Lögberg-Heimskringla - 18.04.1963, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 18.04.1963, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 18. APRÍL 1963 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. ' Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man Editor: INGIBJÖRG JÓNSSON EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Próf. Haraldur • Bessason, vice-chairman, Mrs. Ingibjörg Jónsson, sec’y, Dr. Valdimar J. Eylands, Miss Caroline Gunnarsson. Prof. Thor- valdur Johnson, Prof. Tryggvi J. Oleson, Rev. Philip M. Péturs- son. Vancouver: Dr. S. E. Bjömsson. Monireal: Próf. Áskell Löve. Minneapolis: Mr. Valdimar Björnson. Grand Forks: Dr. Richard Beck. Reykjavík: Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri. Akureyri: Steindór Steindórsson yfirkennari. Subscripiion $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 | Authorlzed as second class mail by the Post Office Department, Ottawa. and for payment of postage in cash. DR. RICHARD BECK: Tekur sæti fromorlega ó skáldabekknum Fátt er ánægjulegra, eða fremur vekjandi til frjórrar hugsunar, heldur en það, að fylgjast með ferli vaxandi manns, hvort heldur er í listum eða bókmenntum. Þetta hefir mér orðið ríkt í huga við lestur hinnar nýju ljóðabókar Þórodds Guðmundssonar, Sólmánuður, sem út kom fyrir stuttu síðan á vegum Bókaútgáfu Menningarsjóðs. Þar er áreiðanlega vaxandi skáld að verki. Það leynir sér ekki, beri maður þessa bók saman við fyrri ljóðabækur hans, þar sem mörg ágæt kvæði og vel ort var að vísu að finna, er báru því jafnframt vitni, að skáldinu voru, með hverri nýrri bók, að vaxa vængir um andríki og víðfeðma hugsun, og tök hans á viðfangsefnum stöðugt að verða fastari og markvissari. Eigi að síður ber þessi nýja ljóðabók Þórodds áreiðanlega af hinum fyrri bæði um það, hve kvæðin eru yfirleitt jöfn að gæðum og skáldskapargildi, en þar fara saman málsniild og bragfimi, fágað ljóðform, ósjaldan frumleiki í efnismeð- ferð, og alltaf fögur og göfug lífsskoðun. Öndvegi skipa í bókinni „Ávarp Fjallkonunnar 17. júní 1960“, fagurt kvæði og hreimmikið, en þessi eru upphafs- erindin: Úr myrku djúpi rís ég heið og há með hvelfdan barm og eld í hjartans leyni, blik um brá og bjartan hvarm, hef svanarödd og sumaraugu blá, er sefa harm. I minni höll er alltaf frið að fá og frelsis óð, er huldur landsins hörpustrengi slá við helga glóð. Og þeim, sem hafa ætíð unga þrá, er ást mín góð. Á sömu strengi hjartaheitrar og djúpstæðrar ættjarðar- ástar slær skáldið í ágætiskvæðinu „Móðirin góða“, en þar renna aðdáunin á ættjörðinni, glöggur skilningur á skuld vorri við hana, og eggjanin til frjósamra dáða, í einn farveg. Af skyldum toga spunnin eru náttúrulýsingarnar mörgu í bókinni, sem eru hver annarri betri: — „Straumflétta“ (Við Goðafoss), formfagurt kvæði með seiðmagni undiröldu djúprar tilfinningar. „Blóðberg“, hugnæmt í einfaldleika sínum og innileik, að ógleymdum sonnettunum um efni úr ríki náttúrunnar, er síðar verður getið. Segja má, að kvæðið „Ég heyrði hörpuslátt“ sé sprottið úr sama jarðvegi, heillandi ljóð, þar sem þýður en þó hljóm- mikill bragarhátturinn fellur ágætlega að unaðsfögru við- fangsefninu. Það kvæði er einnig ágæta vel unnið, heilsteypt í bezta lagi, og nýtur sín því aðeins til fulls, að lesið sé í samhengi, en þó freistast ég til að taka hér upp, sem dæmi um bragfimina, fagurt málfar og andríki, eftirfarandi erindi: Ég heyrði hörpuslátt. I