Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 14.09.1961, Qupperneq 14

Lögberg-Heimskringla - 14.09.1961, Qupperneq 14
14 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 14. SEPTEMBER 1961 GUÐRÚN FRÁ LUNDI: Römm er sú taug Framhald skáldsögunnar Þar sem brimaldan broinar KVENFÉLAGSFUNDUR Á STEINNESI Fólkið á Nesinu hafði alltaf haft gaman af því að tala um Maríönnu, og ekki minnkaði skrafið um hana, þegar hún kom aftur frá Reykjavík. Ónýt og montin hafði hún alltaf verið, en nú hafði hún þó stórversnað. Það var sagt, að hún lægi í sólbaði heilu og hálfu dagana, þegar sólskin var, en svæfi, þegar kaldara væri. Hún var ekki lengur hrædd við að verða veðurtek- in. Dóttirin var líka farin að liggja í sólbaði til samlætis móðurinni, og þá kom það stundum fyrir, að maturinn var ekki tilbúinn á réttum tíma. „Mér finnst þetta hálf ve- sælt,“ sagði Helga við þær mæðgur einu sinni. „Matur- inn kom alltaf á réttum tíma hjá þér, Dadda mín, meðan þú varst ein í bænum, en síðan móðir þín kom, kemur það varla fyrir nokkurn dag, að hann sé tilbúinn á réttum tíma. Mér þykir ólíklegt, að pabbi þinn verði lengi ánægð- ur með það.“ „Ég kom til þess að hvíla mig eftir svefnleysið og saumaskapinn fyrir sunnan, en ekki til þess að böðlast í bæjarverkunum,“ sagði Marí- anna. „Það er svo sem eftir þínum hugsunarhætti," sagði Helga. „En þú gætir þá látið vera að tefja fyrir dóttur þinni. Þú hefðir ekki átt að segja það jafn mörgum og þú hefir gert, að þú hefðir komið til þess að hjálpa henni. Aumingja stelp- an. Hún stóð sig svo vel, áður en þú komst. Það er leiðinlegt, ef það fer allt í afturför fyrir henni. Það er farið að hæðast að þér um alla sveitina, Marí- anna. Sérstaklega út af þess- ari sólhlíf, sem þú ert alltaf með, þó að þú farir ekki nema ofan á víkurbakkann eða út á túnið.“ „Ó, eins og það megi ekki þvaðra um mig, pakkið. Það hefir lengi gert það, og er sjálfsagt svipað og það var. Ég var alltaf einmana í þessari sveit, vegna þess að ég var ekki eins og íbúar hennar. Mér bregður auðvitað talsvert við, þegar ég kem frá siðuðu fólki, sem kunni að meta mig.“ „Ég sá nú aldrei þessa vini þína,“ sagði Helga. „Ekki einu sinni að Tómas gæti annað en sniðgengið þig. Þú skalt bera svona lagað á borð fyrir aðra en mig, vinkona, góð.“ „Ég skal nú reyna að herða mig,“ sagði Dadda. „Þetta er satt, sem Helga segir. Það er skammarlegt að geta ekki haft matinn til á réttum tíma, þar sem Lilli er svona þægur.“ „Ég held að þú ættir að reyna að fá þér léttari stöðu, góða mín,“ sagði Maríanna. „Það er ósköp að sjá ykkur systurnar. Þig á kafi í mat- arverkunum, en Málfríði allt- af á strákabuxum utan bæj- ar. Það var annað hlutskipti, sem ég hafði ætlað ykkur. Auðvitað áttuð þið að verða kaupstaðarfrúr.“ „Þú varst nokkrum sinnum búin að dyntast yfir því hvað það yrði gaman, þegar þú ætt- ir alla Látravík og værir laus við mótbýlisfólkið," sagði Helga. „Nú er sú óskin upp- fyllt, en ánægjan er víst ekki eins mikil og hún átti að verða.