Lögberg-Heimskringla - 20.06.1963, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 20.06.1963, Blaðsíða 2
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 20. JÚNl 1963 2 Fréttir frá íslandi Alþingiskosningar Til fróðleiks fyrir lesendur Lögberg-Heimskringlu fara hér á eftir úrslit Alþingiskosninganna á Islandi hinn 9. þ.m., ásamt samanburðartölum frá Alþingiskosningunum í október 1959: Flokkur Atkvæði Sjálfstæðisfl. 36,917 Framsóknarfl. 25,210 Alþýðubandalag 14,275 Alþýðuflokkur 12,683 Vísindastofnun Bandaríkj- anna hefur veitt Náttúru- gripasafni íslands 361,200,00 króna styrk til rannsókna á lífsháttum og stofnsveiflum íslenzku rjúpunnar. — Styrk- urinn er veittur til tveggja ára og mun dr. Finnur Guð- mundsson stjórna rannsókn- um. Talið er, að hvergi í heiminum séu jafngóð skil- yrði til rannsókna á hinum sérkennilegu stofnsveiflum fugla og fleiri dýra en hér á landi. Fyrirhugaðar eru víð- tækar rjúpnamerkingar, söfn- un gagna um varphætti og fæðu rjúpunnar og söfnun upplýsinga um árlega rjúpna- veiði. Tíminn 4. júní. ☆ 1 dag komu tveir flutninga- bílar af Keflavíkurflugvelli að Landspítalanum með ýmis lækningatæki, sem banda- ríska varnarliðið hefur gefið heilbrigðisyfirvöldunum hér, og á morgun er von á öðrum tveimur. Þetta eru mjög dýr- mæt og nytsamleg tæki, sem bæði verða notuð í Landspít- alanum og annars staðar. Heildarverðmæti þeirra er á- ætlað vera um 25.000 banda- rískir dollarar. 1 ráði var að flytja þessi tæki aftur til Bandaríkjanna, en yfirlæknir sjúkrahúss varnarliðsins hér. Dr. Johns, beitti sér fyrir því, að tækin voru gefin hingað. Heilbrigð- isyfirvöldin hér eru varnar- liðinu mjög þakklát fyrir þessa sendingu. Tíminn 29. maí. ☆ Ár í vexti Veður hefur verið hlýtt hér- lendis um hvítasunnuna og hlýjast var í gær, annan hvítasunnudag. Þá var víða mjög hlýtt norðanlands og mældist t.d. 25 stiga hiti á Akureyri, 23 stig á Egils- stöðum og Fagradal, 22 á Sauðárkróki og Staðarhóli og 19 stig á Möðrudal. Ár nyðra eru í miklum vexti og kol- mórauðar, en ekki hefur frétzt af skemmdum af þeirra völdum enn þá. Tíminn 4. júní. Þingmenn Prósent atkvæða 1959 1963 1959 1963 24 24 39.7 41.4 17 19 25.7 28.4 10 9 16.0 16.0 9 8 14.2 15.2 Jakob Jónsson frá Rifgirð- ingum hefur talið arnarhjón- in á sunnanverðum Breiða- firði og telur þau vera sex. Það er meiri f jöldi en oft hef- ur verið talið, því upp á síð- kastið hefur oft verið talað um, að arnarhjónin væru að- eins fern eftir hér á landi. Svæðið, sem Jakob hefur þaulkannað, er frá Bjarnar- höfn á Snæfellsnesi norður í Gilsfjörð að Suðureyjunum meðtöldum. Jakob hefur sinnt þessu áhugamáli sínu mjög mikið, haldið uppi fyrirspurn- um og talað við menn. 1 fyrravor verptu sex arnar- hjón að hans áliti á þessu svæði, þar af tvenn í eyjun- um. Auk þess vissi Jakob um tvenn hjón á Vestfjörðmft, svo að arnarhjónin á öllu landinu hafa þá ekki verið færri en átta. Raunar er það svipuð tala og komið hefur í ljós í hvert sinn, sem arnarstofninn hefur verið kannaður síðari árin. Arnór Garðarsson á Náttúru- gripasafninu sagði blaðinu, að arnarstofninn virtist standa í stað og hafa gert það í mörg undanfarin ár. Hon- um hvorki fjölgar né fækkar. Hins vegar hefur hann alveg horfið af Suðvesturlandinu og virðist nú þjappa sér meira saman kringum Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Tíminn 28. maí. ☆ Brezkur iogari iekinn í landhelgi Varðskipið [Óðinn tók um kl. 2 síðdegis í gær brezka togarann Northern Sky, GY- 427, að meintum ólöglegum veiðum um 2,5 sjómílur innan 6 mílna takmarkanna í Lóns- bugt. Skotið var tveimur púð- urskotum að togaranum, sem stanzaði og var farið með hann til Eskifjarðar, þar sem réttarhöld hefjast