Aftanskinið - 01.03.1906, Blaðsíða 2

Aftanskinið - 01.03.1906, Blaðsíða 2
18 AFTANSKINIÐ I., 3. bl. gæti tognað ísvona 1 þaö óendanlega, kynni það að brenna þegar það kiemi niður í eld- haflð eða slitna þegiir hann færi að reyna á það, til að draga Gunnu upp. Nu var það komið alla leiö niður, svo hún náðilendann. Hún greip hann i dauðans ofboöi, brá honum yflr um sig undir höudunum og gjörði hann vel fastan; og nú tognaði heldur ekki meira úr bandinu. Fóstra hans horíði á þetta, meö undrun og gleöi. Svo lagði hún handarbakið á bakk- ann og myndaöi vaðbeygju milli fingra sér, svo bandið skyldi ekki höggvast í sundur á brunn- brúninai. 8vo byrjaði Jón að draga Gunnu sína eins o^ fisk ur djúpi, á sokkabandinu, i gegnum greipar fdstru sinnar. Hann dró fyrst ofur hægt og gætilega, því hann var alveg á glóðum, um að bandið kynni að slitna. En þaö var úr djúpi að draga, og bandið virtist alveg traust, h&nn fór því að sma heröa á, og seinast keptist hann við, af öllum mætti. Svitinn rann um hann í iækj- um og handleggirnir ætluðu alveg að slitna af honum. En hann dró samt 1 blóðspreng, eins og hann ætti lft sitt að leysa. Loksins var Gunna komin að brunn-brúninni svo hann náði i hana, og fóstra hans hjálpaöi honum, að drösla henri upp á bakkann. En þá voru kraftar hans svo út taugaðir, að hann fleygði sór endilöogum niður í grasið og lagði aftur augun. Þá fann hann, að Gunua laut niður að honUm, lagði sina hendina á hvora kinn hans og þrysti brennheitum kossi á enni honum — enn þá innilegri en þeim, er hún hafði geflð honum i lambhusinu forðum. Honum fanst hann lika eiga það skiliö. Hann lauk upp au«unum og leit framan i hana. Þarna grúfði hún yflr honum, og borfði á hann feimín, en með mesta meðaumkunar svip, rétt eins og það væri hún, sem kærleiks- verkið hefði unnið. Jón varð ekki lítið forviða, þegar hann fór að litast um í kring um sig, og sá, að hann lá í rúminu sínu, i baðstofunni á Gili. Það var ekki um að villast. Við fótagaflinn blasti hyUan með askinum hans og hornsleiflnni, og rétt yflr höfðinu á honuru hékk súðinf blökk og öll í bugðum, og alt sýndist með sömu ummerkjum og vant var. Höfuðið á honum var óvanalega þungt og magnleysi í honum öllum. Hann tók hend- ína undan rúmfötunum, og ætlaði að strjúka henni um ennið, til að reyna aö átta sig, en þá fann hann, að höfuðið á honum var alt reifað. Svo rétti hann hendina í kjðltuna á Gunnu og lagði aftur augun. Gunna tók með báðnm höndum utan um hendina á bonum og strauk hana blíðlega, með litiu, feita lófunum sinum. Svo lant hún niður að honum. og hvíslaði viðkværat og blíðlega íeyra hans: »Hvernig heidurðu að þér Iiði?« En Jón var als ekki búinn að átta sig. og vissi hvorki upp eða niðnr. Hann svaraði ekki spurningunni, en lagði handiegginn utan um hálsinn á henni, dróíhana til sin og stundi ofur veikindalega: »Elsku Gunna mín!« Sælutilflnningin yflr því, að hafa Gunnu í faðmi sér, gagntók hann svo, að hann gleymdi allri karlmennsku og fór að há-giáta — af gleði. Og bún Gunna, var svo góð i sér, vel kristin og kærleiks rik, að hún gat heldur ekki tára bundist, En þessi sólskins skúr stóð ekki lengi. Gurma tók hendina á Jóni með hægð utan af halsinum á sér, reis upp og andlitið á henni brosti viö Jóni gegn um tárin eins og sól á sumardegi, svo sorgar skýin hlutu að sópast burtu. Síðar sagði bún Jóni hvernig á því stóð, að fundum þeirra bar þarna saman, en ekki í öðrum heimi, eins og hann hafði búistvið: Þegar hún kom ofan aftur. fann húnJón liggjandi í bæjardyrunum og fljótandi í bióði sinu, með sokkabandið um hálsinn. Það hafði slitnað. En þegar hann datt, hafði hðfuðið á honum lent á steini, sem stóð í dyrunum og haíður var til að berja á fisk. Hann hpfði höggvið sig á enninu og fallið í rot. Eins og geta má nærri, varð Gnnna mjög skelkuð.

x

Aftanskinið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aftanskinið
https://timarit.is/publication/155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.