“ „Nei, ég get ekki fundið til þeirrar ánægju, sem það átti að veita mér, nema ég fengi góð húsakynni og öll þægindi eins og fyrir sunnan,“ sagði Maríanna. Hún skrifaði Tómasi þetta kvöld og bar upp fyrir honum vandræði sín, en henni til mikillar undrunar fékk hún ekkert svar. Þá skrifaði hún aftur, en brenndi því bréfi og bað um hann í síma. Hann sagði henni þær fréttir, að hann væri búinn að eignast son, mesta efnisdreng. Stella væri heima hjá móður sinni, en hann borðaði á matsölu. Ekki var nú samt mikil um- hugsunin, hugsaði Maríanna, en sagði það samt ekki, að kerlingin skyldi ekki hafa tengdason sinn í fæði meðan svona stæði á. „Ég sé ekki annað ráð en ég skreppi suður og matbúi handa þér, væni minn. Það verður allt of dýrt fyrir þig að borða á matsöluhúsi,“ sagði hún. „Nei, nei. Þetta er að verða búið. Stella fer að koma heim aftur. En oft hef ég óskað að ég gæti horfið norður að Látravík til að borða þar með ykkur, og svo auðvitað horf- ið heim aftur. Ég er smeykur um að þú fáir að sjá okkur næsta sumar. Þá verður pabbi búinn að gleyma þessari sennu, sem varð á milli okkar í vetur.“ „Ég tel óvíst að þú sjáir mig í Látravík þá, en líklega verð- ur faðir þinn þar til að taka á móti þér. Ég tek ekki á mér heilli fyrir óyndi.öö „Það er náttúrlega ekki ann- að en það, sem ég var búinn að segja þér, að þú myndir ekki fella þig vel við sveita- lífið eftir þægindin í Reykja- vík. En allt hefir nú sína kosti og eins það að búa í sveit. Hafa nóga mjólk ókeyp- is og margt annað.“ „Heldurðu að þú gætir út- vegað mér þægilegt leiguhús- næði fyrir haustið?“ „Það efast ég stórlega um. Það liggur ekki á lausu hús- næðið hérna eins og þú þekkir.“ Svo bað hann að heilsa í bæinn, kvaddi og skellti heyrnartækinu á. Hún hafði ætlað sér að tala meira. Um kvöldið fór hún að segja manni sínum og dætr- um frá því að Tómas væri bú- inn að eignast son og vildi endilega fá sig suður. Hann þættist vita að hún væri vit- laus í óyndi. „Ég vona að þú útvegir mér húsnæði fyrir sunnan áður en vetrar, Hallur? Svo er ég far- in burtu frá öllu þessu drasli hérna,“ sagði hún hálfhlæj- andi við mann sinn. „Nú er þetta þá öll hjálpin, sem þú ætlaðir að veita dótt- ur þinni við húsverkin?" sagði Hallur og skipti snögglega lit- um. „En ég segi þér það þá í eitt skipti fyrir öll, að ég borga ekki húsaleiguna fyrir þig þar. Ef þú ferð frá mér núna, er ekki um annað að tala en skilnað. Mér dettur ekki í hug að hanga í svona löguðu hjónabandi lengur. Þú getur valið.“ „Það er bara ekkert öðru- vísi,“ sagði hún ráðþrota. „Svo þykir mér líklegt að þú reynir að hugsa ofurlítið meira um matarverkin en þú hefir gert hingað til, þegar farið verður að hreinsa dún- inn. Þetta hafa ekki verið nokkur vinnubrögð hjá þér undanfarið,“ sagði Hallur. „Þú vilt samt hafa mig,“ sagði hún. „Ég er að vona, að þú verðir einhvern tíma leið á því að liggja eða sitja aðgerðarlaus allan daginn og farir svo að haga þér eins og manneskja." Þetta varð hún að láta sér lynda, að vera atyrt eins og krakki. Þegar farið var að hreinsa dúninn, bættust tvær stúlkur við, það var Lóa í Vogum og stúlka innan úr dal. Þá varð mikið meira að gera og Marí- anna fór að hjálpa til meira en hún hafði áður gert. Þá varð hýrari svipurinn á hús- bóndanum. Maríanna var með sífelldar ráðagerðir við ungu stúlkurn- ar. Lóa og Málfríður áttu báð- ar að fara suður þá um haust- ið. Málfríður á kvennaskól- ann, Lóa í einhverja atvinnu. Báðar áttu þær að vera í fæði hjá henni því að í höfuðstaðn- um þóttist hún ætla að vera. „Ég fer varla að yfirgefa Nesið,“ sagði Lóa. „Hvergi er eins fallegt og hérna í Látra- vík á vorin, og það er gaman að vera í dúninum.“ Þetta seinasta sagði hún einungis til þess að ganga fram af Maríönnu, því að dúnhreinsunin var bæði leið- inleg og erfið að allra dómi. „Þú yrðir ekki lengi að skipta um skoðun, þegar þú sæir Reykjavík. Þá langaði þig varla hingað út á Nesið aftur.