Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 23.05.1963, Qupperneq 4

Lögberg-Heimskringla - 23.05.1963, Qupperneq 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 23. MAÍ 1963 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday 'by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Editor: INGIBJÖRG JÖNSSON EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Haraldur Bessa- son, Rev. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Jóhann G. Jóhannson, Thorvaldur Johnson, Jakob F. Kristjánsson, Tryggvi J. Oleson, Rev. Philip M. Pétursson. Vancouver: Dr. S. E. Bjömsson. Monlreal: Áskell Löve. Minneapolis: Valdimar Björnson. Grand Forks: Richard Beck. Reykjavík: Birgir Thorlacius. Akureyri: Steindór Steindórsson. London: Dr. Karl Strand. Subscriplion $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorized as second class mail by the Post Office Deportment, Ottawa, and for payment of Postage in cash. Ritnefnd Lögbergs-Heimskringlu Við fögnum því, að nýlega hafa þrír ágætlega ritfærir menn bætzt við ritnefnd Lögbergs-Heimskringlu en þeir eru: Jakob F. Kristjánsson. Hann var lengi í þjónustu National Employment Service og skipaði ábyrgðarmikla stöðu sem Regional Employment Officer fyrir sléttufylkin. Jakob hefir tekið mikinn þátt í íslenzkum félagsmálum, er í Unítara- söfnuðinum og söngflokk hans, var í íslenzka leikfélaginu bæði meðan það var starfrækt af Góðtemplurum og síðar af Sambandssöfnuðinum. Hann hefir og verið tryggur stuðn- ingsmaður Þjóðræknisfélagsins og á sæti í stjórnarnefnd þess, ennfremur í íslendingadagsnefndinni. Fyrr á árum vann Jakob um skeið við Heimskringlu og er nú í útgáfu- nefnd Lögbergs-Heimskringlu og hefir beitt sér sérstaklega fyrir aukinni útbreiðslu blaðsins. Jakob er ágætlega máli farinn. Jóhann G. Jóhannson, var lengi kennari við Daniel Mc- Intyre miðskólann í Winnipeg og var frábærilega vinsæll í því starfi. Hann er útskrifaður af Manitoba háskólanum, þótti skarpur námsmaður, sérstaklega slyngur í stærðfræði og lagði stund á stjörnufræði. Hann gaf sig um langt skeið mikið að félagsmálum, var lengi í stjórnarnefnd Fyrsta lúterska safnaðar og var eftirsóttur ræðumaður. Islenzku blöðin geyma margar skemmtilegar ritgerðir eftir Jóhann G. Engin þörf er á því, að skrifa langt mál um þessa tvo menn, þeir eru vel kunnir lesendum blaðsins. — Tryggvi Oleson prófessor kynnir lesendum dr. Karl Strand og er sér- staklega ánægjulegt að geta birt nú þegar fyrstu greinina, er hann ritar fyrir Lögberg-Heimskringlu. Við bjóðum þessa þrjá vini blaðsins hjartanlega velkomna í ritnefndina. Nöfn ritnefndarmanna birtast í blaðinu hér að ofan viku- lega. Þrátt fyrir það þótt margir þessara manna séu störf- um hlaðnir, eru nöfn þeirra trygging þess, að þeir muni senda blaðinu eins oft og þeim er unnt ýmislegt efni lesend- um til fróðleiks og skemmtunar. Vel sé þeim og öllum öðr- um er styðja blaðið og styrkja á þennan hátt. * * * Karl Strand er fæddur að Kálfaströnd í Mývatnssveit í Suður Þingeyjarsýslu þann 24. október 1911. Foreldrar hans voru Karl Strand frá Þrándheimi í Noregi og Krist- jana Jóhannesdóttir ættuð úr Þingeyjarsýslu og Húnavatns- sýslu. Hann ólst upp að Syðri Neslöndum í Mývatnssveit, fór í Menntaskólann á Akur- eyri vorið 1930 og lauk stúd- entsprófi þaðan vorið 1934. Sama haustið innritaðist hann í Háskóla íslands, Reykjavík, og lauk prófi í læknisfræði vorið 1941. Það sama haust sigldi hann til Englands og næstu f jögur ár stundaði hann framhaldsnám í taugasjúk- dómum (Neurology) og geð- sjúkdómum (Psychiatry) við ýms sjúkrahús og mennta- stofnanir í Englandi og Ox- ford, þar á meðal Institute of Neurology, National Hospital, Queen Square, Londan, Insti- tute of Psychiatry Maudsley Hospital, London og British Postgraduate Medical School, Hammersmith Hospital. Að undanteknum nokkrum mán- uðum árið 1948, sem hann starfaði heima á íslandi, hefir hann starfað eingöngu í London og nágrenni sem geð- fræðingur, (Psychiatrist) lengst af við West Park Hospital, Epsom, en einnig við ýmsa aðra spítala. Margir íslendingar hafa leitað lækn- ishjálpar til hans í London, og einnig fyrirgreiðslu til brezkra lækna og lækninga- stofnana. Karl hefir ritað fjölda greina í blöð og tímarit á ís- landi, þ.