Lögberg-Heimskringla - 18.04.1963, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 18.04.1963, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 18. APRÍL 1963 5 Þorbergur var fæddur Mikley 28. febrúar 1890. Hann var sonur hjónanna Brynjólfs Jónssonar og Katrínar Magn- úsdóttur, voru þau ættuð úr Skaftarfellsýslu á Islandi þau komu til þessa lands árið 1889 og settust að í Mikley, bjuggu þau í mörg ár á bæ sem nefndist Hóll, þar ólst Þorbergur upp. Þann 25. september 1910 kvæntist Þorbergur Önnu Helgadóttur Sigurðssonar og konu hans Valgerðar Bryn- jólfsdóttur er bjuggu í Mikley. Var Þorbergur þá tæplega 21 árs og kona hans tveimur ár- um yngri. Hin farsæla sam- fylgd þeirra entist í fimmtíu og tvö ár, varð þeim tíu barna auðið. Lítil voru efnin til að byrja með en með viljafestu, dugn- aði og hófstiltu sjálfstrausti tókst þessum ungu hjónum að kaupa land í Mikley, byrja þar búskap og byggja stórt og gott heimili. Aðal atvinnuvegur Þorbergs var fiskiveiðar sem hann stundaði á Winnipeg- vatni í 50 ár. Útheimti sú at- vinna það að hann dvaldi fjær heimili sínu svo vikum og mánuðum skifti í senn. Voru fiskiverin í þá daga oft köld og óvistleg. Árum saman flutti hann sinn eigin fisk til mark- aðar á hestum er hann sjálfur átti. Hann var mikill hesta- maður, átti ávalt fallega og góða hesta sem hann dáði mikið, fór vel með og hafði þeirra góð not. Þegar synir Þorbergs höfðu aldur til myndaði hann með þeim fiskifélag. Eignuðust þeir þá sitt eigið fiskihús og íshús og gerðust „Fish pack- ers“. Ljúf og ánægjuleg sam- vinna var með feðgunum á þessu sviði sem entist nær 20 ár, og þegar aldur færðist yfir föður þeirra og kraftar tóku að þverra reyndust synirnir hinir ágætustu félagar. Á uppvaxtar árum Þorbergs var ekki mikið tækifæri til að njóta skólamenntunar. Börn landnemanna sem frá íslandi komu sátu ekki mörg ár á skólabekkjum en fróðleiks- löngun og gáfur áttu þau í ríkum mæli að vöggugjöf og urðu sjálfsmenntaðir menn og konur. Einn í þeim hóp var Þorbergur. Hann las mikið og fylgdist vel með í stjórnmál- um og hverju öðru sem var á dagskrá. Hann var vel máli farinn, hreinskilinn og hisp- urslaus. Hann átti lengi sæti í safnaðarnefnd Mikleyar safnaðar, var einnig í sveitar- stjórn, meðráðamaður, í mörg ár einnig meðlimur skóla- nefndar. Hann beitti sér fyrir að „highway“ yrði byggður yfir þvera eyjuna eftir að ferjan varð tengiliður milli Mikleyjar og meginlandsins. Þorbergur var jafnan kátur og spaugsamur, en átti þó djúpa alvöru í fari sínu. Það sem sérstaklega auðkendi upp- lag hans var sjálfstæði. Hon- um var það í blóð borið að vilja sjá um sína sómasam- lega, án þess að sækja mikið til annarra og án þess að skulda nokkrum neitt. Þetta tókst honum með aðstoð hans kyrrlátu og mikilvirku konu. Hið fjölmenna heimili þeirra þar sem myndarskapur og glaðværð ríkti, bar vott um að þar voru samstiltir kraftar að verki. Mr. Þorbergur Jones Hin tvö síðustu æviár sín bar Þorbergur þungan kross sjúkdóms og ástvina missis. Bar hann þá byrði með þolin- mæði og karlmennsku. Við hlið hans stóð hans göfuga kona er vakti yfir að gera allt sem mögulegt var fyrir hann. Sömuleiðis ástvinahópurinn allur; börn hans, tengdabörn og barnabörn; voru það hans sælustu stundir er hann var umkringdur af barnabörnun- um sem hann unni svo mjög. Fjölmennur hópur ættinga og vina vildu einnig gera það sem í þeirra valdi stóð. Þakk- ar hin eftirlifandi