Lögberg-Heimskringla - 18.04.1963, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 18.04.1963, Blaðsíða 1
Slofnað 14. Jan., 1888 Stofnuð 9. sept., 1886 77. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 18. APRIL NÚMER 16 Forsætisráðherra Kanada Hörmuleg slys Hermannaatkvæðin breyttu úrslitum kosninga mánudags- ins þannig að Liberalar unnu tvö kjördæmi og hafa nú 130 en Conservative flokkurinn tapaði tveimur og hefir nú 94, ennfremur hafa sex Social Credit þingmenn í Quebec tilkynnt að þeir muni fylgja Liberal flokknum að málum á þingi, það virðist því öruggt að Lester B. Pearson verði orðin forsætisráðherra Kan- ada innan fárra daga, viljum við því rekja að nokkru feril hans. Lester B. Pearson er fæddur í Newtonbrook í nágrenni við Toronto 23. apríl 1897. Faðir hans er Mepódísta prestur og eins og títt er með presta þeirrar kirkju dvelja þeir ekki lengi í hverju prestakalli og ólzt hinn tilvonandi forsætis- ráðherra upp á mörgum stöð- um í suðurhluta Ontario, en ekki virtist það koma að sök hvað skólalærdóm hans snerti. Hann var í öðrum bekk Tor- onto háskólans þegar fyrri heimsstyrjöldin skall á, og gekk í herinn 1917, þjónaði í honum til 1919. Félagar hans í hernum gáfu honum viður- nefnið Mike. Hann lauk síðan námi við Oxford háskólann og tók mik- inn þátt í íþróttum á þeim árum, og eins eftir að hann varð kennari við Toronto há- skólann. Hann kvæntist ein- um af nemendum sínum, Miss Elspeth Moody frá Winnipeg. Mr. Pearson las mikið í sagnfræði og um alheimsmál á þessu tímabili. Þrjátíu og tveggja ára áð aldri gekk hann undir Civil Service próf og tók til starfa í utanríkis- ráðuneytinu í Ottawa. Hann ávann sér tiltrú og var sendur sem fulltrúi Kanada á ráð- stefnur í Washington, The Hague, London og víðar. Hann var skipaður í tvær mikilvæg- ar rannsóknarnefndir, og fyr- ir störf hans í Stevens Royal Commission on Price Spread var hann gerður Officer of the British Empire og honum veittir 1000 dollarar. Árið 1938, eftir sjö ára þjónustu í Utanríkismála- ráðuneytinu í Ottawa var hann sendur til London til að hafa samband við ráðuneyti Bretastjórnar og fylgjast með því sem var að gerast í Evrópu, fyrir hönd Kanadísku stjórnarinnar. Hann var þar á stríðsárunum til 1941 og var þá fenginn til að fara til Washington og skipaður sendi- herra Kanada til Bandaríkj- anna. Hann var ráðgefandi Kana- dísku sendinefndarinnar í San Francisco þegar Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar, og var formaður tveggja mikil- vægra nefnda S.þ. — Þegar Louis St. Laurent varð forsætisráðherra Kanada 1948, bauð hann Mr. Pearson utanríkisráðherra embættið. Mr. Pearson náði kosningu í Algoma East í norðvestur Ontario, og hefur síðan verið endurkosinn í því kjördæmi sex sinnum. Á árunum 1945—1957 varði hann tíma sínum og kröftum að mestu í þágu Samein- uðu þjóðanna. Hann vaf for- maður Kanada sendinefndar- innar samfelt á níu þingum S.þ. og tók virkann þátt í mörgum mikilvægustu málun- um, sem lögð voru fyrir þing- ið; var formaður nefndarinnar er skipulagði skiptingu Pale- stínu og stofnun ísraelsríkis. Hann var og í þriggja manna nefnd S.þ. er kom til leiðar vopnahlé í Kóreu. Hann átti og mikinn þátt í að miðla mál- um í Súezdeilunni og hafði forustu í að stofna Emergency Force Sameinuðu þjóðanna. Stjórnarvöld Breta og Frakka hafa opinberlega viðurkennt og þakkað þetta afrek hans. Árið 1952 var Mr. Pearson kjörinn þingforseti Samein- uðu þjóðanna og tvisvar var hann útnefndur Secretary- General (1946 og 1953) en Sov- ietríkin beittu veto rétti sín- um í bæði skiptin gegn hon- um. Eitt af hans mestu áhuga- málum er varnarbandalagið, NATO, enda var hann einn af þeim er átti frumkvæði að stofnun þess. Það mun ekki ofmælt að Lester B. Pearson er heims- kunnur fyrir störf sín fyrir Sameinuðu þjóðirnar og NATO; hann var sæmdur Nobel friðarverðlaunum 1957 og hefir verið gerður heiðurs- doktor við tuttugu og f jóra há- skóla, þar á meðal Oxford, Manchester, Yale, Harvard, Princeton, Toronto og Laval. Eftir að Liberal stjórnin í Kanada féll 1957 og Mr. St. Laurent sagði af sér forustu flokksins var Lester B. Pear- son kjörinn formaður. Flokka- pólitík var honum framandi og þótti forusta hans bágborin á þingi og ekki tók betra við þegar gengið var til