Lögberg-Heimskringla - 20.06.1963, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 20.06.1963, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 20. JONÍ 1963 Úr borg og byggð Síðuslu messurnar í Unitara kirkjunni á Banning Str., Winnipeg, á undan sumarfrí- dögunum fara fram á sunnu- daginn 23. júní. Islenzk messa kl. 7 e.h. Séra Philip M. Pétursson prédikar. — Allir boðnir og velkomnir. ☆ Graduales University of Manitoba Bachelor of Science Ronald V. Peiluck. Parents: Mr. Victor and Mrs. Margaret (Bjerring) Peiluck. Mrs. Pei- luck is the niece of Tryggvi Bjerring of Winnipeg. University of Alberta — Edmonton. Bachelor of Science with Distinction James Herbert Bjerring. Parents: Kari and Barbara Bjerring. Kari is the son of Tryggvi Bjerring of Winni- peg. ☆ Systkinin Guðjón Jónsson og Hrefna Jónsdóttir frá Keflavík á íslandi komu til Winnipeg í fyrri viku í heim- sókn til frændfólks síns, en tvær móðursystur þeirra eiga heima hér í borg, Arndis -r- Mrs. Charles Mathison og Sigríður — Mrs. Frank Peat- field. Þau Mathison hjónin dvöldu hjá frændfólki henn- ar á íslandi í tvo mánuði 1961. Þau systkinin eiga og tvo móðurbræður hér vestra, Guðjón Johnson í Riverton og Magnús Johnson í Vancouver, en Guðjón og Sigríður kona hans fóru í kynnisferð til ís- lands í fyrra sumar. Þau systkinin hafa í hyggju að dvelja hér í landi frameftir sumrinu; við bjóðum þau vel- komin og væntum að þau hafi ánægju af ferðinni. ☆ Skýrsluform fyrir þá, sem óska þess, að upplýsingar um ætt þeirra og uppruna geym- ist í Vestur-íslenzkum æfi- skrám um aldur og æfi, fæst á skrifstofu Lögbergs-Heims- kringlu. Spurningarnar í skýrsluforminu eru bæði á ensku og íslenzku. ☆ Donations to Sunrise Lut- heran Camp. Icelandic Goodtemplars, Winnipeg, to the Children’s Trust Fund, $150.00. General Fund, Ladies Aid Bjork, Lundar, Man. $10.00. Mrs. Anna Magnússon, ☆ Mrs. E. F. Hall frá Vancou- ver leit inn á skrifstofu blaðs- ins fyrir nokkru síðan. Hún er upphaflega frá Argyle, móðir hennar Mrs. Sigurborg Hall- grímsson var systir Sigurðar Kristoferssonar, sem var einn af fyrstu landnámsmönnun- um í Argyle. Biskupar Norðurlanda við vígslu Skálholtskirkju Biskupar frá öllum Norð- urlöndunum koma til íslands til að vera viðstaddir vígslu Skálholtskirkju hinn 21. júlí í sumar. Færeyjaprófasti hef- ur einnig verið boðið til vígsl- unnar, en svar hefur ekki enn borizt frá honum. Auk biskupanna verða fjöl- margir aðrir gestir boðnir til vígslunnar, einkum þeim, sem hafa sýnt Skálholtsmál- inu stuðning og velvilja. Fyrir alllöngu var skipuð nefnd til að undirbúa hátíða- höldin. Formaður hennar er Þórir Kr. Þórðarson, prófes- sor, en í nefndinni eru einnig séra Guðmundur ólafsson og Guðmundur Benediktsson stjórnarráðsfulltrúi. Biskup íslands, herra Sigur- björn Einarsson, mun vígja kirkjuna. Þá er ákveðið að hafa samdægurs guðáþjón- ustu í Skálholti. Ekki er enn að fullu gengið frá hátíðar- dagskránni. Sem kunnugt er hefur far- ið fram á Norðurlöndum söfn- un til að stofna lýðháskóla í Skálholti. Hefur safnazt tölu- vert fé, einkum í Noregi, en það eru áhugamenn á Norð- urlöndum um viðreisn Skál- holtsstaðar sem standa fyrir söfnuninni. Mgbl. 29. maí. ☆ Bólusólt er í rénun, en sífelli hættuleg Bólusótt er sjúkdómur sem hefur verið mjög í rénun síð- asta áratuginn, segir forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunar- innar (WHO) í skýrslu sem hann lagði fyrir