Lögberg-Heimskringla - 14.09.1961, Side 4

Lögberg-Heimskringla - 14.09.1961, Side 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 14. SEPTEMBER 1961 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Edilor: INGIBJÖRG JÓNSSON EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Próf. Haraldui Bessason, vice-chairman, Mrs. Ingibjörg Jónsson, sec’y, Dr Valdimar J. Eylands, Miss Caroline Gunnarsson, Prof. Thor- valdur Johnson, Mr. Jón K. Laxdal, Prof. Tryggvi J. Oleson, Rev. Philip M. Pétursson. Montreal: Próf. Áskell Löve. Minne- apolis: Mr. Valdimar Björnson. Grand Forks: Dr. Richard Beck. Reykjavík: Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri. Akureyri: Stein- dór Steindórsson yfirkennari. Subscriplion $S.OO per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorized as Second Class Mail, Post Office Deoartment, Qttawa. Heimsókn forseta íslenzka lýðveldisins Dagurinn í dag (fimmtudagur) verður eftirminnilegur í sögu okkar. Skömmu eftir hádegi koma herra Ásgeir Ás- geirsson, forseti íslenzka lýðveldisins, og frú Dóra Þórhalls- dóttir ásamt föruneyti þeirra til Winnipeg, þessarar sléttu- borgar, sem við nefnum höfuðborg fslendinga í Vesturheimi, því líf og saga frumherjanna íslenzku hefir tvinnazt saman við þróunarsögu borgarinnar frá upphafi landnáms þeirra í Vestur-Kanada. Forsetahjónin koma til þessa lands í boði Kanadastjórn- ar. Þau komu til Quebec á mánudaginn og var þeim fagnað þar af landstjóra Kanada, en á þriðjudaginn og miðvikudag- inn dvöldu þau í höfuðborg landsins, Ottawa, og hafa þau vafalaust hlotið á báðum stöðum hinar virðulegustu mót- tökur, svo sem þjóðhöfðingjum er veitt þegar þeir koma til erlendra landa í opinberar heimsóknir. Munum við birta fréttir af þeim síðar. í dag tekur stjórn Manitobafylkis á móti forsetahjónunum, og eftir þeim undirbúningi, sem við höfum orðið vör við, mun hún ekki verða eftirbátur í að taka vel á móti þessum góðu gestum. — Hinni opinberu heimsókn forsetahjónanna lýkur í kvöld. — Víst metum við Vestur-íslendingar að makleikum þá virðingu og vinsemd, sem stjórnir lands okkar hafa á þennan hátt sýnt í garð stofnþjóðar okkar — og okkar sjálfra að okkur finnst, — en ekki er okkur það minna fagnaðarefni, að forsetahjónin munu leggja leið sína um byggðir íslendinga eftir því sem tími þeirra leyfir. Á þessum sögulega degi verður okkur ósjálfrátt hugsað til landnemanna íslenzku og þeirra geysilegu breytinga, sem orðið hafa á þeim 86 árum síðan fyrsti hópurinn kom niður Rauðána til Winnipeg á leið til vesturstranda Winnipeg- vatns, með það í huga að skapa sér þar „nýtt ísland“. Þetta ferðalag var þeim ekki geðfellt, en þeir áttu ekki annars úr- kostar vegna þess ástands 1 efnahagsmálum og stjórnarfari, er þá ríkti á íslandi. En þrátt fyrir það, var ættjörðin þeim ávallt ósegjanlega kær, og þeir innrættu börnum sínum rækt til íslands og virðingu fyrir ættjörð sinni. „Nýja ísland“ varð vitaskuld aldrei að raunveruleika; íslenzku frumherj- arnir tóku strax virkan þátt í sköpun þjóðfélags fósturlands síns og niðjar þeirra dreifðust vítt um þessa álfu, en frænd- semis- og menningartengslin við Island rofnuðu aldrei góðu heilli. Vestur-íslendingar hafa jafnan fylgzt af áhuga með öllum hinum stórkostlegu framförum á íslandi síðan um aldamótin og glaðzt af heilum hug yfir hverjum þeim áfanga, er náðist í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Fagnaðaralda fór um allar bygðir Islendinga, þegar Island öðlaðist fullt frelsi 1944. — Oft höfum við notið heimsókna góðra gesta frá íslandi, en enginn hefir vakið eins mikla hrifningu okkar á meðal eins og heimsókn