Lögberg-Heimskringla - 11.04.1963, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 11.04.1963, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIM SKRINGLA, FIMMTUDAGINN 11. APRIL 1963 GUÐRÚN FRA LUNDI: ÖLDUFÖLL Skáldsaga „Ekkert skil ég í þér að láta stelpuna eyða tíma og pen- ingum í þennan bölvaðan ó- /þarfa. Hvað ætlar hún eigin- lega að gera með þetta? Bless- uð láttu þetta undir pottinn eða ketilinn, sama er mér, bara að það fari frá augunum á mér“. „Nei, láttu nú ekki svona, Herdís mín“, sagði Friðrika. „Þetta ætlar hún að hafa á kommóðum og skápum til prýðis. Slíkt er nú að verða alsiða. Okkur hefði þótt gam- an að læra þetta, þegar við vorum ungar“, „Kannske þér. Þú ert svodd- an hégómi. En mér hefði aldrei dottið slíkt í hug. Það þótti gott að læra að sauma algeng- ustu flíkur utan á sig hérna í eina tíð. Það vár heldur skyn- pamlegra en þetta dútl. Hvað ætlar þú eiginlega að gera úr henni? Líklega verður hún ein af frúnum í Höfðavíkinni. Ætli þið lendið þar ekki öll að lokum í þessari Höfðavík. Hún er svo sem nógu blómleg möl- in þar til að lifa á henni“, rausaði konan frá Litlu- Grund. „Það er ekki gott að vita, hvar við lendum að lokum“, pagði Friðrika með góðlátlegu brosi. „En nú ætla ég að koma pieð kaffi handa okkur. Kann- ake við getum þá talað um eitthvað, sem þér geðjast að. Ég heyri, að ekki liggur vel á þér núna“. „Sízt er nú að furða“, sagði Herdís. „Líklega hefði þér orð- ið þungt í skapi, þó að þú sért sjálfsagt skapminni en ég, ef gonur þinn hefði komið heim eins útleikinn og Hrólfur var í gær. Storkinn af blóði með •bólgið nef og stóra kúlu á enninu. Þvílíkur fantur, sem hann hlýtur að vera, þessi strákfjandi. Vilt þú ekki láta þessa dóttur þína fara að hella á könnuna og koma með kaff- ið. Ég þarf margt við þig að tala, svona undir fjögur 9ugu“. Heimasætan stóð upp með talsverðum merkissvip. „Ég skil nú ekki í því, að vinnukonurnar séu til annars en hella upp á könnuna", sagði hún og fór fram. „Talaðu um það við hana Gunnvöru, góða mín“, kallaði móðir hennar á eftir henni. „En hin? Á hún að sofa í allan dag eða hvað? Ég hef hugsað mér að tala við hana, •drósina“, rausaði Herdís gamla. „Þú lætur vinnukon- urnar ráða sér sjálfar, og þarft svo að hafa fullan bæinn af þeim. Hvernig skyldi ég geta komizt af með Brynku eina. Og aldrei hef ég orðið vör við ,annað, en að við réðum við ,annríkið hjá okkur“. „Þið eruð svoddan víking- ar“, sagði Friðrika. „Mér var kennt að vinna með verkfærunum, en ekki styðja mig við þau eða horfa á þau. Gunnvör þeysir aftur og fram og út og suður um sveitina á hverjum sunnudegi yfir sláttinn. Ég gæti trúað, að þún væri heldur duglítil á mánudagana. Hina hafið þið víst algerlega í traföskjum. Hún sést næstum aldrei“. „Hún er hér öllum ókunnug og hefur aldrei óskað eftir að kynnast nágrönnunum nánar“, sagði Friðrika. „Hitt er satt og rétt, að ég hef hlíft henni. Hún er þreklítil. Hefur verið ákaflega heilsutæp alla sína ævi“. „O, læt ég það nú vera. Okk- ur hefur sýnzt hún fá að vinna engu síður en Gunnvör“, sagði Herdís. Friðriku þótti innilega vænt um, þegar maður hennar kom inn og kastaði kveðju á grann- konu sína. Hægri hönd hans var enn í reifum. „Þú hefur farið að prísa góða veðrið og færið, Herdís mín“, sagði hann vingjam- lega. „Það er nú samt ekki vanalegt, að þú skreppir á aðra bæi“, bætti hann við. „Það ber nú fleira við en þáð, sem vanalegt er hér