Lögberg-Heimskringla - 14.09.1961, Blaðsíða 10

Lögberg-Heimskringla - 14.09.1961, Blaðsíða 10
10 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 14. SEPTEMBER 1961 Ávarp forseta íslands á Rafnseyri 17. júní 1961 Frá bls. 9 þingmaður verður, að styrkja til þess, að gera köllunina til þings sem tignarlegasta, til að sýna mönnum, að fyrir þjóð- argagni verður allt annað gagn að víkja.“ „Hver maður með opin augu hlýtur að sjá, að Alþing er okkar einasta forsvar.“ Og sama hátt hefir Jón Sigurðsson á í rökræðum við erlenda andstæðinga. Þar brestur ekki einurð, þó talað sé af kurteisi, og það kemur hans. Þegar vér hlustum á hann, en orð hans og verk eiga ætíð samleið, þá er það lýð- um ljóst, hvers vegna afmæli hans er orðið þjóðleg stórhá- tíð. Ef vér varðveitum ekki sögu og minning vorra beztu manna, þá er þjóðréttindum og þjóðerni búin glötun. Á aldarafmæli Jóns Sigurðsson- ar var Háskóli íslands stofn- aður. Á afmælisdegi Jóns Sig- urðssonar var lýðveldi endur- reist á Islandi. Jón Sigurðsson, „hinn ævarandi forseii íslands" ekki á óvart, þegar hann skýt- ur þessum orðum inn í eitt bréfið: „Það er mannraun, bróðir, að tala svo milt, þegar sýður niðri í manni.“ Jón Sig- urðsson sækir sjálfstæðis-, menningar- og atvinnumál þjóðar sinnar fastar og leng- ur en nokkur annar íslend- ingur, en varar þó við þeirri staðreynd, „að hverjum kosti fylgi nokkur tilhneiging til einhvers ókostar." Frelsinu fylgir ábyrgð og skyldur, en ekki sjálfræði, og að því leyti eru vor sjálfstæðis- og menn- ingarmál aldrei að fullu leyst, hvorki fyrir líðandi stund né komandi kynslóðir. „Ef við eigum að fá frelsið,“ segir Jón Sigurðsson, „þá þarf hendur og vit, eins og karlinn sagði, að þyrfti til að taka á móti steinbítnum,“ — og bregður þar skýrt fyrir Vestfirðingn- um. Ég hef við þetta tækifæri látið Jón Sigurðsson sjálfan tala til vor að miklu leyti. Hann gengur ekki úr gildi. Það er vel farið, að nú í sam- bandi við 150 ára afmælið, verður gefið út stórt ritasafn Nú undir lokin vil ég aftur víkja máli mínu hingað til Rafnseyrar. Hér á hlaðinu stendur bautasteinn Jóns Sig- urðsonar. Steinninn stóð lengi uppi á holtinu fyrir ofan tún- ið og beið síns hlutskiptis. Það eigum vér mest síra Böðv- ari Bjarnasyni að þakka, sem gerði sér mjög annt um stað- inn og minningu Jóns Sig- urðssonar, að þetta viðfangs- efni er svo vel leyst til fram- búðar. Steinninn er ótilhöggv- inn, mótaður af náttúrunni og sómir sér mjög vel með and- litsdráttum þjóðhetjunnar, dregnum á skjöld og sverð á bakvið. Vér sjáum hér einnig nýbyggt hús, sem er prests- setur og á að verða barnaskóli fyrir sveitir Arnarfjarðar, þegar það er fullgert og at- hvarf, svo að ekki þurfi að úthýsa pílagrímum. Hér er enn ýmislegt ógert, til að staðurinn verði það höf- uðból, sem minningunum er samboðið, kapellu þarf að reisa, íbúð vantar fyrir ábú- anda — og hvammurinn hér er mjög vel fallinn til skóg- ræktar, utan túns, þegar bú- ið er að friða hann. Ég mun hér engar tölur telja né áætl- anir, en það er von vor, að gullpeningur Jóns Sigurðs- sonar og hátíðarmerkið, sem selt er um land allt, hrökkvi langt til að ljúka þeim um- bótum, sem fyrst voru ráð- gerðar hér í sambandi við lýð- veldisstofnunina. Fyrir það þakka ég þingi og stjórn. Það er þjóðin í heild, sem endurreisir staðinn, nú á hálfrar annarrar aldar afmæl- inu með mikilli virðing og stórri þökk. Það getur enginn gert sér grein fyrir því. hvernig nú væri ástatt um hag þjóðar vorrar, ef hún hefði ekki eignazt Jón Sig- urðsson, þegar mest lá við. Það verður ekki stungið svo skóflu í jarðveg og sögu ís- lenzkrar viðreisnar, að ekki komi niður á ævistörf Jóns Sigurðssonar. Hið hálfdanska amt hefir breytzt í íslenzkt ríki. Jón Sigurðsson er ímynd íslendingsins eins og