Lögberg-Heimskringla - 06.06.1963, Síða 4

Lögberg-Heimskringla - 06.06.1963, Síða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 6. JÚNÍ 1963 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Edilor: INGIBJÖRG JÖNSSON EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Haraldur Bessa- son, Rev. Valdimar J. Eylands, Carolipe Gunnarsson, Jóhann G. Jóhannson, Thorvaldur Johnson, Jakob F. Kristjánsson, Tryggvi J. Oleson, Rev. Philip M. Pétursson. Vancouver: Dr. S. E. Bjömsson. Monlreal: Áskell Löve. Minneapolis: Valdimar Bjömson. Grand Forks: Richard Beck. Reykjavík: Birgir Thorlacius. Akureyri: Steindór Steindórsson. London: Dr. Karl Strand. Subscriplion $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorized os second class mail by the Post Office Deportment, Ottawa, and for pxayment of Posfage in cash. Magnús Guðjónsson bæjarstjóri: Menningarmál á Akureyri S k ó 1 a r: Alls stunda nám í skólum Akureyrar um 2500 nemendur, og er það rúmlega fjórðungur bæjarbúa, sem eru um 9300. Barnaskólar eru þrír í bænum með rúmlega 1200 nemend- Elzti og fjölmennasti barnaskólinn er Barnaskóli Akureyrar með um 750 nemendur, stofnaður fyrir 92 árum. Skólastjóri hans er Hannes J. Magnúson. 1 Oddeyraskóla eru um 350 nemendur. Skólastjóri er Eiríkur Sigurðsson. í Glerárskóla eru rösklega 100 nemendur. Skólastjóri er Hjörtur L. Jóns- son. Gagnfræðaskólinn á Akureyri er annar fjölmennasti skóli bæjarins. Nemendur eru á 6. hundrað. Skólastjóri er Jóhann Frímann. Iðnskólinn er með um 100 nemendur. Skólastjóri er Jón Sigurgeirsson. Tónlistarskóli Akureyrar hóf starfsemi sína 1946. Nem- endur eru um 70. Skólastjóri er Jakob Tryggvason. Námskeið ýmiskonar eru haldin s.s. í húsmæðrafræðum (í Húsmæðrskólanum), námskeið fyrir stýrimenn, vélstjóra, bílstjóra og ýmiskonar föndur- og tómstundavinnunámskeið á vegum Tómstundaheimilis templara og Æskulýðsráðs Ak- ureyrar. Leiklist Leikstarfsemi hefur löngum verið með blóma á Akur- eyri, og þar hafa starfað og komið fram ýmsir þjóðkunnir leikarar. Leikfélag Akureyfar var stofnað 1917, en áður höfðu starfað tvö leikfélög í bænum allt frá árinu 1869. Nú- verandi leikhús Akureyrar, „Samkomuhúsið", byggðu templarar á Akureyri af miklum myndarskap og framsýni árið 1906. Leikfélagið hefur jöfnum höndum sýnt leikrit eftir innlenda og erlenda höfunda m.a. leikrit eftir akur- eyrska höfunda s.s. Matthías Jochumsson (Skugga-Svein), Pál Árdal (Tárið), Björgvin Guðmundsson (Skrúðsbóndann) og Davíð Stefánsson (Munkarnir á Möðruvöllum, Gullna hliðið). Venjulega eru sýnd 2—3 leikrit yfir veturinn. Hvert leik- rit er sýnt 10 til 15 sinnum. Félagið hefur haldið uppi kennslu í leiklist. Meðal helztu leikstjóra félagsins má nefna Harald Björns- son, Svövu Jónsdóttur, Ágúst Kvaran, Jón Norðfjörð, Guð- mund Gunnarsson og Ragnhildi Steingrímsdóttur. T ó n 1 i s t: Akureyringar hafa fengið það orð á sig, að þeir væru söngglaðir. Um langan aldur hafa kórar starfað í bænum. Um aldamótin var Magnús Einarsson, organisti, aðaldrif- fjöður í söng og músíklífi bæjarins. Hann kenndi söng í skólum, stofnaði og stjórnaði lúðrasveit og stjórnaði söng- kórnum Heklu, er fyrstur íslenzkra. karlakóra fór utan í söngferðalag til Noregs 1905. Karlakórinn Geysir var stofnaður 1922. Lengst af var Ingimundur Árnason stjórnandi hans, en nú hefur sonur hans, Árni tekið við söngstjórn. Karlakór Akureyrar var stofnaður 1929 og laut lengi stjórn Áskels Snorrasonar, tón- skálds. Núverandi söngstjórar eru Áskell Jónsson og Guð- mundur Jóhannsson. Björgvin Guðmundsson, tónskáld, bjó á Akureyri frá 1931 til dauðadags 1960. Hann stofnaði Kan- tötukór Akureyrar 