eiginkona Eans þeim öllum og biður þeim blessunar Guðs. Nú lít- ur hún yfir farinn veg og lið- inn starfsdag við hlið ástvin- arins sem farinn er. Hún minnist hinna mörgu gráts- og gleðistunda er þau áttu sam- eiginlega. Umkringd af ást- vinum horfir hún mót dag- renningu hins nýja dags. Eftirlifandi ástvinir eru sem hér fylgir: Eiginkona hans, tveir synir, Helgi og Þorb'ergur báðir til heimilis í Mikley. Þrjár dætur, Magnússina í Winnipeg, Ingi- björg (Mrs. M. D. Webb) í Ed- monton og Einarína í Los Angeles. Látin börn hans eru, Allan er dó 1939, Brynjólfur og Harold dánir 1960. Vigdís og Helgi er dóu í æsku. Barna- börnin eru 17 og tvö barna- barnabörn. Ennfremur eftir- fylgjandi systkini: Marus Brynjólfsson, Riverton; Mrs. E. W. Perry, Winnipeg; Mrs. H. Robinson, Port Arthur; Mrs. J. Stanish, Hamilton, Ontario; ein uppeldissystir, Þorbergur Jones 1890 — 1962 í Sigriður Jakobsdóttir í Hollywood Það var sannarlega óvænt hómopata og Sylvíu Guð- ánægja að kynnast hér nýlega Sigríði Jakobsdóttur 17 ára blómarós frá Vestmanneyjum, en það var á heimili Þorsteins og Mörtu Bjarnason í Holly- wood. — Páskafríi sínu eyddi hún á þann hátt að leita upp hálftýnda ættingja sína í Hollywood, en það eru börn Jóhanns kaupmanns Bjarna- son og Margrétar Þorsteins- dóttur læknis í Vestmann- eyjum, sem að vestur fluttu árið 1904. Nöfn systkina þess- ara eru Þorsteinn, Jóhanna, Matthildur og Pétur, og er þetta nú fjölmenn ætt vestra. Sigríður hefur dvalið í Lake- side, sem að er um 15 mílur frá San Diego, er hún á veg- um „American Field Service“ en það er félagsskapur sem að stendur fyrir heimboðum ungmenna frá ýmsum löndum, hvorki þjóðerni, .hörundslitur né trúarbrögð koma til greina um val þessa fólks. Um 1500 ungmenni dvelja nú í Banda- ríkjunum á vegum A.F.S. Ég spurði Sigríði: Hvað þurfið þið að hafa til ykkar ágætis til þess að eiga kost á slíkri för? Æ, blessaður það er satt að segja ýmislegt, t. d. við verðum að hafa góðar eink- unnir í gegnum allan okkar námsferil, auk þess urðum við að skrifa ritgerð um hvers- vegna við óskum eftir að fara til Ameríku. Ég var svo gæfu- söm að vera valin, annars erum við 17 krakkar frá ís- landi hér í vesturheimi í ár, erum við 3 í Kaliforníu, auk mín eru hér Ásdís Þorsteins- dóttir í Ventura og Erna Sig- urðardóttir í Woodland Hills, eru þær báðar frá Reykjavík. Við dveljum öll á einkaheim- ilum og eru fósturforeldrar okkar sem beztu foreldrar væru, og við tökum það ekki nærri okkur að kalla þau pabba og mömmu. Sigríður hefur náð prýði- legu valdi á enskunni, svo að henni var sama hvort málið hún talaði. Sagðist hún hafa lært ensku í 3—4 ár heima, fannst þó mállaus er vestur kom, en þar sem að ég kunni undirstöðuna kom málið ein- hvernveginn af sjálfu sér. Sigríður er fremur smávax- in með fagurt brúnt hár, stór blá augu, djörf og gáfuð vel, enda standa að henni sterkir stofnar á allar hliðar, faðir hennar Jakob Ólafsson, er sonur lólafs héraðslæknis í Vestmanneyjum L á r u s a r mundsdóttur Isleifssonar frá Stóru-Háeyri á Eyrarbakka. Aftur á móti er móðir hennar Stella dóttir Jóhanns Antons- sonar Bjarnasen en móðir Stellu er Hansína Gunnars- dóttir Einarssonar kaupmanns í Reykjavík, en Hansína systir Jóhannesar biskups katólska í Reykjavík, enda er ég nú alin upp í þeirri trú. Síðan spurði ég hana hvernig að henni líkaði í Ameríku. Þetta er allt eins og í draumi, fólkið dásamlegt, en stundum þó