Lögberg-Heimskringla - 18.04.1963, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 18.04.1963, Blaðsíða 6
GUÐRÚN FRÁ LUNDI: ÖLDUFÖLL Skáldsaga „Ég set ekkert út á hann, því síður út á heimilið hans, sem ég hef aldrei séð og býst aldrei við að sjá, því að það kemur mér ekkert við, hvernig það lítur út. Ég mun aldrei giftast þeim manni, sem mér þykir ekkert vænt um, hvernig sem hann lítur út og hversu myndarlegt, sem heimili hans kann að vera“, sagði Sigga og svitnaði við að tala. „Ég hef átt kærasta í draumum mínum, síðan ég var unglingur. Honum einum ætla ég að giftast“. Herdís hló dimmum hlátri einhvers staðar langt niðri í hálsi. „Hef ég nú aldrei heyrt annað eins“, sagði hún. „Ertu geðveik eða nautheimsk, skinnið litla?“ „Ég vona að ég sé hvorugt“, sagði Sigga. „Jæja, hættu þá öllu draumarugli og snúðu þér að því, sem í vökunni er að ger ast. Komdu til okkar í vor. . Ég mun reyna að verða þér sæmileg, vegna Hrólfs, þó að ég þykist sjá, að heldur lítið sé í þig varið. Þennan drauma- mann þinn skalt þú láta sigla sinn sjó. Það er ólíklegt, að þú sjáir hann nokkurn tíma í vökunni, enda gerir það sjálf- sagt ekki mikið til, skinnið“. „Heldur þú kannske að þetta sé eintóm ímyndun?“ sagði Sigga. Hún þóttist sjá, að ekkert þýddi að tala við kerlingar- flagðið á neinu líkindamáli. „Ég verð þá að segja þér eins og er, að ég er trúlofuð og get þess vegna ekki tekið hinu góða tilboði þínu, þó að mig langaði til þess, sem alls ekki er. Hann ætlar að taka mig að sér, án þess að láta skína í það, að lítið sé í mig varið, þó að hann hafi sjálf- sagt séð það fyrir löngu, að hann tekur mikið niður fyrir sig“. „Kannske þú vildir segja mér, hvað hann heitir þessi kærasti þinn?“ sagði Herdís. „Ég sé ekki, að þess gerist nein þörf“, sagði Sigga. Hún var orðin kófsveitt af áreynslu við að koma þessari játningu út yfir varirnar. „Þér má víst standa á sama um, hvað hann heitir“. „En það er ekki víst að Hrólfi mínum standi á sama. Gæti hugsað, að hann hefði ekkert á móti því, að tala við þann náunga“, sagði Herdís með ógnandi röddu. „Mér finnst að Hrólfi komi það ekkert við, hvað kærast- inn minn heitir. Hann hefur áreiðanlega ekkert spillt fyrir honum, því að eins og ég sagði þér áðan, erum við búin að vera trúlofuð í mörg ár' sagði Sigga. „Svo vona ég að þessu samtali sé lokið“. Sigga þokaði sér nær hurð- inni og greip um hurðarhún- inn, en Herdís þreif utan um úlnlið hennar svo fast, að hana sárkenndi til. „Svaraðu mér, kindin mín, eða ég herði betur á takinu“, hvæsti hún á milli tannanna framan í hana. „Er það kann- ske þessi vetrarmannsmynd hérna á heimilinu, sem þú ert trúlofuð?" ,Það getur vel verið“, sagði Sigga í þeirri von, að sleppa með það svar, og það varð. Herdís linaði á takinu. „Hann má biðja fyrir sér. Ég segi nú ekki annað“, sagði Herdís. Sigga smaug fram um hálf opnar dyrnar. Hana langaði til þess að kasta því framan í kerlinguna, að hún hefði verið að skrökva þessu öllu, til þess að losna við hana. En hún þorði það ekki. Hún væri vís til þess að koma vaðandi á eftir henni og kyrkja hana í greipum sér. Bjarni bóndi gekk um gólf framan við húsdyrnar og vissi svona hér um bil hvað þær höfðu talað, því að Herdís hafði verið hátöluð. Nú kom hann inn fyrir og sýslaði eitt- hvað niðri í skrifpúlti sínu, sem stóð skammt frá dyrun- um. Herdís gekk í veg fyrir hann og spurði: „Eru þau virkilega trúlof- uð, hún Sigga og strákóþverr- inn hann Bensi?