á þessum bæjum. Ekki hefur það víst heyrzt fyrr, að menn komi skaðmeiddir heim, þó að þeir gangi til næsta bæjar“, anzaði hún með sömu þykkj- unni og áður. „Það kemur varla fyrir í okkar tíð“, sagði Bjarni. „Þú segir það. Ég veit nú samt ekki betur en að ég hafi þurft að hafa heita bakstra við hálsinn og .eyrað á Hrólfi mín- um í alla nótt. Svoleiðis lék þessi vinnumaður ykkar hann, þessi ósómi og hrotti sem hann er, hrein og bein skömm fyrir heimilið þitt“, hvæsti Herdís. „Nú, var hann svona hart leikinn“, sagði Bjarni hógvær. „En ég verð nú að segja eins og satt er, að þetta var nauð- vörn. Annars hefði Hrólfur þryggbrotið hann. Og það ótt- aðist ég á tímabili“. „Ég get nú svona hugsað mér, að Hrólfur minn hafi tekið á honum, þá loksins hann komst að honum. En það ætlaði víst ekki að ganga vel. Hann beitti alltaf hnefunum, strákkvikindið“, sagði hún. „Hann er náttúrlega alvan- ur að slást. Hefur lært það af Norðmönnunum", sagði Bjarni. „Og þú stóðst hjá og gerðir ekkert til þess að hjálpa góð- um nágranna þínum“, sagði Herdís gremjulega. „Hvað skyldi ég svo sem hafa getað með annari hend- inni“, sagði Bjarni. „Enda datt •mér ekki í hug, að Hrólfur yrði hjálparþurfi, þetta heljar- menni. Ég bað Bensa að hætta, þegar ég sá, að Hrólfur bar lægri hlutann. Og það gerði hann strax. En hvað þeim hef- ur farið í milli áður en ég kom út, veit ég ekkert um. En Bensi hefur ekki þurft neina bakstra við sig“. Friðrika kom inn með kaffi á bakka og setti hann á borðið og bað gest sinn að gera svo vel. „Ég er nú að vona að þú verðir rólegri, þegar þú hefur drukkið kaffið með okkur“, sagði Hún og settist við hlið manns síns við borðið. „Já, einmitt það“, hnussaði í Herdísi. „Þú heldur, að það standi ekki dýpra en það í huga mínum, sem gerðist hér í gærkvöldi, að kaffiskólpið þitt muni gera það gott“. „Þú getur ekki kennt okkur um þetta, Herdís mín“, sagði Bjarni. „Við tókum Hrólfi eins og vanalega. Og hann fór að spila við okkur“. „Og tapaði“, greip Herdís fram í. „Og það þolir hann alls ,ekki“. „Slíkt er engum hægt að kenna. Við spiluðum svona eins og vanalega. En það var eins og hann hefði ekki hug- ann við spilin. Hann mundi jafnvel ekki, hvað hann hafði sagt stundum", sagði Bjarni. „Allt út af þessari stelpu- skepnu, sem hingað er komin á heimilið til ykkar. Hann get- ur ekki hugsað um annað en hana. Þvílík fásinna í þessum ungdómi nú á dögum. Ekki gekk það svona til á mínum uppvaxtarárum, að efnaðir og álitlegir menn væru að eltast við einskisnýtar vinnukonu- kindur, sem þar að auki teldu sig of góðar handa þeim“, sagði Herdís og tók kaffiboll- ann eftir margítrekuðu boði Friðriku, lét nokkra sykur- mola í hann og hrærði svo harkalega í, að kaffið skvett- ist út yfir barmana. „Ég vona að kaffið sé gott', sagði Friðrika. „Ég bað Gunn- ,vöru að láta vel á könnuna. Vissi sem var, að þú kærðir þig ekki um bráðónýtan uppá- helling". Herdís saup á bollanum. „Það er hægt að kalla það drekkandi. Meira er það nú ekki“, sagði hún. „Mér þykir það allt of sterkt“, sagði Bjarni. „Ég held að ég verði að blanda það vatni, annars fæ ég fyrir hjartað“. „Já, svona. Ekki veit ég til hvers er þá að vera að láta eitthvað i pokann. Það mætti þá alveg eins drekka úr bæj- arlæknum", sagði Herdís. Samt drakk hún þrjá bolla og virtist talsvert hressari. „Ojæja“, dæsti hún, þegar því var lokið. „Nú langar mig til þess að tala við hana, þessa vinnukonu ykkar, undir fjög- ur augu. Ef hægt væri að láta hana sjá og skilja, hversu hún er að kasta frá sér. Þetta flón! Hefur hún aldrei minnst á þetta við ykkur eða þið við hana?