Lögberg-Heimskringla - 31.03.1960, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 31.03.1960, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 31. MARZ 1960 Lögberg-Heimskringla Publlshed every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Edilor: INGIBJÖRG JÓNSSON EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Próf. Haraldur Bessason, vice-chairman, Mrs. Ingibjörg Jónsson, sec’y, Mr. Stefán Éinarsson, Dr.. Valdimar J. Eylands, Miss Caroline Gunnarsson, Prof. Thorvaldur Johnson, Mr. Jón K. Laxdal, Prof. Tryggvi J. Oleson, Rev. Philip M. Pétursson. Grand Forks: Dr. Richard Beck [ Minneapolis: Mr. Valdimar Bjðmson Montreal: Prof. Askell Löve Subscriplion $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorlzed aa Second Class Mall, Post Office Department. Ottawa._t Öfgar Ýmsar greinar og ritgerðir hafa birzt í Lögbergi-Heims- kringlu, sem ef til vill falla ekki ritstjórn blaðsins né sumum lesendum þess í geð; svo er margt sinnið sem skinnið, og yrði blaðið harla litlaust, ef ekki myndi birtast í því annað efni en það, sem enginn gæti fundið að eða deilt um. Við viljum því halda áfram að birta þær greinar, sem blaðinu berast, aðrar en þær, sem kunna að fela í sér persónulegar aðdróttanir eða illvilja í garð manna og málefna, en sem betur fer, eru slíkar sendingar til blaðsins fágætar. Hins vegar berast blaðinu stundum greinar, sem eru all- öfgakenndar, og stafar það venjulega af vanþekkingu á mál- inu, sem um er rætt, eða af ígrundunarleysi og fljótfærni. Viljum við því ekki láta þær fljóta með án nokkurra athuga- semda. Á öðrum stað í blaðinu birtist bréf frá Mr. J. B. Linder- holm, manni af sænskum ættum, sem býr í Kansasríki. Er hann mikill tungumálagarpur og hefir sérstakt dálæti á íslenzkri tungu. Hann var í marga tugi ára áskrifandi Lög- bergs og nú Lögbergs-Heimskringlu, auk Tímarits Þjóð- ræknisfélagsins og Sameiningarinnar. Auðsjáanlega svall hinum aldna íslenzkuvini móður í brjósti, er hann las ræðu þá, er séra Ingþór Indriðason flutti á Frónsmótinu í vetur, og hefir því orðið á, að fara lengra í staðhæfingum sínum en góðu hófi gegnir. Við viðurkennum, að við vorum ekki alls kostar hrifin af þeim kafla í ræðu hins unga kennimanns, sem Mr. Linder- holm vitnar í, og sögðum honum frá því hreinskilnislega, en við skiljum jafnframt, að eftir að hann hefir átt kost á að þekkja Vestur-íslendinga lengur en í nokkra mánuði og kynnast sögu þeirra í þessari álfu, þá mun hann komast að raun um, að þótt þeir unni íslenzkri tungu og leitist við að vernda menningararfleifð sína, þá er ekki þar með sagt, að þeir vanvirði tungu og menningu annarra þjóða. Um holl- ustu þeirra við eigin lönd, Kanada og Bandaríkin, vitnar saga þeirra. Persónur af íslenzkum stofni, sem skammast sín fyrir að vera kanadískar eða bandarískar, er okkur óþekkt manntegund. Þess vegna kemur okkur andúð Mr. Linderholms gegn landinu, sem hefir alið hann, kynlega fyrir sjónir; hann segist hafa neitað að semja sig að siðum þess, og staðhæfingar hans um, að börnum sé kennt að hata og fyrirlíta íslenzkuna nær vitanlega ekki nokkurri átt. Okkur er kunnugt um, að á tímabili hafði bræðslupottsstefnan (100% American) all- mikið fylgi, sérstaklega um og eftir fyrri heimsstyrjöldina, og þótti fylgjendum þeirrar stefnu varhugavert, að hin ýmsu þjóðarbrot leggðu rækt við tungu sína og menningarerfðir, en þessi öfgastefna virðist nú fyrir löngu úr sögunni. íslenzk- an, sem aðrar tungur, er kennd í háskólum víða um þetta meginland. Þegar rætt er um gildi íslenzkunnar, teljum við það öfga að staðhæfa, að hún sé í engu æðri en önnur tungu- mál og á hinn bóginn, að hún sé betri. Það mætti segja, að íslenzk tunga sé sérslæð á margan hátt. Fyrir þúsund árum var