Lögberg-Heimskringla - 18.04.1963, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 18.04.1963, Blaðsíða 2
? LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 18. APRÍL 1963 Sigrún Lindal — In memoriam — Hannes Jakobsson Lindal F. 20. ágúst 1884 — D. 30. janúar 1957 Þegar við hjónin fluttumst vestur um haf haustið 1928 og settumst að í Winnipeg, þar sem ég var ráðinn prestur við kirkju Sambandssafnaðar, l^ynntumst við brátt ýmsu á- gætisfólki, sem tók okkur með mikilli ástúð. Þar á meðal voru þau hjónin Hannes og Sigrún Lindal, sem bæði eru nú horfin af þessum heimi. Komum við oft á hið glæsi- lega heimili þeirra þar í borg- inni, þegar þau stóðu bæði í blóma aldurs síns, og lífið brosti við þeim. Þangað var yndislegt að koma. Hannes var þá einn af auðugustu kaupsýslumönnum Winnipeg- borgar, mjög vel viti borinn og eftir því góður drengur, Sigrún gáfuð kona og glæsi- leg svo af bar, og börnin vel gefin og efnileg. En af því að Hannes var oft önnum kafinn við störf sín kynntumst við Sigrúnu nokkru betur, og langar mig því til að minnast hennar með örfáum orðum. Hún var fædd að Jaðri í Árnesbyggð í Nýja Islandi 5. maí árið 1892. Foreldrar hennar voru: Gunnlaugur Helgason, landnámsmaður þar, og kona hans Jóhanna Helga Sigurðardóttir, ættuð úr Borgarfirði, dóttir Sigurðar Jónssonar bónda í Vogatungu og víðar og konu hans Guð- rúnar Guðmundsdóttur frá Innsta Vogi á Akranesi. For- eldrar Gunnlaugs voru: Helgi Gunnlaugsson bóndi á Ásláks- stöðum innri á Vatnsleysu- strönd og kona hans Herdís Hannesdóttir frá Hjalla í Ölfusi. Var allt það fólk gervi- legt og góðum gáfum gætt. Dr. Rögnvaldur Pétursson hefur lýst Gunnlaugi þannig í útfararræðu: „Gunnlaugur var gildur meðalmaður vexti, bjartur yfirlitum með dökk- jarpt hár og fagurblá augu. Hann var fríður sýnum með mannúðlegum og vingjarn- legum svip. Skýrleiksmaður og frjáls í hugsun, hreinlynd- ur og hreinhjartaður, glaður og skemmtinn í viðræðum, brjóstgóður og hjálpfús og frábærlega skyldurækinn. Með honum er mætasti dreng- ur á brottu genginn." Móðir Sigrúnar, Jóhanna Helga, var af fátæku foreldri komin, en talin allra kvenna fegurst. Hún ólst að mestu leyti upp hjá vandalausum og varð að vinna fyrir sér frá barnsaldri, en fluttist um tví- tugsaldurinn suður á Vatns- leysuströnd. Þar mun hún hafa kynnzt Gunnlaugi og farið með honum vestur um haf 1885 og giftust þau skömmu síðar. Ekki urðu þó þeirra samvistir langar, því að Jóhanna Helga andaðist 13. september 1895, og tre'gaði Gunnlaugur hana ávallt síðan, unz hann andaðist sextugur að aldri 20. maí 1919. Eignuð- ust þau Gunnlaugur alls fjög- ur börn, en tvö þeirra dóu á ungum aldri. Auk Sigrúnar lifði aðeins einn bróðir, Helgi Hermann, bóndi á Jaðri, dáinn 19. október 1959. Sigrún var þriggja ára, er móðir hennar andaðist, og var hún þá tekin til fósturs af föðurbróður sínum Guðmundi Helgasyni bónda að Fróni í Árnesbyggð og konu hans Önnu Helgu Helgadóttur. Með þeim ólst einnig upp frænka hennar Anna Helga Eiríks- dóttir frá Kárastöðum í Ár- nesbyggð, er seinna giftist Floyd Francis Frisk. Var mjög ástúðlegt með þeim frænkum, enda voru báðar góðum gáf- um gæddar og hinar gervi- legustu meyjar. ólust þær upp við bezta atlæti og menntun. Árið 1908 innritaðist Sigrún í Wesley College í Winnipeg og lauk B.A. prófi frá Mani- tobaháskóla árið 1914. Þá fór hún í Manitoba Normal School og lauk þaðan kennaraprófi árið eftir. Var hún síðan þrjú ór skólakennari í Nýja Islandi og Vatnabyggðum. Hinn 20. marz 1918 giftist hún Hannesi Lindal, hveiti- kaupmanni