“ „Nei, við erum alveg ófróð um, hvað henni stendur til boða“, sagði Bjarni. „Hefur •sonur þinn beðið hennar eða hvað?“ „Það er víst áreiðanlegt“, hnussaði Herdís. „Hefði ég haft hugmynd um það, skyldi ég hafa reynt að koma fyrir hana vitinu“, sagði Friðrika, án þess þó að hug- ur fylgdi máli. „Hún ætti þó að gæta að hverju hún slepp- ir“. „Hún hugsar sjálfsagt lítið um giftingu, sízt í sveit. Hún er alin upp í kaupstað og hefur sáralítið vit á sveitabúskap“, sagði Bjarni. „Það mætti nú líklega kenna henni það“, sagði Herdís. Hjónin fóru fram úr húsinu. Friðrika kallaði á Siggu og sagði henni, að Herdís vildi tala við hana. „Verður þú ekki inni líka?“ sagði Sigga. Hún vænti sér góðs af návist hennar. „Nei, það kemur mér lítið við, sem hún ætlar að tala við þig“, sagði hún og brosti háðs- lega. Ekki þurfti að vænta mikill- ar hjálpar úr þeirri átt, hugs- aði Sigga. Bjarni var mikið skárri. Hann klappaði henni á öxlina og sagði: „Vertu bara hugrökk. Ég skal verða hérna fyrir framan og koma inn fyrir, ef ég álít að þess þurfi. Láttu hana ekki hræða þig til þess að taka bónorðinu". Það jók henni kjark að vita, að Bjarni ætlaði að vera fyrir framan hurðina. Hún gekk inn fyrir og reyndi að bera höfuð- ið jafn hátt og vanalega. Hún heilsaði svo Herdísi með handabandi. „Vildir þú tala við mig?“ spurði hún. „Já, ójá. Mér datt í hug að spyrja þig, hvort þú vildir fara til mín sem vinnukona á næstu krossmessu", sagði Her- dís ekki óhlýlega. Siggu létti talsvert um andadráttinn. „Ég er búin að ráða mig út í Höfðavík næsta ár“, sagði hún. „Ég finn, að sveitavinnan á ekki við mig. Ég er líka heldur léleg við hana“. „Þú hefur víst unnið hérna, ekki síður en Gunnvör, þetta sumar. Ég hef talsvert fylgzt með þér. Það væri líklega heldur hollara fyrir' þig að borða kraftfæðuna í sveitinni og safna ofurlitlu utan á beinapípurnar á þér, heldur en lifa hálfgerðu sultarlífi út í kaupstað“, sagði Litlu- Grundarhúsfreyjan, sem nú var farin að rigsa fram og aftur eftir gólfinu eins og stygglynd gæs. „Ég býst við, að það væri auðvelt að fá þeim vistarráðum riftað. Segðu mér bara, hvað þeir heita, þessir væntanlegu hús- bændur þínir. Ég skal svo semja við þá“, sagði digra mamma á Litlu-Grund. „Þess gerist engin þörf“, sagði Sigga. „Ég ætla mér ekki að vera í sveit, nema þetta ár“. Hún sneri sér til dyra í þeirri von, að samtalinu væri lokið. En Herdís færði sig á milli hennar og dyranna. „Hvað heldur þú eiginlega að þú sért, kindin mín?“ sagði hún, og skerpti nú heldur röddina. „Þú lætur sem þér standi aldeilis á sama, hvort þér býðzt ríkt mannsefni. Bara snýrð upp á þig eins og þú værir einhver hefðardama, sem gæti valið úr karlmönn- unum. Allslaus stúlka ætti að vera svolítið skynsöm, þegar lánið hlær svona við henni Hvað hefur þú eiginlega út á son minn og heimili hans að setja? Reyndu að atfhuga mál- ið betur áður en þú snýrð upp á þig“. Batnandi manni er bezt að lifa. NÆRFÖT - SOKKAR - T-SKYRTUR Service - Satisfaction Your Federal Grain Agent welcomes the opportunity to discuss the follow- ing with you: GRAIN CEREAL GRAIN SEED MALTING BARLEY COAL SELECTED OATS AGRICULTURAL CHEMICALS OIL SEEDS—Rapeseed, Mustard Seed 13

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.