Lögberg-Heimskringla - 23.05.1963, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 23. MAÍ 1963
5
gjaEEiaEISMfilSEJSMSMSEEMSEMSEJSISISJaiiíMSEEJSJBEMaEMSMSEiaiEMtJ^
Bókaþáttur
Próf. Haraldur Bessason:
Haugaeldar
ekki sízt þegar þess er gætt að
öll urðu börnin þjóðkunn
meðal Islendinga, bæði aust-
an hafs og vestan.
Af þeim hópi lifa nú aðeins
þeir bræðurnir, Gísli í Winni-
peg og séra Sigurjón á Is-
landi.
Síðasti kafli bókarinnar
„Formálsorð bóka“ er frá
ýmsum tímum, og m. a. rituð
fyrir bókum, sem höfundur
hefir sjálfur gefið út.
Hér hefir aðeins verið grip-
ið niður af handahófi í stóru
verki. Heildarsvipur þessa
verks ber höfundinum fagurt
vitni. Enda þótt hann dveld-
ist í fjarska við ísland, rækt-
aði hann sínar íslenzku erfðir,
sneið af og bætti við að
hætti þeirra manna, sem sjá
fósturjörðina og eigin æsku
úr fjarska. Hér er á ferðinni
maður, sem hefir á langri ævi
verið sífellt að vaxa og hálf-
níræður skrifar hann ef til
vill sitt bezta verk. Slíkum
mönnum er gott að kynnast,
enda þótt þeir séu alltof fá-
gætir.
Ritgerð dr. Stefáns Einars-
sonar um höfundinn við bók-
arupphaf er einkar vönduð.
Theodora Thoroddsen:
Auð sæti
Gísli Jónsson frá Háreks-
stöðum, Ritsafn — Bóka-
útgáfan Edda, Akureyri,
1962.
Hér er á ferðinni eitt af
vönduðustu ritverkum, sem
ég hefi lengi séð, fullar fjögur
hundruð og þrettán blaðsíður
að stærð og þó einni betur.
í bókinni eru hvorki meira
né minna en þrjátíu og sjö
greinar og hefir höfundur
skipt þeim í deildir sem hér
segir: I Tónskáld; II Ritgerðir
og erindi; III Samtíðarmenn
lífs og liðnir; IV Formálsorð
bóka. Flestar hafa ritgerð-
irnar áður birzt hér vestra.
Höfundinn þarf ekki að
kynna. Hann hefir í meira en
tvær mannsævir (miðað við
meðalaldur um síðustu alda-
mót) verið í hópi ritfærustu
manna hér vestra og lagt
mikið af mörkum bæði í
bundnu máli og óbundnu.
Hjá mörgum kynni það að
vera talið til elliglapa að gefa
út stóra bók þremur árum
fyrir níræðisafmælið. Ekki
verður þó höfundi umrædds
verks borið slíkt á brýn. Er
skemmst frá því að segja, að
hann sómir sér vel sem lausa-
málshöfundur, eins og raunar
‘var vitað. Að öllum greinun-
um er fengur, og þær eru ekki
einungis prýðilega ritaðar,
heldur stórfróðlegar og bera
vott um víðtæka menntun,
sem höfundur hóf snemma að
afla sér og hefir smábætt við
síðastliðin áttatíu ár.
Ég er ófróður um tónlist, og
einmitt þess vegna er ég Gísla
Jónssyni þakklátur fyrir þátt-
inn um tónskáldin. Það er og
e k k e r t launungarmál, að
fyrsta grein þess þáttar, sem
fjallar um dr. Sveinbjörn
Sveinbjörnsson er meðal
beztu greina sinnar tegundar,
sem samdar hafa verið á ís-
lenzka tungu. Að baki þeirr-
ar ritgerðar liggur mikil
vinna. Hefir höfundur sýni-
lega verið mikið í mun að
láta fornvin sinn, dr. Svein-
björnsson ekki liggja lengur
óbættan hjá garði, en orðið
vár á aldarafmæli þess síðar-
nefnda árið 1947. Allir hugs-
andi íslendingar mega vera
höfundi þakklátir fyrir þessa
grein, því að með henni reisti
hann höfuðskörungi íslenzkr-
ar tónlistar þann minnis-
varða, sem ekki verður um
bætt.
Þá er og að finna í téðum
þætti viðamiklar greinar um
Schubert, Grieg og Mendels-
sohn, og þátturinn um Vestur-
íslenzku tónskáldin er grein-
argott yfirlit um það framlag
vestur-íslenzkrar menningar,
sem er miður kunnugt heima
á íslandi.