hún aðaltunga Norðurlandaþjóðanna og var víða töluð á Bretlandseyjum. Aðeins á Islandi hefir þessi forna tunga lifað svo að segja óbreytt fram á þennan dag, ekki einungis vegna einangrunar þjóðarinnar, heldur og vegna þess, að á hana skráðu Islendingar miklar og sígildar bókmenntir. Is- lenzkan er því „klassiskt“ mál samtímis því að vera lif- andi mál og er að því leyti fremri latínu og grísku. Um fegurð íslenzkunnar hafa íslenzk skáld dæmt, svo engu verður þar við bætt, en hitt finnum við, þegar við brjótum íslenzk orð og orðatiltæki til mergjar, að þeim, er tunguna sköpuðu, hefir ekki verið vits varnað; fáar tungur munu eins þrungnar af hugsun og hugkvæmni; enda er erfitt að ná fullkomnu valdi yfir íslenzkri tungu; það vitum við af eigin reynd og þykjumst vita, að vinur okkar í Kansas hafi rétt að mæla um ýmsar villur, sem slæðzt hafa í blaðið. Prófessor Richard Beck Próf. Richard Beck, sem um þrjá áratugi hefir starfað sem háskólakennari í Norður- landbókmenntum í Banda- ríkjunum, hefir verið svo ótrauður v ö r ð u r íslenzks þjóðernis í Vesturheimi, að fá eða engin dæmi mundu slíks. Hann hefir skrifað fjölda greina í íslenzku blöðin vestra, verið forseti Þjóðræknisfé- lagsins, lagt mikinn skerf til tímarits þess og þotið fram og aftur um Bandaríkin og Kanada og talað á mótum og fundum Islendinga. Þá eru þær greinar fjölmargar, sem hann hefir ritað um íslenzk efni, bókmenntir og menn- ingu, í amerísk rit, og hefir flutt fjölda erinda. Hann hefir og skrifað stóra bók um ís- lenzk" ljóðskáld frá 19. og 20. öld, og er hún ágætt rit, og loks í yfirlitsbækur um heims- bókmenntir greinar bæði um íslenzkar bókmenntir í heild sinni og um einstaka höfunda. Hann hefir mætt hér heima sem fulltrúi Vestur-íslendinga við hátíðleg tækifæri, ferðast víðs vegar um landið og hald- ið fjölda af ræðum, enda er hann ræðumaður sízt lakari en rithöfundur. Richard Beck er maður mjög jákvæður að allri gerð og ungur í anda, og meðal annars er hann sérlega hlynnt- ur ungmennafélagshreyfing- unni. Hann er að eðli einn af inn vafi á því, að hann mundi hafa náð miklum þroska sem skáld. Þrátt fyrir annir sínar hefir hann ekki lagt skáld- skapinn á hilluna, en ort öðru hverju sér til hugarhægðar, svo sem Páll Ólafsson. Hann hefir sent Skinfaxa nýja ljóðabók. Hún heitri Við ljóðalindir, og er gefin út á Akureyri. í henni eru mörg kvæði, sem öll vitna um ást höfundar á fegurð og drengskap, og öll eru þau ort af smekkvísi og næmu fegurðar- og málskyni. vormönnum íslands. Hann lagði ungur stund á ljóðagerð, og ef hann hefði iðkað hana verulega, er eng- Mörg þeirra eru líka mjög myndræn og sýna ljóðræna og skemmtilega skáldgáfu. Og voreðli skáldsins og lífsást kemur hvarvetna í ljós, — en þó gleggst í kvæðum, sem fjalla um andstæður þessa. Um leið og Skinfaxi þakkar prófessor Beck bókina og öll hans mörgu og margvíslegu störf í þágu íslenzkrar menn- ingar, leyfir hann sér að birta í þessu hefti eitt af ljóðum hans úr nýju bókinni. Guðm. Gíslason Hagalín Skinnfaxi (Tímarit Ung- mennafélags Islands), 4. hefti, 1959 Bréf fró Steingrími Matthíassyni til Guðmundar Friðjónssonar Nexö, 7. nóv. 1939. Góði gamli vinur! Af því að ferð fellur, finn eg mig knúðan til að senda þér línu, til að votta þér þakklæti fyrir „Drauma“-greinina, sem eg var að lesa í „Vikunni“ og líkaði sérlega vel. bæði orð og efni, og einnig þar með, að þú kallaðir elskulegan föður minn veraldarson. Það kunni eg vel við, þó það væri nokk- uð tæpt tiltekið um trúarhit- ans langæi. En það gjörir ekkert, skáld á ætíð að hafa skáldaleyfi til nokkurra öfga. Eg sló upp í orðabók Blöndals (sem er ein mín bezta bók) og segir hann eyktina vera aðeins 3 klukkustundir. Eins og þú veizt, þá var faðir minn allur