Kvennablaðið - 30.05.1917, Blaðsíða 6
38
KVENNABLAÐIÐ
þeir vora báðir oft úti á næturnar að gæta
skepnanna um burðartímann.
Daginn sem eg kom þangað voru 7 menn
sendir í annað fylki til að vinna þar að bygg-
ingu kvennafangelsis. Peir ferðuðust fjötraiausir
og aðeins einn umsjónarmaður fylgdi þeim, svo
þeim var i lófa lagt að komast undan, hvenær
sem var, á ferðalaginu.
Áður en þeir lögðu af stað sagði Mr. Homer
við þá: »í*ið lofið mér þvi við drengskap ykk-
ar að fylgja umsjónarmanninum alla leið«. All-
ir réttu upp hönd til samþykkis og allir héldu
loforð sitt. Sama dag sendi Hómer ferðapen-
inga til eins fanga sem unnið hafði að uppskeru
við fangelsi annarsstaðar, og nú bað um leyfi
til að mega ferðast einsamall til baka, hér um
bil 200 mílur. Hinir fangarnir töluðu mikið um
ferðalag hans, hvaða lest hann mundi taka —
og enginn þeirra efaðist um að hann mundi
koma beina leið til Comstock. Hann kom á
mánudagskvöld og eftir að hafa gefið skýrslu
um ferðina á skrifstofu fangelsins, kom hann
inn á skrifstofu forstöðumanns til þess að þakka
honum hjartanlega fyrir að hafa fengið að
ferðast »heim« einn síns liðs. Betta er i fyrsta
sinn sem þess er dæmi að glæpamaður hafi
ferðast einsamall frá einu fangelsi til annars.
Grein þessi, talsvert lengri en hér, stóð fyrir
nokkrum árum í hinu ágæta ameríska tímariti
»The Oútlookw. Pegar hún er rituð ér þessi
nýja hegningaraðferð, er Bandamenn kalla »the
honor system«, búin að standast reynslu tveggja
ára, og farin aö vekja eftirtekt þeirra er
fjalla um hegningar og fangelsismál þessarar
stóru framfara þjóðar. — Líklega er það eigi
»heiglum hent« að stjórna slikri stofnun og
þessari. 1 enda greinarinnar er lýsing á manni
þeim er höfundur er þessa verks, herra Homer.
Hann er meira en meðalmaður. Útlit hans al-
úðlegt og göfugmannlegt. Alt starf hans er í
þjónustu hinna ógæfusömu manna, er hann er
yfir settur, eigi að eins því er áhrærir vist
þeirra í fangelsinu. Par er hann eins og góður
húsbóndi. En hann er meira. Hann kynnir sér
einkahagi fanganna, hughreystir ættingja þeirra
og reynir að koma sættum á, þar sem þess er
þörf. Hann aðstoðar þá með að fá atvinnu, þá
er þeir hafa lokið fangelsisvistinni. Enginn get-
ur lesið um starf Mr. Homers, án þess að verða
hlýtt til hans og óska þess að starf hans beri
mikinn árangur — og breiðist út sem lengst. —
Jafnvel til okkár fámenna lands — svo að hér
mætti einnig rísa upp einn slíkur »Akur« í stað
hegningarhúsanna, eða »betrunarhúsanna« sem
svo eru kölluð. Því enginn getur neitað þvi, að
hegningaraðferð sú, er enn tíðkast er harðla
úrelt og ómannúðleg. Vonandi er eigi langt að
biða breytinga á þvi sviði. — Því þrátt fyrir
alt, hlýtur mannúðin að vaxa og þá sérstaklega
samúð með þeim, er brotlegir hafa orðið við
lands lög — samúð, er hefir það markmið að
græða, en ýfa eigi, sár þau, er óheilbrygð þjóð-
félagsskipun oft og einatt veitir.
7. L. L.
Kröfur nútímans til allra.
Eftir Ingeborg Boye.
»Eg hefi tekið eftir þessum orðum í grein í
»Samtíðinni« eftir prófessor Nansen: »Til þess
að geta komist hjá ófriðnum, er ekki nóg að
þessar þrjár þjóðir séu sammála. Hver einstök
þjóð verður líka að vera fús til þess að leggja
fram þær fórnir, sem nútfminn heimtar«.
Það sem nútíminn heimtar — af ríkinu, bæja-
og sveitafélögum og hverjum einstökum borgara,
það er sparsemi, hagsýni og fórnfýsi. Það, sem
nú er til 1 landinu af mat og eldivið er sameign
allra. Við höfum sýnt það fyrri, að á neyðar-
tímum hjálpum við hver öðrum, — og peninga-
mennirnir hjá okkur geta nú gefið landinu góða
hjálp með þvl að af fúsum og frjálsum vilja
að leggja á sig að spara og lifa einföldu lífi.
Það er haft á móti kjötlausum dögum, að
þeir muni ekki hafa neina hagsmunalega þýð-
ingu fyrir okkur, þvf þeir, sem hafi nóga pen-
inga, geti byrgt sig upp hina dagana, þegar
hægt er að fá kjöt keypt. En kjötlausir dagar —
það eru dagar, sem bannað er ekki einungis að
s e 1 j a kjöt, heldur llka að m a t b ú a það og
framreiða kjötmat, bæði hjá einstöku mönn-
um á heimilunum og á kaffi- og matsöluhúsum
og hótellum. Þetta er skerðing á réttindum okk-
ar í okkar eigin heimilisfærslu — en við tökum
því fúslega, af því landið okkar heimtar það af
okkur.
Svo biðjum við um að kortafyrirkomulagið sé
lögleitt hjá okkur á ýmiskonar matvörum. Ekki
til þess að svelta alþýðuna smám saman, sem
eg hefi heyrt borið fram móti kortafyrirkomu-
laginu, heldur til þess að tryggja okkur gegn því
að nokkur kaupi óþarflega mikið, sem g e t u r
aftur leitt til þess að matvörur gangi f súginn
eða eyðist til óþaffa og spillist, Og það verðum
við að varast. Eins og t. d. með brauðið, það
er snginn vafi á því, að það fer oft til spillis,
og því er eytt óþarflega. T. d. sá siður að skera