kosn- inga eftir nokkra mánuði. Conservative flokkurinn und- ir forustu John Diefenbakers vann 208 sæti af 265, þann mesta kosninga sigur er sögur fara af í Kanada. Lester B. Pearson er ekki áheyrilegur, hinsvegar heill- aði John Diefenbaker kjós- endur með mælsku sinni, og sat nú stjórn hans við völd í fjögur ár. Mr. Pearson byggði smámsaman upp Liberal flokkinn á ný og þegar gengið var til kosninga í júní 1962 náði Conservative flokkurinn ekki hreinum meirihluta og fékk litlu ágengt á þingi, og var því efnt til kosninga á ný í þessum mánuði og er öllum kunnugt um úrslit þeirra. Ef til má segja að Mr. Pearson sé ekki mikill ræðu- maður en sá hæfileiki er ekki einhlýtur. Mest er um vert að hann fái í lið með sér hæfa menn, sem hann getur treyst og sem leggja fram alla sína krafta þjóðinni til velferðar og framgangs. Hjólpið fötluðu börnunum Please be generous to the Easter Seal Fund that helps crippled children. Nearly a thousand handicapped children are dependent upon the fund this year for the treatment and training they need to help them grow into contented and useful adults. Contributions go to your local committee or to Box 2000, Winnipeg. Dagblöðin og útvarpið skýrðu frá þeim hörmulegu tíðindum í fyrri viku, að tuttugu og fimm íslenzkir sjómenn hefðu farist við strendur íslands, og svo barzt sú sorgarfregn á páskasunnu- dag að íslenzk flugvél með tólf manns innanborðs hefði hrapað nálægt Osló og engin komist lífs af. Sjóslysin, fréttirnar um þau eru fremur óljósar. Eins og kunnugt er, hefir verið ein- muna veðurblíða á íslandi undanfarna mánuði og" ó- venju miklar stillur, en á þriðjudaginn 9. apríl gerði skyndilega hið mesta óveður og ofsarok á hafinu. Fimm smáir fiskibátar við norður- land, sem voru að leita til hafnar fórust og drukknuðu þar níu manns. Önnur fregn hermir að aðrir sex fiskibátar hafi’farist og að minnsta kosti sextán menn af áhöfnum þeirra hafi drukknað. Flugslysið. Ein af Vickers Viscount flugvélum, Iceland- <) air (Flugfélags íslands) var á sínu vikulega flugi frá Kaup- mannahöfn með viðkomu í Osló og Bergen í Noregi á heimleið til íslands. Venju- lega eru um 40—50 farþegar, en vegna páskahátíðarinnar voru aðeins sjö farþegar í þetta skipti, auk hinnar fimm manna áhafnar. Þegar flug- vélin var að nálgast Fornebu flugvöllinn nálægt Osló, stakkst hún skyndilega niður á skógivaxna hæð, blossaði upp og brann til agna, með öllum innanborðs. Þegar kom- ið var að, var ekki hægt að greina nokkurn hlut utan lít- inn rauðan tréhest — barna- leikfang, ekki er þó talið að börn hafi verið á flugfarinu. Anna Borg, hin fræga ís- lenzka leikkona, eiginkona Paul Reumarts, forstjóra konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn var ein af farþegunum. Annar farþegi var þjóðverji og hinir Danir og íslendingar. Flugmennirn- ir fimm voru íslendingar. Mér líður vel, takk! (Þýð. Höf. ókunnur) Það gengur hvorki eitt né annað að mér, eg er alfrískur maður, sem betur fer; en berst þó við gigt í báðum hnjánum, er blestur á máli, eins og skrjáfi í trjánum æðin er slök, og að blóðleysi eg bý, en bara líður þó vel fyrir því. Eg fékk mér spelkur á fótasig; að fara út á götuna kvaldi mig, og sofið eg get ekki nótt eftir nótt, sem nýr þó hvern morgun eg klæðist skjótt. Minnið er bilað og höfuðið halt; en heilsan er prýðileg, þrátt fyrir allt. En meiningin, þér að segja, er sú, við séum að eldast, eg og þú, og betri er sá maður, sem brosað gat, þó bent væri á hann sem dauðans mat. Endur eg veit að mín æska hvarf, og allt er nú horfið lífs míns starf. Það veldur þó brosi, en vekur ei mein, að vita að minningin lifir ein. „Ellin er sólskin“, mér sagt var frá, samt finnst mér vafi þessu á; tennurnar, augun og eyrun þá ofan í skúffu eg leggja má, á sérhverju kvöldi. Við sjálfan mig eg segi: „Er ei fleira laust við þig?“ í æskunni á skónum rauðu eg rann, í rjáfrið þá sparkaði og gleði fann, og bláu skóna þá fljótt eg fékk, þá fjallvegu marga nótt eg gekk; en nú eru skór mínir svartir af sor: á sígandi göngu eg blæs við hvert spor. Er vakna eg á morgni, eg átta mig á yfirskrift dauðsfalla gærdegi frá. Sé mitt nafn ekki þar, þá víst er eg hér enn; svo árbít eg fæ mér og legg mig senn. S. E. Björnsson.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.