í dag í máli skipstjórans Barry Green. Aðdragandinn að töku tog- arans var sá, að Óðinn hafði verið að sjómælingum í Lóns- bugt og voru 2 menn frá Sjó- mælingum Islands um borð. Voru þeir við mælingar um daginn, m.a. höfðu mælinga- menn farið í eyna Vigur. Vegna mælinganna þurfti Óðinn að sigla fram og aftur. Varðskipsmenn höfðu tekið eftir því, að brezkur togari hafði verið að veiðum við fiskveiðitakmörkin nokkurn tíma. Vegna mælinganna þurfti Óðinn að sigla í burtu á mikilli ferð um stund. Þeg- ar skipið kom aftur nokkru síðar var brezki togarinn kominn langt inn fyrir fisk- veiðitakmörkin. Hefur líklega haldið, að varðskipið kæmi ekki aftur. Þegar Óðinn nálgaðist dró togarinn vörpu sína og sigldi til hafs. Skotið var að honum tveim púðurskotum og var togarinn stöðvaður um 1,2 mílur utan veiðitakmarkanna. Að sögn yfirmanna Óðins kallaði skipstjóri Northern Sky, Barry Green, til brezka herskipsins Keppel, sem var skammt undan, og spurðist fyrir um hvort sýna ætti varð- skipinu mótþróa. Bannaði Stundum ber það við, að fólki finnst það kannast mætavel við staði, sem það kemur á í fyrsta skipti og aldrei hefur verið lýst fyrir því. Kunnur þingmaður, ís- lenzkur, sem lézt fyrir all- mörgum árum, hafði bústaða- skipti og flutti í annað hérað á miðjum aldri. Þegar hann kom í fyrsta skipti á bæinn, þar sem hann bjó búi sínu síðari hluta ævinnar, virtist honum hann gerþekkja þar allt, húskynni og umhverfi. Jóhönnu Matthíasdóttur, konu Finns fræðimanns Jóns- sonar á Kjörseyri, dreymdi ótal sinnum framan af ævi sinni hús á ókunnum stað. Hún kallaði það draumahúsið sitt. Svo kom þar, að hún missti sjónina, og eftir það dreymdi hana húsið aldrei, fyrr en einn vetur, er hún hafði verið blind í fimmtán ár. Næsta sumar fór hún suð- ur á Akranes til Björns Ólafs- sonar augnlæknis til þess að láta gera á sér augnskurð, er þá var nýjung á landi hér. Dvaldist hún í Krosshúsi á Akranesi á meðan hún var undir læknishendi. Að liðn- um hæfilega löngum tíma tók læknirinn umbúðirnar frá augum Jóhönnu, og komst hún þá að raun um, að hún hafði fengið sjónina á ný. En það var fleira, sem bar til tíðinda. Hún sá, að hún var stödd í draumahúsinu sínu og var öllu gagnkunnug, húsinu sjálfu og umhverfi þess. Hún kannaðist til dæmis mæta- vel við túnblett Hallgríms í Guðrúnarkoti, þegar henni varð litið út um gluggann. Og nú skulum við rifja upp dálítið atvik, sem henti höf- uðsmann einn í enska hernum á árunum eftir heimsstyrjöld- ina fyrri. Hann virðist hafa gengið beint inn í löngu lið- herskipið slíkt. Barry Green bað þá herskipið um að halda sig nærri. Næst gerðist það að herskipið kallaði Óðin upp og bauðst til að aðstoða við töku Northern Sky, gerðist þess ekki þörf. Óðinn taldi ekki þörf á slíkri aðstoð. Þegar flokkur frá Óðni kom um borð í togarann sáu þeir leka af vírum og eitthvað af lifandi fiski í vörpu. Farið var með togarann til Eskifjarðar og komu skipin þangað um kl. 8,30 í gær- kvöldi. Réttarhöld í máli Barry Green, skipstjóra, hefj- ast væntanlega í dag, en hann neitar að hafa verið að ólög- legum veiðum. Togarinn Northern Sky var byggður í Bremerhaven 1936 og er um 620 brúttótonn að stærð. Skipstjórinn er fæddur sama ár og togarinn var smíð- inn tíma, ef marka má sögu hans. Höfuðsmaður þessi var á Mö.ltu, og eitt sinn var hann síðla kvölds á heimleið frá dansleik í Sliema. Leið hans lá fram hjá gömlum, tyrk- neskum grafreit, og þar sá hann á vegi tínum tvær kon- ur með slæður fyrir andliti. Þær ávörpuðu hann og báðu hann að fylgja sér til Valetta, höfuðstaðar eyjarinnar. Hann fylgdi konunum að fallegu húsi, og þegar þær buðu honum inn, þekktist hann það. Húsið var mjög rík- mannlega búið, þegar inn