Lögberg-Heimskringla - 14.09.1961, Síða 13

Lögberg-Heimskringla - 14.09.1961, Síða 13
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 14. SEPTEMBER 1961 13 AHUGAH4L UVENN4 CAROLINE GUNNARSSON: Svo Það var é rökkrinu heima .,Frá björtum brúnatindi á breiðan herðastall á gildum garpi hárið í gullnum öldum svall." kvað hún mamma í sagan af Friðþjófi og Ingi- rökt • —~ mamma í, sagan af Friðþjófi rinu í°rðum, á miðsvetr- arkvóldi Vest 11 r á sléttunum og þrá j „ vestur jejgaskatchewan, og bra um ttiv °kkur börnin prjg af fornaldarhetjunni aral í öllum sínum ridd- ega Ijóma. Og ekki okkmdÍSt .henni að fræða je Ur a Því að þetta skemmti- ii(?ð ættum við að þakka u skaldinu Matthíasi Joch- Umssyni Ve h harði bylurinn bæjar- Un,fltla> svo þeir nötruðu brakr’.en .stóöust þó. Það °K h' • ^ V^um hússins eins and'dÍ^ Væri a jaxl nióti níst- kafð' hinm frostsins. Pabbi da„ 1 fundið til þeirra þennan ijka tf marSa daga þessum dotai 6SS vegna var hlýtt og að h 1 k°tinu þessa stund, ir ann hafði farið í skóg eft- höegegningar snemma dags, hlaðg!lð, tré- aflimað þau og °pi PUngum bjálkunum á Hpp U ,sieða, síðan setið hátt bjáii a kerum, frostköldum mílu Unum> ekið fimm til sjö fara , me® risavaxna og sein- koin *esfa fyrir sleðanum og Ur síA,heim kaldur og þreytt- stóg °Pnaði hann ofninn, er af k-ri°fUr °g nærri gagnsær aði a miðju gólfi, og kast- eidinn ariíUhhunum 0SParf a ójj ‘ ^er var munaður, er °g e,,G^Pis upp úr sléttunni eins j 1 kostaði peninga — að- VaXi aniandi strit eins grann- i$t f.i!. maruis, er betur virt- Urp lnn til að grúska í bók- ken’nra5ða stjórnmál, læra og höpd3 611 að herjast berum úru Uln vi® harðúðuga nátt- ^ 1 herserksham. Uýja^arnir léku létt um sitt míóa °g sloSu glampa á UiÖfp gullhringinn hennar skelitmU Um ieið og Pabbi sagði 1 aftur ofnhurðinni og að jj ’ að bráðum ætti að fara á hrirf1 ia' ®g kafði fest auga var gnum forna eins og mér Orörp amt> því oft heyrði ég hefði U minnast þess að þetta ’bóðuj.Verið giftingarhringur Karóij °mmu hennar, Maríu Höfðgif^’ yfirsetukonu á heirra USUm 1 Fáskrúðsfirði, hvern 6r her nafn af- Ein- haUtl t Veginn fannst mér 8rafareSt kynslóðina> er til Við b • gekk austur á íslandi upp í’ ^,111 nu var að vaxa fiarrrr i ? eflunum í Kanada. yfir f 6 eins og vafurlogi hrih tornum ringur, , '**Kur u fjársjóð þessi hendurnar Þugar iitiu’ iúnu Uðu ótt - hennar mömmu ið- með prjónana meðan björgu Noregsdrottningu söng sig sjálf upp úr djúpi hinnar norrænu sálar hennar. Það færðist fjör í prjónana hennar mömmu, þá er sögu- hetjan gjörðist herská í orði eða verki. Þá small létt og ört í hinu stælta stáli þeirra, en lykkjurnar luktust hver um aðra og urðu brátt að traustri brynju gegn óvægum vetri sléttunnar. Það mátti ekki sitja auð- um höndum, því tíu iðnir fing- ur einnar konu urðu að fram- leiða öll plögg á stóran barna- hóp, tæta og kemba ullina og spinna bandið. Enda sá ég mömmu sjaldan leggja af stað til að leita að kúnum eða í heimsókn til nágrannanna, svo hún gripi ekki upp prjón- ana og léti þá svo ganga jafnt fótunum alla leiðina. Smátt og smátt þykknaði rökkrið og varð að djúpu myrkri. Þá var kveikt á lampa og hellt upp á könnuna. Nú tók við ertnin og glettnin og hver þóttist beztur, sem heppnastur var í orði. Margt bar á góma og aldrei held ég að við krakkarnir höfum beð- ið heilsutjón af blessuðu kaff- inu, sem okkur var skenkt með ljúfu og léttu geði með- an hríðin lamdi allt utan dyra köldum hrömmum, en orkaði ekkert á ylinn fyrir innan. Nú var pabbi vís til að lesa upphátt. Hann las eins og leik- ari og gat látið hvert orð segja allt, sem því bar. Hann sagði oft, að vel bæri að gæta hrynj- anda