Lögberg-Heimskringla - 11.04.1963, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 11.04.1963, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 11. APRlL 1963 5 Minning: Guðrún Þann 22. desember 1961, andaðist á Royal Columbia spítalanum í New West- minster, B.C., ekkjan Guðrún Erickson af hjartabilun, hér um bil hálf níræð að aldri. Guðrún sáluga var fædd að Frú Guðrún Erickson Hrísum í Helgafellssveit á ís- landi. Hún fluttist vestur um haf þriggja mánaða gömul og var tekin í fóstur af Sumarliða og Kristínu Thorlaksson í Norður Dakota. Þau reyndust henni ástríkir foréldrar og var það henni mikið áfall er hún missti þau. Hún var þá ung að árum, en fór strax í vinnu og gat séð fyrir sér. Árið 1905 giftist hún Valdi- mar Erickson og hófu þau bú- skap í Sandylands byggð, en eftir þrjú ár fluttu þau til Otto byggðar og síðar til Lundar. Þeim varð átta barna Erickson auðið og eru sjö á lífi; Valdi- mar og Matthias í Winnipeg, Sumarliði í Vancouver, Sveinn að Lundar, Guðrún í Burnaby, B.C., Ingibjörg í Edmonton, Alta., og Sigurrós að Chem- ainus, Vancouver Island, B.C. Barnabörnin eru og fimmtán og barna-barnabörnin tólf. Ennfremur lætur hún eftir sig tvö hálfsystkinni, Jónu og Bjarna í Winnipeg, og fleiri skyldmenni. Guðrún sáluga var vel gefin bæði til munns og handa. Hún kunni vel til matreiðslu og allskonar handavinnu, las mikið af góðum bókum og fylgdist vel með því sem var að gerast í umhverfi hennar og í heiminum. Hún skyldi ávalt kringumstæður annara og var samúðarrík. Hún var með afbrigðum gestrisin og hafði unun af að taka á móti frændfólki sínu og vinum. Guðrún missti eiginmann sinn Valdimar 12. maí 1951, og dvaldi hún síðustu árin hjá börnum sínum til skiptis. Út- för hennar fór fram frá Centre and Hanna Funeral Chapel í Burnaby og hún lögð til hinstu hvíldar í Ocean View Mem- orial Gardens við hlið manns hennar og dóttur. Ungir frændur báru ömmu sína til grafar. Hennar verður lengi og sárt saknað af mörgum. Guð blessi okkur bjartar og hlýjar minningar um góða konu og elskulega móður og ömmu. Sigurrós (Stefónsson) Josephson F. nóvember 3. 1882 Sigurrós var fædd að Moun- tain, N. Dak., 3. nóv. 1882, og var yngst af 4 börnum merkis- hjónanna Jóhanns og Ingi- bjargar Stefánsson sem flestir Jslendingar kannast við sök- um hins mikla tillags þeirra til þjóðarbrots vors í Vestur- heimi í annað sinn. Jóhann var ættaður frá Kroppi í Eyjafirði, og mun bróðir hans, Stefán, vera enn þar á lífi við háan aldur. Ingibjörg kona Jóhanns var prófasts- dóttir frá Skagafirði og fríð- leikskona með afbrigðum. Eftir vesturförina staðnæmd- ust þau fyrst í Nýja Islandi, eins og vitað er, og var Jó- hann þá einn af leiðandi mönnum byggðarinnar. Tvö börn þeirra hjónanna voru þá á unga aldri, Jóhannes og Inga. Og þar fæddist Vil- hjálmur einnig 3. nóv. 1879. En 1881 fluttist fjölskyldan til N. Dakota og þar hugðist fjölskyldan að eignast sama- stað, enda reyndist að svo yrði. Jóhann var mikill hugs- uður og margir lötu tillögum hans, en því miður dó hann skömmu síðar og ungviðið - D. febrúar 7. 