1932 auk þess sem hann kenndi lengi söng í skólum bæjarins og var árum saman kirkjuorganleikari. Auk kóra hafa starfað hér kvartettar, sem orðið hafa kunnir s.s. M.A. kvartettinn og Smárakvartettinn. Kunnust tónskáld á Akureyri eru: Björgvin Guðmunds- son, Áskell Snorrason og Jóhann Ó. Haraldsson. Ýmsir fleiri hafa að sjálfsögðu fengizt við tónsmíðar s.s. Sveinn Bjar- man, Stefán Ág. Kristjánsson o. fl. Tónlistarfélag Akureyrar var stofnað 1942. Formaður þess frá byrjun hefur verið Stefán Ág. Kristjánsson. Fé- lagið gengst árlega fyrir tón- listarhaldi í bænum og hafa ýmsir innlendir og erlendir tónlistarmenn komið þar fram. Auk þess heldur Tón- listarskólinn árlega nemenda- tónleika og tónleikar eru stundum haldnir á vegum annarra félaga og samtaka. Lúðrasveit Akureyrar held- ur tónleika á ári hverju og leikur við ýmis tækifæri s.s. á útihátíðum. Stjórnandi hennar er Jakob Tryggvason, sem jafnframt s t j ó r n a r drengjalúðrasveit, er skóla- stjóri Tónlistarskólans og org- anleikari Akureyrarkirkju. Guðrún Kristinsdóttir, pí- anóleikari, er einn kunnasti tónlistarmaður Akureyrar nú. Þess má geta, að á síðast- liðnu ári, var sett upp vandað pípuorgel í Akureyrarkirkju, sem er stærsta og vandaðasta hljóðfæri sinnar tegundar á landinu. Síðan hafa allmargir sjálfstæðir orgelhljómleikar verið haldnir í kirkjunni. Bókmenntir og bókaútgáfa Á Akureyri, svo sem annars staðar á Islandi, hafa bök- menntir löngum skipað önd- vegi meðal listanna. Á Akur- eyri hafa mörg skáld búið, sum landsþekkt s.s. Matthías Jochumsson, Davíð Stfáns- son frá Fagraskógi, Páll J. Árdal, Einar H. Kvaran o. fl. — Af núlifandi skáldum og rithöfundum má nefna auk Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, Guðmund Frí- mann, Einar Kristjánsson, frændurna, Braga Sigurjóns- son og Heiðrek Guðmundsson frá Sandi, Kristján frá Djúpa- læk og Rósberg Snædal. Bókaútgáfa hefur verið til- tölulega mikil á Akureyri. Prentsmiðja var fyrst stofnuð 1853 og önnur rétt fyrir alda- mótin. Nú eru starfandi þrjár prentsmiðjur í bænum. Fjög- ur vikublöð eru gefin út af stjórnmálaflokkunum: Dagur, íslendingur, Alþýðumaðurinn og Verkamaðurinn. Nokkur tímarit eru gefin hér út svo sem „Heima er bezt“, „Nýjar kvöldvökur“ og „Heimili og skóli“. Stærsti bókaútgefand- inn er „Bókaforlag Odds Björnssonar“. S ö fn: Amtsbókasafnið er nú rek- ið af Akureyrarbæ. Það var stofnað um 1820. Elzta safn Akureyrar er Amtsbókasafnið. stofnað af Stefáni Thorarensen, amt- manni á Möðruvöllum um 1820. Safnið var flutt til Ak- ureyrar um 1840 og er nú rek- ið af Akureyrarbæ. Bóka- eign safnsins er nú um 40 þúsund bindi. Náltúrugripasafni var kom- ið á fót fyrir allmörgum ár- um á Akureyri og vex það með ári hverju. Nonnasafn til minningar um pater Jón Sveinsson, hinn kunna barnabókarithöfund var stofnsett í Nonnahúsi, Aðalstræti 54, af Zonta-klúbb Akureyrar og opnað 16. nóv- ember 1957. Matthíasarsafnið var opnað sumarið 1961 í Sigurhæðum, húsi. sr. Matthíasar Jochums- sonar. Fyrir stofnun safnsins gekkst Matthíasarfélagið, sem stofnað var 1958. Norðlenzka byggðasafnið á Akureyri var formlega stofn- að 1962 og því fengin rúm- góð húsakynni í Kirkjuhvoli, Aðalstræti 58. Muna til safns- ins hefur verið safnað um 15 ára skeið. Önnur menningarmál: Vegna takmarkaðs rúms gefst ekki tækifæri til að rekja önnur menningarmál s.s. starfsemi hinna ýmsu félaga, er sinna menningar- málum. Þó skal þess getið, að á aldarafmæli Akureyrar- kaupstaðar, 29. ágúst 1962 stofnaði bæjarstjórn Akur- eyrar Menningarsjóð Akur- eyrar, sem nú þegar er orð- inn um 1 milljón krónur. Hlutverk sjóðsins er að styrkja og styðja