Ásgeirs Ásgeirssonar, því hann er tákn þess, að stofnþjóð okkar hefir verið leidd inn í fullveldi frjálsborinna þjóða, og hann er tákn þess bezta, er íslenzka þjóðfélagið hvílir á. — I þessari útgáfu Lögbergs-Heimskringlu höfum við leitazt við að kynna lesendum forsetahjón Islands, en fjöldi Vestur- Islendinga mun kynnast þeim persónulega. Héðan fara þau til Gimli, vöggu íslenzka landnámsins í Vestur-Kanada, líta vatnið góða, er reyndist mörgum íslenzka landnámsmann- inum bjargvættur, ferðast um hveitisléttuna óendanlegu til Wynyard, Saskatcheawn, nema staðar við minnisvarða ís- lenzka skáldkonungsins, bregða sér til hinnar hraðvaxandi Edmontonborgar í Alberta, ferðast á lest yfir hin stórfeng- Herra Ásgeir Ásgeirsson, forseti íslands Eftir VALDIMAR BJÖRNSSON Á meðan Gústaf VI. Adolf, núverandi konungur Svía, var um áratugi ríkiserfingi, var oftar en einu sinni sagt, að ef kosið yrði um næsta konung, þá yrði hann sjálfsagt fyrir valinu. Heyrði ég raddir ekki ósvipaðar á Islandi, síðari hluta fjögurra ára dvalar minnar þar, stríðsárin, þegar bollaleggingar byrjuðu um hver ætti að taka við af Sveini Björnssyni, fyrsta for- seta lýðveldisins, þegar að því kæmi. „Ásgeir Ásgeirsson er alveg sjálfsagður í embættið,“ var almannarómurinn. Og ekki hefir Ásgeir brugðizt þeim vonum, sem tengdar voru við hann í því sambandi. Ferill hans sem forseti, þrisv- ar kosinn þjóðhöfðingi sam- landa sinna, er hátindur lífs- starfs þar sem þága almenn- ings hefir verið aðalmark- miðið. Ásgeir er guðfræðingur að mennt, útskrifaður úr presta- skólanum við Háskóla íslands 1915, en tók þó aldrei vígslu. I staðinn varð hann biskups- ritari 1915 og 1916 og varð þá ári síðar tengdasonur Þór- halls biskups Bjarnasonar. Því næst varð hann banka- ritari í Landsbanka íslands, 1917-18 og svo kennari í Kennaraskólanum, 1918-26. Á kennaraárum sínum var hann kosinn sem þingmaður Vestur-ísafjarðarsýslu, 1923, og hélt hann þeirri stöðu í rúm 28 ár, marg-endurkosinn, þar til hann var kosinn for- seti íslands að Sveini Björns- syni látnum, 1952. Þó að Ásgeir hafi aldrei átt heima á Vestfjörðum, var hann alltaf persónulega vin- sæll þar, og gat hann rekið ættir sínar þangað, því að móðir hans, Jensína Björg Matthíasdóttir, fædd í Vest- mannaeyjum, var vestfirzk í móðurætt, jafnvel skyld Jóni forseta Sigurðssyni. Faðir Ás- geirs var Ásgeir Eyþórsson kaupmaður og síðar bókhald- ari í Reykjavík. Árið eftir giftingu Jensínu og Ásgeirs, 1892, fluttust þau hjónin að Kóranesi á Mýrum, og þar fæddist hinn tilvonandi for- legu Klettafjöll og svo til hinnar gróðursælu Kyrrahafs- strandar. Og alls staðar munu þau verða aufúsugestir. 1 föruneyti forsetahjónanna til Winnipeg er utanríkisráð- herra Islands, herra Guð- mundur I. Guðmundsson, og frú; fornvinir okkar Vestur- Islendinga, ambassador Thor Thors og frú Ágústa, og Dr. Finnbogi Guðmundsson og frú Kristjana. Við bjóðum þau öll og aðra gesti, sem eru í fylgd með þeim, innilega vel- komin. seti 13. maí 1894. Svo var far- ið yfir sundið í Straumfjörð, og þar átti fjölskyldan heima þangað til flutt var til Reykja- víkur rétt eftir aldamótin. Ásgeir varð fræðslumála- stjóri íslands 1926, og forseti Sameinaðs þings 1930-31. Það starf hefir hlotið að vera með þeim ánægjulegustu, sem Ás- geir hefir innt af hendi, úr því hann stjórnaði þúsund ára afmæli Alþingis sem þing- forseti. Fjármálaráðherra varð hann 1931, og hélt hann þeirri stöðu fram til 1934, ásamt for- sætisráðherraembættinu 1932- 34. Fræðslumálastjóri varð hann á ný 1934-38 og þá banka- stjóri Útvegsbankans 1938 og þangað til hann varð forseti, 1952. Gegndi Ásgeir