ársþing henn- ar í Genf í þessum mánuði. Árið 1951 var vitað um kring- um 490.000 bólusóttartilfelli í öllum heiminum, en á fyrstu 11 mánuðum ársins 1962 voru slík tilfelli aðeins 62.000 tals- ins. Á árunum 1960 og 1961 kom sjúkdómurinn fram í 59 löndum, og 60 af hundraði allra bólusóttartilfella voru í Indlandi og Pakistan. Eftir að hann hefur einnig nefnt til- felli í Evrópu lýsir forstjór- inn því yfir, að bólusótt sé ógnun við alla lifandi menn, meðan hún hefur ekki verið upprætt í þeim löndum þar sem hún er landlæg. Civil Defence says: — Store canned food, water and warm clothing in cartons NOW. These could be life- savers ror any emergency. Metro Civil Defence, 1767 Portage Avenue, Winnipeg 12 — TUrner 8-2351 Sveinn Hannesson frá Eli- vogum kvað: Sjúkan fylla muna má mætum gyllivonum. Dýra snillidrós að sjá draums í hyllingonum. MESSUBOÐ Fyrsla lúlerska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku: kl. 9.45 f. h 11.00 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 9.45 f. h. Dánarfregnir John Finnbogason, Lang- ruth, Man., andaðist 23. marz 1963. Hann var fæddur á ís- landi 1892 og verzlaði í Lang- ruth með búnaðarverkfæri keypti fisk síðan árið 1911. Hann tók mikinn þátt í félagsmálum byggðar sinnar. Hann lifa kona hans Laura; ein systir Bertha — Mrs. G. F. Dixon í Vancouver; einn bróð- ir, Thor í Amaranth, Man., og sex systkinabörn. Útförin fór fram frá lútersku kirkjunni í Langruth; Rev. W. Bergman frá Selkirk jarðsöng. ☆ Guðmundur Jakobson bóndi í Arborg, Manitoba, áttræður að aldri andaðist 9. júní. Hann lifa kona han, Una; sex synir, Clarence, Gestur, Ernest, Guðmundur, Kristinn, allir í Arborg og Óli í Ontario; fjór- ar dætur, Jakobína — Mrs. Gordon Gislason í Arborg, Bergrós — Mrs. Buster Auch- staetter í Saskatoon, Florence — Mrs. Omer Plouffe og Bára — Mrs. John Boundy, báðar í Winnipeg; tuttugu og fimm barnabörn og sautján barna- barnabörn. Útförin var gerð frá lútersku kirkjunni Ar- borg. Karl H. Bjarnason kveður: Þegar myrkrið lamar lund ljósi verð ég feginn ef ég mætti stutta stund standa sólarmegin. Árni prófastur Þórarinsson hafði margt að athuga við hætti sóknarbarna sinna, sem kunnugt er. Eitt sinn, er hann ræddi um þetta við tengda- föður sinn, sem var bóndi þar í sókninni, sagði bóndi, að bezt væri fyrir hann að flytja af Snæfellsnesi og fá sér ann- að prestakall. Þá svaraði séra Árni: — Heldur þú, að Jesús Kristur hefði gert það? Heldur þú, að hann hefði flúið? Nei, hann dó á krossinum. F erðamannastr aumur inn Yfirlit Sameinuðu þjóðanna yfir ferðamannastrauminn leiðir í ljós, að árið 1961 komu 9.4 milljónir ferðamanna til ítalíu, 7.4 milljónir til Spánar, 5.8 milljónir til Frakklands, 5.3 milljónir til Sviss og 5,2 milljónir til Vestur-Þýzka- lands. Sé ferðalögum milli Norðurlanda innbyrðis sleppt, kemur í liós að ferðalög Norð- urlandabúa skiptust á eftir- farandi hátt: 434.611 Danir heimsóttu Vestur-Þvzkaland, 373.312 fta- líu og 73.037 Austurríki; Enn- fremur má nefna, að 722 Dan- ir heimsóttu Túnis og 1332 Thaíland. Frá Finnlandi fóru 85.191 manns til ítalíu, 51.983 til Sovétríkianna og 11.472 til Austurríkis. Frá Noregi fóru 137.442 ferðamenn til ítalíu, 81.983 til Vestur-Þýzkalands og 74.178 til Sovétríkianna. Hongkong heimsóttu 407 Norðmenn. Vinsælasta ferðamannaland Svía var Vestur-Þýzkaland með 299.325 sænska ferða- menn. Til ítalíu fóru 299.304 Svíar, til Frakklands 92.000. Auk þess má nefna að 10.212 Svíar heimsóttu Bandaríkin og 10.751 Grikkland. Gjafir í byggingarsjóð Stafholts frá ársbyrjun til 31. maí 1963. Eftirfarandi 27 upphæðir eru gjafir í minningu um Sigurjón Björnsson: Mrs. Dagbjört Vopnfjord $ 5.00 Mrs. Dorothy Neilson 5.00 Mr. og Mrs. A. B. Salter 5.00 Mrs. Rósa Casper 5.00 Mrs. Mikka Smith 5.00 Mr. og Mrs. Ólafur Bjarna son 5.00 Mr. og Mrs. Björn Björnson 5.00 Mr. og Mrs. M. A. Carlstrom 5.00 Mr. og Mrs. E. B. Carlstrom 5.00 Mr. og Mrs. A. M. Dobbie 5.00 Mr. og Mrs. T. Hart 5.00 Mr. og Mrs. Paul Björnsson 5.00 Mr. og Mrs. Henry Bjöms- son 5.00 Mr. og Mrs. Dwight B. B.jörnson 5.00 Þjóðræknisdeildin Aldan 5.00 Mr. og Mrs. G. M. Bjarna- son og fjölskylda 20.00 Mr. og Mrs. I. Goodman, V. W. Peden, E. Kuch og C. Anderson 20.00 Unitara söfnuðurinn í Blaine 15.00 Mr. og Mrs. J. Thorsteinson 5.00 Mrs. Guðfinna Stefánsson 1.00 Murice og Emily Sullivan 2.50 Mr. og Mrs. Ingi Benedict- son 2.00 Mrs. Thorbjörg Johnson 2.00 Mrs. Herman Thordarson 2.00 Mrs. Anna Swanson 2.00 Mr. og Mrs. J. Scheving 3.00 Vistfólk og starfsfólk 8.00 í minningu um Mrs. Thora Scully: Mrs. Anna Swanson 5.00 Mrs. Mikka Smith 5.00 Mrs. Charles Wells 5.00 Mrs. Thora Hedberg 5.00 Mrs. Vala Anthony 5.00 Mr. og Mrs. Laugi Thor- steinson 5.00 Vistfólk og starfsfólk 9.00 í minningu um Mrs. Sigrún Runólfson: Mr. og Mrs. Robert Baker 150.00 Mr. og Mrs. H. P. Forman 10.00 Mrs. Daniel Reuenzohn 10.00 Vistfólk og starfsfólk 5.00 í minningu um Mrs. Rose Peterson: Mr. og Mrs. Harry Tompson 10.00 Mr. og Mrs. Gerald Ives 3.00 Mr. og Mrs. Ingi Benedict- son 2.00 í minningu um Mrs. Lois Thompson: Fread Aanes og fjölskylda 6.00 Mrs. Vaga Moffatt 5.00 Mrs. Ingi Benedictson 2.00 Home Demonstration Club 5.00 Vistfólk og starfsfólk 5.00 í minningu um Mrs. Marlha Johnson: Mrs. Cora Eyrikson, Mrs. Carl Berg, Morit Berg og Mr. og Mrs. Dunn 12.00 Vistfólk og starfsfólk 5.00 t minningu um Mrs. Dottie Washburn: Mr. og Mrs. Wesley Hart, Robert Rubright, Ray Foster, Clarence, Ander- son, Norman Guðmund- son og Pete Harmon 9.00 t minningu um Nellie Woodhull: Mrs. R. S. Peterson 3.00 t minningu um Mrs. Óskar Tom: Vistfólk go starfsfólk 5.00 í minningu um Mrs. Verna Westford: Mrs. Anna Swanson 5.00 í minningu um Mrs. Helgu Sölvason: Mr. og Mrs. Ross Chambers, Solvi Tompson 50.00 t minningu um Bernith Williamson: Dorothie Nielson 5.00 Aðrar gjafir: Hannes Teitson 25.00 Kvennfélagið Eining Seattle 200.00 Mrs. Herman Thordarson 100.00 Mr. og Mrs. H. C. Karason 100.00 W. Ray Evens 10.00 Mr. og Mrs. W. A. Gorje 10.00 Mrs. J. N. Jakobsen 5.00 Mrs. Roberta Gustafson 7.00 Wally Vopnfjord 10.00 Kvennfélagið Freyja 50.00 Mr. og Mrs. R. Björnson 20.00 í minningu um Oddrún Bjarnason: Ólafur og Kjartan Bjarna- son 100.00 Fyrir allar þessar gjafir vottar stjórnarnefndin þessum vinum Stafholts sínar beztu þakkir, og óskar þeim öllum gæfu og gengis. í umboði nefndarinnar A. E. Kristjánsson. PROVINCE OF MANITOBA 9 THE TOBACCO TAX ACT All tobacco retailers and wholesalers in Manitoba are required to be licenced under The Tobacco Tax Act. It will be unlawful to sell tobacco without a licence after the Act comes into force. Dealers not yet registered should apply immediately. Application forms are available from wholesalers or The Taxation Division, Provincial Treasury Department, Winnipeg. NO FEE IS REQUIRED FOR A LICENCE

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.