Lögberg-Heimskringla - 20.06.1963, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 20.06.1963, Blaðsíða 1
Högberg - 5)eimöfermsla Stofnað 14. Jan.. 1888 Stofnuð 9. eept., 1886 77. ARGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 20. JÚNÍ 1963 NÚMER 25 Hlakka fil að vinna í Eyjum Kærkomnir gestir Rætt við V.-íslendinga á leið í fiskvinnu hér. 1 gær komu 12 Kanada- menn til íslands með Loft- leiðaflugvél. Þeir eru ráðnir í fiskvinnu hjá fyrirtækjunum fjórum í Vestmannaeyjum. Ráðgert er að menn þessir verði hér að minnsta kosti 6 mánuði. Þeir snæddu hádeg- isverð í Nausti, skoðuðu sig um í Reykjavík og í gær- kvöldi héldu þeir áfram til Vestmannaeyja með Herjólfi. Tíu þessara manna eru af ís- lenzkum ættum, flestir frá Winnipeg og Selkirk í Mani- toba. Allir eru þeir ógiftir. Morgunblaðið átti tal við fjóra af Vestur-lslendingun- um. Fyrstur varð fyrir Chris Johnson, sem er forsvarsmað- ur þeirra félaga. Hann talar íslenzku, en það gera aðeins nokkrir af hópnum. Hins vegar skilja margir talsvert. — Þú heitir eiginlega Kristján Jónsson, er það ekki? —Jú, en því var breytt. — Hvaðan ertu? — Frá Heklu eða svokall- aðri Mikleyju i Manitboa, um 100 mílum norðar en Winni- peg. Þangað fluttust afar mín- ir og ömmur, sem voru öll ís- lenzk. Þar til fyrir nokkrum áratugum voru eingöngu ís- lendingar á Heklu, en nú hafa aðrir flutzt þangað, og margir íslendinganna dreifzt um Kanada. — Ég er 34 ára og hef allt mitt líf verið fiskimaður á bátum á Lake Winnipeg. — Hvað veiðið þið aðallega þar? — Það er mest um „sauger" eða hvítfisk eins og við ís- lendingarnir köllum hann og svo er það „pikkur“. — Hvernig stendur á því, að þú ert kominn til Islands? — Ég var á móti fiskimanna í Winnipeg í marz og þar hitti ég séra Robert Jack, sem skýrði okkur svo frá, að hér væri mikill skortur á vinnu- afli. Ég hef alltaf haft mikla löngun til að koma til íslands og fannst þetta prýðistæki- færi til að sjá mig hér um og gera um leið gagn. — Hvernig eru atvinnu- möguleikar í Manitoba? — Þeir eru alveg sæmileg- ir. Að vísu hefur fiskaflinn í vatninu minnkað mjög síð- ustu 10 árin, en það er ekkert atvinnuleysi í Manitoba og yfirleitt góð lífskjör. — Hefur nokkur ykkar komið til Islands áður? — Nei, enginn. Þá hittum við næstan að máli Alan Ingimundarson frá Selkirk, 25 milum frá Winni- peg. Hann er 22 ára. — Hvað hefur þú starfað áður? — Það er nú sitt af hverju. Ég hef unnið í byggingar- vinnu, verksmiðju, verið sundkennari og atvinnumað- ur í íshockey. Ég hef verið 2 ár í íþróttaháskóla og verð að reyna að spara saman fé, svo að ég geti lokið þar námi, en það tekur önnur 2 ár. — Eru há skólagjöld fyrir vestan? — Já, þau eru 1500 til 2000 dollarar á ári. — Hvernig lízt þér á að eiga að fara að vinna hér? — Ágætlega. Það er gaman að fá tækifæri til að sjá eitt- ivað af heiminum. Auk þess eru afi minn og amma héðan og mig langar til ferðast dá- lítið um landið og kannske líka lengra austur á bóginn, t.d. til hinna Norðurlandanna. Þessu næst höfum við tal af Lawrence Goodman, 26 ára, einnig frá Selkirk. — Eru margir íslendingar í Selkirk? — Um eitt þúsund. íbúatala Selkirk er um 9 þúsund. Bæði föður og móðurforeldrar mín- ir voru íslenzk og settust að í Selkirk. — Hvað hefur þú haft fyrir stafni í Kanada? Framhald á bls. 4. Dr. Otto Olson, forseti Central Canada Synodunnar prédikar við allar guðþjón- usturnar í Fyrstu lútersku kirkju, sunnudaginn 23. júní. Sóknarpresturinn v e r ð u r staddur norður í Thompson þann dag, í sambandi við prests kosningar þar. Kvöldmessan í Fyrstu lút. kirkju fer fram á ensku þetta kvöld, en messað verður á íslenzku að kvöldi 30. júní. Á sunnudaginn komu hing- að til borgarinnar þau Sindri Sigurjónsson póstfulltrúi frá Reykjavík og kona hans frú Sigríður Helgadóttir. Þau hjónin eru frændmörg hér vestan hafs, einkanlega Sindri en hann er elzti sonur séra Sigurjóns Jónssonar fyrrum prests í Kirkjubæ og Önnu ’konu hans. Séra Sigurjón er einn af hinum kunnu Háreks- staðasystkinum; þrjú þeirra dóu hér vestan hafs, María, sak óg Einar Páll Jónsson en Gísli Jónsson