1983 varð að taka við. Elzta barnið Jóhannes tók við forystu bús- ins og Inga, næst honum að aldri, giftist Birni Thorláks- syni, óðalsbónda þar í byggð. Vilhjálmur, þriðji í röðinni, var allur með hugann við list- ræn störf og fræðimennsku og gaf sig aðeins að hálfu leyti ,við afkomu búsins; og innan skamms var bújörðin seld og niðjarnir seldir því að kom- ast af í hinni vestrænu sam- keppni. Allir vita hve Vil- hjálmi hefur farist í þeim leik, en færri að einnig Rósa hélt sínu þó við margt erfitt væri að etja. Hún stundaði mann sinn blindan mörg ár, og sá um að börn sín yrðu góðir borgarar í bráð og lengd. Þrír synirnir eru húsasmiðir í Victoria og vegnar vel, og Málfríður, Mrs. J. Jeroski, er góð búkona í Saskatchewan. Ævistarf Rósu er því að öllu leyti verðugt. Framtíðin mun minnast Rósu og ættarinnar með meiri sefa en almennt tíðkast, og er ég einn af þeim sem hennar ættbalk mun aldrei gleyma. —P.B. Passíusólmalögin Menningarsjóður hefir gefið út vandaða útgáfu af „gömlu lögunum" íslenzku við Passíu- sálma Hallgríms Péturssonar. Sigurður Þórðarson tónskáld hefir safnað lögunum og radd- sett þau, og er þess getið í formála hans, hvaðan hvert lag er komið. En lög þessi vorú til í ýmsum afbrigðum, eftir héruðum og landsfjórðungum. Nóturnar eru prentaðar eftir snilldarlegri handskrift Frið- riks A. Friðrikssonar, og hefir Liloprenl h.f. annazt það. Pappír og prentun eru hin prýðilegustu. Sigurður Þórðarson tón- skáld hefir unnið mikið afrek með söfnun og raddsetningu þessara merkilegu sálmalaga. Raddsetningar h a n s e r u hljómfagrar og mjög í anda l^ganna. Ekki fylgir hann ströngum reglum gömlu tón- fræðinganna um bann við færslu radda um stækkað tón- bil né um svo nefnt þverstæði, en yfirleitt kemur það alls ekki að sök, enda eru menn nú orðnir frjálslyndir í þeim efnum. Islenzka þjóðin á hon- um mikla þakkarskuld að gjalda fyrir það þýðingar- mikla og ágæta verk, sem hann hefir unnið með þessu. Þótt nú sé nokkuð langt um liðið, frá því er þessi merki- legu lög komu út, hefir verið furðu hljótt um þau. En vegna þess að nú er hafinn í Ríkisút- varpinu lestur Passíusálm- anna á kvöldin, og „gömlu lögin“ í raddsetningu Sigurð- ar Þórðarsonar eru jafnframt sungin fannst mér ástæða til að vekja athygli á þeim. Til viðbótar þessum fáu orð- um læt ég fylgja greinarkorn, sem ég ritaði í fyrravetur um þessi lög. Hún birtist í viku- blaðinu Verkamanninum á Akureyri 2. marz 1962: ☆ Sá ánægjulegi háttur er nú upp tekinn, að syngja vers úr Passíusálmunum á undan og eftir lestri þeirra í útvarp á kvöldin, í stað þess að áður hefur verið látið nægja að leika lagið á orgel. Þó er meira um vert hitt, að nú eru sung- in „gömlu lögin" svo nefndu, og hefir Sigurður Þórðarson tónskáld raddsett þau af mik- illi list. Þessi lög eru hvergi í heimi til nema á íslandi, og voru ekki á bækur skráð, flest þeirra, en öll þjóðin kunni þau og söng þau við Passíusálm- ana og fleiri sálma, öld eftir öld. Um uppruna þessara laga er óvíst. Líklegt er, að mörg þeirra eigi rætur að rekja til útlends kirkjusöngs frá ka- þólskri tíð, jafnvel frá tímum hinna fyrstu biskupa á íslandi, en mörg þeirra eru vafalaust samin af Íslendingum. En hvort sem heldur er, þá eru þau, í þeirri mynd, sem varðveitzt hefir rammíslenzk, eltt af því íslenzkasta, sem ís- lenzka þjóðin hefir eignazt, (kannske að undanteknum rímnalögunum), því að hún hefur elskað þau, mótað og fágað, og gefið þeim svip af sjálfri sér, lagt í þau anda sinn, hug og hjarta. Því miður skildu þeir menn sem á 19. öld hófust handa um söngkennslu á Islandi, ekki þá þýðingu, sem þessi „undar- legu“ lög höfðu haft fyrir líf þjóðarinnar á þrengingatím- um hennar. Þeim fannst þau ekki koma heim við þær söng- fræðireglur, sem þeir lærðu af Sigurður Þórðarson tónskáld útlendum bókum, og dæmdu þau þess vegna ,vitlaus“ og ó- merkileg. Nú skyldi þjóðin læra betri