of heitt. Við ferðumst í einn mánuð um U.S. áður en við höldum heim, um söguríkustu slóðir, en í júlí mánuði verð ég komin aftur heim til Eyj- anna minna og það verður dásamlegast af öllu. Því þar er allt sem ég ann, þar bíða foreldrar mínir systkini og svo kærastinn minn, óþreyjufull urheimi hinn eftirminnileg- asti og spennandi kafli í lífi mínu. Þegar að ég kvaddi þessa lífsglöðu ungu stúlku fannst mér sem aðeins gæfa og gengi gæti átt samleið með henni. Skúli G. Bjarnason. Séra Jón var í húsvitjunar- ferð og var alls staðar tekið með mestu virktum. Eitt sinn var hann að drekka kaffi hjá bónda einum, en andspænis honum sat sonur bóndans á fjórða ári. Hann horfði fast á prestinn, þar til hann sagði: — Skelfing borðar þú mikinn sykur með kaffinu, manni minn. Þá segir faðir drengs- ins allíbygginn: — Hann tek- ur 'eftir, sá litli. Lalli hafði veikt hjarta og var honum bannað að drekka kaffi. Eitt sinn er honum var boðið kaffi, afþakkaði hann það með þessum orðum: Ég eftir mér. sennilega verða má ekki drekka kaffi, hjartað þó þessir 9 mánuðir í Vest- [ meltir það ekki. Mrs. H. Sigurgeirson, Hecla. Jarðarför Þorbergs fór fram frá kirkju Mikleyarsafnaðar þann 10. apríl að viðstöddu miklu fjölmenni. Við jarðar- förina þjónuðu séra Skúli Sig- urgeirsson og séra Richard Magnuson. Guð blessi minningu þessa mæta manns. Vinur. Leskaflar í íslenzku handa byrjcndum Prof. Haraldur Bessason Prof. Richard Beck, Ph.D. XXXX The names in Icelandic of the days of the week will now be listed; they are as follows: sunnudagur mánudagur þriðjudagur miðvikudagur fimmtudagur föstudagur laugardagur Sunday Monday Tuesday Wednesday Thursday Friday Saturday Along with these we include the declension of dagur (a day) in all genders, the singular and the plural: Sing. Plur. Nom. dagur dagar Acc. dag daga Dat. degi dögum Gen. dags daga It should be noted that in declining the names of the days of the week, the only part which is declined is dagur (see above), the first part remaining undeclined. Translate into English: I dag er sunnudagur; í gær var laugardagur, föstudagur í fyrradag, og á morgun er mánudagur. Frændi minn frá íslandi kom þaðan á þriðjudag og verður hjá okkur miðviku- dag og fimmtudag. Þetta er fallegur vordagur, bjartur og hlýr. Hann hefir átt heima hér í borg frá þeim degi, þegar hann fæddist, og fram til þessa dags. Ein vika er sjö dagar. Hann var fimm daga á leiðinni yfir hafið, en kom hingað fyrir tveim dögum. Við ætlum bráðlega í þriggja daga veiði- ferð upp í Borgarfjörð; þar eru góðar veiðiár. Vocabulay: átt heima, lived, resided, past participle of eiga heima, to live, reside bjartur, bright, clear borg, fem., city, dat. sing. BorgarfjörS, acc. sing. of Borgarf jörður, a district in south-western Iceland bráðlega, soon fram iil, with gen., up to frá, with dat., from fyrir, with dat., ago fæddist, was born, past tense of að fæðast, to be born hafið. neut., the ocean, acc. sing. of hafið hjá, with dat., with, at some- one’s place hlýr, warm, pleasant upp í, with acc., out into veiðiár, fem., nom. plur. of veiðiá, a fishing river veiðiferð, fem., fishing trip, acc. sing. of veiðiferð verður, will remain, stay, pres. tense 3rd pers. sing. of að verða vordagur, masc., spring day, nom. sing. yfir, with acc., over, across þaðan, from there þegar, when þeim, that, dat. sing. of sá

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.