Lögberg-Heimskringla - 20.06.1963, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 20.06.1963, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 20. JÚNÍ 1963 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Editor: INGIBJÖRG JÖNSSON EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Haraldur Bessa- son, Rev. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Jóhann G. Jóhannson, Thorvaldur Johnson, Jakob F. Kristjánsson, Tryggvi J. Oleson, Rev. Philip M. Pétursson. Vancouver: Dr. S. E. Björnsson. Monireal: Áskell Löve. Minneapolis: Valdimar Bjömson. Grand Forks: Richard Beck. Reykjavík: Birgir Thorlacius. Akureyri: Steindór Steindórsson. London: Dr. Karl Strand. Subscription $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorized as second class mail by the Post Office Deportment, Ottawa, and for pxayment of Postode in cash. Dr. V.aldimar J. Eylands: Aldamófamenn Jónas Jónsson: ALDAMÓTAMENN III. Akureyri 1962. Jónas Jónsson frá Hríflu er löngu þjóðkunnur. Hann hefir látið margt til sín taka um dagana, og líklega verða menn ekki ásáttir um á hvaða sviði hann hafi reynzt fyrirferðar- mestur. Hann hefir verið stjórnmálamaður, skólastjóri, blaðamaður og kennari. Að menntun og upplagi virðist hann fyrst og fremst vera kennari. Hann hefir skrifað fjölda kennslubóka fyrir börn og unglinga, og líklega liggja fleiri blaðagreinar eftir hann en nokkurn annan íslenzkan mann. Stíll hans er léttur og skemmtilegur, frásagnargleðin aug- ljós, og mælskan óþrjótandi. Líklega koma þessir rithöf- undarhæfileikar óvíða betur fram í ritum hans, en í bóka- flokknum Aldamótamenn sem hafa verið að koma út öðru hvoru nú hin síðari ár. Þessar bækur bregða upp eins konar leyfturmyndum af ýmsum áhrifamönnum í þjóðfélaginu, um og eftir aldamótin síðustu. Þessar bækur eru prýðilegar að öllum frágangi, og mjög girnilegar til fróðleiks. Ritgerð- irnar eru stuttar, alls ekki tæmandi, enda ekki til þess ætlast. En þær vekja eftirtekt, og verða mörgum fróðleiksfúsum lesanda hvöt til að afla sér meiri fanga, og læra meira um hina merku menn sem frá er sagt, áhugamál þeirra og ævi- starf. Aldamótamenn, 3. hefti sem hér er minnst á, flytur um- sagnir um fimmtán manns á 180 blaðsíðum. Ef jafnt væri skift, myndu þannig koma um tólf blaðsíður á mann. Nokkru skeikar þó hér, sumir fá meira, aðrir minna lesmál, en mynd fylgir hverri grein. í þessum hópi broddborgara sem Jónas leiðir inn á svið sögunnar, eru tveir Vestur-íslendingar, þeir Stephan G. Stephanson, og séra Jón Bjarnason. Ekki er hægt með sönnu að segja að þessir menn liggi óbættir hjá garði; mikið hefir verið um þá ritað, bæði austan hafs og vestan. Báðir voru þeir umdeildir menn í lifanda lífi. Brugðust þeir dómar mjög til beggja skauta. Stephan var hortittasmiður og höf- uðskáld; séra Jón vargur í véum íslenzkra félagsmála, galla- laust göfugmenni og höfuðsnillingur; fóru þessi dómar eftir vinaliði og flokksfylgi. Ekkert nýtt kemur fram um þessa menn í þessum þáttum, sem ekki var heldur við að búast, en báðir hljóta þeir góða dóma hins hlutlausa sagnritara, sem að líkindum hefir hvorugan manninn þekkt persónu- lega. Um útgáfu kvæðasafns, Stephans, segir höf.: „Þegar Stephan G. var kominn nokkuð á sextugsaldur, mynduðu vinir hans, aðallega í Winnipeg, undir forystu Rögnvalds unitara prests Péturssonar, félag til að gefa út ljóð hans á virðulegan hátt. Stehpan valdi kvæðasafninu heitið „And- vökur.