Lögberg-Heimskringla - 18.04.1963, Blaðsíða 3

Lögberg-Heimskringla - 18.04.1963, Blaðsíða 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 18. APRÍL 1963 3 Hannes Lindal Frá bls. 2. kvæmdum eftir að fyrsta heimsstyrjöldin skall á og að alheimskreppa var í aðsigi 1930. Honum tókst því að ráð- stafa eignum sínum og fjár- málum þannig, að hann varð einn af þeim fáu, sem ekki varð fyrir fjárhagslegu tapi á þeim árum. Hann var orðinn vel efnum búinn þegar hann lét af störfum. — Svo sem að líkum lætur leituðu margir ráða til Hannesar um við- skipta- og fjármál, og lét hann vinum sínum þau ávalt fúslega í té. Hannes var drengur góður. Þegar elzti bróðir hans, Ágúst, missti konu sína frá sex ung- um börnum, kostaði Hannes þrjá syni hkns til mennta, iþá Hannes, Walter og Jakob og hafa þeir nú allir góðar stöður í þjóðfélaginu. Hann lánaði og bróður sínum, Walter, fé til háskólanáms, er Walter end- urgreiddi síðar, er hann seldi heimilisréttar land sitt. Skömmu áður en Hannes lézt veitti hann syni sínum Hann- esi og bróðursyni sínum Walter, fé til að stofna timb- urverzlun og byggingariðnað í Toronto, sem þeir ráku með miklum myndarskap. Hannes veitti og í kyrrþey mörgum einstaklingum aðstoð og styrkti verðugar stofnanir, t. d. var hann einn af stofn- endum kennslustólsins í ís- lenzku við Manitoba háskól- ann, en hann vildi síður að s’íkt væri í hámælum haft. Hannes var einn af tólf systkinum. Þessi eru látin: Margrét, Hólmfríður — Mrs. J. Hanson, Ágúst, Hans Pétur, og tveir efnilegir námsmenn við háskólann, Skúli og Jakob féllu í fyrri heimsstyrjöldinni. Þessi systkini Hannesar eru á lífi: Walter J. Lindal, dóm- ari, Winnipeg; Benedict J. Lindal, Chicago, 111.; Kristín — Mrs. Calvert Newell, Van- couver, B.C.; Guðrún — Mrs. Jón Magnússon, Seattle, Wash.; Rósalind — Mrs. John Johnson, Blaine, Wash. Með Hannesi og Sigrúnu Lindal eru til grafar gengin göfug hjón; samferðasveit þeirra mun ávalt minnast þeirra með þakklæti og hlý- hug. — I.J. Litíð um öxl Crtdrætlir úr Löqberqi oq Heimskringlu frá fyrri árum Valið hafa Dr. Þorvaldur Johnson og Dr. Tryggvi J. Oleson Úr Heimskringlu, 17. apríl 1913: Stofnun íslenzks gufuskipa- félags er nú í myndun í höf- uðstað íslands, og hafa verið send út boðsbréf til hluta- kaupa í félaginu. Félagið kall- ast „Eimskipafélag lslands,“ og segir boðsbréfið, að reyna eigi að byrja fyrirtækið með tveimur nýbyggðum skipum. . . . 1 bráðabyrgðarstjórn fé- lagsins eru þessir: Yfirdóms lögmennirnir Eggert Claessen og Sveinn Björnsson, kaup- mennirnir Thor Jensen, Jón Björnsson og Ól. G. Eyjólfsr son, Jón Gunnarsson sam- ábyrgðarstjóri og Jón Þorláks- son verkfræðingur . . . Islend- ingar yfirleitt ættu að bregð- ast vel við þessari áskorun að kaupa hluti . . . ☆ Hr. H. Marinó Hannesson lögmaður frá Winnipeg, og ungfrú Kristrún Johnson í Victoria, B.C., voru gefin saman í hjónaband í St. Johns kirkjunni í Victoria 2. þ.m. ☆ Úr Heimskringlu, 18. apríl 1923: Frá íslandi. Dr. Jón Stefánsson mun nú alfluttur til eyjarinnar Mauri- tius í Indlandshafi. Mun í ráði, að hann taki þar við embætti sem landsskjalavörður, en jafnframt hefir honum verið falið að rita sögu eyjarinnar. Auk embættislauna á landið að kosta ferðir hans til Haag, Capetown, Bataviu, Lundúna og Parísar, til þess að athuga og afskrifa skjöl viðvíkjandi Mauritius. Hann mun þó vilja ljúka íslandssögu þeirri, er hann hefir í smíðum, áður en hann tekur við þessum störf- um. (Vísir). ☆ Lát Hallgríms Kristinssonar hefir áður verið getið hér í blaðinu. Hallgrímur Kristins- son var fæddur að Öxnafells- koti í Eyjafjarðarsýslu 6. júlí 1876. Hann var einn af helztu forystumönnum samvinnu- stefnunnar á íslandi. Hann var ekki í tölu hinna fyrstu forgöngumanna sam- vinnuhreyfingarinnar. Hann var barn að aldri, er Þingey- ingar hófu starfið. En eftir að Hallgrímur hafði tekið við kaupfélagi Eyfirðinga, verður hann meir og meir sá maður- inn, sem allir litu upp til. Og eftir hann tók við forstöðu Sambandsins varð hann hinn ókrýndi konungur