur verkefni, en ætlað var í fyrstu, svo nú er því ekki unt að geta orðið verulegt kosningaréttarfélag. Þó ætlar það nú að gangast fyrir að listar verði sendir út um land, sem konur skrifi nöfn sín undir, og leggi svo fyrir þingið í sumar. Framsögu- maður er fenginn að málinu til að flytja það, og þar sem báðir þingflokkar hafa s^rnt sig hlynta jafnrétti kvenna við karla, þá má vænta, að það verði tekið til greina við næstu stjórnarskrárbreytingu, ef kon- urnar sjálfar sýna almennan áhuga á að fá þessi réttindi. Meira en hálfrar aldar reynsla hefir sýnt og sannað konum annarstaðar í heim- inum, að til þess að koma kvenréttinda- málinu í rétt horf, og útvega konum full borgaraleg og pólitísk réttindi, þá þurfi þær eingöngu að snúa sér að einu atriði, sem sé hyrningarsteinninn undir öllum öðrum kvenréttindum; það eru pólitísku réttindin: pólitiskur kosningaréttur þeirra og kjörgengi. Þetta verður að vera vor fyrsta og sjálf- sagðasta krafa. Öll hin réttindin geta kom- ið á eftir. Það er mjög gott að kvenfélagið vill halda fast við, að stuðla að því að kven- réttindamálið þokist áfram. Það getur hjálp- að mikið tii, Öll kvenfelög ættu aðfylgj- ast að einu máli með það, hvaða stefnu- skrá sem þau annars kunna að hafa. En það nægir þó ekki. Hálfrar aldar reynsla hefir sýnt og sannað öllum helztu framfarakonum heimsins, að hvert það fé- lag sem fyrir alvöru vill beita sér fyrir kvenréttindamálinu, má ekkert annað verk- efni hafa. Konur eru enn ekki alment svo þroskaðar, að þær sjái hvað oss liggur mikið við, að ná þessum fyrstu og helztu rétt- indum; pólitísku réttindunum. Þvíferjafn-

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.