“ „Þetta er nú Málfríður búin að sjá og kynnast allri þessari dýrð og ætlar þó aldrei að fara frá Látravík aftur. Og svo kom Dadda líka hingað.“ „Þær eru báðar svipaðar föður sínum í skoðunum. Halda sér rígfast við sveita- lífið.“ Einn daginn hringdi for- stöðukona kvenfélagsins til Maríönnu og bauð henni að koma á fund til þeirra inn að steinnesi. „Auðvitað gengur þú í fé- lagið aftur fyrst þú ert kom- in í byggðarlagið." Maríanna þakkaði henni kærlega fyrir, en það var nú bara svoleiðis að hún treysti sér ekki á hestbak. Það var orðið svo óvanalegt að nota hesta til ferðalaga. í Reykja- vík hafði hún alltaf farið í bíl hvert sem hún fór. Þetta voru þó ekki nema fjögur ár síðan hún var þar í sveitinni og þá hafði hún far- ið á hesti á hvern kvenfélags- fund. En svo var nú bíll til inni í dalnum. Kannske væri hægt að fá hann leigðan til þess að ná í hana, sögðu kon- urnar. Hallur útvegaði bílinn til að sækja hana út eftir. Marí- anna var ósköp ánægð, þegar hún sá kvenfélagskonurnar standa á hlaðinu á Steinnesi til þess að fagna henni. Þær buðu hana velkomna á fund- inn og í sveitina. „Náttúrlega gengur þú í fé- lagi fyrst þú ert komin hing- að,“ sagði forstöðukonan. Ég veit nú ekki, hversu lengi ég verð hér. Mér finnst nú heldur útúrborulegt þarna út frá eftir allt sældarlífið í höfuðstaðnum og þægindin þar,“ sagði Maríanna. „Blessuð láttu þér ekki detta í hug að yfirgefa Nesið strax aftur. Þér leið víst ekki svo vel þarna fyrir sunnan, þar sem þú ert bæði búin að fylgja systur þinni og föður til grafarinnar með stuttu millibili,“ sagði konan á Stein- nesi. „Það verður helduf skemmtilegra fyrir þig a vera þarna hjá dætrum þínuru og litla drengnum, sem hva vera sVo fallegur." Maríönnu varð undarleg3 við. Þeim var ekki alveg 0 kunnugt um hagi hennar her fyrir norðan. „Hann er ákaflega líhur mömmu sinni, bjarthærður og bústinn,“ sagði hún. „En svo eru nú tvö önnur börn Reykjavík, fín og falleg.“ „En þar sem Tómas er ekk1 í þeim húsakynnum að Þu getir verið hjá honum, uý1 urðu þeirra ekki eins vel. ” . er nú svona, fólk leigir ek 1 nema það minnsta, sem Pa getur komizt af með, þvl a húsaleigan er víst svo hrseo lega há þarna fyrir sunnau segja allir, sem til þekkja> hélt þessi málgefna og t°is kunnarlausa kona áfram- Maríönnu féllst alveg hug ur. Því að auðvitað hafði hu11 ætlað að segja þeim ítarleg9 frá því, hverju hún ha kastað frá sér til þess að ge.u hjálpað dóttur sinni við hU skapinn í Látravík, en þa s þessi skrafskjóða vopnið höndum henni. Þetta hlaut a vera eftir Helgu. „En hvernig haldið þið n að mér verði innan brjós ef allar frúrnar úr Reykja vík> að að sem búnar voru að ráðgera koma í heimsókn til hafa þá ekki annað að bjo þeim inn í en torfbæinn. auðvita* kemur Tómas minn ai með konuna og börnin Maríanna. “ sagð1 Sannleikurinn er oft un^ irlegri en lygin. "ít Vandratað er meðalhófið- ☆ Fyrst er allt frægast. ☆ Betur sjá augu en auga- SERVICE COUNTS For prompt and efficient service deliver your grain to the Federal elevator in your community. Jfeöeral G R A { N UIMITED J .. . , . reykjavik Fram og aftur frá New York ★ ■ STÓRFELLDUR <r _ . _ . : SPARNAÐUR f váfi * FJÖLSKYLDU- ^ U * FARGJÖLDUM ’Veírarfargjöld. Ferðisi efiir 15. ágúsí og komið eflir 15. október. UPPLYSINGAR HJA ÖLLUM FERÐASKRIFSTOFUM eða SKRIFIÐ EFTIR HINUM NYJA XI BÆKLINGI OKKAR. ICELANDIC mhunes 610 Fifih Ave., New York 20. N.Y; NEW YORK—CHICAGO—SAN FRANCISU

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.