þýðingar- miklum nefndarstörfum sem alþingismaður, einnig sat hann stofnfund alþjóðabank- ans í Bretton Woods í Banda- ríkjunum í stríðslok. Þetta er í fyrsta skipti, sem hann kem- ur til Vesturheims sem for- seti, þó hann hafi farið víða um Bandaríkin í fyrirlestra- för 1936, og ferðazt til út- landa í heimsóknum og opin- berum erindum oft síðan. Það hefir verið talið Ás- geiri til lasts af sumum, að hann hafi ekki verið rígbund- inn flokksmaður um stjórn- málaferil sinn allan — um skeið var hann framsóknar- maður, óháður í framboði, en þó hlynntur Bændaflokknum, sem dó með Tryggva Þórhalls- syni, mági hans, og síðan al- þýðuflokksmaður. Alltaf var hann kosinn í Vestur-ísa- fjarðarsýslu samt, og var það persónuleika hans að þakka, frekar en pólitískri afstöðu í flokkum. Þessi sjálfstæða framkoma Ásgeirs var einmitt styrkur hans, þegar komið var að því að kjósa forseta Is- lands, eftirmann brautryðj- andans, Sveins heitins Björns- sonar, sem var fyrsti forseti hins endurheimta lýðveldis. Ásgeir forseti er glæsimenni í sjón og raun. Hnyttinn er hann og spaugsamur, ímynd- unarríkur og einarður í ræðu- flutningi, hispurslaus í fram- komu, en ávallt smekkmaður, sem þekkir kröfur embættis síns og gerir þeim góð skil. Segja má um fjölmarga Is- lendinga, að þeir séu bók- hneigðir, og á það sannarlega við um Ásgeir. Hann hefir un- un af lestri, er manna fróð- astur um flestallt, sem ís- lenzkt er, og er merkilega vel heima í sögu Vestur-íslend- inga að fornu og nýju. Það var auðheyrt, þegar maður hitti forsetann á Bessastöðum síðast í júlí, hvað hann hlakk- aði mikið til þess að heim- sækja íslendingabyggðir í Kanada, og hvað hann vissi mikið um frumbyggjendur * 1 * þeim byggðum og afkomend' ur þeirra. Forseti Islands er sundmað- ur mikill — kenndi sund jafn' vel úti í sjó við Vestmanna eyjar á yngri árum. Hann geI' ur svefnsælum ReykvíkinguP1 gott eftirdæmi enn þann dag í dag, kominn inn í bæ Bessastöðum klukkan hál átta á hverjum morgni, og 1 Sundlaugarnar. — Ekki heúr t sveitalífið farið fram hjá hon- um heldur — í Straumfir®1 3 bernskuárum, og vinnumaður að sumri sem unglingur hja Stefáni í Möðrudal á Fjöllu10- Hann er íslenzkur í húð °& hár, eins og vænta mætti þjóðhöfðingja landsins. hann er víðsýnn um leið, °8 ekki er minni þörf á því, Þe£ ar tekin er til greina lega ^s lands á hnettinum, og bylgíu.r þær, sem ber þar að land1; Hann hefir verið leiðand1 maður um samstarf íslan við aðrar þjóðir, og hugsjónir > mannréttinda, frelsis og v ræðis eiga sterkan málsvar3’ þar sem hann er. Forsetahjónin í heimsókn iil Kanada Fréttin gladdi, svo fáheyrð, fléttuð ættjarðar þrá, um ferðir forsetahjóna Fróns, um háloftin blá. Hálfa leiðina heiman hugur fleygur þau ber, til vonalandsins í vestri, að vitja landnámsins hér. Þau vildu koma og kynnast’ kynslóð þeirri, sem er; vildu mailndómsins minnast meðal frændanna hér; græða lífstregann leynda, er lengi í huga þeim bjo! þar sem íslenzkur aðall eitt sinn lifði og dó. Hér var Frónsbúans frartú3^ frægt á landnámsins tíð, stórt í tryggðum og trega traust við reynslu og stri gengi fósturlands gæfu gaf hann líf sitt og blóð, vötn og Vesturheims mol vígði íslenzkri þjóð. Þó tíðir alda og æva að ósi renni sitt skeið, gjörfuleiki og gæfa gengu saman á leið. Saga íslands og yðar er vort helgasta ljóð; dagur frelsis og friðar fyrir land vort og þjóð- Enn er erfð vor hin sama’ íslands göfgustu hjón. Hún er ættland, er áttu Egill, Snorri og Jón. Heil og velkomin vestur á vora landnema slóð. Aldrei göfugri gestir gistu Kanadaþjóð. S. E. Björnss0

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.