Lögberg-Heimskringla - 14.09.1961, Page 16
16
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 14. SEPTEMBER 1961
Úr borg og byggð
Sú breyting er orðin á
starfsháttum Fyrstu lútersku
kirkju, að sunnudagaskólinn
mætir kl. 9.45 árdegis og sam-
tímis fer fram stutt guðsþjón-
usta í kapellu kirkjunnar, sem
er herbergi í kjallarasal undir
skrifstofunni. Aðalguðsþjón-
ustan fer svo fram kl. 11 f. h.,
en íslenzka guðsþjónustan er
haldin kl. 7 eins og venjulega.
☆
Kvenfélag Fyrstu lútersku
kirkju heimsækir Betel mið-
vikudaginn 20. sept. Bus verð-
ur til staðar við kirkjuna og
leggur af stað kl. 12. Farseðl-
ar $1.25. Utanfélagskonur vel-
komnar eftir því sem sæti
leyfa.
☆
Vesturför forseía íslands
Skeyti, sent L.-H. 11. sept.:
Forseti íslands og forseta-
frú ásamt með fylgdarliði,
lögðu af stað flugleiðis frá Is-
landi kl. 11 í morgun áleiðis
til Kanada. Farkostur er
Eiríkur rauði, millilandaflug-
vél frá Loftleiðum og flug-
stjóri Kristinn Olsen.
Lagt var af stað frá Kefla-
vík og flogið yfir Grænland
og Labrador til Quebec. Þar
hlutu forsetahjónin hinar
virðulegustu móttökur, sem
sagt verður nánar frá síðar.
☆
Þann 7. iúní s. 1. fór frú Sig-
rún Nordal frá Selkirk til ís-
lands í heimsókn til systkina
sinna og annarra frænda og
vina. Hún er nú nýkomin
heim eftir þriggja mánaða
dvöl á ættlandinu, sem hún
hafði ekki séð síðan hún flutti
frá Islandi fyrir hálfri öld.
Þótti henni heldur en ekki
mikið koma til þeirra fram-
fara og breytinga, sem orðið
höfðu á þessu tímabili: þúf-
urnar horfnar; enginn maður
með orf og ljá; engar konur
með handhrífur að raka og
snúa heyi — allt gert með
vélum. Torfbæirnir horfnir,
steinhús risin í staðinn, búin
með öllum nýtízku þægindum
og jafnast á við beztu heimili
hér vestra; mikil atvinna og
vellíðan almenn.
Frú Sigríður ferðaðist víða
og skoðaði margt og átti hún
hvarvetna hinum ástúðlegustu
viðtökum að fagna.
☆
Squadron Leader og Mrs.
E. J. Waylett frá Montreal
hafa dvalið hér í sumarfríi
hjá foreldrum og skyldfólki
ásamt dætrum sínum, Marza
Arlene og Kristínu Lynn. Mrs.
Waylett er elzta dóttir Mr. og
Mrs. Gottfred Hjaltalín, Ste.
64 Bell Rose Apts.
☆
Eric Stefanson, þingmaður
frá Selkirk, verður í fylgd
með forsetahjónum Islands
fyrir hönd sambandsstjórnar-
innar frá Ottawa á ferð þeirra
vestur til Kyrrahafsstrandar
og til baka.
W. Glen Eyford flytur til
Winnipeg innan skamms, því
hann hefir verið skipaður yf-
irumsjónarmaður C.N.R. road
transport deildarinnar.
☆
Séra Kristinn K.
Ólafsson, D.D.
Sunnudaginn 27. ágúst, kl.
8 að kvöldi, var kirkjuleg at-
höfn haldin að Garðar í minn-
ingu um séra Kristinn K. Ól-
afsson, sem lézt að heimili
sínu í Manchester, Iowa 27.
júní síðastl.
Þegar vitað var að hverju
dró, komu öll börnin hans að
sjá hann og kveðja. Þau voru
því ekki á Garðar, en kona
hans Ethel var þar og margt
af nánustu skyldmennum,
systra- og bræðrabörn, heiðr-
uðu minning hans með nær-
veru sinni. Séra Hjalti Guð-
mundsson flutti bæn og las
ritningarkafla, og söng „Faðir
vor“. Kirkjukór Garðar-safn-
aðar annaðist sálmasönginn,
Mrs. Wm. Olgeirsson spilaði
á orgelið. Dr. Valdimar J. Ey-
lands flutti andríka minning-
arræðu um þennan merka
mann, sem var til grafar bor-
inn langt frá æsku- og átt-
hagastöðvum.