á,m. „Lundúnabréf“ í Morgunblaðið um nokkurra ára skeið. Greinar og þýðing- ar eftir hann hafa einnig birst í tímaritunum, „Dvöl“, „Helgafell“ og vikublaðinu „Stundin". Á háskólaárum sínum vann hann fyrir námi sínu að nokkru leyti með rit- störfum og var um skeið rit- stjóri blaðsins „Heima“ sem gefið var út af Kaupfélagi Reykjavíkur og nágrennis. Með Þórarni lækni Guðna- syni, Reykjavík, þýddi hann bókina „Baráttan gegn dauð- anum“ (Men against Death) Dr. Karl Slrand: Bréf frá Vinur minn, Tryggvi J. Oleson, prófessor hefir farið þess á leit að ég sendi Lög- bergi-Heimskringlu við og við fréttabréf frá London. Mér er sérstök ánægja að verða við þessarri beiðni. Ef til vill mætti ég að upphafi gera stuttlega grein fyrir afstöðu minni til þessa blaðs og kynnum frá fornu fari. Skylt er hverjum rithöfundi að varast það að þreyta lesand- ann með skrafi um sjálfan sig og þessi inngangur verður því stuttur. Ég er fæddur og uppalinn til 18 ára aldurs á Syðri-Nes- löndum í Mývatnssveit, Suð- ur Þingeyjarsýslu. Úr því hér- aði hafði allmargt fólk flutzt til Kanada á síðustu tveimur áratugum aldarinnar sem leið, og naumast var sú fjölskylda til í Mývatnssveit sem ekki átti nær- eða fjarskylda ætt- ingja vestan hafs. Fósturfor- eldrar mínir, Sigtryggur Þor- steinsson og Sigriður Jó- hannesdóttir áttu bæði nána ættingja í Kanada. Móðir Sig- tryggs, Guðrún Grímsdóttir fluttist til Kanada um 1892 ásamt manni sínum, Birni Jónssyni frá Teigi og mun hafa búið lengst af á Gimli, Manitoba. Bróðir Sigríðar í Neslöndum var Jónas Jó- hannesson húsasmiður, sem nam land í vesturhluta Argylebyggðar 1888 og flutt- ist síðar til Winnipeg. (sbr. Saga Islendinga í Vestur- heimi, IV, b. bls. 128.) Meðal barna Jónasar er Konráð Jóhannesson flugskólastjóri. Á Ytri Neslöndum, næsta bæ við Syðri Neslönd bjó Stefán Stefánsson frá Haganesi, (f. 1854, d. 1929) af Skútustaða- ætt. Bróðir hans Þórarinn (Thor) f. 1861, d. 1949, fluttist til Vesturheims 1889. Allt þetta fólk og margt annað í sveitinni skrifaðist reglulega á við ættingja sína vestan hafs, las Vesturheimsblöðin Lögberg og Heimskringlu þegar tök voru á og fylgdist gjörlega með því sem á dag- ana dreif meðal fjölskyldu- greinanna handan hafsins. í heimsóknum og á mannamót- um í sveitinni voru sérhver ný tíðindi sögð ljósmyndir og jafnvel gjafir frá Vesturheimi sýndar og nýjustu fregnir úr Vesturheimsblöðunum rifjað- eftir Paul de Kruif. Árið 1960 birtist eftir hann bók um huglæga sjúkdóma er nefnist „Hugur einn það veit“. Hann var sæmdur riddara- krossi íslenzku Fálkaorðunn- ar 17. júní 1953. Karl er kvæntur Margréti Sigurðardóttur frá Gljúfri í Ölfusi, Árnessýslu. Þau eiga tvö börn, Viðar 19 ára og Hildi 15 ára, sem bæði stunda nám í menntaskóla í London. Tryggvi J. Olwon. London ar upp. Póstsamgöngur í norð- lenzkum sveitum voru enn strjálar um og eftir heims- styrjöldina fyrri, útvarp var enn ákomið og skipaferðir hægar og langt milli. Eigi að siður voru tengslin við Vest- urheim lifandi og náin, þeir sem ólust upp í Mývatnssveit á þessu tímabili þekktu heil- ar fjölskyldur af náinni af- spurn engu síður en þótt þær hefðu búið í fjarlægri sveit heima á íslandi. Stöku sinn- um komu ættingjar að vestan í heimsókn, þó sérstaklega um og eftir 1930. í sumum tilfellum hafði sambandið rofnað og ættingj- ar hurfu sjónum þeirra er heima bjuggu, stundum til fulls, stundum um áratugi. En dæmi eru þess að önnur eða þriðja kynsióð hefir tekið upp þráðinn á ný og tengt ætt- ingjakynni, sem brostið höfðu fyrir hálfri öld eða meir. Tvær ömmusystur þess er þetta ritar, Þóra og Helga Sigurðardætur frá Litlu- Laugum