Kvennablaðið - 30.05.1917, Blaðsíða 7

Kvennablaðið - 30.05.1917, Blaðsíða 7
KVENNABLAÐIÐ 39 það niður frammi í búri eða eldhúsi. — Eg hefi margsinnis séð brauðbakka hálíifulla þegar staðið var upp frá borðum, sem svo hefir harðnað upp og varla verið borið inn á borðið aftur. En sé brauðið skorið niður inni á borðinu eftir þörf- um, þá kemst maður hjá hörðu brauði. Það verður skaði fyrir sorpskrínurnar, en ábati fyrir okkur hin. Það má líka spara brauð, með því að banna veitingamönnunum að bera fram brauð með miðdegisverðinum, nema eftir sérstakri beiðni. En eitt finst mér við fyrst og fremst ættum að neita okkur um á þessum tímum — já, strang- lega að banna það, — það eru kökur og wínar- brauð. Það mjöl, sykur og smjör, sem í þær fer, má nota til nauðsynlegri hluta — og endast handa fleirum. — Og brjóstsykur og sælgæti er í dýrtíð það ósæmilegasta óhóf og eyðsla, sem til er. Það gerir ekkert gagn. Þvert á móti — það eyði- leggur unga maga. — Menn segja að þá verði það fólk atvinnulaust, það er alvarleg ástæða ef hún væri rétt. — Én er það nú svo? Verða menn ekki líka að hafa eftirlit með starfskröft- unum nú á tímum? Geta ekki þessir starfskraftar notast til vinnu við landbúnaðinn, mótöku eða við einhver önnur nauðsynleg störf? Þá starfskrafta, sem verða lausir af því sérstakar atvinnugreinar leggjast niður, eiga og verða að notast til n a u ð- synlegrar vinnu. Þetta er ekki ný hugsun, en eins og menn sjá, útheimtir framkvæmd hennar mikla fórnfýsi einstaklinganna.« Þessi grein er eftir norska konu í norska kvenna- blaðinu »Nylænde«. Hún er stíluð til norsku þjóð- arinnar, en hún gæti eins vel verið stíluð til okkar íslendinga. Eg tek hana hér f íslenzkri hýðingu af því hún er ekta sýnishorn af þeim hugsunarhætti, sem nú er ríkjandi hjá öllum hinum betur hugsandi körlum og konum á Norðurlöndum. Menn heyra þar sjaldan kvartanir, þvf sfður ávítur, skammir og formælingar, sem svo altítt er hér að öll stjórnar- völd fái fyrir dýrtíðarráðstafanir sinar, eins og þær væru einungis gerðar til að kvelja fólk og gera því gramt í geði. Stjórnirnar og konurnar. í Matvælanefnd sænsku stjórnarinnar eiga sjö konur sæti, sem »sérfræðingar«. Eru það bæði hússtjórnarskólakenslukonur og reyndar húsmæður. í Noregi eru konur einnig í flestum eða öll- um dýrtíðarnefndunum og í dönsku verðlags- nefndinni sitja einnig 3 konur. Sömuleiðis eru konur í hinum öðrum ýmsu nefndum, sem kosnar eru af stjórninni og bæjarstjórnunum. í Kaupm.höfn var 27. marz s.l. sett á fót 12 manna hússtjórnarnefnd. í henni voru 7 konur og 5 karlmenn. Frú Julia Ahrenholt, eftirlits- litsmaður verksmiðjanna í Khöfn, er formaður í nefndinni. Á nefndin nánast að vera ráðu- nautur húsmæðranna og heimilanna um alt, sem lýtur að hagsamri og sparlegri heimilis- færslu nú á tímum. í Gautaborg hafði engin kona verið valin í dýrtíðarnefndina. Héldu konur þar þá stóran mólmælafund og kröfðust þess, að konum yrði bætt við. Var þá skipuð 7 kvenna nefnd til þess að vinna saman með hinum nefndunum og leggja þeim góð ráð, sem »sérfræðingar« á ýmsum sviðum. Barnið. (Þýtt.) Utan úr eldhúsinu heyrðist barnshjal og hlátur þegar ráðskonan opnaði dyrnar og kom inn með skutul, alþakinn glösum og silfri. Inni i stóra, bjarta matsalnum sat fröken Inga, einkadóttir ríkisráðherra Hansens, og var að teikna með svartkrít sRafaels Madonna della Sedia«. Hún hleypti dálítið hinum fínu, dökku augnabrúnum þegar hinn glaðværi hlátur utan frá eldhúsinu aftur kvað við, Ráðskonan flýtt sér að loka dyr- unum að framreiðsluherberginu og fór gætilega að setja glösin inn í rauðaviðsskápinn. sHver er í eldhúsinu? Eru börn gestir hjá Soffíu núna?« spurði fröken Inga alt í einu, án þess að líta upp trá vinnu sinni. Soflía roðnaði, og varð auðsjáanlega í vand- ræðum. »Eg hef . . . það er . . . það er bara hún Anna Lund, hún sem var vinnukona hjá húsbændunum hérna«, stamaði hún. »En þar er þó lfka barn«, sagði fröken Inga. Soffía roðnaði enn þá meira. — »Já, það er barnið hennar, svolítil telpa. Anna á frí, af þvf það er sunnudagur, og svo hugsaði hún að hún skyldi heilsa upp á okkur. En ef frökenin vill að hún . . . « »Nei, í öllum bænum, það gerir ekkert til. Hún truflar svo sem ekkert þarna frammi í eld- húsinu«, sagði fröken Inga og teiknaði áfram htnn mjúklega barnsfót á málverkinu. Soffía

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.