kom. Yfir dyrum eins salarins var arabísk áletrun, Bismillah — í nafni Allah. Þangað inn var hann leiddur. Þ e g a r höfuðsmaðurinn hafði dvalizt þarna um stund, kvaddi hann og hélt heim til sín. Næsta morgun saknaði hann úr fórum sínum vind- lingahylkis úr silfri. Sendi hann þá mann í hús tyrk- nesku kvennanna til þess að spyrjast fyrir um það. En maðurinn kom tómhentur til baka. Það var ekkert slíkt hús, sem höfuðsmaðurinn hafði lýst, við þá götu, sem hann vísaði á, og enginn kannaðist við auðuga Tyrki, er þar byggju. Höfuðsmaðurinn varð ösku- vondur yfir ódugnaði sendi- mannsins, svo sem vera bar um jafntiginn mann, og nú arkaði hann sjálfur af stað. En honum varð ekki um sel, þegar hann uppgötvaði, að í stað hins ríkmannlega, tyrk- neska húss var kominn hrör- legur hjallur, skakkur og skældur. Götusópari gat þó frætt hann um það, að þetta hrörlega hús væri nefnt gamla Tyrkjahúsið. En það hefði nú um langt árabil staðið autt og mannlaust, enda að hruni komið. Höfuðsmaðurinn fór inn í húsið, og sér til mikillar undrunar sá hann fótspor sjálfs sín á rykföllnu gólfinu. Hann fór inn í salinn, þar sem hann hafði setið kvöldið áður. Áletrunin var yfir dyr- unum, og á miðju gólfinu lá vindlingaveskið. Elddans meðal Indíána í gömlum skýrslum þjóð- fræðistofnunar í Vesturheimi, getur að líta einkennilega frá- sögn, skrifaða af Washington Matthews, bandarískum lækni, sem af tilviljun átti þess kost að kynnast ýmsum helgisiðum Indíána, þegar hann starfaði í Wingate-virki við Nýja Mexikó. Atburður- inn gerðist við trúarhátíð hjá Navajó-þjóðflokknum á stað, sem heitir Nikótlísí, nokkuð norðvestan við Wingate-virk- in. Þetta gerðist 28. október 1884. Frásögn læknisins er á þessa leið: Ellefti dansinn var nefnd- ur elddans. Tíu menn með lendaklæði gengu inn á opið svið, mitt í hring áhorfenda. Allir voru þeir með vænan vönd af sedrusbarkarlengj- um, nema fyrirliði þeirra. Þeir gengu að hinum heilaga eldi, báru barkarvendi sína að honum og kveiktu í þeim. Síðari hófu þeir hlaup mikil í kringum eldinn, og brátt tóku þeir að bera logandi vendina að líkama sínum eða félaganna, sem á undan þeim hlupu. En enginn þeirra leit einu sinni við, þótt logar léku um bakið á þeim. Annað veif- ið slógu sumir Indíánanna nakta félaga sína með vönd- unum, en aðrir undu þá milli handa sér eins og svamp. Þegar þessum dansi var lokið, skoðaði læknirinn marga þeirra, sem tekið höfðu þátt í honum. Hann fann ekki nein brunasár á hörundi þeirra. En sjálfur hafði hann horft á, hvernig þeir létu log- ana sleikja sig og félaga sína. Tvíhöfða söngmaður Það er alkunna, að van- skapningar eru ekki fáir í dýraríkinu. Hér á landi hafa oft fæðzt tvíhöfða kálfar og tvíhöfða lömb. En það hafa líka verið til tvíhöfða menn. Nafntogaðastur þeirra er Skoti, sem uppi var á síðari hluta fimmtándu aldar. Þessi Skoti hafði söngrödd mikla, og mátti ekki milli greina með hvorum hálsi hann söng fagurlegar, að því er sagan hermir. Þetta kom honum vel, því að hann hafði ofan af fyrir sér með því að syngja tví- söng — einn. Maður veit hverju maður sleppir, en ekki hvað maður hreppir. * * * Margs verða hjúin vís, þá hjónin deila. Bent skal á, að í kosningunum í október 1959 fékk Þjóð- vamarflokkurinn 3.4% atkvæða, en í nýafstöðnum kosning- um var flokkurinn í kosningabandalagi við Alþýðubanda- lagið; en í síðarnefndum flokki eru kommúnistar. Þegar þingið var rofið voru Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokk- urinn við völd og Ólafur Thors forsætisráðherra. Úrslit kosninganna gefa til kynna að á því verði engin breyting. aður. Mgbl. 6. júní. Furður og fyrirbæri Fjarskynjun í iíma og rúmi

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.