Garðarbyggðin var honum
öll æviárin mjög kær. Þar var
hann fæddur, þar komst hann
til þroska-aldurs og þaðan var
lagt út á menntabrautina að
líkindum með léttan fjársjóð,
en hann fór úr foreldrahúsum
með annan sjóð — gulli betri,
sem voru fjölhæfar gáfur,
einbeittan vilja og þrek og
dugnað í ríkum mæli. Þurfti
hann oft síðar á ævibraut
sinni að halda á þessum gjöf-
um, því hann var á stundum
misskilinn af samtíðarmönn-
um sínum — en lundin heil-
steypt og ekki gjarnt til að
hopa ff hólmi, er það líka oft-
ast svo, að þeir menn, sem
mikið kveður að, hvort held-
ur á andlegu eða veraldlegu
sviði. Þeir hinir sömu verða
fyrir ýmsu andstreymi.
Á Garðar var hann fyrstu
12 árin af 56, sem hann gegndi
prestsþjónustu, lengur en
nokkur annar starfsbróðir
hans hér.
Sá, sem þessar línur ritar,
minnist hans sem góðs vinar
um mörg ár, minnist gestrisni
hans öll árin, sem hann dvaldi
á Mountain og ótal fleiri gleði-
og sorgarstunda. Minningin
um hann mun lengi lifa í huga
og hjörtum allra þeirra mörgu
þúsunda manna og kvenna,
bæði hér og í Kanada, sem
þekktu hann og nutu hans
miklu hæfileika.
A. M. A.
Dánarfregnir
Björn Björnsson, til heim-
ilis á Laufási að Lundar, Man.
andaðist á Almenna spítalan-
um í Winnipeg 5. sept. 1961.
Hann var fæddur að Sleðbrjót
í Hróarstungu 17. maí 1881.
Foreldrar hans voru Jón
MESSUBOÐ
Fyrsta lúlerska kirkja
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku: kl. 9.45 f. h.
11.00 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
Sunnudagaskóli kl. 9.45 f. h.
Næstkomandi sunnudags-
kvöld verður forseti Islands
og fylgdarlið hans við kvöld-
messuna.
Austmann Runólfsson frá
Hjaltastaðaþinghá og Jónína
Guðmundsdóttir, ættuð úr
Þistilfirði. Björn ólst upp í
Hróarstungu til 20 ára aldurs,
en fór þá vestur um haf með
foreldrum sínum, 1901; dvald-
ist siö ár að Garðar, flutti síð-
an til Lundar og rak þar bú-
skap. Árið 1910 kvæntist hann
eftirlifandi konu sinni Björgu
Högnadóttur. Hann var í
safnaðarráði Unitara kirkj-
unnar og átti um skeið sæti
í skólanefnd. Hann lifa fjórir
synir, Björn og Eric í Winni-
peg, Magnús og Valdi að
Lundar; þrjár dætur Mrs.
Guðný Eiríksson og Mrs.
Lára Árnason, báðar búsettar
að Lundar og Mrs. Sigrún
Cruise að Chatfield; 21 barna-
barn og eina systur, Mrs. Sig-
rún Sigurdson í White Rock,
B.C. Séra Philip M. Pétursson
jarðsöng.
☆
Björn S. Dahlman, 92 ára,
andaðist á St. Boniface Sana-
torium 7. sept. 1961. Hann var
fæddur á Islandi, átti heima
að Baldur og í Winnipeg og
flutti til Riverton 1920. Konu
sína, Sigríði, missti hann árið
1942. Hann lifa tveir synir,
Earle í Winnipeg og Cecil í
Riverton; ein dóttir, Mrs.
Kristín Wood í East Kildonan;
10 barnabörn og 14 barna-
barnabörn. Útförin fór fram
frá lútersku kirkjunni í Riv-
erton; séra R. Magnússon jarð-
söng.
ROSE THEATRE
SARGENT ot ARLINGTON
CHANGE OF PROGRAM
EVERY FOUR DAYS
Foto-Nite Every
Tuesdoy and Wednesdoy
SPECIAL
CHILDREN'S MATINEE
Every Saturday
—AIR CONDITIONED—
Viðtökur íorsetans
í Quebec
Viðtökur voru allar hinar
virðulegustu. Landstjóri Kan-
ada, George Philias Vanier og
frú hans, og forsætisráðherra
Quebec, Jean Lesage og frú,
tóku á móti forsetahjónunum
og föruneyti þeirra, en Thor
Thors ambassador kynnti;
leiknir voru þjóðsöngvar Is-
lendinga og Kanadamanna,
og forseti kannaði heiðurs-
vörð.