annar í trúarefnum síðustu 20—30 árin, og ef hann lifði enn, væri hann orðinn alveg eins óbundinn af kirkjunnar kreddum eins og eg og þú, en aldrei mundi hann hætta að syngja Drottni lof, í svip- uðum anda og Davíð konung- ur, sem var ein hans bezta fyr- irmynd í andlega kveðskapn- um. Annars hefðir þú gjarnan mátt taka það fram, að Hall- grímur hafi, meðan hann var og hét, og ekki hafnaður í eymd elli og líkþrár og öllum píslargrátinum (sem gekk eins og farsótt um lönd), verið engu s í ð r i veraldarsonur, blessaður. Honum þótti gott í staupinu og drakk tóbak (eins og kallað var), og kvenhollur var hann áreiðanlega og yfir- leitt allrabezti kall, eins og kvæðin sýna. Allir góðir menn hljóta að vera veraldarsynir, enda er himinn ,allra þjóða skapaður í mynd okkar skárra heims, reyndar með óþolandi helgislepju í okkar kristna. — Margt mætti rabba um, en tíminn er takmarkaður, og eg á svo marga vini, sem eg skrif- ast á við. Okkar persónulegt vinfengi hefir aldrei fengið tækifæri til að þrífast, en vin- ur þinn hef eg ætíð verið og borið mikinn kærleika til þín fyrir svo að segja allt, sem eg hef lesið eftir þig. Þegar eg sé kvæði eða grein með þínu nafni, gleypi eg við þeim góða mat andans. Snorri heitinn á Þverá sagði eitt sinn við mig, um Þorv. Thoroddsen sem rit- höfund, að hann vildi ekki missa af neinni línu, sem hann ritaði. Svipað get eg sagt um þig og þín ritstörf. Og nú síð- ast það, sem þú sagðir um Hallgrím og Hallgrímskirkju, þótti mér svo gott, að eg skrif- aði í syrpu mína nokkrar ágætar setningar. — Svo leit út, eins og þú þekktir aðeins af afspurn tillögur Þorbergs, en eg las grein hans í Rauðum pennum í fyrra. Þó að eg ann- ars hafi andúð á flestu, sem hann lætur frá sér fara, þá var þarna ritgerð, sem var sígild Frh. bls. 7. Dánarfregn Grímur Johannson Föstudaginn 18. marz and- aðist á Siglunes-spítalanum Grímur Jóhannesson, forstjóri Ashern Farmers’ Creamery, 57 ára að aldri. Hann var fæddur á íslandi 17. júní 1902, sonur hjónanna Guðmundar Jóhannessonar og Kristveigar Grímsdóttur, ættuðum úr N.- Múlasýslu. Fluttist hann vest- ur um haf með foreldrum sín- um eins árs að aldri og settist fjölskyldan að í Árborg, Mani- toba. Þar naut hann barna- og miðskólamenntunar, innritað- ist í búnaðardeild Manitoba- háskólans; lauk prófi í smjör- gerð og starfaði í þjónustu þeirrar deildar, þar til hann varð forstjóri Ashern Farm- ers’ Creamery 1945. Hann tók mikinn þátt í félagsmálum bæjar síns; var skrifari skóla- ráðsins í sjö ár; forseti spítala- nefndarinnar í fimm ár; hann átti og sæti í stjórn Associate Hospitals. Hann var einn af stofnendum Grace lútersku kirkjunnar í Ashern og tíu ár í safnaðarnefnd hennar. - Grímur Jóhannesson naut tiltrausts og virðingar, hvar sem leið hans lá; hann var for- seti School Trustees Associa- tion fyrir Lake Shore Divi- sion, og á þingi smjörgerðar- manna, sem haldið var í Win- nipeg í febrúar, var hann kjör- inn forseti The Dairy Manu- facturers’ Association of Man- itoba. Hann lifa kona hans, Anna (dóttri Ólafs og Ragnheiðar Johnson, sem bjuggu í Ár- borg, bæði látin); tvær dætur, Heiða Joanne, skólakennari í Great Falls, Man., og Patricia Kristveig, stundar hjúkrunar- fræði í Winnipeg; móðir hans, Kristveig Jóhannesson, til heimilis hjá tengdadóttur sinni í Ashern; sex bræður, Ingi í Portage la Prairie, Adolph, Dauphin, Manitoba, Robert, Árni og Alfred í Win- nipeg, og John í Kenora, Ont.; ein systir, Ása, Mrs. Charles H. Munro, í Calgary, Alberta. Faðir Gríms, Guðmundur Jó- hannesson, er dáinn fyrir nokkrum árum. Útförin var gerð frá Grace kirkjunni í Ashern og jarð- sett í grafreitnum í Árborg. Séra J. Larson flutti kveðju- mál.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.