Kvennablaðið - 30.05.1917, Blaðsíða 8

Kvennablaðið - 30.05.1917, Blaðsíða 8
4° KVENNABLAÐIÐ Bj V erzluiiin jörn Kristjánsson, Reykjavík, Vesturgötu 4, selur allskonar VEFNAÐARVÖRUR af vönduðusíu tegundum; litirnir óvenjulega haldgóðir. Meðal annars má nefna: Klæðl, enskt vaðuiál, fatatau allsk., kjólatau, svuntutau, sjöl stór, mikið úrval; herðasjöl, karlmannaföt, prjónnavföt fyrir börn og fullorðna o. m. m. fl. < Verðskrá sendist ókeypis þeim er óska. lagði hljóðlega seinustu gafflana í skúffuna, setti silfurkönnuna á sinn stað og skálarnar á fallega útskorna skáphylluna og gekk svo hijóðlega fram. Aftur heyrðist hin unga, glaðlega smábarnsrödd þegar hún lauk eldhúsinu upp. Fröken Inga ýtti burtu dráttlistarborðinu, og þrýsti á rafmagns- hnappinn sem var á veggnum. »Láttu hana Önnu koma inn með barnið*, sagði hún stutt í spuna, þegar ráðskonan kom aftur inn úr dyrunum. Svo gekk hún út að glugganum og horfði út yfir blómagarðinn, sem nú var snævi þakinn. Sólin skein skært og kaldlega á mjúku, hvítu skaflana úti og greinar trjánna voru þungar af snjó. Spörfuglarnir týndu í óðaönn upp úr sendnu stígunum og hjuggu svo nefinu hver í annan. En sá dýrlegi vetrardagur! Ætli hún ætti nú að taka sér ofurlítinn göngusprett út á skauta- svellið ? En svo datt henni alt í einu í hug hún Anna þarna frammi í eldhúsinu, sem enn þá var nærri því barn, og þó var hún nú orðin móðir. Fröken Inga mundi svo glögt eftir því hvað bilt henni varð við, þegar hennar eigin móðir, ríkisráðs- herrafrúin sjálf, kom inn til hennar einn morgun ákaflega leið og sárgröm, og sagði, að hún hefði neyðst til að segja Önnu upp vistinni og hvernig hún sjálf hefði orðið jafngröm. Hvernig gat nokkur stúlka gleymt sér á þann hátt? Hvernig þorði hún að hætta á þær afleiðingar sem sllkt brot mót velsæmisreglum þjóðfélagsins hafði í för með sér? Hugsanir fröken Ingu trufluðust við skóhljóð sem nálgaðist hægt og hikandi, og svo heyrði hún líka hálfvaggandi hljóð eftir svolitla óstyrka fætur. Þegar hún leit við, þá sá hún fallega and- litið hennar Önnu, sem núna var dálítið fölt. Augun voru spyrjandi og feimnisleg og við hlið sér leiddi hún lítið, ljóshært barn, sem með stórum, hlægjandi augum horfði upp eftir hinni ókunnu kouu. »Góðan daginn, Anna! Hvernig líður þér núna?« spurði fröken Inga og beygði sig um leið ofan að barninu. Litla stúlkan faldi andlitið í kjólnum hennar mömmu sinnar, en gægðist svo undir eins upp aftur hálf-glettuleg og hálf- feimin, og faldi svo aftur andlitið, en fæturnir stöppuðu svolítið glettnislega ofan í gólfið. »Heilsaðu frökeninni, Elsa litla«, sagði Anna »Hneigðu þig nú fallega, eins og mamma hefir kent þér og segðu: ,Góðan daginnl‘«. SBS@r' Augiýsiugar í K.venuablaö- Inu Kosta 2 kr. þuml., nema þær augl. sem staðiö Iiafa árum samau. Útgefandi: Bríet BjavulieöiusdKittir. — Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.