Vanier landstjóri og Lesage
forsætisráðherra fluttu ávörp,
en forseti svaraði með stuttri
ræðu, og mæltu þeir allir á
báðum málum, frönsku og
ensku.
Öll var þessi athöfn hátíð-
leg og eftirminnileg.
Um kvöldið hélt Vanier
landstjóri íslenzku forseta-
hjónunum, utanríkisráðherra
og ambassadorshjónunum
veizlu að aðsetri sínu, The
Citadel, en Mr. Davis. aðal-
umsjónarmaður fararinnar,
öðrum meðlimum fylgdarliðs-
ins veizlu á Chateau Fron-
tenac. Á eftir hittust svo allir
og fjölmargir aðrir gestir á
hinu fagra heimili landstjór-
ans, The Citadel.
The President's
Schedule
MANITOBA
Thursday, Sept. 14, 1961
1.15 p.m.—Cars Assemble at
Legisl. Bldgs.
1.45 p.m.—Motorcade arr. at
R.C.A.F. Station.
2 00 p.m.—Arrival of the Pre-
sident and party.
3.00 p.m.—The President of-
ficially received in Legisl.
Chambers.
3.30 p.m.—Public reception,
Room 200, Legisl. Bldgs.
7.30 p.m.—State d i n n e r at
Government House.
Friday, Sept. 15
10.45 a.m.—Visit to City Hall.
11.30 a.m.—Stop at Unitarian
Church.
12 noon—Luncheon at Pier-
re’s Cafe.
3.30 p.m.—Reception—Consu-
late of Iceland.
Saturday, Sept. 16
12 noon—Luncheon at Carle-
ton Club.
6.30 p.m.—Banquet at Fort
Garry Hotel.
Sunday, Sept. 17
11.45 a.m.—Visit at Betel
7.30 p.m,—Service— First
Lutheran Church.
8.45 p.m.—Special meeting ''
Icelandic National League-
Monday, Sept. 18
4.30-6.30 p.m,—Reception—
and Mrs. P. H. T. Thorlak'
son’s home.
8.10 p.m.—Special Convoc3
tion at the University-
Tuesday, Sepl. 18
10.00 a.m.—Departure froIfl
Stevenson Field.
SASKATCHEWAN
Tuesday, Sept. 19
10.40 a.m.—Arrival in Regtnn
11.00 a.m.—Motorcade e
parts.
1.30 p.m.—Arrival in
yard—Luncheon.
2.30 p.m.—Public recepti°n'
4.00 p.m.—Departure f r 0
Wynyard.
6.30 p.m.—Arrival—Hotel SaS
katchewan, Regina.
ALBERTA
Wednesday, Sept. 20
8.30 a.m.—Departure f r 0
Regina.
10.50 a.m.—Arrival Calgar^'
11.30 a.m.—Arrival in
fold—Visit Markerville-
2.00 p.m.—Departure f r 0
Penfold.
3.00 p.m.—Arrival Edm°nt0.
7.00 p.m.—Dinner at Mo^0
ald Hotel.
Thursday, Sept. 21 ^
8.20 a.m.—Departure fr°
Edmonton (by train).
BRITISH COLUMBIA
Friday, Sept. 22
8.10 a.m.—Arrival in VanC°
ver' ri3-
11.00 a.m.—Leave for Vict0
11.20 a.m.—Arrival Viet°
(Day set aside for rest)- ^
7.00 p.m.—Informal dinner
Empress Hotel.
Saturday. Sept. 23
12.00 noon—L unche°n
Lieut. Governor.
3.45 p.m.—Departure.
4.05 p.m.—Arrival at Vane
ver Airport. jjotel
7.00 p.m.—Banquet
Vancouver.
at
Sunday, Sept. 24 jjC
11.00 a.m.—Service—Iceta
Chur
Lutheran Church.
12.15 p.m.—Reception
Auditorium.
4.00 p.m.—“Turning of s°c
ch
Home.
1.45 p.m.—Laying of wreath—
Pioneer Cairn.
2.00 p.m,—Public gathering in
Gimli Park.
Monday, Sept. 25
12.00 noon—Departure
ronto.
f°r
T°'
UMBOÐSMENN LÖGBERGS-HEIMSKRlNGLtf
á
ÍSLANDI
SINDRI SIGURJÓNSSON pósiafgreiðslum.
P.O. Box 757, Reykjavík
ARNI BJARNARSON bókaútgefandi.
Akureyri, Iceland
Verð Lögbergs-Heimskringlu er kr. 240 á ari.