Lögberg-Heimskringla - 31.03.1960, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 31.03.1960, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 31. MARZ 1960 Hjartað — undursamlegt og hugdjarft líffæri Eítir Henry Morton Robinson (Úr febrúarhefti Reader’s Digest. Þýtt af Árna S. Mýrdal.) Þú skalt ekki armæða þig of mikið yfir ásigkomulagi hjarta þíns, eins og svo margt heilbrigt fólk virðist gera nú á dögum, gleðstu heldur yfir því, að náttúran hefir komið fyrir í brjóstholi þínu sínu allranákvæmasta, en samt haldgóðu, undurvirku tæki — líffæri með frábærum þolgæð- um, mjúkleika og kröftum. Gleðstu og yfir því, og reyndu að skilja, hvernig það leysir hlutverk sitt af hendi. Það gegnir sínu ætlunarverki þeim mun betur fyrir þann skilning. Fáðu að láni læknishlust- unartæki og hlustaðu á slátt þíns eigin hjarta. í þess stöð- uga hljóðfalli heyrir þú hljóm lífsins sjálfs, er blóðið streym- ir gegnum lokur og hólf þess- arar óviðjafnanlegu dælu. Því hjartað, vélfræðilega talað, er einmitt þvílíkt líffæri — sog- og þrýstidæla, sem ýtir blóð- inu kröftuglega, með farmi þessi af súrefni, fæðu eða úr- gangi, í gegnum æðakerfi lík- amans. Hinum fimm eða sex pott- um blóðs, sem í meðalmanns- líkama eru, knýr hjartað hér um bil eina hringferð á hverri mínútu. Á tuttugu og fjórum stundum sogar hjartað í sig og þrýstir aftur út frá sér tíu þúsund pottum blóðs. A sjötíu árum, hinu biblíulega ævi- skeiði, slær hjartað hér um bil fimm hundruð milljón sinnum án nokkurrar stöðv- unar til viðgerða. Og — að því er virðist, þegar hlerað er með hlustunartækinu — án hvíldar. Samt getur enginn vöðvi enzt til lengdar án hvíldar, og hjartað er vöðvi. Þó að hvíld- irnar á milli slaganna séu stuttar, eru þær eigi að síður nægileg hvíld. Vanalegt hjarta, eins og maðurinn sjálfur, eyðir tvisvar sinnum meiri tíma til hvíldar en til starfa. Og þar að auki er hjartanu úthlutaðir aukamat- arskammtar. Þó það sé að þyngd ekki nema einn tvö- hundraðasti hluti af þyngd líkamans, þarfriast það fyrir sjálft sig einn tuttugasta hluta blóðsins, sem í blóðrásinni er. Hjarta þitt er á stærð við hnefa þinn, og liggur þægi- lega í seigu verndarskýli, er nefnist pericardium (gollurs- húsið). Stóra slagæðin tengir það við líkamann, er upptök sín á í vinstra afturhólfinu, það hangir í brjóstholi þínu og stefnir skáhallt niður á við vinstra megin. Blóðheld milli- gerð skiptir því eftir endi- löngu í tvennt, hægri og vinstri hluta; hvor um sig myndar sérstaka dælu. Og hvor þessara tveggja dælna, aftur á móti, hefir tvö hólf, er verka á víxl: fram- hólfið (auricle), sem tekur á móti blóðinu í hjartað frá æðunum, og afturhólfið (ven- tricle), sem þrýstir því aftur út í líkaman í gegnum sogæð- arnar. Hinir sérstaklegu vöðv- ar hjartans eru svo kænlega lagðir og samanofnir, að þeir geta kreist, undið og bókstaf- lega þrýst út innihaldi hólf- anna með hverju hjartaslagi, eða, með öðrum orðum, hverj- um samdrætti dælunnar. Hvað orsakar slátt hjart- ans? Spurningu þessari, er borin var fram fyrir sautján hundruð árum af líffræðingn- um Galen, var ósvarað þar til um 1890, þegar rannsóknara fer að gruna, að hér væri raf- efnafræðileg orka að verki. Grunur þeirra reyndist vera réttur. Við vitum nú, að eins k o n a r rafmagnshreyfifalls- tæki, er nefnist pacemaker, framleiðir, venjulegast 70 sinnum á mínútu, ofurlítinn snöggan rafmagnsframrekst- ur, er þýtur þvers og lang- setis yfir vöðvataugarnar og kemur þeim til að dragast saman. Hjartað er þá eins konar raf- vöðvadæla, er miljóna ára framþróun hefir framleitt í þeim tilgangi, að blóðið hald- ist í sífelldri hringrás eftir tveimur aðalæðakerfum. Eitt á upptök sín í vinstra hólfi hjartans, er myndar kerfi hinnar m i k 1 u hringrásar blóðsins um allan líkamann, til viðhalds