Annar þáttur bókarinnar
„Ritgerðir og erindi er fjöl-
breytilegur að efni og hefur
m. a. að geyma merka rit-
gjörð „Um rit Jónasar Hall-
grímssonar og um „Fimm
aldir prentlistarinnar". Minn-
ir síðar greind fyrirsögn les-
Gísli Jónsson
andann á það, hvert ævistarf
höfundar var og einnig þá
staðreynd að virðast myndi
prentarastarfið mörgum lítt
fallið til að lyfta andan-
um í hæðir, en prentverkið
hefir Gísli stundað sem list-
grein og látið sér vel líka. Að
öðrum kosti hefði hans and-
lega fjör ekki haldizt jafn-
óskert og ritgerðir hans bera
vott um.
Þriðji kaflinn „Samtíða-
menn“ hefst á greininni
„Heiðarbærinn og ættmenn
hans“, sem eigi hefir áður
birzt. Þessi kafli, sem fjallar
um æskustöðvar höfundar og
nánustu ættmenn er með af-
brigðum góður. Látlaus stíll
fellur hér að efni, sem höf-
undi er kært. Frásögnin er
sannorð, og yfir henni hvílir
blær fallegrar ræktarsemi.
Þetta er „saga óaflátanlegs
strits, sorga, mannrauna og
vonbrigða, — óefað þó margra
fullnægju- og ánægjustunda
— og við síðustu reiknings-
skil óviðurkennd sigursaga"
(bls. 306).
Mynd sú sem fylgir grein-
inni, sýnir, að hvorki hefir
verið hátt til lofts né vítt til
veggja á Háreksstöðum á
Jökuldal, og víst voru engin
gósenlönd þar á dalnum um
1875, enda safnaði Jón bóndi
Benjamínsson ekki verald-
legum auði, en „Uppeldi níu
barna til þroskaaldurs var þó
engin smáræðis auðsöfnun",
„Það er alls staðar einhver,.
sem grætur," segir í sögu
eftir Einar Hjörleifsson, og nú
á þessum tímum hörmung-
anna er sjálfsagt margur, sem
grætur. Við hérna norður í
höfunum höfum að vísu því
láni að fagna að vera undan-
skildir því böli að gráta vini
og vandamenn fallna á blóð-
vellinum mikla. En samt er
án efa margur einn í kringum
oss, sem grætur. Ekki ör-
grannt, að einhverri í félag-
inu okkar kunni að hrökkva
tár svona í ljósaskiptunum,
þó allt sé slétt og fell't, þegar
búið er að kveikja, því við
erum sterkar og státnar og
eigum ekkert með það að
kasta áhyggjuefnum okkar á
glæ. Það eru aðeins börn og
fátæklingar, sem slíkt geta
gert átölulaust.
Eitt slíkra amakefla mann-
félagsins var það, sem barði
að dyrum hjá mér seint í
sumar eð var og gerði boð
fyrir mig. Það var roskin
kona. Ég þekkti hana vel, því
hún vann fyrir mig tiltekna
vinnu öðru hverju, og að
þessu sinni var hún að sækja
sér verkefni. Að öðru leyti
vissi ég þau ein deili á henni,
að hún var ekkja eftir mann,
sem var henni miklu eldri og
lézt af slysi fyrir rúmu ári.
Hann hafði oft komið heim
til mín og þá alla jafnan leitt
með sér stúlkubarn, stálpað
nokkuð, sem kallaði hann afa.
Konan, sem ég á við, var
venjulegast fáorð og alvöru-
gefin, en að þessu sinni virtist
mér hún grátin. Ég bauð
henni að koma inn og tylla
sér niður, meðan ég greiddi
erindi hennar, en hún tók því
fjarri og sagðist helzt vilja
hraða sér heim.
„Eruð þér lasin?“ sagði ég.
„Onei.“
„Það amar eitthvað að yð-
ur,“ sagði ég, „viljið þér ekki
segja mér vandræði yðar,
kannske ég geti eitthvað bætt
úr því.“
„Það gengur ekkert að mér,
og ég vildi helzt fá þetta, sem
ég á að gera, sem fyrst.“
„Það er kannske einhver
veikur hjá yður?“
„Það er enginn til að vera
veikur,“ sagði hún og grét
sáran.
Ég sá, að þarna var eitthvað
meira og stærra en svo, að ég
gæti úr því bætt. Ég flýtti mér
að afgreiða hana, og svo
kvaddi hún mig og fór leiðar
sinnar.
Þegar hún var farin, settist
ég fyrir og tók vinnuna mína,
en hugurinn var allur hjá
konunni, sem var nýgengin
frá mér. Hvað var það, sem
venju fremur amaði að henni?