“ „Ekki hef ég séð nein merki þess“, sagði Bjarni. „Hún segir það. En kannske er hún bara að skrökva því að mér. Hún er svo sem vís til þess, því að heimskulega lítur hún út“, sagði Herdís. „Þetta er ómerkilegt vinnufólk, sem þú hefur dregið til þín, það verð ég að segja „Það læt ég vera. Ég hefði ekkert á móti því að fá hann fyrir tengdason. Þetta er dugnaðarpiltur og vel skyn- samur“, sagði Bjarni og glotti sínu glaðlyndisbrosi. „Og kannske þá hana fyrir tengdadóttur?" bætti Herdís við og hló digrum hlátri. „Það hef ég ekki hugsað út í. Hún er víst ekki efni í sveitakonu, en hann er dugn- aðarpiltur að hverju sem hann gengur“, sagði Bjarni. „Þá óska ég þér til ham- ingju með nágrannahyllina, því að varla gleymum við mæðginin á Litlu-Grund því, sem gerðist í gærdag“, sagði Herdís með erfiðismunum og rigsaði fram baðstofugólfið með skýluna og vettlingana í hendinni. Fram í bæjardyrum kvaddi hún Friðriku hús- freyju og Gunnvöru, sem bauðst til þess að fylgja henni, því að tekið var nokkuð að bregða birtu. „Ég fer nú ekki á milli húsa til þess að láta leiða mig, meðan ég hef þessa heilsu“, sagði hún snúðugt. Friðrika húsfreyja andvarp- aði af feginleik, þegar hún gekk úr hlaði. „Ekki er hún alúðleg á svipinn“, sagði Gunnvör. „Fróðlegt að vita hvað þær hafa ræðzt við“. „Hvað skyldi mann varða um það“, hnussaði húsmóðir hennar. Bensi var að telja inn í ær- húsin, þegar Herdís gekk heimleiðis. Hún sendi honum tóninn, án þess að heilsa. „Ekki þætti mér það ósenni- legt, að Hrólfur sonur minn ætti eftir að finna þig í fjöru, þó að seinna verði, lagsmað- ur“. Hann svaraði í sömu tón- tegund og hann var ávarpað- ur: „Ég get verið rólegur og ó- hræddur, meðan hann liggur heima hjá sér með heita bakstra, vesalingurinn. Ann- ars finnst mér, að þeir ættu ekki að vera að troða illsakir við aðra, sem eru þeir garmar að leggjast í rúmið á eftir“. „Ekki vantar þig digurmæl- in. En máltækið segir, að sá hlægi bezt sem síðast hlær. Mundu það, hrappur“, sagði hún ógnandi. | Svo var samtalinu lokið. „Ég þori ekki að hafa hana hérna næsta ár, enda býst ekki við, að hún kæri sig mik- ið um það“. „Láttu þér ekki detta slíkt í hug“, sagði Bjarni. Sigga gekk til baðstofu og heyrði ekki meira af samtal- inu, enda kærði hún sig lítið um það. En það yrði þýðingar- laust að búast við því, að hún yrði lengur en þennan vetur í nágrenni við mæðginin á Litlu-Grund. Nokkru fyrir jól fór Bjarni út í Höfðavík með hest og sleða. Bensi hafði látið það í ljós við hjónin, að sig langaði til þess að vera hjá mömmu sinni um jólin. Og fyrst Guðni bóndasonur var væntanlegur heim á jólunum, bjóst hann við, að hann gæti hugsað um féð með Tona litla í tvo eða þrjá daga. En það vildi Frið- rika ekki heyra, að hann færi að þrælast við fjárhirðingu þann stutta tíma, sem hann yrði heima. Bjarni stakk þá upp á því, að Hallfríður kæmi fram að Grund og sæti þar jólin, og í þeirri