Kvennablaðið - 30.05.1917, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 30.05.1917, Blaðsíða 2
34 KVENNABLAÐIÐ tegunda, sem eru óhjákvæmilegar lífs- nauðsynjar vorar, svo sem kol, salt, stein- olía o. s. frv. Og þegar siglingabann er og allar ferðir á sjó svo mikil lífshætta, að meiri líkindi þykja til að þau skip sem hætta sér út fyrir hina forboðnu línu, komi aldrei aftur, þá er auðséð að ekki er í annað hús að venda, þá verðum við að fara að spila á okkar eigin spýtur. Við Reykjavíkurbúar erum mjög illa farnir í ýmsu tilliti. Þær vörur, sem við kaupum venjulegast frá sveitunum fást nú ekki lengur. Ekki einu sinni fyrir geypi- verð. Og nauðsynlegustu útlendu vörurnar, kol, salt og steinolía, sem er okkar nauð- synlegustu lífsskilyrði, þau eru hér um bil þrotin. Salt til matar, fæst aðeins pýrt í menn í einni verzlun og kol og steinolía fæst nær því ekki. Gasið er alveg á för- um. Ef húsmæður bæjarins ekki taka sig alvarlega saman um að minka gaseyðsluna um helming, fx-á því sem verið hefir, þá miss- um við það eftir örfáa daga. En takist þeim að spara það svona mikið, þá vona menn að gasið treynist þangað til Ceres kemur með ný gaskol frá Englandi — ef hún verður heppin í ferðalaginu. Gasnotkunin hjá okkur verðar þvi að minka. Og það er líka mjög auðvelt að takmarka hana og minka frá þvi sem verið hefir. Við höfum verið of óhófssam- ar i því efni. Það er algengt að sjá hitað á gasi í örlitlum potti eða smákatli, með fullum stórum loga undir. Þá standa log- arnir út undan pottbotninum á alla vegu, og af því hitnar vatnið ekkert. Það er al- veg óþarfa-eyðsla. Svo sjóða margar húsmæður allan sinn mat alveg á gasi, og láta líka þá loga of mikið undir. Þegar suðan er komin upp má skrúfa mikið niður. Meira að segja er það flestur matur, sem sýður nóg við minsta loga, sem unt er að hafa, án þess að hann slokkni alveg. En aðai vanræksla margra er það að nota ekki heysuðukassa. Þeir eru alveg sjálfsagðir við gas, og eiginlega við alla matreiðslu. Margur matur er miklu betri soðinn á þann hátt, t. d. þykkir grautar. Þetta sparar líka mikinn tíma, því þá þarf ekki að standa yfir matnum til að gæta að hann brenni ekki. Kjöt, kartöflur, grauta, kálmeti o. fl. er ágætt að sjóða í kassa í heyi eða pappír. Sömuleiðis að geyma í þeim mat og kaffi, sem haldast á heitt. Marga vantar þessa kassa, og geta alls ekki fengið þá smíðaða. Alt slíkt er bæði mjög dýrt nú, og nær því ófáanlegt. En leitið vel hjá ykkur, og ef þið eigið kassa eða tunnugarm, sem er svo djúpur að þið getið stoppað bæði undir og yfir þá potta, sem þið munduð nota, þá getið þið notað þá. Bezt væri að lokið sé á hjörum og hespa fyrir. En jafnvel þótt lokið sé laust á, má nota kassann, ef vel er búið um niðri í hon- um og lokið látið falla vel. Og ef kassinn er svo lítill að aðeins einn pottur kemst í hann, en nauðsynlegt er að sjóða líka annan mat um sama leyti þá má bjarga sér á mjög einfaldan hátt, t. d. með kartöflur; ef menn eiga nokkuð af stórum pappír. Takið lítinn þykkan pott, eða jafnvel dálitla mjólkurfötu, ef hæfilegur pottur er ekki til, látið hann vera fullan og lokið falla vel. Þegar sýður í honum má leggja nokkur pappírsblöð yfir hann og láta sjóða í pottinum 10 mín- útur. Þá skal hafa 10—12 stór blöð, helst útlend — því þau eru slærri — útbreidd á borðinu, og taka svo pottinn í flýti með snarpri suðu á, og heitu blöðunum ofan á, og vefja hann vandlega innan í blöðin, sem voru útbreidd á borðið. Utan um þetta má svo vefja stórt pappablað eða þjett Ijerefts- eða vaxdúksstykki og svo eru kartöflurnar soðnar eftir IV2—2 tíma. I*eir ItavTpencitir Kvennablaðsins sem hafa haft heimilisskifti, eru beðnir að láta mig vita sitt núverandi heimilisfang sem fyrst. — Sömuleiðis ef vanskil hafa nokkur orðið á útsendingu blaðsins. Útg.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.