Lögberg-Heimskringla - 18.04.1963, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 18.04.1963, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 18. APRIL 1963 7 Hann fæddist hinn febrúar árið 1809, og það átti fyrir honum að liggja að verða einn þekktasti náttúrufræð- ingur, sem uppi hefir verið. En hvað var það fyrst og fremst, sem gerði hann að slík- um vísindamanni? 1 sinni skólagöngu lærði lítið sem ekkert, sem kom ævistarfi hans beinlínis við. Eina prófið, sem hann tók í háskóla, veitti honum rétt til prestsembættis, en skipulagðr- ar kennslu í náttúruvísindum naut hann aldrei. Er hann komst til fullorðinsára átti hann við vanheilsu að stríða, og gat aðeins unnið fáar stund- ir á degi hverjum. Jafnvel þótt hann hefði ekki skrifað sitt merkasta rit, væri nafn hans vel þekkt meðal fræði- manna, en vegna þess að hann reit Uppruna tegundanna, varð nafn hans alþjóðaeign. Þessi bók kom út árið 1859 og fjallar fyrst og fremst um dýra- og jurtafræði. Hún nefn- ir hvergi trúmál, eða hinar fornu hugmyndir um sköpun heimsins. Hver skyldi ætla að svona bók vekti mikla at- hygli? En þó fór það svo, að því umróti, sem bókin olli, mætti helzt líkja við fellibyl, sem fer yfir borg og rýfur húsþökin af. Engin einstök bók, sem út var gefin á öld- inni sem leið hefir skilið eftir sig dýpri áhrif (nema ef til vill Das Kapital eftir Marx). Rit Darwins var skoðað sem árás á kristindóminn, sið- menninguna og grunn þjóð- félagsins. Hún hafði áhrif langt út fyrir líffræði, svo sem á málvísindi, guðfræði og heimspeki. Það er erfitt að sundurgreina þetta viðfangs- efni, og svarið verður jafnan mótað af þeim sem svarar. En eitt er víst,.Darwin var merkilegur maður, sem vert er að kynnast, og það er hæg- ur vandi, því þegar hann var 67 ára að aldri hóf hann að rita ævisögu sína, og er hún þannig rituð, að hægt var að gefa hana út, án þess að brjóta trúnað við nokkurn mann, sem hún nefnir. Höfundurinn skrifar af raunsæi og leitast við að kveða upp réttlátan dóm yfir hverjum einum og á ekkert viðfeldara mat á sjálf- an sig en aðra. Samt sem áður, þegar Francis sonur Darwins gaf ævisöguna út, nokkrum árum eftir dauða föður síns, gerði hann það fyrir þráð- b e i ð n i f jölskyldunnar að sleppa þeim kafla, sem Dar- win hafði ritað um viðhorf sitt til trúarbragða. Nú fyrst fyrir fjórum árum kom ritið út í heilu lagi. Bréfasöfn hans eru líka til á prenti og barna- barn Darwins gaf út bókina „Period Piece“ — sögu tíma- bils — sem heillandi rit um Darwin og ættmenn hans og um lífið í Cambridge á Vik- toríutímabilinu. Bæði faðir Darwins og föð- urafi voru læknar. Afinn var Erasmus Darwin, sem varð sterkefnaður maður, en fyrst og fremst er hann þekktur fyrir að vera afi sonarsonar síns. Þó skrifaði hann nokkur rit um dýrafræði og náttúru- fræði, svo og um heimspeki. Þessi rit þekkti Charles Dar- win auðvitað í æsku, þótt erfitt sé að dæma um áhrifin frá þeim. Róbert faðir Darwins settist að í Norður-Wales og hafði rniklar tekjur af embættis- störfum sínum. Hann kvænt- ist dóttur verksmiðjueiganda og fékk með henni í heima- mun 25 þús. sterlingspund, sem var stórfé á þeim tíma, svo og síðar arf, svo hann varð sterkefnaður maður. Hann reisti sér stórhýsi í Strewbury, og þar fæddist Charles Dar- win, en móðir hans andaðist þegar hann var átta ára gam- all. Drengur hafði því meira ,af föður sínum að segja í upp- vextinum. Faðirinn var vilja- sterkur, nokkuð ráðríkur, en höfðingi í sjón og raun og dáður af börnum sínum. Sama árið var drengurinn sendur í skóla. Kennslan sner- ist nær eingöngu um forn- tungurnar, en Darwin var ekki hneigður fyrir mál, svo skólasafnið varð honum eyði- merkurganga. Þó fann hann þar gróðurbletti. Hann safnaði fáséðum steinum og skordýr- um og rannsakaði fuglalífið. Hann las og nokkuð af skáld- skap, en lagði þá iðju síðar með öllu á hilluna. Faðir Darwins var allt ann- að en ánægður með framför hans í skólanum, svo hann sendi drenginn til háskólans í Edinborg, þar sem eldri bróð- ir hans var að lesa læknis- fræði, og ákveðið var, að yngri bróðirinn