í Reykjadal fóru til Vesturheims, eftir því sem bezt er vitað, með fyrsta út- flytjendaskipinu sem fór beint frá íslandi til Kanada og lenti í Quebec 10. ágúst 1893. Báðar náðu háum aldri og urðu ættmæður, Þóra, gift Sigurði Finnbogasyni og síð- ast til heimilis í Langruth, Manitoba og Helga gift Júlíusi Bjarnasyni, Wynyard, Sask. Um sextíu og sex árum síðar naut undirritaður hjálpar þeirra Valdimars Björnsonar ríkisféhirðis í Minnesota, Sveins E. Björnsonar læknis í Winnipeg og Freys Thor- grímsonar bankastjóra, Crystal City til þess að finna þessa ættargrein og kynnast henni á ný. Svo ótrúleg en á- nægjuleg ævintýri geta enn gerst á Islandi að menn eign- ist stóran ættingjahóp á ein- um degi, sem viðkomandi vissi ekki að væri til. Þessi persónulegi útúrdúr er ritaður til þess að gera ís- lendingum í Vesturheimi nokkra grein fyrir þeim æv- intýrablæ, sem hvíldi yfir landnemunum í Vesturheimi í augum þeirra, sem bornir eru á íslandi á fyrstu tveimur áratugunum eftir aldamótin, og sem áttu feður og mæður, afa og ömmur, sem töluðu um bræður og systur vestan hafs eins og séðst hefðu innan mánaðar eða árs. Þótt ofan- nefnd nöfn séu tekin úr einu héraði aðeins, skipti sama máli víðsvegar um byggðir ís- lands. Alkunnugt er hversu ísland var ofarlega í hugum margra Islendinga í Vestur- heimi til hinztu stundar, þótt þeir gerðust góðir þegnar annars ríkis. Hitt er ef til vill ekki jafn kunnugt, hversu nýlendurnar í Vesturheimi áttu og eiga rík ítök í hugum þeirra sem heima á Islandi eru bornir löngu eftir að síð- asti útflytjendahópurinn steig á skipsfjöl, en sem aldir voru upp á heimilum, þar sem brottfluttur hluti fjöl- skyldunnar lifði enn í heim- ilinu, að vísu ósýnilegur en eigi að síður jafn tilveru- traustur og þeir frændur og vinir, sem bjuggu á næstu bæjum. íslenzku Vesturheimsblöð- in, Lögberg og Heimskringla voru eigi lítill þáttur í þess- um áhrifum, „meginþráður yfir höfin bráðu“. Sem barn kynntist sá er þetta ritar þessum blöðum báðum, sem voru íslenzk en höfðu þó á sér framandi blæ, með erlend- um heitum og auglýsingum, en fléttuð ramíslenzkum greinum, skáldskap og frá- sögnum, oft með íslenzkum nöfnum yfirfærðum á kana- díska grund. Þar birtust menn, sem talað var um með virðingu og aðdáun, þegar ljóð voru lesin á kvöldvökum, menn eins og Stephan G. Stephansson, Káinn og fleiri. Stundum bar á góma nöfn manna, sem þegar höfðu helgað sér ríkar vinsældir í hugum bókhneigðra unglinga, svo sem Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar, hans „Vornætur á Elgsheiðum“ héldu mörgum íslenzkum unglingi vakandi langt fram á íslenzkar vor- nætur. Svo mætti lengi telja, en hér skal látið staðar num- ið. Þótt stundum kunni að hafa orðið skoðanamunur milli Lögbergs og Heims- kringlu á þessum árum varð sá vopnagnýr fæstum að á- steytingarsteini heima á ís- landi. Tíðast voru bæði blöð- in nefnd í sömu andránni sem velkomnir tvíburar handan yfir haf, eftirvæntir gestir, sem rufu einangrun íslenzkra dala og fluttu hressandi gust frá fjarlægum heimi, sem fæstir höfðu séð. Jafnvel fréttir og greinar, sem prent- aðar voru upp úr íslenzkum blöðunum heima birtust í nýju ljósi — og þar sem fátt var keypt íslenzkra blaða bárust þær lesandanum e.t.v. einungis með Lögbergi og Heimskringlu. Á vissan hátt gáfu þessi blöð hringsjá yfir það helzta, sem birtist á ís- lenzkri tungu bæði á Islandi og Kanada, og vafalítið er að þessu sérstæða hlutverki þeirra hefir ekki verið gefinn sá gaumur, sem vert er. Þessi inngangur nægir til þess að skýra hverja sérstöðu sá er þetta ritar, og fjöldi annarra íslendinga af sömu kynslóð hefir til Lögbergs- Heimskringlu. Það eitt að eiga kost á að skrifa í þetta blað og eiga nafn sitt í tengsl- um við það er eins og að hitta æskuvin, sem náð hafði full- um þroska er ritarinn var sjálfur barn, vin, sem enn er í fullu fjöri en með reynslu Fraxnhald ó bls. 5.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.