heiðið fagurblátt steig hjartans dýri óður frá lofts og lagar hjörð og laufi skrýddri jörð til lífsins miklu móður, jafnt lofgjörð eilífung sem andvörp tregáþung og von hins veika bróður. Það fer að vonum um jafn mikinn ættjarðarvin og þjóð- rækinn, eins og Þóroddur Guðmundsson er, að hann kann vel að meta vorn íslenzka bókmennata- og menningararf, og kemur það fagurlega fram í snjöllu og frumlegu kvæði hans, „Svanir á Másvatni“, en þar hyllir hann, á táknrænan hátt, íslenzk öndvegisskáld að fornu og nýju. Hann hittir einnig prýðilega í mark í kvæðunum um tvö af höfuðskáld- um vorrar samtíðar, þá Jakob Thorarensen („Islenzkt skáld“) og Davíð Stefánsson (,,Fagraskógarskáldið“). Erfiljóðin í þessari bók Þórodds eru einnig fögur og merki- leg, bæði hið hreimþýða og faguryrta kvæði um Þorbjörgu Jóhannesdóttur, og þá eigi síður efnismikil og svipmikil kveðjan til Þorkels Jóhannessonar háskólarektors. Mun öll- um, sem þekktu þann afbragðsmann, þykja lokaerindið sem talað út úr sínum huga: Frá hálfnuðu starfi þú horfinn ert. En heilt var það samt og mikilsvert. Með sigrandi styrk við stig þitt hvert, þú stefndir á hæðstu miðin. Þér geðjaðist ekki hugarhik, en höndlaðir gæfunnar augnablik, unz sannleikans hörgar og Breiðablik þín biðu með lokkandi hliðin. — Á þinni langsóttu lærdómsbraut við landvinning hvern, sem þér féll í skaut, þitt hugrekki óx við hverja þraut. Nú harma þig allir liðinn. Drengileg og þrungin hjartahlýju er hún einnig samúð- arkveðjan fagra, sem skáldið sendi yfir hafið þeim, er þetta ritar, þegar sorgin þunga gisti sali hans. En stórbrotnust kvæðanna í þessari bók, enda lengst og yfirgripsmest um efni, eru vitanlega kvæðaflokkarnir „Skál- holtsljóð 1956“ og „Hásskóli Islands 50 ára“. Bera þau því órækan vott, að mikil hugsun og vandvirkni um ljóðform liggja að baki þeirra, enda lýsa þau ágætri yfirsýn yfir við- fangsefnin, og efnismeðferðin er sambærileg, því að báðir eru kvæðaflokkarnir tilbreytingaríkir um bragarháttu og með sterkum tilþrifum. Má það t. d. segja um kaflann „Þótt kirkjan brynni“ í Skálholtsljóðunum. Hins vegar eru Maríu- versin í þeim ljóðaflokki einkar þýð og hugþekk. Þróttmiklir að hugsun og málfari eru einnig margir kaflarnir í Háskóla- ljóðunum. Hvað minnisstæðastur verður mér þó II. kafli, gullfalla sonnetta um andans arin íslenzkra heimila öldum saman og þá elda þekkingariþrár og sannleiksleitar, sem þar voru kynntir. Sterkur er andlegi og trúarstrengurinn í þessum kvæðum, í ljóðum eins og „Förumunkar“, sem er óvenjulega samfellt kvæði og segir mikið í stuttu máli. í vísunum hjartnæmu „Ráð mitt allt þér fús ég fel“, sem vel mega sálmur kallast, og þá ekki sízt í „Kvæði um Krist“, sem túlkar á einfaldan en lotningarfullan hátt kjarna kenningu Meistarans frá Nazaret. Sömu ættar er hið fagra kvæði „Reynitré", og lýsir lífsskoð- un skáldsins sér ágætlega í lokaerindi þess: Þeir teinar sig löngum teyja hæst í tindrandi birtu og yl og hefja sig Drottins himni næst, sem harma og finna til. Með þrekraunum aðeins þroski fæst við þjáninga djúpan hyl. Önnur ágætiskvæði eru „Himinvangar“, Iþar sem djúp- stæð. fegurðarþrá skáldsins finnur sér framrás í ljóðrænum myndum og táknrænum. „Laugalönd", náskylt að efni og anda, talað beint út úr hjarta skáldsins, og „Þú sagðist", yndislegt kvæði, auðsjáanlega ort til hinnar ágætu konu skáldsins, og mætti hver eiginkona telja sig vel sæmda af slíkri ástarjátningu manns síns. Og þá kem ég að