Lögberg-Heimskringla - 11.04.1963, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 11.04.1963, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 11. APRÍL 1963 Úr borg og byggð Páska guðsþjónuslur fara fram í Unitara kirkjunni á Banning Street, næstkomandi sunnudag, 14. apríl: Á íslenzku kl. 7 e.h.; á ensku kl. 11 f.h. Sérstök hátíðaljóð og páska- sálmar verða sungin við báðar messur. Skírnarathöfn fer fram við morgunmessuna. — Allir velkomnir. — Kaffi- veitingar á eftir báðum mess- um. ☆ Fræg Kantata verður sung- in af söngflokk Fyrstu lú- tersku kirkju undir sjtórn Mrs. E. A. Isfeld á föstudaginn langa, 12. apríl kl. 8 e.h. í efri sal kirkjunnar. Einsöngvarar verða Mrs. Pearl Johnson, Robert Publow, Reg Fred- ickson og þeir bræðurnir Herman og Thor Fjelsted. Þessi Kantata eða hátíða- ljóð, From Olivet to Calvary eftir J. H. Munder, er talin meistaraverk og þykir túlka snildarlega píslasögu frelsar- ans. Hinir ágætu söngkraftar sem kirkjan hefir á að skipa munu gera þessu mikla tón- verki góð skil óg er þess að vænta að sem flestir veiti sér þá unun að hlýða á það. ☆ Góð gjöf Feður og aðrir, sem vilja gefa unglingum bækur við fermingu, afmæli eða önnur tækifæri — bækur, sem lík- legar eru til að verða góðir ævifélagar eigandans — vin- samlega athugið þá — ,Æsku- daga' og .Þroskaár" Vigfúsar. Þær bækur segja af fátækum afdaladreng frá barnæsku til efri ára, sem með rgelusemi, viljaþreki og óvanalegum ferðalögum, hefur aukið þroska sinn. Bækur V. G. telja margir meðal beztu bóka síð- ari ára. Tvær þær nýjustu fást enn þá. A.d.v. Tíminn 3. apríl. ☆ The Scandinavian Cenire will hold a Shoppers’ Supper on Thursday, April 18th 1963 from 5 to 8 o’clock at the T. Eaton Co. Assembly Hall (seventh floor). Scandinavian homecooking will be featured. General convener is Mrs. A. Akins. Alþjóða listasýning Icelandic Canadian Club efnir til sýningu á listmunum og hannyrðum, í Parish Hall, First Lutheran C h u r c h , Sargent og Victor, mánudags- kvöldið, 22. apríl, kl. 7.30 til 10.30 e.h. Fjöldi nýrra og gamalla list- muna verða hér sýndir og munu nokkrir sitja að verki við hannyrðir og listir. Þar mun Mrs. Kristín Johnson sitja að kniplingum, og kona frá Ukraine litar páska egg. Sérkennilegir listamunir margra þjóðflokka verða til sýnis, þar á meðal Eskimóa og Indíána, ennfremur Norður- landa þjóðanna, Japan, og Kanadísku Frakkanna, svo að- eins fáir séu taldir. Absalom Chapter, Alpha Beta Phi, hef- ir góðfúslega látið í té hið mikla brúðusafn í þjóðbúning- um allra landa. Einnig munu konur í þjóðbúningum gæta safnsins fyrir hvern þjóð- flokk. Þrjár konur í Islenzkum þjóðbúningum, þær Mrs. Geraldine Thorlakson, Mrs. Sylvia Storry og Caroline Gunnarson munu kynna sýn- inguna í sjónvarpsþætti, CJAY, Channel 7 um hádegi (kl. 12.30) föstudaginn 19. apríl. Samskot verða tekin fyrir námstyrkjasjóð félagsins. Mrs. Geraldine Thorlakson hefir aðallega annast um allan und- irbúning, og er vonast eftir, að landar unni sjálfum sér og Icelandic Canadian Club þeirrar ánægju að njóta sýn- ingarinnar. C.G. Hlýjasti marz í 34 ár Margir furða sig á fádæma veðurblíðu, sem hefur verið undanfarið og virðast enn fara í aukana. Veðurfræðingar hafa ekki