Lögberg-Heimskringla - 31.03.1960, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 31.03.1960, Blaðsíða 1
Högberg - ftemték ingla Stofnað 14. jan., 1888 Stoínuð 9. sept., 1886 74. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 31. MARZ 1960 NÚMER 13 A. R. Swanson Campaign Chairman For Manitoba Division A. R. Swanson Mr. A. R. Swanson of Win- nipeg has been appointed Chairman for the 1960 Cam- Paign, for the Manitoba Divi- sion of the Canadian Cancer Society. Mr. Swanson is a graduate in Commerce of the Univer- sity of Manitoba. He was with the Investment Department of the Great West Life Assur- ance Company for seven years. Mr. Swanson has been a Director of Burns Bros. & Denton, Investment Dealers, for 6 years, the past 5 years being spent with that Com- pany in Montreal. He was re- cently appointed to Winnipeg as Resident Director of West- ern Canada. During the second world war, Mr. Swanson served overseas 4 years, as an Officer m the Canadian Army. His parents are Mr. and Ragnar Swanson. Canadian Cancer Newsletter Wins An Award Dr. Kjartan I. Johnson of Pine Falls has received the Winnipeg Clinic Research Institute General Practition- er's Postgraduate A w a r d. This is presented by the Manitoba Chapter of the Col- lege of General Practise of ^anada, to one General Prac- titioner in Manitoba each year in recognition of good general practice. This is the 'th year it has been awarded. It carries remuneration of $500.00 and the recipient can take the course in Canada or the United States anytime d"nng 1961. Dr. Johnson is §01ng to Cook County Post- graduate school in Chicago leaving here April 16. Fimmtíu óro brúðkaupsafmæli Á laugardaginn í þessari viku eiga hin mætu hjón Mr. og Mrs. Árni Johnson að Silver Bay (Ashern P.O.) fimmtíu ára brúðkaupsafmæli. Mr. Johnson var fæddur á Is- landi, en fluttist til Kanada 1888. Mrs. Johnson er fædd í Saskatchewan. Þau bjuggu fyrst í Winni- peg, þar sem Mr. Johnson var í þjónustu The T. Eaton Co., en síðustu 40 árin hafa þau átt heima í Silver Bay, og hefir Mr. Johnson rekið þar fiski- útveg og landbúnað í allstór- um stíl og hefir verið vinsæll höfðingi í héraði svo og kona hans. Hafa þau jafnan komið fram til góðs í öllum félags- málum. Börn þeirra eru tíu, fjórar dætur, Mrs. Sigmar Sveinsson, Long Island, New York, Mrs. Jonas Johnson, Vancouver, Mrs. Jim Britten, Winnipeg og Mrs. George Jen- kyn, Buffalo, New York; sex synir, Gordon, Tom, Skúli, Kenneth og Arthur, allir bú- settir í Vancouver, og Barney í Ashern. Barnabörnin eru 29. Hafa þau ákveðið að koma öll saman í júlí í sumar til að samfagna foreldrunum í til- efni hins gullna afmælis þeirra. Lögberg-Heimskringla árnar þeim heilla. Fréttir í stuttu máli Fulltrúi félags tungumálakennara Föstudaginn 25. marz síð- astl. var dr. Richard Beck full- trúi allsherjarfélags tungu- málakennara í Bandaríkjun- um og Kanada, The Modern Language Association of America, við innsetningu nýs forseta á Moorhead State Col- lege, Moorhead, Minnesota. Gegndi hann því fulltrúastarfi að sérstakri beiðni fram- kvæmdarstjóra félagsskapar- ins, er hefir bækistöðvar sínar í New York City, en félags- fólk skiptir þúsundum. íslendingur hverfur Blaðinu barst úrklippa úr morgunblaðinu Province í Vancouver, dagsett 21. marz, þar -sem sagt er frá undar- legu hvarfi manns að nafni Halldór Halldórsson, 62 ára að aldri, sem af nafninu að dæma virðist vera íslenzkrar ættar. Hann átti heima í fá- tækrahverfi við sjávarsíðuna, sem nefnist "The Waterfront", og er hluti af Burnaby. 