Lögberg-Heimskringla - 11.04.1963, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 11.04.1963, Blaðsíða 2
3 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 11. APRÍL 1963 Vináf'f'a milli dýra Á fuglasafni einu í Gauta- borg fyrirfundust meðal ann- íura fugla tveir rauðbrysting- ar, karldýr. Eitt sinn var ann- ar þeirra eitthvað lasinn og sat í hnipri á priki sínu. Hinn var aftur á móti hinn hress- asti, og það var mjög merki- legt að sjá, hversu umhugs- unarsamur hann var við f élaga sinn. Ef maður kom og gaf honum flugur, borðaði hann að vísu eina þeirra, en með hinar fór hann til félaga síns, sem tók þakklátur við þeim. Sá hraustasti auðsýndi mikla kænsku í því að forðast stærri fuglana, sem vildu ræna flug- unum frá þeim félögunum, og að setja þennan mat sinn á öruggan gejmislustað. Sama var, hversu mikill eða lítill matur var gefinn honum, þá hugsaði hann alltaf um að láta félaga sinn fá þann skerf, sem honum bar. Tveir páfagaukar voru í stóru, ferhyrndu búri, og á miðjum botni þess stóð matar- skrínan þeirra. Karlinn sat næstum alltaf við hlið kerlu sinnar á sömu stönginni; þau héldu hvoru öðru félagsskap og horfðu með mikilli ástúð og hluttekningu hvort á ann- að. Ef þau hvikuðu hvort frá öðru, var það aðeins skamma stund; svo settust þau aftur saman. Þau mötuðust í sam- einingu og flugu síðan aftur upp á prikið sitt. Stundum var eins og þau ættu í hljóð- látum samræðum; annað slag- ið var engu líkara en þau væru hissa, þau áttu það jafn- vel til að skammast svolítið, en það var aldrei nema stutta stund; þá voru þau aftur orðin sömu vinimir og áður, já jafn- 1 Suður- og Austur-Asíu em mjög alvarleg matvæla- vandamál. Flestir íbúar land- anna á þessu svæði lifa við ófullnægjandi mataræði, eink- um að því er snertir afurðir af skepnum, svo sem kjöt, egg og mjólk, þ.e.a.s. þau matvæli sem auðugust em að næring- arefnum. Það eð sjaldan er um réttláta niðurjöfnun að ræða, má auk þess gera ráð fyrir að yfirgnæfandi meiri- hluti fólksins lifi á fæðu sem hefur enn minna næringar- gildi en meðaltölur í hag- skýrslum sýna. Að bæta lífs- kjörin á þessu svæði, þannig að hin ört vaxandi íbúatala fái nokkurn veginn viðunandi viðurgerning, er gífurlegt verkefni sem aðeins verður leyst af hendi á löngum tíma. Milljónir á milljónir ofan af íbúum heimsins eiga þess engan kost að eta sig sadda. Eriftt er að gera sér grein fyrir víðtæki þeirrar þjáninga sem af þessu leiðir. Þetta er tvímælalaust eitt brýnasta vel betri vinir en nokkm sinni fyrr. Þannig bjuggu þessi ham- ingjusömu fuglahjón saman í fjögur ár; en eftir því sem ár- in liðu, tóku fætur kerlingar- innar að bólgna, og loks varð hún svo lasburða, að hún gat ekki borið sig eftir matnum. Þá var það karlinn, sem tók til að mata hana með goggin- um, og þannig færði hann henni ætið um fjögurra mán- aða skeið. Veikleiki kerlu ágerðist með hverjum degin- um sem leið, svo að lokum gat hún alls ekki flogið upp á prikið, heldur varð að gera sér að góðu að sitja á gólfinu. Aðeins stöku sinnum gerði hún tilraun til að fljúga upp, en árangurslaust. Karlinn var henni hjálplegur eftir því sem hann frekast gat; stundum beit hann nefinu í vængbrodda hennar og beitti öllum kröft- um til að hjálpa henni. Hreyf- ingar hans og atlot allt sýndi, svo að ekki varð um villzt, að hann langaði til að verða henni að öllu því liði, sem hann gat í veikindum hennar. En aldrei kom það betur í Ijós en þegar að því dró, að hún skyldi deyja. Hinn ógæfusami eiginmaður hljóp óaflátanlega kringum konu sína og reyndi að opna gogg hennar til að gefa henni æti. Ótti hans jókst með hverri stundu, sem leið. Hann vappaði fram og aftur, og eirðarleysi hans og van- máttur var takmarkalaus. Stundum gaf hann frá sér einskonar örvæntingarskræk, stóð kyrr og horfði á hana. Loks dó hún. Eftir það fylltist hann lífsleiða og lifði ekki nema örfáa mánuði . . . vandamál samtímans. Ekkert einstakt land getur á eigin spýtur leyst þennan vanda. Hér þarf til alþjóðlegt átak. Herferð S.