skýringar á reiðum hönd- um um ástæðurnar fyrir þessu langvinna kyrra og góða veð- urlagi, en eru sammála um, að þetta sé mjög óvenjuleg tíð. Adda Bára Sigfúsdóttir veð- urfræðingur tjáði blaðinu í dag að nýafstaðinn marz hafi verið næsthlýjasti marz, sem komið hefur í Reykjavík á þessari öld. Meðalhiti mán- aðarins var 4,7 stig, sem er meira en þrem stigum meira en venjulegur meðalhiti mán- aðarins, 1,5 stig. Mestur marz- hiti á öldinni vrað hlýinda- veturinn mikli 1928—1929, er hann var 6,1 stig að meðal- tali. Byggðarfélagið á Garðar, N.Dakota (The Gardar Com- munity Club) efndi til sam- komu laugardagskvöldið 6. apríl, sem sérstaklega var helguð Islandi, en fór fram á ensku, því að bæði yngra og eldra fólk sótti samkomuna. Dr. Richard Beck, ræðis- maður íslands í N.Dakota, flutti yfirlitserindi um Island að fornu og nýju ,en því næst sýndi frú Margrét Beck lit- skuggamyndir víðsvegar af landinu og skýrði þær. Með lúðurspili skemmtu Jerome Anderson og Kayo Vivatson frá Hensel, N.Dak.; Miss Sandra Anderson, einnig frá Hensel, lék einleik á píanó, en Miss Diane Davidson, frá Milton, N.Dak., söng einsöng; Mrs. Anna Seim, Edinburg, MESSUBOÐ Fyrsla lúterska kirkU Sr. V. J. Eylanda, Dr. Thool. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku: kl. 9.45 f. h. 11.00 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 9.45 f. h. Veturinn í heild hefur ekki verið neitt tiltakanlega góður, en þó rúmu hálfu stigi hlýrri í Reykjavík en í meðalári. Að- eins febrúar og marz hafa ver- ið verulega hlýir, febrúar var að meðaltali tveggja stiga heitur, en er mínus 0,1 stig í meðalári. Páll Bergþórsson veður- fræðingur sagði blaðinu í dag, að veturinn frá áramótum hefði í Reykjavík einkennst af óvenjulegu hreinviðri, stillum og jöfnu veðri. Eins og veður- horfur eru þessa stundina, virðist góðviðrið ætla að halda enn áfram að sinni. Tíminn 3. apríl. ☆ Civil Defence says: — Civil Defence plans for all types of disasters; floods, ex- plosions, aircraft crashes etc. Survival planning in the event of war is only one part of Civil Defence. Mefro Civil Defence, 1767 Portage Avenue, Winnipeg 12 — TUrner 8-2351 N.Dak., var við hljóðfærið. William Thordarson, forseti félagsins , hafði samkomu- stjórn með höndum. Aðrir em- bættismenn eru Kenneth Olafson, vara-forseti, og Miss Patricia Flanagan, ritari og féhirðir. I stjórnarnefndinni eiga einnig sæti Mrs. Magnús Olafson, Mrs. Paul Sigurdson og Fred Olafson. Samkoman var vel sótt og skemmtiskránni ágætlega tek- ið. Að henni lokinni voru veitingar bornar fram, og ræddi fólk saman fram eftir kvöldinu, en það er einmitt takmark félagsins að efla kynni og samhug meðal byggðarbúa, jafnframt því að auðga menningarlíf byggðar- innar, Dánarfregnir Mrs. Kristín Swainson, 89 ára, lézt á Betel, 6. apríl 1963. Hún var ekkja Thorsteins Swainson og átti fyrrum íeima í Winnipeg. Hún flutti til Kanada árið 1905, og var meðlimur lútersku kirkjunn- ar og þaðan fór útför hennar : ram, en Dr. V. J. Eylands flutti kveðjumál. Hún lætur eftir sig fimm syni, Inga, Ara, Björn og Walter, allir búsett- ir í Winnipeg og Svein á Is- landi, tvær dætur, Mrs. Gus Johnson í Nanaimo, B.C. og Mrs. Eyfi Anderson í Winni- peg; 24 