hann getur verið mestur og beztur. Guð gefi, að oss og komandi kynslóðum auðnist að varð- veita það, sem áunnizt hefir, og halda áfram stefnu hins „gróandi þjóðlífs, sem þrosk- ast águðríkis braut“. Afmælisdagur Jóns Sigurðs- sonar er vor þjóðhátíðardag- ur, dagur einingar og bróð- ernis. Ég vil ljúka máli mínu með því að fraa með upphaf þess kvæðis, sem Hannes Haf- stein orti til flutnings hér á Rafnseyrarhátíð fyrir fimm- tíu árum: Þagnið dægurþras og rígur! Þokið, meðan til vor flýgur örninn mær, sem aldrei hnígur íslenzkt meðan lifir blóð. Minning kappans, mest sem vakti manndáð lýðs og sundrung hrakti, fornar slóðir frelsis rakti, fann og ruddi brautir þjóð. Fagna ísland, fremstum hlyni frama þíns á nýrri öld, magna Jóni Sigurðssyni sigurfull og þakkargjöld! Vér tökum öll undir einum rómi. Lifi minning Jóns Sig- urðssonar með þjóð vorri! Formaður móttökunefndar Síðan Þjóðræknisfélagið var stofnað hefir eitt af þeim hlutverkum er það hefir tek- ið sér fyrir hendur, verið að heiðra með samsætum það fólk af okkar þjóðflokki, sem á einn eða annan hátt hefir orðið löndum sínum til sóma, enn fremur hefir félagið ann- azt móttökur góðra gesta frá íslandi. Oftast, ef ekki ávallt hefir verið leitað til Grettis konsúls um að taka að sér for- mennsku í samsæta- og mót- tökunefndum félagsins, því hann er kunnur að smekk- vísi og einstakri háttprýði og lætur ekkert ógert til þess að Greitir L. Johannson konsúll Islendinga, skrifaði hann Gretti einnig. Var Grettir þá að sjálfsögðu kjörinn formað- ur móttökunefndarinnar. —- Grettir hefir verið konsúll ís- lands í Manitoba, Saskatche- wan og Alberta síðan 28. nóv. 1938 og hefir verið í nánu sambandi við Thor Thors sendiherra Kanada, en hann undirbjó heimsókn forsetans til þessa lands. Frú Lalah Johannson Við erum fullviss um, að Grettir konsúll hefir gert allt, sem í hans valdi stendur til þess að heimsókn forsetahjón- anna verði þeim sem ánægju- legust. Minnispeningur Gullpeningur til minningar um Jón Sigurðsson forseta fóanlegur hér vesfro Síðast liðið sumar lét ríkiS' stjórn íslands slá gullpenin£ til minningar um Jón Sif>' urðson í tilefni af 150 ara fæðingarafmæli hans. PeI1 ingurinn er seldur bæði innan lands og utan, og verður ágóða af sölunni varið Ú framkvæmda á fæðingarsta Jóns Sigurðssonar, Rafnsey^ við Arnarfjörð. Búizt er v1^ allmikilli eftirspurn eftir Pe^ ingnum frá myntsöfnurum lendis, og má gera ráð fyr ’ að hann hækki í verði, er ar líða. Verð fyrr greinds penin^ kanadískum peningum $25.00, og fer vel á að hann falan nú, er forseti lands, herra Ásgeir Ásgel frú Dóra Þórha heims*W! ásamt 100 son, og dóttir forsetafrú byggðir Kanada fylgdarliði. Ákveðið hefir verið, að ^ gullpeningar verði nú 1 u vestur til reynslu, og ve þeir til sölu á framangrein , verði hjá konsúl íslan s sléttuf ylkj unum kanadiS^’ herra Gretti L. Johanns ^ Consulate of I c e 1 a n d ' Middlegate, Winnipeg L toba. Væntanlega verða _ margir, sem vilja e1^ þennan fagra gullpeni11^ ^ styrkja þannig gott ma e og votta virðingu þeim 1113 ^ sem hæst ber í sögu ís a fyrr og síðar. allt fari hið bezta fram. Eink- anlega lætur hann sér annt um að taka vel á móti gestum frá íslandi og hefir heimili þeirra hjónanna jafnan staðið þeim opið. Þegar forseti íslands herra Ásgeir Ásgeirsson, óskaði þess að Þjóðræknisfélagið skipu- legði heimsóknir hans meðal The President's Address (Icelandic) . e CBW Manitoba, 11:00-12:00 Central Daylight Sav- (Dial 990); 10:00-11:00 Central Standard Time. CBK Saskatchewan, Regina (Dial 1010), and CBX, monton, Alberta; 11:00-12:00 Central Daylight Saving Time, 10:00-11:00 Central Standard Time or 9:00-10:00 Mountain Standard Time, depending upon which time zone.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.