Þ. og FAO gegn hungrinu í heiminum er því verkefni, sem snertir hvern einasta lifandi mann. Siaðreyndir um maivæli og hungur Af þeim 3000 milljónum manna, sem nú búa á jörð- inni, má gera ráð fyrir að 300—500 milljónir séu van- nærðar og u.þ.b. helmingur- inn — kannski enn fleiri — svelti eða fái mjög einhæft fæði. Búizt er við að íbúatala heimsins muni hafa tvöfaldazt kringum árið 2000, og verður hún þá 6000 milljónir. Eigi allt þetta fólk að fá nóg að borða, verður matvælafram- leiðslan að þrefaldast. Hitaeiningamagn í Evrópu, Norður-Ameríku og á Kyrra- hafssvæðinu er 20 af hundraði umfram þarfir. í nálægum Austurlöndum, Afríku og Suð- ur-Ameríku svarar það til þarfa. 1 Suður- og Austur- Asíu vantar 11 af hundraði á tilskilið magn. Aðeins tíundi hluti af þurr- lendi jarðarinnar er ræktað- ur. 18 af hundraði eru engjar og beitilönd, 29 af hundraði skógar, og næstum helmingur eða 43 af hundraði ófrjótt land eða byggt húsum. Til er land- rými, sem taka mætti til rækt- unar, ef kostur væri á nauð- synlegum tæknilegum og efnahagslegum bjargráðum. Ef t.d. væri tekinn til rækt- unar þó ekki væri nema fimmtungur þess lands, sem nú er óræktaður í hitabeltinu, mundi það nema yfir 8 mill- jónum vallardagslátta. Einnig mætti fá 400 milljónir vallar- dagsláttur ræktarlands á svæðum sunnan við norður- heimskautsbaug, ef þ ö r f kr^fði. Rúmlega 70 hundraðshlutar af yfirborði jarðar eru þaktir vatni. En fiskur, sem er ein- hver jurtahvítuefna-ríkasta fæða í heimi, nemur aðeins einum af hundraði þeirrar fæðu sem mannkynið neytir. Sérfræðingar telja, að hafið muni geta fært mannkyninu jafnmikið magnf æðu og jörð- in. Rannsókn á eynni Java í Indónesíu hefur leitt í ljós, að stór hluti þeirra barna, sem létust á sjúkrahúsum á fjög- urra ára tímabili, hafi látizt af vannæringu: 9 af hundraði kornabarna, 36 af hundraði eins ára barna, 40 af hundraði tveggja ára barna og 9 af hundraði barna á aldrinum 4—6 ára. ísrael er gott dæmi um það, hvað gera má á stuttum tíma til að auka mjólkurframleiðsl- una. Með nautgripum af kyn- stofni, sem fyrir var í landinu, gaf hver kýr af sér um 600 kíló af mjólk árlega. Með því að flytja inn nautgripi af frísneskum stofni og með því að bæta undaneldi, fóðrun og eftirlit með nautgripunum hefur ísrael nú hæstu fram- leiðslutölu heims í mjólkur- iðnaði — um 4000 kíló á kú árlega. Vargurinn vanþakkláti Úlfur nokkur át eitt sinn lamb af slíkri græðgi, að bein stóð fast í hálsi hans. Þar sem hann fann mikið til og óttað- ist að deyja, hét hann þeim stórum launum og mikilli veg- semd, sem gæti bjargað hon- um. Þá kom trana, rak langan háls sinn niður í gin úlfsins og dró út beinið gætilega með nefi sínu. En þegar hún ætlaði að fara að krefjast launanna, mælti úlfurinn hneykslaður: „Ætlarðu svo í þokkabót að krefjast launa? Þakkaðu þín- um sæla, að ég skyldi ekki bíta af þér hausinn á meðan ég hafði þig á milli tannanna. Þú ættir miklu heldur að gefa mér stórar gjafir, úr því þú slappst heilu og höldnu!“ Bréf frá Vancouver Frá bls. 1. Scheving frá Seattle, og Mr. Peter Howe frá Saskatchewan. 