Lögberg-Heimskringla - 14.09.1961, Blaðsíða 12

Lögberg-Heimskringla - 14.09.1961, Blaðsíða 12
12 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 14. SEPTEMBER 1961 Bókaþáttur Hómersþýðingar Sveinbjarnar Egilssonar Finnbogi Guðmundsson, dr. phil. — 370 bls. Úigáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1960. Rúmlega hundrað ár eru nú liðin frá því að Sveinbjörn Egilsson safnaðist til feðra sinna (17. ágúst 1852). En hann er einn þeirra manna, sem ódauðlegir munu reynast með íslendingum vegna bók- menntaafreka sinna, bæði í bundnu og óbundnu máli. Hann var guðfræðingur að menntun, en tók aldrei vígslu. í stað þess gerðist hann kenn- Dr. Finnbogi Guðmundsson ari, og má til sanns vegar færa ef sagt er að hann sé enn þá að kenna íslendingum móður- mál þeirra. Hann var kennari, fyrst við Bessastaðaskóla, og síðan við Lærða skólann 1 Reykavík, eins og Mennta- skólinn var þá nefndur. Var hann rektor skólans frá 1846- 1851. Var hann talinn einna bezt að sér allra samtíðar- manna sinna á íslandi, einkum í móðurmálinu og fornmálun- um latínu og grísku. Munu fornmálin, einkum grískan, hafa verið aðal kennslugrein hans í skóla. Hann var einnig gott skáld bæði á íslenzku og latínu. Til stórvirkja hans á sviði fræðimennskunnar má telja hina miklu orðabók hans yfir skáldamálið, Lexicon Poeticum, og þýðingar hans á snilldarverkum Hómers hins gríska á íslenzku. S. 1. ár kom út bók sú, er að ofan er nefnd, eftir Finn- boga Guðmundsson, fyrsta ís- lenzkukennarann við Mani- tobaháskólann. Er Finnbogi lesendum þessa blaðs og öðr- um Vestur-lslendingum að góðu kunnur frá dvalarárun- um hér vestra. Bók þessa helg- ar hann, í inngangsorðum, minningu foreldra sinna, „fróðleiksanda föðu míns, og bjartsýni móður minnar". En alkunnugt er hversu heppinn Finnbogi hefir verið með for- eldraval og eiginkonu. Konu sinnar minnist hann með þessum orðum: „Idomeneifur, konungur í Krít, segir ein- hverju sinni í Illíonskviðu, (XI, 514) að einn læknir sé jafngildi margra manna. Get ég, í öðrum skilningi, haft þessi orð óbreytt um konu mína, Kristjönu Helgadóttur. Hún hefir létt af mér ýmsum veraldaráhyggjum, svo að ég fengi oftar setið sorgalaus við samningu þessarar rit- gerðar.“ Bókin ber líka vott um góð- ar aðstæður höfundar: arf- gengna hneigð til fræðiiðk- ana, mikinn lærdóm, vísinda- lega nákvæmni í efnismeð- ferð, langar göngur og eftir- leit, unz allir fróðleiksmolar, sem efnið snerta, eru fram dregnir úr skruddum og skúmaskotum, þar sem mörg- um óþolinmóðari mönnum hefði láðst að leita þeirra. Einkum kemur þessi vísinda- lega tækni höfundar fram þar sem hann rekur þróunarferil þýðinganna um þrjátíu ára skeið, ber þær saman í ýms- um myndum þeirra, unz höf- undurinn var ánægður með útkomuna, og einnig í saman- burði hans á þýðingum Svein- bjarnar við þýðingar erlendra manna á sama efni. Augljóst er, að Finnbogi er einkar vel fær í klassiskri grísku, því að hann gerir víða samanburð á frumtextanum við þýðingu Sveinbjarnár, og sýnir fram á hversu slunginn íslendingur- inn var í því að láta móður- mál sitt túlka hinn óvenju- lega stíl, orðgnótt og hið erf- iða form Grikkjans. Ljóst er af lestri bókarinnar, að Svein- björn hefir verið óvenjulega orðfimur, og að hann hefir auðgað íslenzka tungu með fjölda nýyrða, sem nú eru