listastarf- semi og aðra menningarstarf- semi á Akureyri. Bæjarsjóður Akureyrar mun leggja sjóðn- um árlega til fé. Má mikils af starfsemi sjóðs þess vænta, í framtíðinni. Letter From Seattle May 28, 1963. Dear Editor: I have written an article and have had it translated, the contents of which will speak for itself. My wife, whose maiden name was Erika Thorlakson, daughter of the late Rev. N. S. Thorlakson, who served a parish at Selkirk, Man., Can- ada, and I are taking an air- plane trip with a group of friends from Vancouver, B.C. on June 13th and will arrive in Reykjavík, Iceland the following day. We will tour Iceland and visit the home- land of her father who emi- grated to America sometime during the 1870’s. He had a long and interes- ting career, first starting out as a farmer, later a school teacher, and even served as Justice of the Peace at Moun- tain, North Dakota where his elder brother, Paul Thorlak- son, has been recognized in the Encyclopedia Britanniea as the founder of an Icelandic colony at that town in Pem- bina County. Paul Thorlakson became a Lutheran pastor and was ordained after complet- ing his theological training in a seminary at St. Louis, Missouri. Through his influ- ence my father-in-law, N. S. Thorlakson likewise entered the call of the ministry and was enrolled as a college student at the Lutheran Col- lege in Decorah, Iowa, and after completing his college training went to Oslo, Nor- way where he enrolled iri the Theological Department of the University of Norway and during his student days in Oslo met Erika Rynning and they were married. Rev, Thorlakson accepted a call to the Lutheran congregation at Mineota, Minnesota and after serving an Icelandic parish in Mineota, he accepted a call to serve a Norewegian Lut- heran congregation at Park River, North Dakota, and within a few years accepted a call to the Icelandic Lut- heran congregation at Selkirk, Man., Canada. They are the parents of four sons and two daughters, namely, Rev. S. O. Thorlak- son, who was a missionary to Japan for 25 years and is presently living at San Carlos in the San Francisco Cali- fornia area where he serves as the Icelandic Consul and does considerable clerical work in that area; daughter, Margaret, who is the wife of Rev. Dr. Haraldur Sigmar and resides at Kelso, Washington; son, Dr. P. H. T. Thorlakson, who is the head of and chief surgeon for the Winnipeg Clinic, Winnipeg, Man.; son, Dr. Frederiek H. Thorlakson, one of ’the eminent eye doctors residing at Seattle, Washington; son, Halfdan Thorlakson, businessman and one of the executives of the Hudson’s Bay Store who re- sides in Vancouver, B.C., and who has been awarded the Order of the Falcon and has served as the Icelandic Consul at Vancouver; daughter, Erika, now Mrs. Harold M. Eastvold, whose first interest, besides her home, is in the field of music, who took her first piano lesson at the age of four from her mother and at the age of 16 was organist in her father’s church. I mention these facts only to let you know that she and I have a purpose in visiting Iceland this summer and to walk on the ground where her father spent his boyhood in Iceland and, also, in Norway where her mother was born. My father was born at Sandnes, Norway, a town near Stavanger, Norway, and that is the reason we are going to include Norway as part of our trip. Mr. and Mrs. Halfdan Thorlakson of Vancouver, B.C. will accompany us on our trip to Iceland and Nor- way. Here in Seattle all of the Scandinavian countries join- ed together in the year 1952

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.