þeim ljóðunum, sem mér þykir hvað vænzt um í þessu kvæðasafni Þórodds, en það eru sonnett- urnar, sem allar eru prýðisvel gerðar, og er sá frægi og fagri bragarháttur þó ekki auðmeðfarinn, jafn hnitmiðaður og hann er. Glögg er sú mynd og hugstæð, sem brugðið er upp af Guð- mundi Arasyni í sonnettunni um hann. Faguryrtar og skýr- um dráttum dregnar eru lýsingarnar í sonnettunum „Aðal- bláber“ og „Valhumall“, en samt held ég að sonnettan „Auðnufugl“ sé fegurst af þeim ljóðum skáldsins í þessari bók hans, þó að erfitt sé að gera upp á milli þeirra, svo vel eru þessar sonnettur ortar að öllu leyti. En sonnettan „Auðnu- fugl“ er á þessa leið: I bjarkar krónu blóðrautt lítið höfuð þitt birtist mér á sólmánaðar kveldi við hvíta glóð frá aftansólar eldi með augu líkt og perlur geislum stöfuð. Á hlýum stað þú áttir egg þín falin sem annazt var af lífs þíns kæru brúði. Hin fleygu ljóð í grænu skógarskrúði af skáldsins kærleik voru fædd og alin. öll söngvaþrá er sólarljósi skyld. Til sigurs gaztu eldvagn hjartans knúið. Þín ást var bundin auðnu þinnar dís. Sem daggir vorsins ljóð þín ljúf og mild mig laugað gátu, hryggð í fögnuð snúið. Hjá þér var alltaf bót við böli vís. Þóroddur Guðmundsson helgar þessi ljóð móður sinni, Guðrúnu L. Oddsdóttur. Það er henni maklegur sómi, því að með þessu ljóðasafni sínu hefur Þóroddur tekið sæti sæti framarlega á bekk ís- lenzkra samtíðar skálda. En Bókaútgáfa Menningarsjóðs á mikla þökk skilið fyrir að gefa út þessi fögru, prýðilega ortu og hugðnæmu ljóð, sem verma og hefja huga lesandans. Fljótshlíðarspjótið er veglegast íslenzkra spjóta Sumarið 1960 fannst spjót austur í Fljótshlíð í bakka Þverár niður frá bænum Kot- múla. Gísli Gestsson safn- vörður hefur unnið að því að hreinsa spjótið sem var mjög ryðgað og rannsaka stíltegund þess, en fagurlegt munstur var á fal þess. Gísli hfeur nú komizt að þeirri athyglisverðu niður- stöðu, að spjótið úr Fljóts- hlíðinni sé sennilega smíðað austur á Gotlandi og mun það vera frá 10. öld. Er þá ein- kennileg tilviljun, að í Njálu er skýrt frá því að Gunnar á Hlíðarenda hafi tekið atgeir sinn af víkingi miklum í Eyr- sýslu í Eystrasalti. Ekkert er hægt að fullyrða hver átt hafi spjótið, sem fannst í Fljótshlíðinni, en það ,er vafalaust veglegast allra spjóta, sem fundizt hafa á Is- Jandi og eigandinn hefur borið það austur í Fljótshlíð á þeim tímum sem Njála gerist. Gísli Gestsson rekur söguna ,af spjótinu í nýjustu Árbók fornleikafélagsins og er mjög ^kemmtilegt að sjá hvernig tókst með ýtrustu varfærni að bjarga spjótinu, en allt að 1 sentimeters ryðhúð var utan á því öllu. Var ryðið ákaflega hart og varð að losa það frá pieð meitlum, borum þjölum pg jafnvel með járnsög, síðan var spjótið þvegið vandlega með eimuðu vatni, fágað og fyllt upp í bresti með kítti úr celluloselakki. Seinast var lakkað yfir falinn. Eftir alla þessa mkilu að- gerð sem Gísli' framkvæmdi kemur svo all hið fagurlega ,munstur á falnum fram. Spjótið er sem fyrr segir sænskt að uppruna frá Got- landi og eru líkust því tvö spjót sem hafa fundizt á Skáni og á Gotlandi. Vísir, 2. marz. Geir Zoega kaupmaður frétti, að maður, sem áður hafði verið í vinnu hjá honum, hefði slasazt suður í Hafnar- firði. Og er hann spurði nánar um atvik, var honum sagt, að höggvizt hafi framan af fingr- um mannsins. Þá sagði Geir: — Það gerði nú ekki svo mikið til, því þeir voru alltof langir.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.