26. marz — White Rock, B.C. Nú er nokkuð liðið síðan að ég skrifaði um Þorrablótið, og langar mig til að bæta nokkr- ,um línum þar við. En ég hef verið á f erðalagi síðan í byrjun marz, og er nú stödd hér hjá syni mínum George í White Rock. — 4. marz fór ég með bus og skipi til Van- (couver Island, og fór þá fyrst ,til Comax, þar sem deild flug- hersins hefur aðsetur, og þar búa þau Fl’t. Lieut. Harold Helgason bróður sonur minn, og kona hans Þóra (Gíslason) og þeirra börn fjögur. Ég var hjá þeim í viku og skemmti jnér mjög vel. Útsýnið í Comax er dásamlegt, fjalla- hringur í fjarlægðinni, þar sem Comax jökullinn gnæfir yfir, snjó hvítur, öld eftir öld. Harold og Thora keyrðu með paig til Courtney og Campbell River til að sýna mér lands- lagið, og allstaðar voru góðir vegir og falleg heimili. Frá Comax fór ég svo til Victoria og var þar í nokkra daga hjá mínum góðu vinum JVTr. og Mrs. Albert Sveinson og Mrs. Rúnu Thorsteinson. Á meðan ég var þar þá héldu íslenzku konurnar í Victoria fund, eins og þær gera 1 hverjum mánuði. Minntist ég þess þá, að séra Eiríkur sál. Brynjólfsson hafði eitt sinn pagt við mig. — „Þú mátt til að skrifa eitthvað um ísl. kvennfélagið í Victoria, því það er stórmerkilegur félag- skapur.“ En ég treysti mér ekki til þess, þar sem ég var pllu ókunnug. En nú var mér boðið að sitja þennan fund, sem haldin var á heimili Mrs. Völu Miller, og hún er féhirð- ir þessa félagskapar. Forseti er Mrs. Haraldur Bjarnason (áður frá Gimli), en hún tók við stjórn félagsins er Mrs. Sigrún Thorkelsson andaðist á síðastliðnum vetri. Frú Sig- rún hafði verið forseti í mörg ár, og sérlega vinsæl, og er hennar sárt saknað. Skrifari félagsins er Mrs. Anna Svein- son. Fundur var settur með því að konur risu úr sætum, Og lásu sameiginlega „Faðir Vor“ á íslenzku. Einnig sungu þær „Eldgamla ísafold", á ís- lenzku og í fundarlok „O Canada“. Tilgangur þessa fé- lags er að gleðja og styrkja veika og þurfandi — og þá um leið elliheimilið Höfn í Vancouver. Eftir fundinn voru frambornar beztu kaffi- veitingar af Mrs. Miller og dóttur hennar. Ég þakka inni- lega fyrir skemmtilega stund með ísl. félags konunum í Victoria. Nú er kominn 4. apríl, og ég komin í nýja heimilið mitt, sem er prívat (eins manns) herbergi í nýju „Höfn“ — að 2020 Harrison Drive, Van- couver, B.C. Mér líður vel, og ég kann vel' við mig. Ég ætla ekki að hafa þetta bréf lengra, þar sem það er að verða æði gamalt, en ég skal segja ykk- ur meira um þetta ágæta heimili1, og fólkið sem hér býr, og stjórnar, seinna meir. Guðlaug Johannesson. THE TESTIMONY OF MY LIFE Now seventy-five of time’s cycles — the years — Have o’er me rolled since the day I was bom. Our life is a mixture of happiness and tears; But God’s grace does never leave us forlorn. It’s always sufficient in trials and labor To comfort, strengthen and guide us aright. Thought all things do change, and uor years away tapor, Yet changeless remain God’s goodness and might. As Jesus’ disciple one’s life-work performing, Holding His words in the highest esteem, And ever in all things to God’s will conforming, Gives to this earthly life value supreme. * * * All praise to Thee, Jesus, my dear loving Savior, Who gavest Thy life, from sign to save me; May that Thy blest life-gift my whole being savor, So all af my life may glorify Thee. (Þessar afmælis-hugleiðingar íklæddust fyrst íslenzka búningnum. En þá fékk ég löngun til að láta alla í fjölskyldu minni njóta þeirra með mér. Og sem afleiðing af þeirri löng- un varð enska þýðingin til. Mér fanst máske að sumir af lesendum L.-H. mundu hafa ánægju af að sjá hana líka. (Kvæðið á íslenzku í síðasta blaði). Kolbeinn Simundson. Subscription Blank NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. 303 Kennedy Sí., Winnipeg 2. I enclose $6.00 for 1 year □ $12 for 2 years □ subscrip- ; tion to the Icelandic Weekly, Lögberg-Heimskringla NAME ................ ; ADDRESS .................. Húngrið Niðurlag.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.