íslenzkrar tungu. Víst var um það, að efnið lifði á vörum hans og ekki var dott- að undir lestrinum. Hann gat átt það til að lesa íslenzkar þjóðsagnir, og þá stundum draugasögur. Þær héldu manni alveg í fjötrum og ómögulegt var að slíta sig lausan frá þeirra töfra-afli, þótt hrifning þeirra væri óttablandið yndi. Pabbi sagði einu sinni, að slíkar sögur væru einmitt hollar fyrir börn, því þær vektu ímynd- unaraflið og héldu því vak- andi. Yngsta systir mín kveðst oft hafa kvalizt af myrkfælni eftir að hafa hlustað á sögur, sem hún myndi hafa gleymt jafnóðum, ef annar hefði lesið en pabbi. Þó þykir henni sú skemmtun ekki hafa verið of dýru verði keypt, og ætíð kveðst hún minnast þessara löngu liðnu vetrarkvelda með töfrakenndu samblandi af söknuði og gleði. Úr endurminningum Árna S. Mýrdal Framhald Fjölskyldan flytur vestur að hafi Næsta sumar fór ég aftur til foreldra minna og var hjá þeim þar til haustið 1886, að ég fór til Mouse River í Bot- tineau County, um hundrað og áttatíu mílur, eins og fugl- inn flýgur, beint í vestur frá Pembína, en um þrjú hundr- uð og fimmtíu mílur, þegar ferðast var á járnbraut, sem var aðalflutningstæki í þá tíð. Hér hjálpaði ég til að annast um stóran nautgripahóp um haustið og mestallan vetur- inn. 1 marzmánuði fæ ég bréf frá pabba þess efnis, að ég yrði að vera kominn heim ekki seinna en í apríl, því hann væri búinn að afráða að flytja vestur á Kyrrahafs- strönd. Var mér þetta mikill fagnaðarboðskapur. Tíunda apríl, fáum dögum eftir að ég var kominn heim aftur, var Margrét systir mín fædd. Fjórtán dögum síðar Anna Mýrdal leggjum við öll af stað áleiðis vestur. Vorum við börnin nú fimm að tölu. Anna og Sigurjón voru nú komin á skólagöngualdur. Var það því laust eftir að við kom- um til Victoria, að þau voru komin í skóla. Var Anna mjög námfús og næm. Sigurjón var og næmur, en hætti oft til að slá slöku við. Önnu létu vel allar námsgreinar, en þó eink- um saga og stærðfræði. Og bókstafareikningur, frá byrj- un til enda, var henni einkar auðlærð námsgrein. Hún fékk hvert heiðursskjalið eftir annað, þegar hún var í skóla, fyrir fyrirmyndar hegðun. Þegar við fluttum á Tang- ann, var Anna á átjánda ári. Þó hún færi með okkur, var hún hér aðeins litla stund, því hún átti vísa vinnu í Victoria; en þá var mikill vinnuskortur í landinu — í öllum löndum. Kreppa þessi byrjaði árinu áður, rétt eftir heimssýning- una miklu (World’s Columbi- an Exposition), er haldin var í Chicago 1893. Vegna þessar- ar kreppu fluttum við á Tang- ann. Dreymir um andlát Önnu sysiur sinnar Veturinn 1897 fær faðir minn tilkynningu um, að Anna liggi hættulega veik á sjúkrahúsinu. Leggur hann því tafarlaust af stað. Þar sem póstgöngur voru þá mjög strjálar hér og oft óvissar, bjóst pabbi við að hann myndi ekki skrifa okkur fyrst um sinn. Voru nú um tvær vikur liðnar og engin fregn um líð- an Önnu komin. Við vorum öll kvíðafull og biðum með óþreyju. Svo dreymir mig eina nótt, að ég standi úti í náttmyrkrinu og horfi suður. Sé ég þá, að himinninn yfir Victoria-borg er logarauður og var að sjá alveg eins og í fyrri draumnum, að undan- teknu því, að nú var hann miklu bjartari, þó vegalengd- in væri meiri. Þóttist ég þá viss um, að Anna lægi fyrir dauðanum. Að vörmu spori stend ég fyrir framan sjúkra- húsið. Dyrnar voru á miðri framhliðinni. Þó ég hefði oft og tíðum gengið fram hjá spítalanum, hafði ég aldrei komið þar inn, var því alveg ókunnugt um allt fyrirkomu- lag innan dyra. Næg birta var umhverfis sjúkrahúsið. Virt- ist enginn vera á stjái. Ég opna dyrnar með varúð. Beint fram undan var breiður stigi. | Þegar upp var komið, lágu göng til beggja