skyldi leggja stund á sömu vísindagrein. En hon- um fundust fyrirlestrarnir bæði þurrir og leiðinlegir, sem þeir sjálfsagt líka hafa verið. Og þegar Darwin var í fyrsta sinn látinn vera við meiri háttar aðgerð á sjúklingi kom það í ljós, að skapgerð hans var of viðkvæm fyrir þær þjáningar, sem læknar þeirra tíma þyrftu oft að leggja á sjúklinga sína. Það var lagt að honum að lesa guðfræði í Cambridge og hann samþykkti það. Hann trúði hverjum staf í biblíunni, og sem sveitaprestur mundi hann fá tækifæri til þess að stunda vísindastörf í hjáverk- um. Dvölin í Cambridge varð Darwin ánægjuleg og .minnt- ist hann hennar jafnan með gleði, því þar eignaðist hann vini, sem eins og hann höfðu áhuga á rannsóknum í nátt- úrufræði. Annars taldi Darwin að skólanám sitt hefði ekki orðið sér að beinum notum í þeim rannsóknum, sem síðar urðu hans ævistarf. 22 ára að aldri hafði hann lokið sínu námi. Hann naut lífsins í fullum mæli, átti góða vini og gat farið með þeim í veiðiferðir, en þrátt fyrir allt hafði hann þó enn ekki fundið sjálfan sig. Um sumarið ferðaðist hann um Wales ásamt brezkum há- skólakennara við jarðfræði- rannsóknir, en þegar heim kom úr þeim leiðangri, lá bréf á borði hans, sem átti eftir að breyta öllu hans lífi. Það var hvorki meira né minna en til- boð um að starfa sem vísinda- maður við náttúrurannsóknir í leiðangri kringum hnöttinn. Aðaltilgangur ferðarinnar var mælingar og sjókortagerð. Skipið sjálft lagði brezka flotamálaráðuneytið til. í fyrri ferð hafði skipstjórinn ákveð- ið, að í næsta leiðangri skyldi vísindamaður í náttúrufræði verða með. Henslow háskóla- kennara var boðið þetta starf, en hann átti ekki heiman- gengt, en benti á Darwin í sinn stað, er sú ábending jafnan talin gott dæmi um skarp- skyggni Henslows. Darwin átti að verða gestur skipstjóra, en um kaup var ekki að ræða. Hann var nýkominn frá frænda sínum í París, úr þeirri einu ferð, sem hann fór á ævi sinni til meginlands Evrópu. Síðasta árið í Cambridge hafði hann látið sig dreyma um ferð til Tenariffa, en þangað voru öll sund lokuð. Nú opnaðist aftur á móti allur heimurinn fyrir honum . . . En nú kom bobb í bátinn. Faðir hans neitaði honum um fararleyfi, svo Darwin skrifaði bréf og afþakkaði gott boð, hélt til móðurbróður síns og fór með honum á veiðar. En faðir hans hafði bætt við: „En getirðu fundið vitran mann, sem ég treysti, til þess að mæla með förinni, þá skal ég endurskoða afstöðu mína.“ Móðurbróðir Darwins lagði honum liðsyrði, og förin var ráðin. Hún hófst 27. desember 1831 og endaði 1. október 1836. Skipið hét Sporhundurinn, þrísigld skúta, aðeins 100 feta löng og 240 smálestir, 70 manna áhöfn var á skipinu, og hafði allan búnað í hnatt- siglingu. í þessari ferð þroskaðist Darwin sem vísindamaður og hann gerði athuganir og rann- sóknir, sem komu honum síð- ar að miklum notum. Fræinu var sáð og það spíraði og varð upphafið að Uppruna iegund- anna. En ferðin reyndist ekki ein- tóm skemmtiferð. Skipstjór- inn var þannig skapi farinn, að jaðraði við geðveiki, og svo mátti heita, að frá fyrsta degi ferðarinnar til hins síðasta þjáðist Darwin af sjóveiki. Póstsamgöngur þeirra tíma voru heldur ekki á marga fiska, og margir mánuðir gátu liðið, án þess Darwin fengi fréttir af ættfólki sínu. En sú fræga Dagbók, sem Darwin hélt alla leiðina, ber þessa þó hvergi merki. Athyglisgáfa Darwins var með eindæmum, og það er undravert hvað honum tókst að koma auga á margt og merkilegt, þegar þess er gætt hve litla menntun hann hafði hlotið í landafræði og líffræði. Leiðin lá fyrst til Cap-Verde eyjanna, en á Kanaríeyjum fengu þeir ekki að stíga í land sökum sóttkvíar. Og áfram var haldið til Brazilíu og suð- ur með ströndum Suður- Ameríku. í tvö og hálft ár dvöldust þeir við austur- ströndina, sérstaklega hjá Patagóníu. Falklandseyjum og Eldlandinu. Darwin fékk tæki- færi til að fara marga rann- sóknarleiðangra inn í land, suma sem tóku hann mánuði, en til þeirra fékk hann ferða- styrk frá fjölskyldu sinni. í júní 1834 fóru þeir fyrir suð- uroddann og yfir til vestur- strandarinnar, og