samvinnu- mannanna... Fáir leiðtogar íslenzku þjóð- arinnar hafa verið búnir slík- um mannkostum sem Hall- grímur Kristinsson: göfug- mensku og glæsimensku. Allt líf sitt helgaði hann barátt- unni fyrir háleitu hugsjóna- m á 1 i: samhjálparstarfsemi bændanna íslenzku, þeim til ROSE THEATRE SARGENT at ARLINGTON CHANGE OF PROGRAM EVERY FOUR DAYS Foto-Nite Every Tuesday and Wednesday SPECIAL CHILDREN'S MATlNEt Every Saturday The Western Paint Co. Ltd. 521 HARGRAVE ST, WINNIPEG "THE PAINTERS SUPPLY HOUSE" "SINCE 1908" WH 3-739S J. SCHIMNOWSKI, Pr»*ldent A. H. COTE, Tr«asur»r Capital Lumber Co., Ltd. 92 Higgins Avenue Everything in Lumber, Plywood, Wall Board, Ceiling Tile, Finishing Moterials, Insulation ond Hardwore J. REIMER, Manager WH 3-1455 PKone WH 3-1455 TALLIN, KRISTJANSSON. PARKER, MARTIN & MERCURY. Borrister* & Solicitors 210 Osbome Street North WINNIPEG 1, MANITOBA efnalegrar viðreisnar og jafn- framt þeim til menningar- auka . . . (Tíminn). — Business and Professional Cards — ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI Forseti: SÉRA PHILIP M. PÉTURSSON. 681 Bannlng Street, Winnipeg 10, Manitoba. Styrkið félagið með því að gerasl meðlimir. Ársgjald $2.00 — Tímaril félagsixu frítt. Sendist til fjármálaritara: MR. GUDMANN LEVY, 185 Lindsoy Street, Winnipeg 9, Manitobo Phone WHitehal! 3-8072 Building Mechanic’s Ltd. Pointing - Decoroting - Construction Renovating - Reol Estote 384 McDermot Ave., Winnipeg 2 K. W. (BILL) JOHANNSON Manager Minnist B ET E L í erfðaskróm yðar A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbúnaður sá bezti. Stofnað 1894 SPruce 4-7474 G. F. Jonasson, Pres. ond Mon, Dlr. Keystone Fisheries Limited Wholesal. Distrlbutors of FRESH AND FROZEN FISH 16 Martho St. WHIt.holl 2-0021 Goodman And Kojima Electric ELECTRICAL CONTRACTORS 384 McDermot Ave.f Winnipeg 2 WH 2-7759 ARTHUR GOODMAN M. KOJIMA SP 2-5501 LE 3-4633 Evenings ond Holidays HOME SECURITIES LTD. 456 Moin St., V/lnnlpeg REAL ESTATE 6 INSURANCE AGENTS LEO E. JOHNSON, A.I.I.A. President and Manoger Phone: Bus. WH 3-4477 Res. AL 3-5864 SPruce 4-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Reroof, Aspholt Shlnglet. Roof rnixrln, Imtall ventt, aluminum wíndowi, doon. J. Inglmundson. SPruce 4-7855 632 Slmco. St„ Wlnnlpog 1, Mon. CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesole Distributors of Fresh ond Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: Bus.: SPruce 5-0481 SPruce 2-3917 Thorvaldson, Eggertson, Saunders & Mauro Bor-isters and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA BLDG. Portage and Garry St. WHitehall 2-8291 FRÁ VINI S. A. Thorarinson Borrlster ond Sotldtor 2nd Flo.r, Crown Trust Bldf. 364 MAIN ST. Office WHitehall 2-7051 Residence HU 9-6488 EGGERTSON & EGGERTSON Barristers ond Sollcltors GUNNAR O. EGGERTSON, B.A., LL.8. ERLINGUR K. EGGERTSON, B.A., LL.B 500 Power Bi:ilding, Portoge ot Voughon, Winnipeg 1 PHONI WH 2-3149 The Business Clinic Otcar Hjörftoifton Office ot 207 Atlantlc Ave. Phone JU 2-3548 Bookkeeping — Income Tox Inturance Investors Syndicate of Canada, Limited H. Brock Smith Monager, Winnipeg Reglon 280 Broadway Ave. WH 3-0361 A.E.Ames &Co. Llmlted Business Established 1889 investment Securitles 280 Broodway Winnipeg 1 WH 2-2253 K. Rothwell J Ross Murray Halldór Sigurðsson & SON LTD Controctor & Builder • Office ond Warehouee 1410 ERIN ST Ph. SP 2-6860 Ret. Ph. SP 2-1272 HAúBORG FUEL LTD. Ph. SP 4-3431 Cool—Wood—Stoker Cool Furnoce Fuel OM Distributors for Berwind Charcool Briquets Serving Winnipeg Since 189’ T.R. THORVALDSON REALTY HOUSES - APARTMENTS - BUS. OPPORTUNITIES - INSURANCE - LOANS Offiea Ne. 5 MAYFAIR PLACE W-.NHIPEG 13, MAN. Telephonea GR 5-1737 - GR 5-4574 TORONTO MONTREAL WINNIPEG VANCOUVER VICTORIA HALIFAX LONDON, ENG NFW YORK WOOD, 280 Broodway, WINNIPEG 1 HAMILTON KITCHENŒR G S. SWINDEU REGINA Monoger EDMONTON Teiephaita WH 2-A1A* CALGARY GUNDY & COMPANY LIMITED QUEBEC OTTAWA LONDON, ONT

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.