“ Flest skáld íslendinga, austan hafs, hafa orðið að bíða lengur en hann eftir virðulegri útgáfu ljóða sinna. Vegur Stephans varð nú mikill. Hann var ekki aðeins viður- kennt íslenzkt þjóðskáld, heldur þótti dómbærum mönnum einsætt, að hann myndi skipa háan sess í fylkingu skálda í Vesturheimi." Einnig segir frá minnisvörðum sem skáldinu voru reistir, bæði á eignarjörð hans í Markervlle, og á Vatnsskarði. Greininni fylgja nokkur sýnishorn af kveðskap Stephans. Presturinn, Jón, ber lægri hlut, í bók þessari, að því er lengd lesmálsins snertir sem honum er helgað, heldur en skáldið Stephan. Ber þar sízt um að hlutast, einkum þar sem mörgum blaðsíðum í grein Stephans er varið til að sýna vizku hans og ljóðsnilld, en annaðeins verður auðvitað ekki gefið til kynna með einu þankastriki. Helztu æviatriði séra Jóns eru rakin, minnst á námsferil hans á íslandi, blaða- mennsku hans í Bandaríkjunum, og prestsskap hans og for- ystu á sviði kirkjumála í Kanada. Öll er frásögnin blátt áfram og hlutlaus. Er getið ýmissra samtíðarmanna séra Jóns, svo sem ný-guðfræðings- ins séra Friðriks J. Berg- mann, og unitarans, séra Rögnvaldar Péturssonar. Fá þessir skoðana andstæðingar séra Jóns maklega viðurkenn- ingu fyrir hæfileika og dugn- að í félagsmálum. Um trú- máladeilurnar sem risu á milli þessara manna og flokk- anna sem þeir veittu forystu, segir svo: „Á milli þessara þriggja trúardeilda í Vestur- heimi urðu stundum harðar deilur. Séra Jón var valda- mestur í kirkjulegu safnaðar- lífi Vestur íslendinga. Trú- málasókn hans var áhrifa- mest, því að þar var byggt á gömlum grundvelli fslenzku kirkjunnar . . . Sigur og veldi lútersku kirkjunnar vestan- hafs byggðist á öryggi stefn- unnar, trúarhitanum, og heitri ósk og þrá um fram- hald lífsins í öðrum og betri heimi.“ Lýkur höfundur um- mælum sínum um séra Jón, þannig: „Séra Jón hafði stað- ið fremst í brjóstvörn íslenzku landnemanna í Ameríku. Veldi hinnar lútersku safn- aða, kirkjufélagið, var grunn- múr og undirstaða margs af því bezta sem landar í Vest- urheimi hafa gert til vegs og sæmdar þjóðstofni sínum, í kirkjulífi, bókmenntum og þjóðræknissamtökum.“ Auk þessara Vestur íslend- inga eru í bókinni fróðlegar greinar um Þorgils gjallanda, G u ð m u n d Guðmundsson, Valdimar Briem, Þórarinn Böðvarsson, Guðmund Frið- jónsson, Jón Trausta, Þorvald Thoroddsen, Bjarna Sæ- mundsson, Einar Benedikts- son, Harald Níelsson, Einar H. Kvaran, Markús Bjamason og Stefaníu Guðmundsdpttur. Jónas frá Hriflu er nú nokk- uð við aldur, en vonandi er að hann eigi eftir að rita fleiri bækur jafn skemmti- legar og fræðandi eins og Aldamólamenn. Skjaldarmerkin og fleira Flatti þorskurinn úr fyrsta skjaldarmerki íslendinga prýðir nú skjaldarmerki Grikkjakonungs. Vetrarhefti fimmtugasta ár- g a n g s ársfjórðungsritsins ,.The American — Skandi- navian Review", sem út er gefið í New York, kom út fyrir nokkrum vikum. Þetta er viðhafnarútgáfa, fjölbreytt að efni, og mjög skreytt myndum. Allt efni ritsins er helgað Norðurlöndum, þar á meðal er nokkuð frá Islandi. Sennilegt er að ýmsum þætti athyglisverð greinin, sem ritið flytur um skjaldar- merki íslands eftir Sven Tito Achen (The Coai of Arms of Iceland). Þar er í stuttu máli rakin saga skjaldarmerkj- anna. Hið fyrsta þeirra: flatt- ur þorskur silfurlitaður á rauðum grunni með gullinni kórónu yfir er þekkt síðan á miðri 14. öld. Höfundur greinarinnar tel- ur að flatti þorskurinn hafi verið mjög gott skjaldar- merki, í fyrsta lagi vegna þess hversu auðvelt var að þekkja það, þar sem það var með öllu ólíkt öðrum skjaldar- merkjum í Evrópu. Auk þess telur hann það hafa verið fallegt, formin