Kvennablaðið - 30.05.1917, Blaðsíða 3
K.VENNABLAÐIÐ
35
Leiðbeiningar Yið heysuðu.
Eftir Karen Blicher,
yfirumsjónarmann við »ríkisháskólann« i Khöfn.
Útbúningur heykassaus.
Til þess að sjóða í einum potti handa meðal-
fjölskyldu skal búa til kassa, sem er 40—50
centimetrar — 15—19 þuml. — á alla vegu, með
vel feldu þéttu Ioki á hjörum og hespu að
framan. Kassinn er svo fyltur innan með mjúku
smágerðu heyi, eða mjúkum dagblaðapappír,
eða hvorutveggju. — í miðjuna er gerð hola,
mátuleg fvrir pottinn, og yfir hann er svo lagð-
ur dálítill koddi eða dýna, fylt með heyi eða
pappír. Prifalegasl er að hafa dýnuverið þann-
ig, að hægt sé að þvo það við og við.
Ef blöð eru notuð, þá skal nudda þau milli
handanna og mýkja, svo þau falli sem bezt
utan að pottinum. Pappírinn verður þá að vera
nægur til að fylla kassann og líka í dýnuna.
Hann verður að leggjast og þrýstast vel niður
með pottinum alt um kring og yfir hann. Fari
nokkuð niður úr pottinum verður að skifta
um heyið eða pappírinn og einnig verður að
bæta í kassann eftir því, sem stoppið þéttist
saman. Bezt er að skifta minst tvisvar sinnum
árlega um hey eða pappir í kassanum.
Pegar bullsjóðandi matur í glóandi potti með
vel feldum hlemmi, er vandlega þjappað ofan
í heykassann, eins og skýrt skal hér frá, þá
fer þegar nokkuð af hitanum út i pappírinn
eða heyið, sem er í kringum hann, og hita-
magn matarlns í pottinum lækkar ofan í 90 stig
C. En heyið og pappírinn, sem eru ónýtir hita-
leiðarar, gej'ma þenna hita lengi. Maturinn
kólnar því mjög seint, svo hann getur áður
soðnað við þann liita, sem í pottinum er.
Hvaða matur er hentastur til heysuðn?
Ailur grjónamatur og mjölmatur, sem soðinn
er með vatní eða mjólk eða öli, baunir, ertur,
rætur, rófur, kál, kartöflur og grænmeti, nýir
og þurkaðir ávextir, kjöt, flesk, saltfiskur o. s.
frv. Allar fæöutegundir, sem þurfa lengri suðu
til þess að verða meltanlegar.
Því getur lieykassinn gert að nokkru leyti sama
gagn og eldur vlð inatarsuðu?
Af því að flestur matur þarf ekki 100 gr. C.
(suðuhita) til þess að soðna, en verður bæði
betri og meltanlegri, ef hann er soðinn við
minni hita. En þá verður hann að standa 2—3
sinnum lengri lima i heykassanum en gfir eldi.
Hvernig á að nota heykassa?
1. Brúka skal '/» minna vatn eða mjólk i
grauta eða súpur, sem soðnar eru í hey-
kassa, en yfir eldi.
2. Byrjaðu fyr á matargerðinni, ætlaðu þér
nógan tima.
3. Mundu að heykassasuðan tekur 2—3 sinn-
um lengri tima en yfir eldi.
4. Settu matinn yfir eld og láttu hann komast
í suðu.
5. Láttu matinn sjóða við hægan eld í 5 min.
—J/‘ klst. eftir þvi hvað hann þarf í sjálfu
sér langa suðu, áður en þú setur hann í
kassann.
6. Láttu matinn sjóða vel þegar þú tekur hann
af eldinum og láttu pappirinn vera heitan.
Sjáðu um að hlemmurinn falli vel. Gott er
að leggja hreint hvítt pappírslag — papp-
írspoka — yfir pottinn, undir hlemminn,
og þjappa svo hlemminum vel niður.
7. Hafðu tilbúna hæfilega stóra holu í hey-
kassanum, og breiddu pappírsblað í hana
áður en þú þjappar pottinum niður. Breiddu
svo pappír yfir lokið og dýnuna.
8. Vertu fljót að flytja pottinn og þjappaðu
honum vel ofan í kassann. Flýttu þjer að
þjappa i kringum hann og yfir hann með
pappír og dýnunni. Lokaðu svo kassalok-
inu og settu hespuna fyrir.
Ef lieykassanum er lokið upp áður en mat-
urinn er tilbúinn, þá verður að setja hann aft-
ur yfir eld. Oft er það líka betra að láta mat-
inn sjóða aftur snöggvast yfir eldi, einkum
mjólkurmat og súpur.
Pví á fremur að nota heylcassa til suðu, en
sjóða matinn alveg yfir eldi?
Af pvi með þvi sparast peningar til eldneylis,
og timi til að gera eitthvað annað. Og auk þess
fylgja því þessir kostir:
1. Maturinn brennur ekki.
2. Enginn þarf heldur að standa yfir honum.
3. Pað er fljótlegra að hreinsa pottana.
4. Maturinn verður bæði bragðbetri og auð-
meltari.
5. Maturinn er jafngóður þótt hann þurfi að
bíða lengi eftir borðgestunum.
6. Á þann hátt má fá heitan og góðan mat á
heimilum, jafnvel þótt húsmóðirin sé við
vinnu annarstaðar nokkurn hluta dagsins.
7. Geyma má tilbúinn heitan mat lengi í hey-
kassa.
Agætt er að þvo smáþvott þannig að koma
honum i suðu og geyma svo fötuna eða pott-
inn með góðum hlemmi i heykassa næturlangt
á sama hátt og áður er sagt.