1 hverfinu eru 139 híbýli af furðulegustu gerð, og búa þar um 200 manns í leyfisleysi (squatters), fólk, sem ekki á í önnur hús að venda. Þangað liggur mjór stígur ofan úr borginni. Þar er hvorki raf- magn, vatnsleiðslur né sími. Kvöldið 1. apríl 1959 kom Halldór Halldórsson til ná- granna síns, Dan Morgans, og var honum auðsjáanlega þungt fyrir brjósti; hann greiddi Mr. Morgan $10, sem hann skuldaði honum og sagði síðan: „Dan, nú hefi ég loks- ins eftir allan þennan tíma komizt að því, hver myrti dóttur mína. Ég ætla upp í borgina að gera eitthvað í því máli." Síðan hvarf hann út í myrkrið og hefir ekki sézt síðan. Fréttaritarinn furðar sig mikið á því, að ekki skuli hafa orðið heyrum kunnugt um hvarf þessa manns, að lög- reglan hafi engar skýrslur um hann né dóttur hans. Hann leitaði því frétta hjá ná- grönnum Halldórs, og voru þeir áhyggjufullir vegna hvarfs hans, því þeir þekktu hann sem hæglátan en mann- Wendin mann, og þeir furða sig á því, að ekki skuli hafa verið grennslazt neitt um hvarf hans, en flestir eru þeir þeirrar skoðunar, að yfirvöld- in láti sig lítið skipta afdrif fólksins í þessu hverfi. Þeir muna eftir stúlkunni, sem bjó ein í kofa, sem nefndist „The Ivy Nook". Hún hafði langt svart hár, er lék laust um herðar hennar. Kofinn er nú í eyði. Fréttaritarinn fór til heim- ilis Halldórs, en þar býr syst- ir hans, Miss Anna Halldórs- son, á sjótugs aldri. Hún þyk- ist viss um, að bróðir sinn hafi ekki farið burt sjálfkrafa, að hann hafi verið burtnuminn eða myrtur. Hún segir, að 1. apríl hafi hann farið í pósthús- ið í North Burnaby og sótt stjórnarstyrkinn sinn, ávísun fyrir $72. Síðan keypti hann matvæli fyrir $1.50 og tvo málningarbursta og málningu. Þegar hann kom til baka, var systir hans ekki heima, en þeg- ar hún kom heim, voru mat- vælin og málningarvörurnar þar, en bróður sinn hefir hún ekki séð síðan. Hún segir, að hann hafi aldrei sótt spariföt- in sín né bátinn sinn, sem hon- um hafi þótt vænt um og ver- ið hreykinn af. Miss Halldórsson virtist lít- ið vita um dótturina, en hún staðhæfir, að hún hafi til- kynnt lögreglu Vancouver- borgar og R.C.P.M. í Burnaby um hvarf bróður síns. Hvorugt lógregluliðið hefir skýrslur Chou En - lai, forsætisráð- herra Kínverja, er væntanleg- ur til Indlands 19. apríl og ætlar að dvelja þar í viku. Hann er ekki að öllu leyti aufúsugestur, því svo sem kunnugt er, hefir hann tekið hernámi 50 þúsund fermílna svæði af Indlandi við noður landmæri þess. Kurr nokkur hefir verið í Delhi út af þess- ari löngu heimsókn, en Nehru hefir tilkynnt, að rætt verði um málið, en engir samningar gerðir. <r Nikíta Krushchef er um þessar mundir á ferðalagi um Frakkland, og hefir verið reynt að taka honum sem höfðinglegast. Ekki komu þó í ljós meðal almennings eins mikil fagnaðarlæti og þegar Eisenhower forseti var þar nýlega á ferð. Ekki er hægt annað að segja en að gestur- inn misbjóði gestrisni Frakka með því að reyna í hverri ræðunni af