Lögberg-Heimskringla - 31.03.1960, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 31.03.1960, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 31. MARZ 1960 Úr borg og byggð íslenzk messa Messað verður á íslenzku í Unitarakirkjunni á Banning Street sunnudaginn 3. apríl, kl. 7 e. h. Kvenfélagið veitir kaffi á eftir messugjörð. ☆ The 17lh Annual Ball of Ihe Viking Club will be held on Friday, April 8th, 6.30 p.m. in the Eagles’ Hall, cor. William and Harriet (across from the Public Library). Admission $2.50 for dinner and dance; for the dance only $1.00. Oscar Scholin’s Orchestra. , ☆ 1 nýkomnu Kirkjuriti segir: Séra Ólafur Skúlason tók aftur umsókn sína um Sauð- árkrók. Almælt, að hann verði ungmennaleiðtogi kirkjunnar. ☆ Vísar á efíirmann í blaðinu The Pierce Counly Tribune, sem gefið er út í Rug- by, N.D., birtist bréf 10. marz frá Ásmundi Benson dómara, sem nýlega hefir tilkynnt að hann muni ekki vera í kjöri í dómaraembættið í second judical division. Mælti hann þar fast með Roland A. Her- ringer, en hann hefir tilkynnt framboð sitt. Mr. Herringer er lögmaður í Fargo, og telur Mr. Benson hann gæddan þeim hæfileikum og mannkostum, er dómara mega prýða. ☆ Verne Benedictson, veður- fræðingur frá Comax, B.C., kom til borgarinnar um helg- ina; heimsótti tengdaforeldra sína, Dr. og Mrs. S. E. Björn- son, og fór síðan til Toronto til að sitja hið árlega þing veðurfræðinga. ☆ The Icelandic Ladies’ Aid of the Unitarian Church will sponsor a bridge party in the lower hall of the Unitarian Church on Banning St., Tues- day, April 5th at 8 p.m. There will be three prizes for high scores and three prizes for low scores. Refreshments will be served. On this occasion a draw will be madé for the plastic glass-top table, which was donated for the Cheer fund by Mr. and Mrs. E. Arna- son. ☆ Norðurlandafilmur verða sýndar í Vancouver á föstudaginn, 1. apríl í Hastings Auditorium, 828 Hastings St., frá kl. 8 til 9.30 e.h. Að mynda- sýningunni 1 o k i n n i verður dansað fram til kl. 1. Þessi skemmtun er undir umsjón Scandinavian Central Com- mittee. ☆ Sprautur gegn polio Dr. Johnson, heilbrigðisráð- herra Manitoba, hvetur alla þá, sem ekki hafa fengið sprautur gegn polio að gera það sem fyrst. Börn og fólk fram að 40 ára að aldri fá sprautur endurgjaldslaust, en hann hvetur jafnframt fólk á öllum aldri að notfæra sér þessa vörn gegn þessari hættu- legu veiki. Polio-tilfelli eru fleiri'en um sama leyti í fyrra. Úr Húnaþingi , Tjörn, Vatnsnesi, V.-Hún. Islandi, 16. marz 1960. Kæra Ingibjörg og lesendur blaðsins. Nú lítur út fyrir það, að vorið sé í loftinu hjá ykkur, en samt má maður ekki vera of vongóður um það. Hretin eiga eftir að koma samkvæmt venju. Hérna heima (3. þ. m.) kom lítil stúlka í heiminn. Læknirinn komst ekki fyrr en allt var afstaðið, en ljósmóð- irin, Ragna, systir Guðmanns Levy, hafði gert sitt með prýði. Konan hresstist vel og fór á fætur eftir sex daga. Hún Vigdís biður kærlega að heilsa. Ekki skeður margt á sveitabýli í afskekktri sveit á íslandi. Maður gerir það dag- lega að hirða kýr og kindur og annað, sem kann að koma fyrir. Hér er engin borg til að skreppa til; hér er ekkert sjón- varp eða myndasýningarhús eða leikhús. En það er útvarp- ið og bækur. Messað er yfir- leitt mjög lítið yfir veturinn og