Kvennablaðið - 30.05.1917, Blaðsíða 5
KVENNABLAÐÍÐ
37
um, sem þær væru móttækilegastar fyrir
hana. Það væri mikið og þakklátt starf,
að innræta þeim þannig virðingu fyrir
heimilisstörfunum, og gera þær að full-
komlega dugandi húsmæðrum og mæðr-
um. Nauðsynleg væru 800—900 skólaeld-
hús. Hér um bil 160 væru nú til viðsveg-
ar um landið, svo mikið vantaði á að vel
væri. En þyngsta verkið væri þó unnið,
þar sem byrjunin væri þegar ger.
Umsjónarkona atvinnuskólanna í Sví-
þjóð, frk. Kersten Hesselgren, skýrði frá
húsmæðraskólunum og kenslukvennahús-
stjórnarskólunum í Svíþjóð, sem auðsjáan-
lega voru beztir og lengst á veg komnir.
Sömuleiðis gat hún um Atvinnuskóla
kvenna, sem nú er verið að byrja á að
koma þar upp. Hún áleit að menn yrðu
að fá reynslu um þá, áður en farið yrði
að gera hússtjórnarnámið að skyldunáms-
grein eða þegnskylduvinnu kvenna, eins
mikið hefði verið rætt um að gera þar.
Þá var lagt fram bréf frá frauskri konu,
Gabrielle Duchéne, um að öll kvenréttinda-
félög Alþjóðasambandsins skjddu taka á
dagskrá sína, sömu laun handa konum og
körlum, fyrir sömu vinnu. Skýrði hún frá
því, hvernig laun kvennanna í ófriðar-
löndunum hefði breyzt síðan stríðið kom,
og gat þess að atvinnufélögin hefði í þess-
um löndum eftir tillögu sinni tekið þetta
mál til umræðu og athugunar. Þessa til-
lögu hefir hún sent öllum sambandslönd-
um Alþjóðasambandsins (og einnig Kven-
réttindafélagi íslands).
Um þetta mál urðu miklar umræður,
og félst fundurinn í aðalatriðunum á til-
löguna. Var þá samþykt, að »Samband
norænna kvenna« skyldi taka þetta mál
upp á dagskrá sína, til að koma því í
framkvæmd heima hjá sér, með því að
fá sér skýrslu um alt sem að því lyti, og
a ð kvenréttindafélög hvers lands skyldi á
þann hátt, sem þar ætti bezt við stuðla að
framgangi þessa máls, og síðar ef unt væri,
a ð »Norræna sambandið« tæki málið að
sér og reyndi að fá því ráðið til lykta á
hagkvæman hátt. — — (Frh.)
Great Meadow.
(Nl.). -----
Reglugjörð í 24 greinum var fest upp í
hverjum klefa. Brot á reglugjörðinni sættu
þungri hegningu. Hómer hugsaði sem svo,
að væru engar reglur sem hægt væri að
brjóta, mundi eigi purfa neitt straff fyrir
að brjóta þær, og hann tók algerlega burtu
hinar skrifuðu reglur. í þeirra stað gaf
hann tvær munnlegar fyrirskipanir: fangarn-
ir mega ekki tala saman í klefanum eða undir
borðum. Petta er sjaldan brotið. Hegningin er
falin í innilokun i björtum kleía. Þaðan getur
sá brotlegi séð hina fangana njóta frjálsræðis-
ins úti við vinnu sína. Hegningartíminn stend-
ur yfir þangað til sá brotlegi sendir til forstöðu-
mannsinsog biðurhann fyrirgefningar. — Eitt hið
fyrsta er Hómer gerði var að minka vald um-
sjónarmannanna og koma i veg fyrir að þeir
misbeittu því. Komi upp deila, milli umsjónar-
manns og fanga tekur Hómer málstað fangans.
»Sé ranglæti beitt á umsjónarmaðurinn hægra
með að þola það en fanginn«. segir hann. Pá
umsjónarmenn, sem höfðu þá skoðun að glæpa-
menn ættu eigi að vera undir sömu lögum og
frjálsir menn sendi Hr. Ilómer í burtu hið fyrsta.
— Samt þorði hann ekki fyrst um sinn að taka
af þeim vopnin. Nú hafa þeir í heilt ár verið
óvopnaðir og alt gengið vel. — Þegar Hómer tók
við stjórn voru 139 fangar á Stóra-Akri. Hann
kallaöi þá fyrir sig 1 og 1 eða 3—4 í hóp,
sagði þeim frá nýju aðferðinni sem hann ætf-
aði að taka upp. Hún var sú, að hver maður
skyldi lofa honum því, að hlaupa eigi á burt,
þar í móti ætlaði hann að veita þeim svo mik-
ið frjálsræði og hægt væri undir fangelsisum-
sjón. Einn fanganna var honum til mikillar
hjálpar í þessu. Hann var að ljúka við 15 ára
hegningu, hafði traust hinna og talsvert að segja
hjá þeim, nú beitti hann áhrifum sínum til þess
að styðja fyrirætlanir herra Homers. Um vorið
þegar útivinna átti að byrja gekk nýja reglan i
gildi og síðan hefir tala fanga, er leggja dreng-
skap sinn við aö hlaupa ekki burt aukist upp
í 600; alls hafa yfir 1000 fangar lifað undir
þessari »drengskapar reglu«. Peir yfirgefa bú-
garðinn umsjónarlaust þegar störf þeirra krefja
þess. Til dæmis sá eg mann, sem dæmdur var
í æfilangt fangelsi og setið hafði 15 ár, vera að
aka timbri. Hann sótti timbrið 5 mílur vegar
frá fangelsinu, hafði vagn og ágæta hesta. Einn
hópurinn vann meiri hluta sumarsins, 10'tíma
á dag, langt frá fangelsinu og kom eigi heim
til að borða. Þeir komu allir heim frá vinnu á
hverju kvöldi.
Einn fanginn gætti 150 svína, annar gætti fjár: