Lögberg-Heimskringla - 20.06.1963, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 20.06.1963, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 20. JÚNÍ 1963 7 Saga skipstj Kvöld eitt komu nokkrir gamlir skipstjórar saman sér til skemmtunar í gistihúsi einu í New York. Þeir ræddu um alla heima og geima, sögðu af sjálfum sér og hlóu dátt að mestu svaðilförunum sem þeir höfðu af karlmenn- sku komizt fram úr. Skip- stjóri Nútter var karlmann- legur maður og fagur á- sýndum. Hann hafði verið talinn ágætastur skipstjóri á sinni tíð. Það var nú komið að honum að segja sögu sína. Hann ýtti frá sér vínglasinu, sem honum hafði verið rétt, án þess að bragða á því, og hóf máls á þessa leið: )rÉg ætla að segja ykkur at- vik úr lífi mínu, frá æskuár- unum. Það hefur haft þýð- ingarmikil áhrif á allt líf mitt síðan: Ég var ungur, þegar ég fyrst réði mig til sjós, og þegar ég var 14 ára gamall, fannst mér ég vera orðinn mesta sjóhetja. Átján ára gamall réðist ég á indverskt skip. Við vorum 6 drengir á skipinu á líkum aldri og höfðum sömu verk af hendi að inna daglega. Við borðuðum saman og vorum í rauninni eins fráskildir eldri hásetunum eins og sjálfum yfirmönnunum. Skipstjórinn var alúðlegur og góðmenni, en brá þó fyrir þótta í svip hans. Þó við værum ekki mik- ið með hinum hásetunum, iþá lærðum við þó fljótt af þeim að neyta áfengra drykkja. Og þar sem við komum í land, drukkum við óspart. Þó var einn, sem aldrei vildi smakka á víni. Hann hét Jón Small, ættaður frá New Jerseý. Hann reyndi oft að fá okkur til að hætta að drekka. En við tók- um þannig undir þær mála- leitanir, að hann mátti þakka fyrir að sleppa óskemmdur. Það leið ekki á löngu áður en við tókum eftir því, að skip- stjórinn veitti Jóni sérstaka eftirtekt. Þegar hann fór í land, hafði hann Jón með sér, öðrum fremur. Eins og nærri má geta, vakti þetta afbrýð- issemi okkar og við reýndum sem oftast er færi gafst að skaprauna Jóni. Og þó var Jón bezti drengur, það urðum við að viðurkenna með sjálfum okkur. Hann var vingjarn- legur, hreinskilinn og trú- fastur vinur, og námsfúsastur okkar allra. Hann varði öllum frístundum sínum til að lesa í góðum bókum, en við eyddum okkar í svall og óreglu. Það var þó fyrst, þegar Jón var kjörinn einn úr okkar hóp til þess að halda vörð á þilfarinu, þegar yfirmenn- irnir voru öðru að sinna, að hann varð verulegur þyrnir í okkar augum. Og þá bund- umst við þeim ódrengilegu samtökum, að hætta ekki fyrr en við hefðum fengið Jón til að neyta áfengra drykkja. óra NúHers Eftir að við höfðum fast- ákveðið þetta, urðum við betri við Jón, og hann varð glaðari en áður. Við hjálpuðum hon- um og hann okkur aftur. Við vorum á heimleið frá Brasilíu og komum við í Rio de Janeiro og dvöldum þar vikutíma. Einn góðan veður- dag fengum við drengirnir leyfi til að vera allir í landi heilan dag. Okkur þótti held- ur en ekki vænt um þetta og bjuggum okkur sem bezt við kunnum. Þegar við komum í land, stakk Jón strax upp á því, að við færum að skoða merka sögustaði og söfn í borginni. Við vorum ekki stórhrifnir af þeirri uppá- stungu, en létum þó tilleiðast, og settum það upp, að hann borðaði með okkur miðdegis- verð. Enda þótt Jóni væri ekki um þá uppástungu, þá lofaði hann því þó til sam- komulags. Við höfðum nú fastafráðið að Jón skyldi drekka með okkur og koma kendur um borð að kvöldi; væntum við þá að álit skipstjóra á honum mundi minnka. Þegar leið að miðdegisverði, pöntuðum við mat á gistihúsi einu og var Jón hinn