anarri að ýfa upp fornan fjandskap þeirra við Þjóðverja. McMilIan, forsætisráðherra Breta, og Eisenhower forseti sitja þessa dagana á rökstól- um í Camp David að ræða um síðustu tillögu Sovétríkj- anna varðandi afnám kjarn- orkusprengja. — Sovétríkin lögðu til 24. marz algert bann allra atomsprengja annarra en smávægilegra neðanjarðar- sprengja. En engin vísinda- tæki eru til enn, er geta sagt til þeirra og verður því að treysta á drengskap þjóðanna, að þær leggi niður neðanjarð- ar kjarnorkusprengingar sjálf- viljugar. Þessi tillaga er hér um bil sú sama og Bretar lögðu fram. Þess vegna er Mc- Millan í Washington. En nú er erfitt fyrir núverandi stjórnarvóld í Bandaríkjunum að taka mikilvægar ákvarð- anir, vegna þess að kosningar eru í vændum í haust og ekki þykir jétt að ný stjórnarvöld séu bundin um of ákvörðun- um fráfarandi stjórnar. íslenzkir heslar í Kanada Nýtt félag hefir verið stofn- að í Arcola, Sask., sem hefir með höndum innflutning á ís- lenzkum hestum til Kanada. um þetta og málinu virðist lokið. En fólkinu í fátækrahverf- inu við sjávarsíðuna er tíð- rætt um Halldór Halldórsson, hið undarlega hvarf hans og um hina svarthærðu dóttur hans. Heitir það Bar Dimond Ranch- ing Company. Forstjórar eru T. B. Lees og T. E. Laxdal í Arcola. Tókust þeir ferð á hendur í fyrrasumar til ís- lands til hestakaupa og keyptu 35 hryssur til að byrja með, og nú eru á leiðinni 60 í við- bót, sem bendir til þess, að salan hafi gengið vel. Eru all- ar þessar hryssur, sem fluttar eru hingað, skrásettar í hesta- bókum Islands og fylgir þeim skýrsla um ætt þeirra og upp- runa, og verða þær allar skrá- settar sem „purebred" ís- lenzkir hestar í Ottawa. Ný kirkja í Reykjavík Milli Höfðatúns og Lauga- vegar er að rísa upp ný stór- bygging. Það er hin n ýja kirkja Hvítasunnusafnaðarins. A kirkjan fullbyggð að rúma 800—1000 manns, þegar tveir litlir salir hafa verið tengdir við aðalsalinn, sem rúmar 500—600 manns í sæti. Verður þetta með stærstu kirkjum landsins. Búið er að steypa að- alsalinn og annan litla salinn upp í fulla hæð eða svo til, og er ætlunin að koma kirkjunni undir þak í sumar. Mbl. Beðið fyrir góðum árangri í tilefni hinnar alþjóðlegu ráðstefnu í Geneva um réttar- f ar á höf unum og f iskveiðilög- sögu, hefir biskup Islands rit- að ölum þjónandi prestum og próföstum þjóðkirkjunnar bréf og hvatt þá til að minn- ast íslenzku fulltrúanna í bænum sínum. í bréfinu segir svo: „Vér ís- lendingar eigum mikið undir því að þar verði góðum, sann- gjörnum og viturlegum ráð- um ráðið. Fulltrúar vorir á þessari ráðstefnu eiga vanda- sömu hlutverki að gegna. Ég vil því hvetja presta og söfn- uði þjóðkirkjunnar til þess að minnast þeirra í bænum sín- um, og mælist til þess, að við messur sunnudaginn 20. þ. m. verði beðið fyrir ráðstefnunni og réttlátum lyktum þeirra málefna hennar, sem sérstak- lega snerta lífshagsmuni þjóð- ar vorrar." Mbl., 16 marz ísrek á Breiðafirði STYKKISHÓLMI, 9. marz. — Mikið ísrek er nú á Breiða- firði og eru innfirðir fullir af íshroða og þannig að bátar hafa ekki getað komizt inn að Skarðstöð eða í Búðardal. Varð Baldur í seinustu ferð að snúa við og skilja póstinn eftir í Stykkishólmi þar til næst

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.