Lögberg-Heimskringla - 20.06.1963, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 20.06.1963, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 20. JÚNÍ 1963 Bjarna bónda þótti vera æði þungur svipur á konu sinni, þegar hann kom inn í búrið til þess að vita, hvort kaffið væri ekki að koma inn. Gest- irnir þyrftu að komast svo snemma út eftir, að hægt væri að komast í búðir. Nunna bar inn kaffið nokkru seinna. Þá var Sigga ferðbúinn í bað- stofunni. Bjarni bauð henni að setjast að kaffdrykkju með gestunum. Hún þáði það. Ekki varð húsfreyjan léttari í skapi við það, þegar Nunna sótti fram aukapör handa Siggu vinnukonu. „En sú viðhöfn“, sagði hús- freyja. „Hún hefði nú líklega getað drukkið það hérna í búrinu eins og hún er vön. Ég verð fegin, þegar hún er farin. Bara að strákurinn færi líka“. Sigga kvaddi alla með mestu virktum og þakkaði öllum fyrir samvinnuna. Hún skyldi ekkert í þessum kulda- svip á húsmóðurinni, og gerði sér heldur engar áhyggjur út af því. Hún var að hverfa burt frá þessu heimili og öllu þar og lét sér fátt um finnast. Eftir nokkrar klukkustundir yrði hún komin heim til pabba og mömmu. Bensi bar koffortið hennar út á sleðann, kvaddi hana svo með kossi eins og góða systur og sagðist vona, að það yrði ekki langt þangað til hún sæi sig við gluggann heima í Bakkabúð. Svo rann sleðinn af stað. En Bensi gekk inn í bæinn til mæðganna og sagði: „Hér er ég þá kominn til þess að drekka kaffið, því að ég þarf að fara til kindanna". „Það er nú bara enginn kaffitími núna“, sagði Frið- rika snúðugt. „Það er vanalegt að hjú njóti góðra gesta, og það hef ég fengið sæmilega útilátið. Mér finnst það talsvert hlá- legt af þér að setja mig hjá seinustu dagana, sem ég er á þínu fyrirmyndarheimili“, Nunna flýtti sér að hella í bolla handa honum. „Þarna er kaffið“, sagði hún óþarflega hátt. „Sko, Steinunni litlu. Hún veit að ég er í sárum, þar sem kærastan er flogin frá mér, og ætlar svo að hella kaffi í kaunin. Vel verði henni fyr- ir“, sagði Bensi. „Ef iiún er kærastan þín, skal mig ekki undra, þó að þú viljir gæta hennar fyrir karl- mönnunum“, sagði Friðrika. „Það er nú talsvert umliðið síðan Gunnvör uppgötvaði, að ég hefði kysst hana morgun- inn eftir nóttina frægu, þegar ég gerði miskunnarverkið á karlskepunni á Fjalli, að það hlýtur að vera komið alla leið til heilans á ykkur hinum“. „Það hefur nú stundum þurft meira til en einn koss til þess að trúlofun yrði úr“, sagði Nunna brosandi. „Þeir voru nú fleiri koss- arnir. Ekki trúi ég því að Gunnvör láti slíkt minnisleysi koma fyrir í sögum sínum“, sagði Bensi. „Það er aldrei að hún sé eftirsótt, hún Sigríður litla“, sagði Friðrika. „Já og svo bætir Bjarni því ofan á allt annað, að setja hana inn við bdrðið hjá gest- unum. Þá sá ég að Nunnu þótti nóg um. Það þótti mér líka“, sagði Bensi. „Hvers konar bölvað rugl er þetta í þér, maður“, sagði Friðrika skjálfrödduð af reiði. „Vel verði Bjarna bónda fyrir það, að koma þannig fram við hana síðasta daginn. Mér þykir vænt um að Sigga mín er á leiðinni heim í góðu og gömlu Höfðavíkina. Það verða varla margar sólir af lofti, þegar ég verð kominn þangað líka. Svo þakka ég fyrir kaffið“, sagði hann og fór út. Friðrika var fokvond yfir því, að Bensi fór ekki ííka. Hún fór