í Winnipeg, al- bróður Walters Lindal dóm- ara, og var þeirra hjónaband hið ástúðlegasta. Þau eignuð- ust fjögur börn, sem öll eru á lífi: Pearl, gift James Powers, búsett í Los Angeles, Violet (Mrs. R. J. Hamilton), Stock- ton, Calif., Hannes Gunnlaug- ur í Florida og Gaylord Guð- mundur Lindal, í Toronto, Ont., sem báðir eru kaupsýslu- menn. Börnum sínum var hún dásamleg móðir. Á skólaárum sínum starf- aði Sigrún mikið í Ungmenna- f é 1 a g i Unitarasafnaðarins gamla í Winnipeg og var þar hvers manns hugljúfi. Hún tók einnig þátt í ýmsum félagsskap háskólaborgara. Canadian Handicraft, og mörgum félögum ö ð r u m • Seinna starfaði hún í kvenfé- lagi og leikfélagi Sambands- safnaðar í Winnipeg, The Ice- landic Canadian Club og var um fjögurra ára skeið frétta- ritari tímaritsins The Ice- landic Canadian og átti nokk- urn þátt í því ásamt manni sínum að koma því tímariti á fót. Ákaflega var hún vinsæl, hvar sem hún lagði hönd að verki og laðaði alla að sér með gleði sinni og blíðu. Eftir heimsstyrjöldina síð- ari keypti Hannes Lindal hús í Santa Monica, Calif., og dvöldust þau hjónin þar löng- um, þegar þau voru ekki hjá börnum sínum í Toronto, eða annars staðar. Þar ól Sigrún að miklu leyti upp tvö sonar- börn sín. Hannes andaðist í Santa Monica 30. jan. 1957. Árið 1959 fluttist Sigrún til Santurce á Puerto Rico og dvaldist þar fram í desember- mánuð 1962, er hún fluttist aftur vestur á Kyrrahafs- strönd til dóttur sinnar í Los Angeles. En þá kom kallið allt í einu. Hún andaðist, nýkomin vestur, hinn 4. febrúar 1963. Sigrún Lindal er ein af elskulegustu og ógleymanleg- ustu konum, sem ég hefi kynnzt. Það var ekki aðeins að hún væri falleg, ástúðleg í viðmóti og hégómalaus, hún var einnig óvenju vinföst og trygglynd. Þó að kynning okkar yrði ekki lengri en þau fjögur ár, sem við áttum heima í Winnipeg, skrifaði hún okkur eftir það öðru hverju, hvar sem hún var stödd í heiminum. Það gátu stundum liðið nokkur ár milli þess að við fréttum af henni. En einn góðan veðurdag kom bréf, og þá var eins og burtu væri svipt móðu áranna, og frá þeim streymdi sama ástúðin, kátínan og gamansemin, sem gerði hana svo hjartfólgna öllum vinum sínum. Eftir að hún kom til San- turce, skrifaði hún reglulega, og fengum við frá henni mörg og skemmtileg bréf þaðan. Hún hafði merkilega gott vald á íslenzkri tungu. Bréfin voru full af fjöri: „Ég hefði auð- vitað miklu heldur átt að fara til íslands, sagði hún. En að- alástæðan fyrir því, að ég er hérna enn þá er sú, að ég lét setja kælikerfi í húsið. Svo settist ég með bók fyrir fram- an loftsnælduna og hefi ekki nennt að standa upp síðan.“ Þó að Sigrún væri um eitt skeið ævinnar vel á vegi stödd fjárhagslega var hún undar- lega óháð peningum. Hugur hennar snerist um allt annað. Hún kynnti sér ýmsar stefnur í trúmálum og hugsaði mikið um andlega hluti. Hún var eins og gestur og framandi á þessari jörð. Mér fannst eins og hún væri hing- að komin af annarri og feg- urri stjörnu en vorri. Og nú er hún horfin þangað aftur. Guð blessi hana. Benjamín Krisljánsson: Vinum hinna góðu og vin- sælu hjóna, Hannesar og Sig- rúnar Lindal, er áttu heima um langt skeið í Winnipeg, mun þykja vænt um að þeirra sé minnst ýtarlegar en gert hefir verið, og erum við því séra Benjamín Kristjánssyni einkar þakklát fyrir hina fögru minningargrein um frú Sigrúnu. — Þegar Hannes Lindal lézt 1957 minntist rit- stjóri Lögbergs hans nokkrum orðum og sagði meðal annars: „Hannes var hæfileika maður hinn mesti og drengur góður; hans mun væntanlega verða