glaðasti. En þegar máltíðinni var lokið og vínflaska og glös var sett ,á borðið, þá varð hann dapur í bragði. Við reyndum fyrst að fá hann til að bragða á víninu rneð góðu, töldum honum trú um, að það gerði honum ekki neitt, þó hann aðeins smakk- aði það, og það væri blátt áfram ókurteisi af honum að skorast undan því. Þegar það dugði ekki, fórum við að storka honum á allar lundir og ögra, en allt árangurslaust. — „Ég smakka ekki áfenga drykki,“ sagði hann, „þið fáið mig aldrei til þess, — aldrei, aldrei!" „Látum hann bara eiga sig,“ sagði Tómas Black, sem orð- inn var all-ölvaður, „við vilj- um ekki hafa slíkan félags- skít í okkar hóp.“ „Já, látum hann bara fokka,“ bætti Samúel við með áherzlu, „þegar hann þykist of góður til að drekka eitt glas af víni með okkur.“ „Þið misskiljið mig,“ mælti Jón hrærður, „ég vil alls ekki drekka. Ég skal með gleði borga matinn fyrir okkur alla, borgið þið áfengið og njótið þess í friði fyrir mér.“ Hann stóð upp, hringdi borðbjöll- unni og bað þjónustustúlku, sem inn kom, að láta sig fá reikning yfir matinn. „Nei, Jón minn,“ mælti Samúel Pratt, „við getum ekki verið þekktir fyrir að þiggja mat hjá þér, öðrum eins hérvilling, sem ætlar að sleikja þig upp við skipstjór- ann með skinhelgi tómri.“ „Nú, jæja,“ mælti Jón í klökkum róm. Fyrst svona er komið, þá ætla ég að segja ykkur það, sem ég annars ætlaði að halda leyndu. Framkoma Jóns sannfærði okkur um það, að eitthvað sérstakt hlyti að hafa komið fyrir hann, hlýddum við því á ræðu hans með athygli: „Saga mín er stutt,“ sagði hann „og ég get verið stutt- orður. Ég hef aldrei þekkt ánægjulegt heimilislíf. Faðir minn var drykkfelldur. Fyrst hafði hann verið elskulegur eiginmaður og ástríkur faðir, en áfengið eyðilagði hann. Hann var gleðisnauður fyrsti veturinn, sem ég man eftir piér. Við höfðum engan eldi- við, sáralitla matbjörg og húsið var mesti hjallur. Einu sinni frusu tárin á kinnum mínum; þá grét ég sárt af sulti og kulda. Ó, hvað mamma bað Guð innilega að hjálpa pabba og okkur. Og þegar mér óx fiskur um hrygg, kenndi hún mér að biðja líka. Ég varð að ganga manna í milli og betla. (Óð ég þá oftast snjóinn ber- fættur og í slitnum fatagörm- um. Ég sá önnur börn heit og vel búin hoppa glöð og ánægð í skólann. Þessi börn áttu reglusama feður. Faðir minn fann sárt til ó- gæfu sinnar og þráði heitt að snúa við, — en var kominn ,of langt — hann var orðinn þræll vínsins. En hann bað Guð án afláts að frelsa sig, og — Guð heyrði bæn hans. — Ég var orðinn átta ára gamall, og þessi átta ár voru jnæðu- og þrautaár. Ég bið Drottinn að varðveita öll böm frá slíku eymdarlífi. Svo var það kaldan vetrarmorgun einn. Faðir minn hafði ekki verið heima um nóttina, og móðir mín sendi mig til veit- ingahússins að vita um hann. Þegar ég kom á miðja leið, sá ég eitthvað dökkt liggja í snjónum utan við veginn. Ég gekk nær — það fór hryll- ingur um mig — þarna lá maður. Ég herti samt upp hugann, vék höfðinu við og dustaði snjóinn af andlitinu. — Hvílík skelfing! — Faðir minn, stirðnaður — dáinn. — Guð hafði bænheyrt hann, frelsað hann.“ — Hér varð hlé á sögu Jóns. Hann þerraði tárin, sem runnu niður eftir kinnum hans. Enginn okkar mælti orð frá munni, við vorum innilega hrærðir af raunasögu Jóns. 3vo hóf hann sögu sína á ný: „Ég hljóp í ofboði til veit- jngahússins og bað um hjálp gð koma föður mínum heim. Veitingamaðurinn lánaði tvo vinnumenn sína og báru þeir líkið heim til okkar. ó, kæru félagar. Hvílík nístandi soi'g! Móðir mín fleygði sér á kné og faðmaði hinn ískalda lík- ama, eins og hún vildi lífga þann með ástaryl hjarta síns. Þrátt fyrir allt og allt hafði hún elskað hann heitt og inni- lega og alltaf reynt að sýna þonum vott elsku sinnar. Móðir mín benti mér að koma nær og krjúpa á kné við hlið sér. Ég gerði það strax. Mælti hún þá með tárvotum augum: „Barnið mitt, þú veizt hvað það er, sem hefur or- sakað ógæfu okkar og valdið hinum hryllilega dauða föð- ur þíns. Hann var einu sinni ánægður og hamingjusamur maður, og framtíðin brosti við honum. Ó, sjáðu nú, hvernig hann er útleikinn af framkvæmdarstjórn djöfuls- ins hér í heimi, áfenginu. Lofa þú nú þinni sorgmæddu móð- ur því, hér við helfreðnar leifar þíns hjartfólgna föður, að smakka aldrei áfenga drykki.“ Ég lofaði því, og góð- ur Guð veit, að ég hef haldið það heit mitt. Góðgjarnir ná- ungar hjálpuðu okkur það sem eftir var vetrarins. Þegar voraði, gat ég byrjað að vinna og kom mér innan skamms fyrir á skipi og gat sent móður minni nokkra aura með hverju bi'éfi, er ég skrifaði henni. Ég er að græða hjarta- sár margmæddrar móður, og heldur skal ég láta lífið, en verða ótrúr þeirri helgu köll- un minni. Ég vona að þið látið mig nú í friði og lofið mér að fara.“ „Nei, Jón, sögðum við allir einum rómi, og augu okkar flutu í tárum. „Við sleppum þér ekki. Héðan í frá bragðar enginn okkar áfenga drykki. Við fengum lánaðan pappír og ritfæri og skrifuðum allir undir skuldbindingarskjal. Og enginn okkar hefur síðan neytt áfengra drykkja. Skipstjóra undraði mjög, er við komum allir ódrukknir til skips um kvöldið; sá hann strax að breyting var á okkur orðin, og spurði hverju sætti. Sögðum við honum allt og sýndum honum skjalið. Varð hann innilega hrærður og bað okkur að leyfa sér að geyma skuldbindingarskjalið og gerðum við það, og vorum lengi í förum með þessum veglynda skipstjóra. Jón Small er nafnkenndur, vel efnum búinn og á ástríka konu og börn, og ég held, að hinir allir séu lifandi og virt- ir og elskaðir af öllum. Fyrir 4 árum síðan hittumst við allir í húsi Astors milljóna- mærings í New York og hafði enginn rofið heitið. Fjórir voru skipstjórar, einn kaup- maður og einn þá nýskipaður konsúll. — Nú veit ég, að þið misvirðið ekki við mig, þó ég hafni víni.“ Þannig var saga skipstjóra Nútters. ÆTLARÐU AÐ FERÐAST? Hvert sem þú ferð, spara ég þ é r peninga og létti af þér áhyggjum án auka kostnað- ar. Ég er um- boðsmaður Icelandic Airlines og allra aða) flug- og skipa- ferðafélaga; skipulegg ferðir innanlands og erlendis. Ég leiðbeini þér varðandi vega- bréf, visa og hótel, ókeypis, og með 30 ára reynslu get ég ábyrgzt ágæta fyrirgreiðslu. ARTHUR A. ANDERSON ALL-WAYS TRAVEL BUREAU 315 Horgrove St., Winnipog 2 Office PH. WH 2-2535-Res. GL 2-5446 Break your trip east with a r r 2 DAY CRUISE on the ■§■ GREAT LAKES! Board a Canadian Pacific steam- ship at Fort William and enjoy two exciting days crossing the Great Lakes to Port McNicoll. Travelling by train? Sailings are twice a week to fit in with your rail schedule. If you go by automobile it can be carried between decks. Sailings from Fort William Saturdays and Tuesdays, from Port McNicoll Saturdays and Wednesdays, June 8th to September 7th inclusive. For furthor informatlon and bookings con- sult your local Canadian Pacific AgenL Ca/zcu/úzn Okci^ic Tralns / Trucks / Ships / Planes / Hotals / Talecommunicationa WORLO’S MOST COMPLETE TRANSPORTATION SYSTEM

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.