sellum líffær- anna. Styttra, og sjálfstætt, hringrásarkerfi gengur úr hægra hjartahólfinu inn í lungun, svo blóðið geti af- fermt carbon dioxide(dið) og fermt sig aftur með súrefni, lífinu til endurnýjunar. Er þetta hringrásarkerfi lungn- anna. Til þess að geta fyllilega skilið verkanir hjartans, skul- um við nákvæmlegar rekja rás blóðsins. Dökka æðablóð- ið, hlaðið carbon dioxide(i) og úrgangi, er það tekur í sig á ferð sinni eftir æðum líkam- ans, er sogað inn í hægra framhólfið við þess augna- blikslinun. Þegar hólfið er fullt, opnast lokan í botni þess og blóðið streymir inn í afturhólfið fyrir neðan. Þegar hólfið er fullt, skýt- ur þess jafni dæluþrýstingur blöðkulokunni fyrir, er bung- ar þá út eins og fallhlíf. Sam- tímis opnar sami þrýstingur- in heilt safn af lokum (hálf- mánalokurnar) og þrýstir blóðinu út úr hólfinu í slag- æðina, sem liggur beint inn í lungun. í hinu þunnveggjaða æðaneti lungnanna hreinsast dökka blóðið með því að skipta carbon dioxide byrði sinni fyrir súrefni andrúms- loftsins. Þannig endurnýjað, kemur blóðið aftur í hjartað fagurrauntt — og þessi undur lungnahringrásarinnar h a f a framkvæmd verið á tæpum tíu sekúndum. Á meðan þetta gerist, kem- ur til vinstra hjartahólfsins, sem er miklu öflugra en það hægra; heldur það nú áfram næsta stigi blóðrásarinnar samhljóða að tíðni hinu fyrra. Endurnýjað frá lungunum streymir blóðið inn í vinstra hólfið. Þegar hólfið er fullt orðið, opnast blöðkulokan, og afturhólfið byrjar að fyllast. Augnabragði síðar dregst aft- urhólfið saman og ýtir hálfri mörk af blóði út í stóru slag- æðina (aorta), hin geysimikla slagæð, sem kemur úr neðan- verðu hjartanu. Þegar þrýst- ingurinn í stór-slagæðinni fer fram úr þrýstingi afturhólfs- ins, leggjast hálfmánalokurn- ar aftur, sem á milli þeirra eru. Snarpa hljóðið, sem þú heyrir, orsaka lokurnar, þegar þær skellast aftur. Frá stór-slagæðinni breið- asta á lífsins, kvíslast út hennar rauða flóð, er stöðugt rennur hægar og hægar eftir stóru og smáu slagæðunum og háræðanetunum (capillaries), er liggja til hverrar einustu sellu líkamans. Hjartað endurtekur þessa rás, dregst saman og þenst út á víxl, dag eftir dag, á öllum ársins tíðum, í veikindum og heilbrigði, svefni, ástarbruna og baráttu, með eins varan- legum stöðugleika og tíminn sjálfur, og framkvæmdar- magni, sem engin mannleg uppfundning jafnast við, og hugrekki, er fer fram úr öll- um skilningi. i í Ottawadalnum (Kirkjugarður — 100 ára byggð) Hér búa þeir, sem brutu áður svörðinn °g byggðu þessi víðu sveitalög, nú blasir við oss rudd og ræktuð jörðin og rausnarbú við fljót og hæðadrög. Nú blasa við oss orkuver í ánni og æðaslög hins mikla starfs sem beið, um velli búféð heldur sig að hánni, hér halda menn og konur fram á leið. Á. G. E. The National Anthem Of lceland O GOD OUR LORD (Ó, GUÐ VORS LANDS) O God Our Lord, O Lord Our God; We praise Thy most holy most wonderful Name; The heavenly grandeur Thy glory proclaim, Thy celestial legions the same: Unto Thee a day is like a thousand years; And thousand years only one’ day. Through eternal ages no sorrow no tears, For Thou art our strength and our stay. Iceland thousand years, Iceland thousand years. Through enternal ages no sorrow no tears, For Thou art our strength and our stay. Written in 1870 By Matthías Jochumsson. Translated By John Luther 1960. ffmmanót LÉTTGERÐU NÆRFÖTIN Leysa úr svitavandkvæðum í handkrikunum Hin léttu baðmullar Penmans Bal- briggan nærföt þerra . . . eru svöl og notaleg, og verja vandaðan fatnað yðar gegn svita. Þau eru fullkomlega sniðin — engin þröng bönd um mittið. Vinsæl meðal karlmanna og drengja. Nærföt, sem fara vel / og endast lengi hafa Penmans Mm merkið. &NGLE 110-*

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.