von lagði I hann af stað með sleða og hest. svo kom fjárhundurinn stökkvandi í miklum vígamóð heiman túnið. Bjarni talaði til hundsins. Hann kyrrðist og sléttaði úr illskukambinum, þegar hann þekkti málróm Bjarna. Þá sást Hrólfur á ferð- inni heiman frá bænum. Bjarni hægði ferðina, ef ná- granninn vildi eitthvað tala við hann. En hann kallaði einungis á hundinn og sneri svo við heim aftur. Það var eins og allir væru samtaka um, að minnast ekki á þessa óskemmtilegu heim- sókn. En Siggu fannst það liggja í augnaráði húsmóður- innar og Gunnvarar, að hún væri orsök þessarar óvenju- legu misklíðar, sem orðið hafði á milli bæjanna, þó að hún væri jafn saklaus og aðrir á heimilinu, að hafa stuðlað að því á nokkurn hátt. Hún heyrði einn daginn, þegar hún átti leið um bæjargöngin, að Gunnvör gjallaði fram í búri: „Hvað svo sem þurfti Bensi að vera að skipta sér af Hrólfi?" „Það var ágætt, að hann lét hann ekki brjóta fjóshurðina fyrir mér“, sagði Bjarni bóndi. „Hann hefði þó sjálfsagt ekki gert Sigríði neitt, þó að hún hefði opnað hurðina fyrir honum. Mér finnst hún ekki hafa verið neitt sérlega kurteis við hann“, sagði Friðrika. „Auðvitað hefur hún verið dauðhrædd við hann, vesal- ingurinn“, sagði Bjarni. „En bölvaður gikksháttur- inn í henni“, rausaði Gunnvör. „Skyldi hún fá það betra, en setjast í búið á Litlu-Grund, allslaus vinnukonuvesaling- ur“. „Ég held að þú hefðir ekki getað fengið þig sjálfa til þess að þiggja það, þó að þú eigir líklega ekki annað fram undan en að pipra“, sagði Bjarni og hló stríðnislega. „Ég hefði nú sjálfsagt hugs- að mig tvisvar um, áður en ég hefði komið þessu á stað“, sagði Gunnvör. „Hún hefur sjálfsagt ekki álitið, að þessi ósköp þyrftu að koma fyrir, þó að hún vildi hann ekki“, sagði Friðrika. Sigga hlakkaði mikið til komu þessarar hlýlyndu konu, einmitt núna, þegar henni fannst anda köldu að sér frá heimilisfólkinu. ÆTLARÐU AÐ FERÐAST? Hvert sem þú ferð, spara ég þ é r peninga og létti af þér áhyggjum án auka kostnað- •ar. Ég er um- boðsmaður Icelandic Airlmes og allra aðal flug- og skipa ferðafélaga: skipulegg ferðir innanlands og erlendis Ée leiðbeini þér varðandi vega bréf. visa og hótel. ókeypis, og með 30 ára reynslu get ég ábyrgzt ágæta fyrirgreiðslu ARTHUR A. ANDERSON ALL-WAYS TRAVEL BUREAU 315 Horgrove St., Winnipeq 2 Office Ph. WH 2-2535 - Res. GL 2-5446 Það var orðið nærri dimmt, þegar Bjarni bóndi kom utan úr kaupstaðnum með Hall- fríði. Þau sátu bæði á sleðan- um, hlið við hlið, svo að til- sýndar var ekki hægt að sjá annað en að þar færi ein manneskja. Vegurinn lá skammt fyrir ofan túngarðinn á Litlu-Grund. Heima á hlað- inu þar sást fólk á ferli. Og ^penhagen Heimsins bezto munntóbak Subscription Blank NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. 303 Kennedy St., Winnipeg 2. I enclose $6.00 for 1 year □ $12 for 2 years □ subscrip- tion to the Icelandic Weekly, Lögþerg-Heimskringla NAME ADDRESS UMBOÐSMAÐUR LÖGBERGS-HEIMSKRINGLU á ÍSLANDI SINDRI SIGURJÓNSSON póstafgreiðslum. P.O. Box 757, Reykjavík Verð Lögbergs-Heimskringlu er kr. 240 á ári. •H4 NÆRFÖT - SOKKAR - T-SKYRTUR

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.