handa. Þótt birtan væri fremur dauf í göngunum, sáust dyrnar vel á báðar hendur. Geng ég svo gætilega eftir göngunum, sem lágu til vinstri handar, þar til ég kem að síðasta herberginu á hægri hönd. Hurðin stóð í hálfa gátt. Sá ég þá, að faðir minn krýpur á hnjám við höfðalag rúmsins og var rétt þá að ljúka við að breiða rekkjuvoðina yfir höfuð þess, sem í rúminu lá. Þóttist ég þá vita, að systir mín væri dáin. Og í þeim svifum vakna ég. Sigríði, konu minni, þótti mjög vænt um Önnu, enda voru þær mjög samrýmdar; bar hún því lengi harm í brjósti eftir fráfall hennar. Þegar ég sagði Sigríði draum- inn um morguninn, gerði ég það með gætni, svo að álit mitt kæmi henni ekki eins að óvörum. Hún réð draum- inn alveg eins og ég hafði ráð- ið hann. Hafði ég sagt henni drauma áður, er komið höfðu fram. — Ég var mjög ber- dreyminn framan af ævinni. Liðu nú fjórir dagar þang- að til faðir minn kemur aftur. Hafði ég engum sagt draum- inn, utan konu minni. Þó mömmu fyndist á sér, að Anna mundi ekki fá heilsuna aftur, vissi hún ekki að hún væri látin, þar til pabbi kom aftur. Segi ég nú pabba drauminn, alveg eins og mig hafði dreymt hann. Hann sagði, að lýsing mín á högun spítalans væri nákvæmlega rétt og að allt hefði skeð eins og mér hefði virzt í draumnum. Og sagðist hann minnast þess nú, eftir að heyra drauminn, að hafa, í eins konar fáti, breitt línlakið yfir andlit hennar, þegar hún var látin. Pabbi sagði mér nákvæm- lega frá öllu, er gerðist síð- ustu augnablikin, sem Anna lifði. Hún hafði ráð og rænu alveg fram í andlátið. Þegar hann sá hvað erfitt henni veittist að anda, sagðist hann kiökrandi hafa sagt: „Ég held við ætlum nú að missa þig, Anna mín.“ Reis hún þá upp til hálfs og mælti: „Ég ætla ekki að deyja, pabbi.“ Voru þetta hennar síðustu orð og síðasta andartak. Hún hneig niður á koddann örend. Það var þá, sem faðir minn breiddi línlakið yfir andlit hennar. Síðan þetta skeði, hefir mig aldrei dreymt Önnu sálugu. Vonaðist ég þó sterklega eftir, að hún myndi birtast mér í draumi, þegar stundir liðu fram. En trúa mun ég því til dauðadags, að von mín hefði rætzt, hefði slíkur viðburður á nokkurn hátt verið mögu- legur. ☆ Efiirfylgjandi viðbói er rii- uð í ágústmánuði 1961: Eftir lát Önnu heitinnar liðu mörg ár og margt dreif á dagana, bæði súrt og sætt, þar til að sá atburður skeði, er veitti mér meiri unun en nokkuð annað í lífsreynslu minni: Magnús Sigurðsson, bróðir Sigríðar konu minnar, kemur að heiman, með aðstoð okkar Sigríðar, með tvö móð- urlaus börn, Kristínu og Gúst- af Adolf. Kristín var greind- arbarn og hraust, en Gústaf litli var veill og kvillasamur, en vel gefinn eins og systir hans. Við hjónin gengum þeim í foreldra stað og lögð- um við þau hugljúft ástfóst- ur. Það leið ekki á löngu, eftir að ég kom heim úr sumar- vinnunni um haustið, að vel félli á með okkur Gústaf litla. Honum virtist vera eins mikil nautn í að vera nálægt mér og mér var unun að ,nærveru hans og gaumgæfni. Um mig leið þá oftsinnis eins konar ununarsamlegur ylur, þegar ég hugsaði um framtíðina með hann við hlið mér. En for- lögin, sem sögð eru að ofan komin, bundu skjótlega enda á allar þær vonir, er ég ól í brjósti. í byrjun desember 1912 veiktist Gústaf hastar- lega. Læknirinn okkar, Dr. Wilson, er hafði margra ára reynslu að baki sér, gat engu áorkað. Hann dó 12. desember 1912. Þó ég væri þannig að eðlis- fari gerður að geta auðveld- lega haldið tilfinningum mín- um í skefjum, varð ég við þetta áfall að taka á öllum þeim kröftum, sem ég hafði yfir að ráða, til þess að halda óskaddaðri lund. Svo þungur Frh. á bls. 15

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.