í skammdeginu, og lífið sjálft er rólegt með öllu. En þegar vorið kemur og sum- arið, er svo mikið að gera, að tíminn endist ekki til. Svona er lífið stundum; annað hvort of eða van. Krónan er fallin á ný, og ég býst við því, að flest verði dýrara en áður, en atvinna virðist vera næg, og er það gott. — Elztu börnin mín, Davíð og María, eiga að fermast í vor á hvítasunnu, og þá er búizt við, að Davíð fari snemma í sumar til Skot- lands í „camp“, sem British Public School stendur fyrir. Ég gleymdi alltaf að segja ykkur, að hér í húsinu eru eins og gefur að skilja margar biblíur, en eina „biblíu“ les Vigdís með mikilli gleði að minnsta kosti. Já fleiri góðar konur gera það, og sú bók er Eaton’s Catalogue. Já, blessi Eaton’s fyrir hana, einnig frú Lilju Eylands fyrir að hafa sent hana. Það er bók, sem við öll skoðum rækilega hérna. Við biðjum öll kær- lega að heilsa kunningjum og vinum. Ykkar einlægur, Roberl Jack Heilnæm fæða (Heimsókn á Betel síðari hluta hvers miðvikudags leið- ir í ljós ánægju þá, er Lög- berg-Heimskringla færir vist- mönnum þar. Út af því varð eftirfarandi vísa til.) Bergi-Kringlu, blaði Ingibjargar, ákaft kyngja allir nú, eigi þvingar fæðan sú. Kolbeinn Sæmundsson MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylanda, Dr. Theol Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f.h. Á íslenzku kl. 7 e.h. Allir ævinlega velkomnir Þakkarorð Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og jarðarför Sigríðar Guð- mundssonar á Betel. Guð blessi ykkur öll. Börn, lengdabörn og barnabörn Dánarfregn Jón Jónsson frá Hrísum í Víðidal, Húnavatnssýslu, lézt í Selkirk 22. marz, og var hann jarðaður í grafreit íslendinga þar í bænum fimmtudaginn 25. sama mánaðar. Hann var fæddur að ofan- nefndum bæ 10. júlí 1877, son- ur Jóns Daníelssonar bónda þar og Guðrúnar Jónsdóttur konu hans. Hann var kvænt- ur Sigríði Benónýsdóttur frá Kambhóli í Húnavatnssýslu, en þau fluttust vestur um haf árið 1901; át'tu þau heima á ýmsum stöðum í Norður- Dakota og Manitoba. Sigríður dó árið 1917. Jón lætur eftir sig tvö börn á lífi, Mrs. Esther Brown í San Diego og Josef í British Columbia, og fjögur barnabörn. Hann stundaði lengst bændavinnu og fisk- veiðar. Hann var góður smið- ur og hagyrðingur í betra lagi. Útfararathöfnin fór fram frá útfararstofu Gilbarts í Selkirk. Séra Valdimar J. Ey- lands flutti kveðjumál. ☆ Reynold H. L. B. Gíslason að Lockport andaðist á laug- ardaginn, 19. marz, 58 ára. Hann fluttist til Kanada barn að aldri. Hann vann aðallega við að þekja hús. Hann lifa bræður hans þrír, Sigfús, Axel og Leo og sjö systur, Mrs. D. C. Searle, Mrs. D. Thorlacius, Mrs. J. A. Oldfuld, Mrs. A. Newson, Mrs. J. J. Weather- all, Mrs. J. G. Deitzer og Mrs. N. O. Hampton. Útförin var gerð frá Bardals; Dr. Valdi- mar J. Eylands jarðsöng. Leifur Magnússon Svo sem getið var í síðasta blaði, lézt þessi merki íslend- ingur í bílslysi í Claremont 15. febrúar. Hann var fæddur á Islandi 1882, sonur Sigfúsar Magnússonar og konu hans Guðrúnar. Fjölskyldan flutt- ist til Bandaríkjanna 1886; fór fyrst til Nebraska, en settist síðan að í Duluth, þar sem foreldrar hans stofnuðu mjólkurbú. Vann Leifur við búskapinn jafnframt því sem hann gekk í skóla, lagði hann sérstaka stund á grísku og latínu. Hann lauk B.A. prófi við Minnesota - háskólann og prófi í lögum við George Washington háskólann. Hann lagði þó ekki stund á lög- mannsstörf, en gerðist social- economist. Hann var í þjón- ustu Bandaríkjastjórnar 1924- 38, rannsakaði verkamanna- lögin og var fulltrúi stjórnar- innar í International Labor Office í Geneva. Hann var tal- inn einn af fremstu sérfræð- ingum á sviði verkamála og var einn af stofnendum Inter- national Labor Congress, I.L.O. Árið 1939 var hann sæmdur fálkaorðu íslenzka ríkisins. Hann lifa kona hans, Sarah; tveir synir, Frederick S. í Washington og Jón S. í New York; ein dóttir, Mrs. Ruth Wathen-Dunn í Lexington, Mass.; tvær systur, Miss Vesta Magnússon og Mrs. Amy Ev- ans; sjö barnabörn. Leifur Magnússon fylgdi Unitarakirkjunni að málum og var jarðsunginn frá Todd Memorial Chapel í Claremont, Kaliforníu. Gifts to Betel January, 1960: Mrs. David Somers, Toron- to, Ont., $25.00. Mrs. H e 1 g a Stefánsson Gimli, $1.00. Mrs. Stefania Magnusson, Betel, $10.00. — In memory of Mr. Tom Johnstone. February: Mrs. Helga Stefanson, Betel, $5.00. Vinkona Betels (At Betel), $5.00. March: Mr. and Mrs. S. J. Austman, Betel, $2.00. Mrs. J. SÍefansson, Elfros, Sask., $3.00. Mrs. Helga Stefanson, Betel, $1.00. Professor Steingrimur Hall (Betel), 50 copies songbooks. Ladies Aid First Lutheran Church, Wpg, $173.00. " Mr. and Mrs. Daniel Peter- son, Betel, $5.00. — In loving memory of Sigridur Gud- mundson, Betel. B. Jonasson, Ashern, $10.00. Mrs. Gudrun Vidal, Arborg, $10.00. — In loving memory of G. O. Einarson, Flin Flon, Malvin Einarson and their parents Mr. and Mrs. Jon Ein- arson, Winnipegosis, Man. Mr. and Mrs. Thorgrimur Palsson, Arborg, $100.00. Mrs. Sigurveig Jonasson, Betel, $5.00. — In memory of Stefan Johnson, Glenboro. Mrs-. Sigurbjorg Stephan- son, Betel, $3.00. — In memory of Stefan Johnson, Glenboro. Mr. and Mrs. Ingi Sigurd- son, Lundar, $10.00. — In memory of Daniel J. Lindal. Mrs. Groa Sigurdson, Lund- ar, $2.00. — In memory of Daniel J. Lindal. S. M. Bachman, i Treas. ☆ Umboðsmenn Lögb.-Heims- kringlu á íslandi eru Sindri Sigurjónsson, Pósthúsinu í Reykjavík og Árni Bjarnar- son, Akureyri. ☆ Til áskrifenda Flestir hafa greitt ársgjald- ið fyrir Lögb.-Heimskringlu, en nokkrir hafa þó gleymt því eins og gengpr; um þess- ar mundir sendum við þeim bréf til að minna þá á að greiða fyrir blaðið og biðjum þá að bregðast vel við og senda ársgjaldið um hæl. Ávísanir skrifist til North American Publishing Co. Ltd. eða Lögbergs - Heimskringlu. (Ekki til Wallingford Press.) H E R E N O W I Toast Master MIGHTY FINE BREAD! At Your Grocers J. S. FORREST, J. WALTON, Monager Soles Mgr. Phone SUnset 3-7144 LJÓÐASAFN eftir Þorstein Þ. Þorsleinsson Nýkomið frá íslandi, tvö bindi, 581 bls. Verð $10.00. Til sölu hjá Mrs. Kristín Thorsteins- son, Box 991, Gimli, Manitoba, Canada. * ROSE THEATRE SARGENT ot ARLINGTON CHANGE OF PROGRAM EVERY FOUR DAYS Foto-Nite Every Tuesday and Wednesday SPECIAL CHILDREN'S MATINEE Every Saturday —AIR CONDITIONED— Let Allied Upholstery Cleaners Professionally clean your upholstery and Car Interior. Our method is odorless and will restore the original color and beauty to your upholstery. Work done on location. ALL WORK GUARANTEED For Free Estimale PHONE SP. 2-7741

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.