gamlir kunningjar, en menn vita þó ekki að jafnaði hvern- ig til eru orðin. Má þar nefna af handahófi orð eins og kven- fagur, vindfrár, brosmildur, kollhærður, o. s. frv. Bók Finnboga var, eins og flestum lesendum þessa blaðs mun kunnugt, tekin gild til varnar til doktorsprófs í heim- speki við Háskóla íslands, og að lokinni þeirri athöfn, sem fór fram að viðstöddu fjöl- menni í hátíðasal Háskólans, var höfundi veitt doktorsgráð- an. Vestur-íslendingar sam- fagna dr. Finnboga í tilefni af fræðimannlegu afreki, sem hann hefir unnið með þessu Ingólfsför íslendinga til Noregs Árni G. Eylands sýndi blað- inu þá vinsemd að senda all- langa grein um ofangreint efni, en því miður urðum við að sleppa lýsingunum af sögu- stöðunum í Noregi vegna rúmleysis í blaðinu. — I. J. Árið 1957 gekkst hinn kunni norski þingmaður og fylkis- maður í Möre- og Rómsdals- fylki, Oksvik, ásamt sendi- herra Norðmanna á íslandi, sem þá var Thorgeir Ander- sen-Rysst, fyrir því að flokki íslenzkra framámanna var boðið til Noregs. Stóðu að boðinu fylkin Möre- og Róms- dalsfylki og Sogn- og Fjord- ane-fylke, svo og bæirnir Björgvin og Álasund. Rúm- lega 30 Islendingar tóku þátt í förinni, sem nefnd var „I Eg- iJ Skallagrimsson’s fotefar“. Ingólfur Arnarson Svo sem kunnugt er varð það að ráði með atbeina Al- þingis að gera afsteypu af Ingólfs-líkneski Einars mynd- höggvara Jónssonar, er stend- ur á Arnarhóli í Reykjavík, og afhenda Norðmönnum það að gjöf, reist í Rivedal eða þar sem næst. Þessi framkvæmd hefir tek- ið tíma, svo sem eðlilegt er. En nú er sá dagur upprunninn að líkneskið verður afhent við hátíðlega athöfn sunnu- daginn 17. september. Það verður áreiðanlega margt um manninn í Hrífu- verki, og þeirri maklegu við- urkenning, er æðsta mennta- stofnun íslenzku þjóðarinnar hefir veitt honum. Vinir hans vestanhafs leyfa sér að heim- færa upp á hann sjálfan vísu- orðin, sem Egill faðir Svein- bjarnar á að hafa mælt við son sinn, er hann fylgdi hon- um úr garði, og óska honum hins sama: „Vertu dyggð trúr dögum öllum, þá muntu ævi una og líf þitt líða sem lækur renni dals í grænu grasi.“ V. J. E. dal þann dag, þótt sá staður sé svo sem ekkert kunnur í Noregi, og fyrirfinnist ekki á neinum venjulegum landa- bréfum, sem gerð eru til nota fyrir túrista og aðra ferða- menn. íslendingar koma sem kunnugt er allfjölmennir til móts þessa. Skipaútgerð rík- isins sendir Heklu fullskipaða í Ingólfs-ferð í tilefni af af- hendingu líkneskisins. Svo marga fýsir að fara för þessa, að skráð var að fullu í förina, svo sem Hekla má mest rýma, þegar á fyrsta degi eftir að ferðin var auglýst. Alls voru 150 manns í förinni, bæði fullorðnir og börn. Til Reykjavíkur er áaetlað að Hekla komi aftur að kvöldi '24. sept. að endaðri merkilegri för. Er vart að efa> að minningar frá ferðinni munu lengi fylgja þeim, sem hennar njóta. Héðan í frá mun Ingólfur Arnarson standa traustum fótum beggja megin IslandS* ála, á Arnarhóli í Reykjavík og við Hrífudal í Dalsfirði 1 Noregi, þar mun hann minna á frændsemi Norðmanna °S íslendinga og sanna að stutt er nú orðið á milli vina °8 frænda. Gullbrúðkaup Hjónin George og Olive Brown, sem búsett eru að nr. 15 Hahn St., San Francisco, áttu gullbrúðkaup þ. 25. ágúst síðastl. íslendingafélagið í Norður-Kaliforníu hélt þeim samsæti í