Lögberg-Heimskringla - 14.09.1961, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 14.09.1961, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 14. SEPTEMBER 1961 Forsetaritarinn Haraldur Kröyer forseta- ritari er fæddur árið 1921 að Svínárnesi í Suður-Þingeyjar- sýslu. Að loknu stúdentsprófi við Menntaskólann á Akur- eyri, árið 1940, hóf hann nám við Kaliforníu háskólann og lauk þaðan B.A. prófi í ensku árið 1943. Meistaragráðu í stjórnvísindum hlaut hann frá sama skóla árið 1945. Frá því að námi lauk hefir Harald- ur Kröyer gegnt störfum á vegum utanríkisráðuneytisins íslenzka. Sendiráðsritari hefir hann verið í Osló, Stokkhólmi og París, verið sendiráðunaut- ur og formaður samninga- nefnda við Pólverja. Árið 1953 var Haraldur skipaður fastafulltrúi Islands hjá Evr- ópuráðinu. Árið 1956 var Haraldur Kröyer skipaður forsetarit- ari og gegnir hann jafnframt störfum í utanríkisráðuneyt- inu. Kvæntur er Haraldur frú Unni, dóttur B. Börde sendi- herra Noregs í Reykjavík. Yið bjóðum þau hjónin vel- komin hingað. Alþingishusið við Ausiurvöll Frú Rósa Ingólfsdóiiir Utanríkisráðherrann Guðmundur í. Guðmunds- son utanríkisráðherra Islands er löngu þekktur maður í heimalandi sínu, enda hefir hann mjög komið við sögu í íslenzkum stjórnmálum hin síðari ár. Utanríkisráðherrann er rúmlega fimmtugur að aldri, fæddur árið 1909 í Hafnar- firði. Hann lauk lögfræði- prófi frá Háskóla íslands ár- ið 1934 og gegndi um skeið störfum á málaflutningsskrif- stofu að embættisprófi loknu. Árið 1936 varð Guðmundur í. Guðmundsson meðeigandi Stefáns Jóhanns Stefánssonar hæstaréttarlögmanns að mála- flutningsskrifstofu, og þrem- ur árum síðar varð hann sjálfur hæstaréttarlögmaður. Árið 1945 var Guðmundur skipaður sýslumaður í Gull- bringu- og Kjósarsýslu og jafnframt bæjarfógeti í Hafn- arfirði. Utanríkisráðherra hefir átt sæti í miðstjórn Alþýðuflokks- ins nær óslitið síðan 1942, og á Alþingi íslendinga hefir hann setið óslitið síðan 1942. Guðmundur I. Guðmunds- son var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Hermanns Jónas- sonar 1956-1958. Þá var hann utanríkis- og fjármálaráð- herra í ríkisstjórn Emils Jóns- sonar 1958-1959 og síðan utan- ríkisráðherra í ráðuneyti Ól- afs Thors. Kvæntur er Guðmundur frú Rósu Ingólfsdóttur. Við bjóðum þau hjónin vel- komin á slóðir Vestur-íslend- inga. Guðmundur í. Guðmundsson, uianríkisráðherra Islands te?o»»»»»»»»»ccc0y»ö»»»»»»»»»oo»»»cey»»»»»»»»c8^ce2c8o»ce^»»»ceoo»»»»»»o»»»c03»»cðoo»»»»»»»»»o»c Mynd þessi var tekin á ríkis- ráðsfundi 20. nóv. 1959, er ráðuneyti Ólafs Thors tók við. Við borðið sitja, talið frá vinstri: Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra, Ingólfur Jónsson, landbúnaðar- og samgöngumálaráðh., Bjarni Benediktsson, dómsmála- og iðnaðarmálaráðherra, Ólafur Thors, forsætisráðherra, Ás- geir Ásgeirsson, forseti Is- lands, Guðmundur I. Guð- mundsson, utanríkisráðherra, Emil Jónsson, sjávarútvegs- og félagsmálaráðherra, og Gylfi Þ. Gíslason, mennta- mála- og viðskiptamálaráð- herra. — Fyrir aftan er Birgir Thorlacius, ríkisráðsritari. RÍKISSTJORN ISLANDS

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.