inn til bónda síns til þess að létta af skapsmunum sínum. Hann var að verða hrein og bein plága, þessi strákur, sem ómögulegt var að líða fyrir bölvaða stríðn- ina og ertnina. Svo sagði hún bónda sínum frá öllum þeirra orðaskiptum. „Ég er hissa á þér, að láta strákinn vera að stríða þér“, sagði Bjarni. Mér finnst það ekkert undarlegt, þó að hann svaraði þér svona hlálega, fyrst þú sagðir, að Sigga hefði verið lánsöm, ef hún hefði fengið Hrólf, sem engin kven- maður getur felt sig við. Ef þú trúir því að þau séu trú- lofuð, var alveg rétt af hon- um að segja, að Hrólfur væri álitlegur tengdasonur handa þér“. „Það er aldrei að þú takir svari hans“, sagði Friðrika, alveg hissa á þessum undir- tektum bónda síns. „Þú ferð nú sjálfsagt að losna við hann“, sagði Bjarni. „Ætli það verði ekki eitthvað að þeim hjúum, sem verða hér næsta ár, ef þau fást þá nokkur. Gunnvör er sjálfsagt að hugsa um að fara að Litlu- Grund. Hún situr þar öllum stundum á sunnudögunum, þegar hún á frí. Það er lík- lega vissara fyrir þig að fara að tala um vistráðningu við hana, ef þú ætlar ekki að verða alveg vinnukonulaus næsta ár. En því ert þú nú víst óvön“, sagði Bjarni bóndi og leit brosandi til konu sinn- ar. . Nokkrum dögum seinna hitti Hrólfur Bjarna fram við merki, þar sem hann var að sækja hrossin, sem á húsi voru, því að Toni var kominn í skóla fram í sveit. „Það er orðið langt síðan okkar fundum hefur borið saman, Bjarni sæll“, sagði Hrólfur brosandi. ,^öjá, það hefur verið ó- vanalega fáferðugt á milli bæjanna þennan veturinn“, sagði Bjarni. „Já, það er nú bara vegna þessa vetrarmanns, sem þú hefur haft á heimili þínu“, sagði Hrólfur. „Samt skalt þú ekki halda, að ég hafi verið hræddur við hann, þann kauða, þó að ég hafi ekki komið suður eftir. Heldur hef ég ekki viljað troða illsakir eða koma af stað slagsmálum á heimili þínu'b „Það hefði varla komið til þess, þó að þú hefðir komið suður eftir“, sagði Bjarni. „Þú heldur það“, sagði Hrólfur. „En hvernig er hand- arskarnið á þér? Ferðu ekki báðum að geta sinnt verkum þínum, svo að strákribbaldinn fari að fjarlægjast. Það var allt rólegt, áður en hann kom hingað inn eftir“. „Höndin er orðin sæmileg fyrir nokkru. En jafngóð og hún var áður, er hún ekki. Það sækir á hana kuldi og ég á bágt með að leysa heyið. En Gunnvör ætlar að reyna að verða mér stoð og stytta það sem eftir er vetrarins“, sagði Bjarni. „Er þá Bensi farinn?“ spurði Hrólfur feginsamlega. Bjarni játaði því. „Hvenær fór hann?“ spurði Hrólfur. „Ég var búinn að hugsa mér að kveðja hann og þakka honum fyrir síðast. En hann hefur kannske ekkert langað í hendurnar á mér, og því laumast í burtu einhverja nóttina“. Hann hló tröllslega og sló um sig með höndunum. „Nei, það var hábjartur dagur og glaða sólskin, þegar hann fór, svo að þú hefðir áreiðanlega getað séð hann, ef þú hefðir verið úti við“, sagði Bjarni. „En það var náttúrlega það bezta, að þú sást ekki til ferða hans. Mér hefði þótt það öllu lakara, ef hann hefði komið blár og blóðugur út í Höfðavík og þú legið rúmfastur eftir sam- fundi ykkar“. „Það hefði nú kannske ekki tekizt jafn illa til og síðast. Ég hefði reynt að vara mig á honum. En hann er alltaf svo mikill fantur að slá mann“, sagði Hrólfur. „En hefur ekki verið dregið sjaldan í-spil hjá þér í vetur?