fögur og þorsk- urinn flatti hafi farið betur á skildi en flestar aðrar myndir, til dæmis mynd af ljóni, sem er algeng á skjaldarmerkjum. — En íslendingar, segir Sven Tito Achen, voru óánægðir með þetta skjaldarmérki, sem Danakonungur hafði upp á sitt eindæmi látið gera þeim, — þeim þótti hauslausi þorsk- urinn allt að því svívirðingar- tákn. Annað skjaldarmerki Is- lendinga, silfurlitaður fálki á bláum grunni, var lögtekið þegar landið fékk heimastjórn árið 1903. Merkið hafði Sig- urður Guðmundsson málari teiknað 1874 í tilefni af 1000 ára þjóðhátíðinni. Þetta skjaldarmerki þótti óheppi- legt, bæði innanlands og utan, segir greinarhöfundur, enda var þriðja skjaldarmerkið lögtekið við fullveldistökuna 1918, byggt á fána landsins, hvítum og rauðum krossi á bláum grunni, eins konar stælingu á norska fánanum. Skjöldurinn er umkringdur 4 skepnum, sem nefndar eru í Heimskringlu Snorra Sturlu- sonar: nauti, erni, dreka og risa. Greinilegt er að þessar verur (landvættirnir) eru ekki annað en eftirlíkingar hinna fjögra táknlegu dýra guð- spjallanna, uxa Lúkasar, erni Jóhannesar, ljóni Markúsar og manni Mattheusar. Fram til lýðveldistökunnar 1944 bar skjaldarmerkið kórónu, en síðan er það kórónulaust, og fleiri breytingar voru gerðar á myndunum 1944. En það er af þorskmerkinu að segja, að það lenti ekki í neinni sorptunnu, þegar við fleygðum því: Grikkjakon- ungur sem var af dönsku konungsættinni, tók það upp í skjaldarmerki sitt, og þar er flatti þorskurinn siðan! Af öðru efni íslenzku í þessu afmælishefti The American Scandinavian Re- view má nefna smásöguna „Iniiiaiion" (Vígsla) eftir Guðmund Daníelsson í þýð- ingu frú Mekkin S. Perkins. Frásögn er af rannsóknar- ferð Krisijáns Eldjárns og hans manna, ásamt Helga Ingslad, til Nýfundnalands í fyrra, í leit að norrænum fornminjum, og sagt er frá heimsókn Ben Gurions for- sætisráðherra ísraels til ís- lands. — Þá er og minningar- grein um Vilhjálm Sieíánsson landkönnuð. Og ritdómur um bók eftir Peier Hallberg The Icelandic Saga, sem Háskól- inn í Nebraska hefur gefið út. Kvæði er eftir dr. Richard Beck prófessor. Ritstjóri tímaritsins er Ameríkumaður af norskum ættum Erik J. Friis. Frá öðrum Norðurlöndum eru merkar greinar og smá- sögur, þar á meðal löng grein um norska málarann Edvard Munch með mörgum heilsíðu iitmyndum, og grein um finnska skáldið Aleksis Kivi. Suðurland, 27. apríl 1963. Hlakka iil að vinna Framhald frá bls. 1. — Ég var í flughernum frá 1954—57, síðan vann ég við olíuvinnslu og nú síðast í stálverksmiðju. Þá hittum við Peter Dal- man, 21 árs frá Wynyard í Saskatchewan. — Hvaðan kemur þér nafn- ið Dalman, er það íslenzkt? — Afi minn hét Björnsson, en það voru svo margir, sem hétu því nafni í nágrenninu, að hann tók upp Dalmans- nafnið, svo að ekki yrði neinn ruglingur. — Eru margir íslendingar í Saskatchewan. — Ekki nú orðið. Áður fyrr var þar talsverð nýlenda, en fólkið hefur dreifzt um. — Við hvað hefur þú unnið áður? — Aðallega í byggingar- vinnu, en aldrei við fiskiðnað. Hins vegar hlakka ég til að vera hér á Islandi og sjá mig um. Mig langar til að ferðast um landið, ef ég fæ tækifæri til þess. Mgbl. 6. júní. ‘P'UkU(C4*: BOSTON, LOS ANGELES LONDON Interesting Accurate Complete fittomotlonol Newi Coverogo The Chriition Sclence Monitor One Norwoy ít., Boiton 15, Mosi. Send your newipoper for the time checked. Enctosed find my check or money order. Q | yeor $22. □ « monthe $11 []] monthi $5.50 Name Addreee Oty Zone «-l«

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.