Aftanskinið - 01.03.1906, Blaðsíða 4

Aftanskinið - 01.03.1906, Blaðsíða 4
20 AFTANSKINID. I., 3. bl. Niðurjöfnunin. (Eftir Eirik vi&förla.) ¦'' (Framh.) Var það ekki óttalegt, fyrir barn á íjór- tánda ári, að vera úti í svona mikla veðri — húðar-krepjunni, — komið fast að hátta- tíma; og vita ekki nema veðrið breytt- ist máske í svarta kafaldsbyl með frosti? Hvað yrði þa um Siggu litlu; alla renn- andi vota og skjálfandi af kalda, sem í hana var kominn, þó ekki væri frostið? Hvað þá, ef hún færi að frjósa, þá gæti hún ekkert, ekki haldið sér, eKki barið fótanum í síöurnar á gamla Brún, ekkert annað en dáið — dáið það viidi hún heizt — heizt vera komin til Guðs. Þar hafði mamma hennar sagt að væri gott að vera; þar fengju allir að vera, sem breyttu vel og læsu bænirnar sínar á kvöldin e.nda sá húu í kverinn sínu, hvað Guð var góður. Þessu var Sigga, að velta i huga sín- um og vissi ekkert, hvað Brúnn fór, nema það, að hún fann, að óveðrið lamdist í bakið á henni, svo hún hlaut að faia eitthvað undan því. — Seint um kvöldið var barið að dyrum á Fossi, — svo hót prestssetrið. — »Guð hjálpi mer!«, sagði prests konan; »það er verið að berja; hver skyldi vera á ferð svona seint, og í þessu veðri? Drottinn minn! ég held að það ætli að rífa þakið af húsinu.« Rigningin lamdi utan glerið í gluggunum og rann í stóram lækjum ofan eftir þeim. »Steini minn! hlaupta fram og vittu hver er að berja og láttu hann koma inn, því honum mun líklega ekki vera svo notalegt; mér heyrðist vera barið svo aumingjalega, að ég gæti trúað, að hann sé orðinn aðfram kom- inn.« Þegar Steini kom fram í dyrnar, opnaði hann hurðina og leit ut. »Er nokkur úti?« hrópaði hann. »Já:« er sagt í aumingjalegam róm. »Hver er það?« sagði Steini; »komdu inn í bæjardyrnar, heldur en, að standa úti i þessu óveðri; ég læt annars aftur hurðina.« Þegar hann hafði sagt þetta, kom telpa inn í dyrnar. með fiaksandi, blautt hárið, fram undan klút-dulu, sem bundin var um höfuðið, skjálfandi af kulda. »Hver er þetta ? Hvað er þetta ? Er þetta vofa?« sagði Steini, því hann sá ekki vel fyrir myrkrinu, hvort það var manneskja eða ein- hver ðvættur, sem mundi gleipa alt í sig »Það er ekki vofa: ekki Lalli, ekki Skotta, heldur er það Sígga frá Hálsi.« »Sigga írá Hálsi!« át Steini efttr »hvað ert þú að fara, barn, i þessu ótsetis veðri? Þvi ert þú svona seint á ferð? Þú ert víst að deyja úr kulda.« »Já, mér er ósköp kalt«, sagði Sigga, en gat þó varla talað fyrir ku'.da , tennurnar hrist- ust saman í munni hennar, og svo var hún stirð e.ftir reiðina, að hún datt hálf-máttlaus áfram, en ienti þó í fanginu á Steini, sem tók fallið af henni, svo hún slengdist ekki á dyra- vegginn. »Nei, Guð hjálpi mér! Og svona ert þú orðin máttlaus! Þú getur ekki staðið. Hver hefur sent þig? Hvert átta að fara? Því ert þú látin vera úti i þessum fjárans látum? Blessuð komdu inn með mér! Þú verður, að fara strax upp í rúm,« sagði hann og leiddi hana inn í baðstofu. »Ó, Guð hjálpi mér!« sagði prestskonan; »það ert þú; Sigga min! sem hefur verið að berja! Hvert átti nú að senda þig, í þessu veðri?« »Yflr að Gili,« sagði Sigga; »með bréf sem Þorgrími 14 á að seuda.« »Yfir að Giíi,« tók prests konan upp eftir henni; »yfir að Gili — og það einmitt í kvöld, í þessu voða-veðri, og svo er áin al- veg bráð-ófær. Guð minn góður fyrirgefi Þorgrími, að fara svona með þíg, aumingjann, sem engan átt að, nema Guð! Það er hróp- leg synd — það er ég sanníærð um.« Sigga litla sagði þvi alt eins og var, um, að Þorgrímur hefði rekið sig út með harðri hendi og sagt sér, að taka stóra Brún og ríða honam yfir ána. »Mikill grimdar nfðingur er Þorgrímur,« sagði prests konan; »að tíma ekki að taka einhvern visanumanninn til þess, að fara eða

x

Aftanskinið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aftanskinið
https://timarit.is/publication/155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.