barnabörn og 28 barna- barnabörn. ☆ Thorarinn J. Thorarinsson, að 18 — 620 William Ave., Winnipeg, lézt á Almenna- spítalanum 30. marz 1963, 71 árs. Eftirlifandi eru, kona hans, Ida og einn sonur, John. Útförin var gerð frá Bardal. ☆ Mrs. Margrét Finnson, and- aðist 2. apríl 1963 á Arborg spítalanum, 51 árs. Hún var fædd að Víðir, Man. og átti þar heima alla æfi sína og tók góðan þátt í félagslífi byggðar sinnar. Hana lifa eiginmaður hennar, Sigfús, þrjú börn, Mrs. Sigurbjörg Nicolson í Winni- peg, og Hulda og Donald heima; tvær systur, Mrs. Thelma Whitney í Winnipeg og Mrs. Norman Hughes í Ar- borg; tveir bræður, Emil Wil- son í Vancouver og Carl Wil- son í Selkirk; fimm barna- börn. ☆ Thorkell Guðbrandur (Kelly) Brandson, 57 ára, til heimilis að 12 Birch Bay, Windsor Park, dó á St. Boni- faue spítalanum 5. apríl 1963. Hann fluttist með foreldrum sínum frá íslandi barn að aldri og átti heima í þessari borg síðan. Hann var bygg- ingarmeistari hjá Walter Bergman Ltd. Hann lifa, kona hans, Sarah, tveir synir Magnús og Kelly; ein dóttir, Mrs. Robert Robson, fjögur barnabörn; fjórir bræður, Sigurður, Elís, Bill og Gestur, allir búsettir í Winnipeg; tvær systur, Mrs. F. Neilson, Win- nipeg og Mrs. M. Johnson, Vancouver. Útförin frá Fyrstu lútersku kirkju, Dr. V. J. Eylands jarðsöng. Framlög í Minningarlund Vesi- ur íslendinga á Þingvöllum. Mr. Hallgrímur Stadfeld, Riverton, Man. $ 2.00 Mr. Andrés Björnson, Winnipeg 2.00 íslendingafélagið í Chicago, Illinois 10.00 Esjan í Arborg, Man. 10.00 Mrs. Sigrún Thorgrímsson, Winnipeg 2.00 Mrs. Hrund Skúlason, Winnipeg 2.00 Mr. J. B. Johnson, Gimli, Man. 2.00 Mr. og Mrs. Ágúst Eyjólfson Winnipeg 2.00 Mr. Olafur Hallson, Eriksdale, Man. 2.00 Rev. P. M. Pétursson, Winnipeg, (ævifélagi) 10.00 Mr. Jón B. Johnson, Morden, Man. (ævifélagi) 10.00 Mr. Páll Guðmundsson, Leslie, Sask. 2.00 Mr. Jóhann Sigurbjörnsson, Leslie, Sask. 2.00 Mr. Jón K. Laxdal, Winnipeg, (ævifélagi) 10.00 ALLS $68.00 Meðtekið með kæru þakklæti Marja Björnson. Fundum þeirra Konráðs Gíslasonar og Magnúsar Ei- ríkssonar bar saman eitt sinn sem oftar, er þeir voru ungir menn í Kaupmannahöfn. Konráð mælti: — Ég var í gærkvöldi á gangi í Litara- götu og sá þar í glugga fallega og brosleita stúlku. Datt mér þá í hug það, sem Hallgrímur Pétursson segir í sálmi sínum: „Þegar þig freisting fellur á, forðastu einn að vera þá“. Ég fylgdi ráðum hans og fór inn til stúlkunnar. — Já, frater, svaraði Magnús. — Ég held, að Hallgrímur hafi nú ekki meint þetta svona. UMBOÐSMAÐUR LÖGBERGS-HEIMSKRINGLU á ÍSLANDI SINDRI SIGURJÓNSSON póstafgreiðslum. P.O. Box 757, Reykjavík Verð Lögbergs-Heimskringlu er kr. 240 á ári. SUMARMÁLASAMKOMA KVENNFÉLAGS FYRSTU LÚTERSKU KIRKJU, VERÐUR HALDIN ÞANN 18. APRÍL í PARIS'N HALL KL. 8.15 AÐ KVÖLDI. 1. Ávarp forseta MRS. C. H. THORLAKSON 2. Einsöngur MRS. ELMA GISLASON 3. Þrír unglingar leika á flautu. 4. Einsöngur GÚSTAF KRISTJÁNSSON 5. Ræða HJÖRTUR PÁLSSON (Bókavörður íslenzku deildar Háskólans) 6. Duet MRS. ELMA GÍSLASON OG MRS. SHIRLEY JOHNSON 7. Einsöngur GÚSTAF KRISTJÁNSSON Kaffi í neðri sal kirkjunnar. — Frí samskot. Skcmmtiskra um l'sland að Garðar, N. Dak.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.