Kvennablaðið - 30.05.1917, Blaðsíða 4

Kvennablaðið - 30.05.1917, Blaðsíða 4
36 kvennab laðið Norræni kvennafundurinn í Stokkhólmi. Það er nokkuð eftir dúk og disk, að Kvennablaðið flytji nánari fregnir af þess- um fundi. En tilefnið að það drógst svo lengi var það, að fundargerðirnar voru sendar til mín heim til íslands í vetur, af því að fundarritarinn hélt að eg væri komin heim. En þótt svo sé langt um liðið, vil eg þó setja hér útdrátt af því merkasta, sem var í skýrslum þeim, sem þar voru gefnar. Eins og kunnugt er, var fundur þessi aðallega settur til að stofna Samband milli norrænna kvennréttindafélaga, og semja lög fyrir þelta Samband. Fundurinn stóð yfir þ. 10.—11. nóv. síðastl. Lögin, sem voru aðalefni fundarins, voru samþykt þar, og hafa komið í Kvennablaðinu í ís- lenzkri þýðingu. Af öðrum málum ?em rædd voru, má nefna fyrirlestur frk. Elinu Hansen frá Khöfn um konurnar og hækkun verðmætis vinnu þeirra á heimilunum. Kvað hún að menn hefðu í fyrstu haldið að konur mundu fremur vanrækja heimilin ef þær fengjust við ýms kvenrétt- indamál, og svo hefði ef til vill lika eitt- hvað verið í fyrstu. En forgöngukonur kvennamálanna hefðu brátt séð, að heim- ilisvinnan mætti ekki sitja á hakanum fyrir kvenréttindamálunum. Danmörk ætti kvenréttindafélaginu »Dansk Kvindesam- fund« að miklu leyti að þakka framförina þar í hússtjórnarskólakenslunni, sem Danir hefðu tekið eftir Svíum og Norðmönnum. Nú væru þar tveir hússtjórnar-yfirskólar handa hússtjórnarkenslukonum i Dan- mörku, styrktir af ríkissjóði, annar í Kaup- mannahöfn en hinn í Sórey. í Kaupmh. væru 23 skólaeldhús við barnaskóla, og samskonar skólaeldhús væru líka við hærri kvennaskólana. Auk þess væru haldin kvöld-námskeið fyrir fríviljuga kenslu 1 í hússtjórn og matreiðslu handa skrifstofu- stúlkum, verkakonum og öðrum stúlkum, sem vinna fyrir sér með sjálfstæðri vinnu. Um 20 húsmæðraskólar væru hingað og þangað i landinu og 12 landbúnaðarhús- mæðraskólar. Frú Hallsteen frá Finnlandi kvað finska kvenréttindafélagið hafa fyrst borið fram kröfuna þar um að bæta þekkingu hús- mæðranna. Meðal annars hefði félagið fyrir 20 árum látið halda hússtjórnar- og matreiðslunámskeið fyrir alþýðukonur. Auk þess væru farand-hússtjórnarkenslukonur og heimilisráðunautar alstaðar í landinu. Annað stórt kvenfélag hefði líka starfað að þessu máli. Skólaeldhúsin væru enn þá á byrjunarstigi og við kvennaskólana væri engin slík kensla. í alþýðuskólunum væri þessi kensla enn þá aðeins í framhalds- skólunum, en tillögur hefðu komið fram um að kenna líka skólaeldhússkenslu í efstu bekkjum barnaskólanna. Bríet Bjarnhéðinsdóttir skýrði frá hús- stjórnarskólamálinu á íslandi. Kvað það vera þar á byrjunarstigi enn þá. Þar hefðu það verið bæði einstakar konur og kvenfélög sem fyrst hefðu gengist fyrir að fá slíkri kenslu komið á fót. Kvenréttindafélagið hefði frá fyrstu haldið fram að góður undirbún- ingur undir hverja lifsstöðu kvenna sem væri, væri eitt aðalskilyrði fyrir konur til að vinna að jafnrétti á við karlmenn í öllu tilliti. Skýrði hún frá því að 4 húsmæðra- skólar væru þegar komnir á fót, auk styttri námskeiða, og farandkenslu í hús- haldi og matreiðslu víðsvegar um landið, sem væri mjög vinsælt, og virtist eiga góða framtíð fyrir hendi og eiga vel við upp um hinar strjálbygðu sveitir. Hús- stjórnarskólarnir væru líka allir styrktir af landssjóðsfé á fjárlögunum og farand- hússtjórnarkenslan væri styrkt af Land- búnaðarfélaginu. Frú Margrel Kristensen frá Noregi sagði ósk norskra kvenna meðal annars þá, að gera skólaeldhúskensluna að skyldunáms- grein við alla barnaskóla í efstu bekkjum i tvö síðustu skólaárin, til þess á þann hátt að ná til allra ungra stúlkna í land- inu með þessa kenslu, einmitt á þeim ár-

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.