nánar getið síðar“. Vegna ým- issa ástæðna komst það ekki í verk, en séra Benjamín minn- ist hans mjög vinsamlega í grein sinni og leyfum við okk- ur að bæta við stuttum kafla um Hannes heitinn. Við íslendingar höfum jafn- an haft miklar mætur á rit- höfundum okkar og skáldum, lærdóms- og embættismönn- um, og er það eðlilegt með þjóð sem ann bókmenntum og lærdómi. Ef til vill höfum við ekki kunnað að meta að sama skapi þá menn okk- ar, sem haslað hafa sér völl á sviði athafna og við- skipta, þó verða þeir menn, sem bera af á þeim vettvangi að vera gæddir sérstökum gáfum, fyrirhyggju, áræðni og framtakssemi og þeir eiga oft- ast mikilvægan þátt í að efla allskonar framfarir í sínu um- hverfi. Einn slíkra manna, er hæzt báru meðal Vestur-ís- lendinga á því sviði var Hannes heitinn Lindal fé- sýslumaður. Hann var fæddur á íslandi, Húnvetningur í báðar ættir. Faðir hans var Jakob Hanson Lindal, Natanssonar læknis Ketilssonar og Kristínar Þor- varðardóttur, en móðir hans var Anna, dóttir Hannesar Þorvarðarsonar prests Jóns- sonar og Hólmfríðar Jóns- dóttur stjörnufræðings Bjarnasonar. Þau hjónin Jakob og Anna Lindal fluttu vestur um haf um 1887 með börn sín og sett- ust að í Lögberg byggðinni og síðar í Þingvalla nýlendunni. — Hannes hóf nám í barna- skóla byggðarinnar þegar hann hafði aldur til, én þegar hann var ellefu ára vildi það slys til, að einhver á leikvelli skólans, varpaði frá sér trjá- rót og lennti hún óvart á fót- legg Hannesar. Meiðslið greri illa og fékk hann berkla í leggbeinið. Eftir það var hann meira og minna rúmfastur undir læknishendi í Winnipeg til átján ára aldurs. Hann náði nokkurn veginn fullum bata, en bar menjar þessa fótar- meins til dauðadags. Vegna þessa áfalls gat Hannes vitaskuld ekki notið venjulegrar skólagöngu, en hann var bókhneigður og gáf- aður og las mikið sér til gagns. Sjálfsmenntun var lengi Is- lendingum haldgóð og reynist stundum betri en þululær- dómur langskólamenntunnar. Það sannaðist á Hannesi. Tvítugur að aldri hóf hann fasteignasölu í Winnipeg, fyrst í félagi með Árna heitn- um Eggertssyni og síðar upp á eigin spítur og lánaðist hon- um þessi starfsemi vel, en nokkru síðar fékk hann hug- boð um að viðskiptakreppa myndi vera í aðsígi og reynd- ist það rétt, en hann hafði þá selt eða ráðstafað eignum sínum og flutti nú árið 1908 til Leslie, Saskachewan og rak þar um skeið járnvöru- og timburverzlun. Það er víðsýnt þar vestra á hinum miklu sléttum vestur- landsins. Um þetta leyti var mikill innfluttningur fólks frá öllum löndum Evrópu til að notfæra sér frjósemi sléttun- ar. Hinum unga glöggskyggna íslending varð . fljótlega ljóst að aðal framleiðsla innflytj- endanna yrði hveitikorn, enda hlaut sléttan síðar nafn- ið, brauðkarfa heimsins. Hann sá einnig að Winnipegborg myndi verða aðal sölumiðstöð kornframleiðslunnar í Vestur Kanada. Hann flutti því aftur til Winnipeg og stofnaði sitt eigið kornsölufélag, er hann nefndi Columbia Grain Com- pány Limited. Nokkrum ár- um síðar tók hann Pétur Anderson í félag með sér, er þeir nefndu North West Com- mission Company Limited. Síðar, þegar Hannes lét af störfum, seldi hann Pétri sinn hlut í félaginu. Hannes J. Lindal var gædd- ur miklum business hæfileik- um, hann var glöggskygn og fyrirhyggjusamur í viðskipt- um og fésýslumálum; honum var oftast ljóst hvert stefndi í þeim efnum og vissi því fót- um sínum forráð. Hann sá fyrirfram kreppuna 1907; stöðvun í byggingafram- Framhald á bls. 3 Hannes og Sigrún Lindal

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.