þaðan fór Darwin rannsóknarför upp í Andesfjöllin. Hann komst það hátt, að honum varð erfitt um andardráttinn, en hann fékk alla erfiðleika margborgaða með ánægjunni yfir því, að finna steingerfinga þar uppi. — í september 1835 komu þeir til Galapagos-eyjanna og dvöldust þar í mánuð, þaðan til Nýja-Sjálands og Tasman- íu, suður fyrir Afríku og aftur til Brazilíu, og heim til Bret- lands komu þeir loks í október 1836. Mikið verk lá fyrir, að gefa út ferðadagbókina og vinna úr öllu, sem safnað hafði verið í þessum mikla leiðangri. Auk þessa þurfti Darwin öðru að sinna, því hann gekk að eiga frændkonu sína, Emmu Wed- gewood. Ungu hjónin bjuggu fyrst í Lundúnum, en er heilsa Dar- wins tók að bila, fluttu þau sig á friðsælli og heilnæmari stað, til Kent, suðaustur fyrir stórborgina. — Þeim hjónum varð 10 barna auðið, af þeim komust 7 til fullorðinsára. Charles Darwin hlaut aldrei launað embætti, þess þurfti hann heldur ekki með, efna- fólk stóð að báðum þeim hjón- um, og þeim tæmdust miklir arfar. Auk þess græddi Dar- win mikið á bókum sínum. Hann var ekki aðeins hagsýnn, heldur beinlínis fjármálamað- ur, þegar hann á annað borð nennti að sinna þeim efnum. Þar við bættist, að þá var Guð með Gvendi og góð jól í öllum skattamálum í Bretlandi, sem dæmi má nefna það, að árið 1874 voru tekjur Darwins 8.700 sterlingspund, en af þeim greiddi hann aðeins 42 í skatta. Það mundi þykja ve sloppið þar í landi og víðar á vorum dögum. Á skólaárum sínum átti Darwin jafnan við góða heilsu að búa, en heilsa hans bilaði fljótt, en læknar voru ekki á einu máli um sjúkdóm hans. Ekki hefir það bætt um, að í hinum fimm ára leiðangri þjáðist hann stöðugt af sjó- veiki, svo sem áður segir, og auk þess fékk hann hitabelt- issjúkdóm í þeirri ferð. Hann einbeitti sér að vísindaiðkun- um sínum meir en heilsan þoldi. Þetta heilsuleysi þjáði hann í þrjátíu ár, og auðvitað komu þessi bágindi niður á fjölskyldu hans, enda þótt Darwin væri hinn ástríkasti heimilisfaðir. Darwin andaðist úr hjarta- bilun hinn 19. apríl 1882 og var jarðsettur í Westminster iirkjunni, þar sem mörg stór- menni Bretlands hvíla. Úr Lesbók Morgunblaðsins. Aðeins einn steinn á öðrum Stálpaður piltur stóð dag nokkurn og horfði á múrara að vinnu; þeir voru að byggja hús beint á móti heimili hanS. Hann hafði oft áður horft á menn þessa og tekið eftir því, ivernig þeir báru kalk og steina og röðuðu þeim hverj- um ofan á annan eftir kúnst- arinnar reglum. „Þú virðir múrarana fyrir þér með mikilli athygli," mælti faðir piltsins, „langar þig kannski til að verða múr- ari sjálfur?“ ,,Nei,“ svaraði pilturinn, „ég er bara að velta því fyrir mér, hvað einn múrsteinn er lítill, og þó er hægt að reisa stórar byggingar með því að raða hverjum steininum ofan á annan.“ „Satt segirðu," mælti fað- irinn, „og þessu skaltu heldur ekki gleyma, drengur minn! Þannig er það með öll mikil verk. Öll þekking þín er ekki annað en röð af smá-lexíum, sem þú hefur bætt við, hverri á eftir annarri. Ef maður ætl- aði að ferðast fótgangandi um- hverfis jörðina, yrði hann að taka einn fótinn fram yfir annan í sífellu. Líf þitt allt er keðja klukkustunda, þar sem ein bætist við aðra. Dropi við dropa myndar heimshöfin. Af þessu skaltu læra að lítilsvirða ekki smáhlutina. Lærðu einnig að hræðast ekki stórfengleg átök og fyrirætlanir. Stærsta átak verður létt viðureignar, þegar því er deilt niður í smærri einingar, sem eru við- ráðanlegar hver um sig. Þú getur ekki hoppað yfir heilt fjall; en með því að fara skref fyrir skref geturðu komizt að hinni hlið þess. óttastu þess vegna ekki erfiðustu verkefni. Minnztu þess, að heil bygging er ekkert nema steinar, sem hver og einn er lagður ofan á hinn!“ VEÐ KVIÐSLITI Þjáir kviðslit yður? Fullkomin lækning og vellíðan. Nýjustu að- ferðir. Engin teygjubönd eða viðj- ar af neinu tagi. Skrifið SMITH MFG. Company Dept. 234. Preston. Ont. LÖGBERG-HEIMSKRINGLA Eina íslenzka vikublaðið í Norður Ameríku Styrkið það, Kaupið það Lesið það Charles Darwin 12.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.