á heima í Win- nipeg. Séra Sigurjón stundaði nám við Meadville presta- skólann og brautskráðist frá Chicago háskólanum, en fór heim 1913. Það eru því nú liðin rétt fimmtíu ár að son- ur hans kemur vestur ásamt konu sinni, og heimsækir fornar stöðvar föður síns. Þau hjónin komu til New York í lok apríl mánaðar. Þar tóku á móti þeim sonur Gísla og kona hans, Dr. og Mrs. Helgi Johnson frá Ruthgar há- skólanum í New Jersey. Þau heimsóttu svo son sinn Heim- ir, sem stundað hefir nám í Milwaukee síðan í fyrra sum- ar. Næst lá leið þeirra til Californiu, en þar eru tveir bræður frú Sigríðar búsettir, þeir Halldór og Vigfús og hvíldu sig þar í góðu eftirlæti. Tólf mílna fiskiveiðofakmörk Skömmu eftir að Pearson stjórnin kom til valda til- kynnti forsætisráðherran að Kanadastjórn myndi færa út fiskiveiðatakmörkin v i ð strendur landsins frá þremur mílum upp í tólf mílur um miðjan maí mánuð 1964 og var mál til komið, því Soviet veiðiskip og önnur erlend voru farin að sigla inn í Fundyflóa og aðra flóa við strendur landsins eftir vild. Með þessari ráðstöfun er Kanada að fara að dæmi Is- lands, sem færði út 12 mílna línuna 1958 þrátt fyrir mót- mæli Breta og yfirgang þeirra. Þessi ráðstöfun er og í samræmi við tillögu Banda- ríkjanna á Genf ráðstefnunni 1958 að landhelgi skyldi vera 6 mílur en fiskveiðatakmörk- in 12 mílur við strendur land- anna. Mr. Pearson sagði að stjórn hans myndi taka ti greina aðstæður þeirra þjóða er fiskað hefðu við strendur landsins í aldaraðir og semja við þær þannig að þessi breyt- ing yrðu þeim ekki of til- finnanleg. 1 Seattle var þeim og fagn- að af mörgum frændum og vinum; þar eru Jakobína Johnson skáldkona, ekkja Isaks Johnson, synir hennar og fjölskyldur þeirra og Jó- hann Straumfjörð og hans fólk. Á leiðinni austur hingað stönzuðu þau hjónin í tvo daga hjá Mrs. Thóru Val- gardsson í Moose Jaw, en hún og systir hennar Ingibjörg Jónsson eiga ógleymanlegar minningar um gleðistundir með Sigríði og Sindra frá síð- astliðnu sumri. Þótt þau hjónin hafi . nú ferðast víða um þessa miklu álfu og séð margt á stuttum tíma bar ekki á þreytu hjá seim; þau voru hress og kát og dásömuðu fegurð lands- ins, hin hrikalegu Klettafjöll og jafnvel sléttuna óendan- legu. Þau dvelja hér á vegum Gísla Jónssonar og barna hans Mr. og Mrs. Wm. D. Hurst og Mr. og Mrs. Jack St. John. Hádegisboð. Útgefendur Lögberg-Heimskringlu voru svo lánsamir , að Sindri Sigur- jónsson tók að sér umboð fyr- ir blaðið á íslandi og hefir hann lagt á sig ómetanleg störf til að efla gengi blaðs- ins þar í landi. Það var því ánægjulegt að útgáfunefnd- inni gafst kostur á, að efna til hádegisboðs á miðvikudag- inn í Charterhouse til heiðurs þessum góðu gestum. Þeir nefndarmenn sem staddir voru í borginni og konur þeirra og nokkrir aðrir vinir sátu þetta vinamót — um tuttugu manns. Séra Philip M. Pétursson forseti útgáfu- félagsins var samkomustjóri. Símkveðja til Forseta íslands (17. júní 1963) Hugur flýgur heim í dag, hjartans kveðjur færir. Alltaf hljómblítt íslands lag innstu strengi hrærir. RICHARD BECK On the Board of Directors A. Roberl Swanson The annual meeting of the Betel Home Foundation was held on Sunday, June 9th at Gimli. Mr. A. R. Swanson, Vice President of Burns Bros. & Denton Limited was elected as a member of the Board of Directors. The other officers and directors are: Dr. P. H. T. Thorlakson, Hon. President; Grettir Eggertson, President; K. W. Johannson, Vice Presi- dent; Victor Jonasson, Hon. Secretary; S. M. Bachman, Hon. Treasurer; S. V. Sigurd- son, Barney Egilson, Lincoln Johnson, John Guttormsson, Hon. G. S. Thorvaldson, Q.C. Skírnarathöfn Séra Sveinbjörn S. Ólafsson í Little Falls, Minnesota, skírði Kaye Renee Bunker, fjögurra mánaðar, við morgun messu í kirkju sinni (Meþódista). Hún er dóttir Wilmer Bunker og konu hans frá Pine Bend Indian Mission (Meþódista) ná- lægt Mahnomen, Minn. Sextán meðlimir þaðan voru við guðþjónustuna. Séra Sveinbjörn segjir af sér embætti 1. júlí eftir 34 ár. Þetta var hans 701 skirn.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.