“ spurði hann svo, þegar hann sá að hestarnir voru lagðir af stað heimleiðis og Bjarni gerði sig líklegan til þess að fylgjast með þeim. „Það hefur verið spilað þó nokkuð oft“, svaraði Bjarni. „Ég gæti hugsað mér að bregða mér suður eftir á sunnudögum, svona af göml- um og góðum vana“. „Það fer nú að verða nokk- uð bjart til þess að sitja við spil“, sagði Bjarni. „En lík- lega yrðu þó spilin tekin ofan af hillunni, ef þú kæmir“. Svo kastaði hann kveðju á Hrólf og gekk heimleiðis. Hrólfur lét ekki sitja við orðin tóm. Hann var kominn inn á rúm til Vermundar gamla um hádegi næsta sunnudag og farinn að taka í nefið hjá honum. Hann iðaði af kæti, þegar hann talaði um hvað nú væri langt síðan hann hefði verið gestur á Stóru-Grund. „Heldurðu, að það væri ekki gaman að taka einn slag, Vermundur minn? Hefur ekki sjaldan verið spilað hérna í veutr? Var hann ekki heldur latur við það, vetrar- mannstuskan, eins og við flest annað?“ sagði hann ill- kvittnislega á milli þess, sem hann hnerraði hátt og mikið. „Hann var ekki latur við neitt, hann Bensi minn. Þetta var dugnaðarmaður“, sagði gamli maðurinn. Hann tók spilin ofan af hillunni og rétti Hrólfi þau. „Jæja, hvað eigum við þá að spila, Vermundur minn? Geta ekki stúlkurnar verið með?“ sagði Hrólfur. „Þær eru alltaf svo latar við að spila, nema þá helzt hún Friðrika. Við skulum bara spila marías“, sagði Ver- mundur. Hrólfur stokkaði og gaf. „Hvar er Jiún Sigríður mín, fallega stúlkan, sem mér leizt svo dæmalaust vel á. Hún sit- ur ekki á rúminu sínu núna?“ spurði Hrólfur. „Hún er nú gengin þér al- gerlega úr greipum og komin út í Höfðavík. Þú skalt ekki hugsa um hana framar“, sagði Vermundur. „Fór strákskattinn með hana?“ spurði Hrólfur og lagði frá sér spilin. „Hún var farin á undan honum, svo að hún gæti tekið á móti honum, þegar hann kæmi“, sagði gamli maðurinn. „Ján, nú er ég hissa. Ég hef þó verið að gá til mannferða undanfarið. Ég hafði nefni- lega hug á að kveðja þau bæði Bensa og hana. Húr, hef- ur farið hjá að næturlagi“, sagði Hrólfur. „Hún sat á sleða hjá Hannesi á Mosfelli þarna um daginn, þegar næstum hálf sveitin var á ferðinni út í kaupstaðinn til þess að rífa í sig kramið“. „Gekk hún þá úr vistinni. Var hún ekki vistráðið hjú?“ „Það veit ég ekkert um“, sagði Vermundur. „Blessaður taktu nú spilin og vertu ekki að brjóta heilann um það. Mér sýnast þær vera nógu margar stúlkurnar hérna á heimilinu til þess að þvarða hver upp í aðra, þó að hún færi. Það er orðið langt síðan ég hef spilað marías“. „Ja, því get ég trúað. Hann hefur auðvitað ekkert kunnað að spila strákasninn hann Bensi. Kann sjálfsagt ekkert annað en böðlast á sjónum, þessi draslaragarmur. Ég skil bara ekkert í Bjarna að hæla þessari skepnu og segja að hér hafi verið spilað talsvert í vetur“. „Það var alltaf spiluð vist fyrir innan“, sagði Vermund- ur. BEER BOTTLES The Brewers of Manitoba wish to assure the public that old type, loag necked beer bottles will coa- tinue to be accepted for refund up to and induding SATURDAY, SEPTEMBER 14th,1963 These old type beer bottles may be refunded any- where in Manitoba. -------------X------------ Manitoba Brewers'Assodafion /0

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.