tilefni dagsins og var það haldið í “The House of Lawton” í San Francisco. Fjöldi vina og vandamanna sat þetta hóf og var mikið um ræður og söng. íslenzki ræð- ismaðurinn í San Francisco, séra S. O. Thorlakson, stýrði hófinu í fjarveru formanns fé- lagsins, Sveins ólafssonar. George og Olive Brown „voru gefin saman“ á ný af séra Thorláksyni, og lofuðu — “to have and to hold, to love and to cherish” hvort annað í önnur 50 ár, eða eins lengi og skaparinn veitti þeim líf til. Dr. K. S. Eymundson talaði fyrir minni gullbrúðhjónanna og þakkaði þeim fyrir sam- veruna í San Francisco, fyrir ósérhlífna starfsemi í þágu ís- lenzka félagslífsins og fyrir gestrisni og góðan hug í hví- vetna og óskaði þeim að lok- um allrar blessunar um ókom- in ár. Fyrir hönd Islendinga- félagsins afhenti hann síðan gulbrúðhjónunum f a g r a klukku að gjöf, en á hana voru letraðar þakkir og ham- ingjuóskir félagsins. Dr. Ey- mundson afhenti þeim einnig málverk frá Björgvini John- son sem gefandi hafði málað sjálfur. Olaf Johnson, vinur þeirra hjóna um langt skeið, flutti eftirfarandi frumsamda vísu: Megi ykkur lukkan leiða, ljós á ykkar götu breiða — og það ég kýs í kvöld: Þið endurlifið æsku vorið, að ykkur verði létt um sporið og hjartað, í heila öld. Margir aðrir tóku til máls og heillaóskaskeyti voru lesin upp, en þau komu víða að, bæði frá Kanada og íslandi. Að lokum þökkuðu hjónin bæði fyrir þann heiður, sem þeim var hér sýndur og fyrir gjafir og góðar óskir þeim til handa. Var síðan staðið upp frá borðum og stiginn dans til fram eftir kvöldi. Fyrir til' mæli séra Thorlaksonar opu' uðu gullbrúðhjónin dansinu> enda eru þau hjóin ekki að- eins ung í anda heldur og a velli, og kom það hér vel 1 ljós. George Brown er fæddur a Isafirði árið 1890, sonur hjóu' anna Guðmundar Guðbrands' sonar sjómanns og Sigríðar Sigmundsdóttur. Þau hjónin fluttust til Kanada árið 1892. og starfaði Guðmundur fyrS við sögunarmyllu í Brand°n Manitoba, en fluttist síðar Winnipeg og stundaði sj°' mennsku á Winnipegvati11, Þeim hjónum varð átta bafna auðið og eru fjögur þeirra enn á lífi. George BroWn fluttist til Seattle, árið l^ og árið 1936 til San Francisco og hefir búið þar ætíð síðan- Hann stundar enn húsarnáln ingu og aðra híbýlaprýði hefir gert það síðan 1906, er hann tók upp þá iðn. Olive Bpown er fædd í nipeg, dóttir hjónanna Svein bjarnar Loftssonar og Stein unnar Ásmundsdóttur, se1íl komu til Selkirk, Manitoha> árið 1886 frá Borgarfirði- eignuðust 11 börn og erU enn á lífi og búa þau vl s vegar um Kanada og Band ríkin. George og Olive voru ge^in saman í hjónaband þ. 25. ágnS 1911 í Concordia lúters u kirkjunni í ChurchbridSe’ Sask. af séra Hirti Leo heh1^ um. Þau hjónin eignu®uS, fjögur börn, en misstu Þrl ung. Dóttir þeirra Eve y (Mrs. E. F.) Martin býr í Se' attle, og kom hún til Sa Francisco í tilefni gullbrU kaupsins og sat hófið með eldrum sínum. Dóttir Þe*rr Evelyn og Ed Martin, Noree (Mrs. Robert) Saunders, einnig býr í Seattle, gat komið vegna þess, að hún 01 bráðlega heiðra gullbrúðhj0^ in með fyrsta barna-barn barninu! fa George og Olive Brown um langa tíð verið star s° innan hins íslenzka félags 1 George var formaður ísle^ ingafélagsins hér frá 1959- seh1 ekk1 Gunnhildur Su. Lore nseh

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.