sönglist. Út voru gefnar bækur með útlendum lögum, eínkum þýzkum. Þau voru mjög áheyrileg og það var talið „fínt“ að syngja þau. Þau voru tekin upp í kirkjun- um, en gamla fólkið, sem dáði og elskaði „gömlu lögin“, bar harm sinn í hljóði. Það raulaði gömlu lögin í heimahúsum, en smám saman féll það í valinn, og færri og færri kunnu að syngja þessi fornu lög. Þegar leið að aldamótum, fóru ýmsir að hugsa um það, að líklega væri það skaði, að láta þessi lög hverfa alveg úr lífi þjóðarinnar. Var þá farið að skrifa þau upp eftir gömlu fólki, sem ennþá kunni meira eða minn af þeim. Aðal-for- ustu í því að safna þeim hafði hið ágæta tónskáld og fræði- maður séra Bjarni Þorsleins- son. Hann safnaði einnig miklu af rímnalögum og hvers kyns þjóðlögum öðrum. Og nú rann upp fyrir mörgum sá sannleikur, að íslenzku þjóð- lögin voru ekki aðeins ein- kennileg og undarleg, heldur höfðu þau engu síður að geyma frábæra fegurð og and- lega auðlegð og voru þannig sambærileg við bókmenntaauð þjóðarinnar. Enginn getur nú gert sér hugmynd um það hversu mik- ils þjóðin hefur farið á mis við það, að rokið var til að inn- leiða hér útlend lög og útrýma „gömlu lögunum“ í stað þess að byrja á að skrifa þau upp og rannsaka, kenna fólkinu að syngja þau fallega, raddsetja þau í samræmi við þeirra eig- ið tónlistareðli. En betra er seint en aldrei, og ég vil hvetja alla unga sem gamla, til að hlusta vandlega á Pass- íusálmalögin í útvarpinu á kvöldin. Kynni þá einhver að kannast þar við rödd íslands, þá rödd, sem á að hljóma öll- um öðrum hærra í brjósti sér- hvers íslenzks manns. Það þykir mér galli á söngn- um í útvarpinu, að eigi er sungið nema eitt vers á undan lestri og eitt á eftir. Annars álít ég, að bezt færi á því, að sálmarnir væru sungnir allir, en lestrinum sleppt. Væri þá bezt að syngja fyrst nokkur vers einraddað með orgeli, áð- ur en lagið er sungið marg- raddað, og mundi það flýta fyrir skilningi fólks á þessum undursamlegu, djúpu og fögru lögum. Áskell Snorrason. Úr Þjóðviljanum. Stórtíðindi Kirkjumálaráðherra, Bjarni Benediktsson, hefur nú lagt fram á Alþingi, frumvarp þess efnis, að þjóðkirkjunni verði afhentur Skálholtsstaður til eignar og umráða auk einnar milljónar króna framlags úr ríkissjóði árlega. Og má verja því svo sem biskupi og Kirkju- ráði þykir bezt henta. Taki þetta gildi við vígslu Skál- holtskirkju í sumar. Er þetta í samræmi við sam- þykkt síðasta kirkjuþings. Lítur út fyrir að frv. þetta verði samþ. greiðlega á Al- þingi. Hitt er ekki síður gleðilegt, að margir — ef ekki flestir Alþingismenn — vilji endur- reisa biskupsstól í Skálholti sem allra fyrst. Þarf ekki að draga í efa á- huga kirkjunnar manna á því — svo vonandi dregst það ekki lengi úr þessu. Hefði verið ^æskilegtst að sú framkvæmd gæti orðið samferða vígslu kirkjunnar — svo að hún og staðurinn fengju sína fullu prýði. Kirkjuritið Bæn Er ekki sjónin djásn og heyrnin gersemi, eða málið dýrindi? Ó, Drottinn, fyrirgef mér vanþakklæti mitt og tak þú vægt á sljófleika mínum, að ég skuli ekki meta þessar gjafir þínar að verðleikum! Örlæti þitt hefur villt mér sýn og þessir hlutir standa mér of nærri til þess að ég komi auga á þá. Þú úthelltir yfir mig blessun þinni án þess að ég gæfi því gaum. En nú vil ég þakka þér og lofa þig og vegsama þig sakir þinnar ómetanlegu gæzku. — Thomas Thraherne. Kirkjuritið Gjöf skal gjaldast ef vinátta á að haldast. Hvað elskar sér líkt.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.