Mér datt í hug dýrtíðin. Ég
vissi, að hún var fátæk, hana
vanhagaði máske um eitt-
hvað, sem hún gat ekki veitt
sér, og fann þá svo mjög til
þess, hve forstöðulaus hún
var og mikill einstæðingur.
Já, hún kom einmitt til þess
að sækja sér vinnu. Þetta litla
handarvik, sem maðurinn
hennar hafði gert fyrir okkur
og tekið 40 aura fyrir og hún
svo haldið áfram eftir hann
látinn. Fjörtíu aurar, ekki var
upphæðin stór. Þó hafði hún
hraðað sér að sækja verkefn-
ið, en ekki gat hún skilað
verkinu fyrr en næsta dag og
peningana þurfti hún að fá í
dag. Ég vissi, hvar hún átti
heima, lengst vestur í bæ. Ég
lagði frá mér vinnuna og hélt
af stað. Ég hafði staðið í þeirri
meiningu, að hún byggi uppi
á lofti, en raunin varð sú, að
mér var vísað á kjallaraíbúð.
Ég barði að dyrum og gekk
inn. Allt var þar þokkalega
umgengið, þó húsbúnaðurinn
væri fátæklegur. Konan sat á
rúmi sínu og prjónaði sjóvett-
ling og var nú allhress í
bragði.
„Nei, eruð þér komin sjálf,
blessuð frúin,“ sagði hún og
bauð mér sæti. Ég settist á
kistil.
„Ójá, ég fór að íhuga það í
dag, er þér voruð farin, að
yður hefði kannske vanhagað
um eitthvað, sem ég gæti bætt
úr með þessu,“ sagði ég, um
leið og ég rétti henni lítil-
ræðið, sem ég hafði meðferð-
is.
„Þakka yður fyrir, en ég
þarf þess nú samt ekki. Ég
get, guði sé lof, bjargað mér
ennþá, og það var ekki fjár-
skorturinn, sem angraði mig
áðan.
Ég vildi ekki ganga frekar
Framhald á bls. 7.
Vinsamlegt bréf
Kæri ritstjóri, Ingibjörg!
Ég ætla að leyfa mér að
senda blaðinu nokkrar línur,
því mér finnst að við sem fá-
um Lögberg-Heimskringlu,
ættum að minsta kosti einu-
sinni á ári að þakka blaðinu
fyrir að koma til okkar í
hverri viku. Það er eins og
maður bíði eftir góðum göml-
um kunningja, að koma inn til
að hjala dálítið stund um ým-
islegt, sem virðist stundum
vera að deyja af næringar-
skorti.
Það er sem ný spíta sé lögð
á glæðurnar, sem eru kannske
að mestu útbrunnar. Þessi
nýji logi gefur birtu og yl
sem ýtir myrkrinu og kuldan-
um svolítið í burtu um stund.
Svo við getum nú setið og
horft á litlu logana sem nú
eru að leika sér í kringum
spítukubbinn. Það er sem þeir
séu að teygja fingur til að
að benda okkur á eitthvað
þar úti í myrkrinu.
Já það er margt þar í
skugganum, sem við héldum
að nauðsynlegt væri að leggja
til síðu eða kannske alveg að
gleyma, án þess að skilja að
þetta er partur af okkur sjálf-
um. Svo til að reyna að
gleyma er það sama sem að
afneita sjálfum sér, afneita
því fagra sem við möttum,
líka því sem við höfum elsk-
að alla ævi.
Þú leiðir mig heim um litla
stund
og lýsir upp bæinn gamla.
Þar æskan hún bíður með
opna mund
En ellin er þrá minni hamla.
Svo þakka ég Lögbergi-
Heimskringlu fyrir komuna.
Og vona að blaðið haldi á-
fram að koma til íslendinga
frá öld til alda.
Paul B. Björnson,
1414 — St. 4th Ave„
Maywood, 111.
Bréf frá London
Framhald írá bls. 4.
virðulegs aldurs að baki. Slík-
ir endurfundir eru ánægju-
legir.
Eins og fyrirsögn þessa
bréfs bendir á er það skrifað
í London, þar sem sá er þetta
ritar dvelur nú. Ætlunin er
að senda Lögbergi-Heims-
kringlu stutt bréf héðan við
og við, þar sem jöfnum hönd-
um verður drepið á þau mál-
efni, sem sérstaklega varða
íslendinga hér í landi og ís-
lenzk viðhorf, og að öðrum
þræði almennt rabb um dag-
inn og veginn eins og fyrir
augað ber hér í London. Að
þessum efnum verður snúið
í næsta bréfi, en samkvæmt
gefnu loforði í upphafi skyldi
þessum inngangsorðum skor-
inn þröngur stakkur. Því
verður hér látið staðar numið.
London, 9. maí 1963.
K.S.